Norðurslóð - 30.06.1992, Qupperneq 5

Norðurslóð - 30.06.1992, Qupperneq 5
NORÐURSLÓÐ —5 Á sjómannadiiginn var Karlakór Dalvíkur endurreistur og sönj; hann í kuldu og trekki við höfnina áður en kappróöurinn hófst. Stjórnandi var Jóhann Ól- afsson á Ytra-Hvarfi. Hér í blaöinu var þeirri spurninyu varpað fram fvrir skömmu livers vegna ekki væri hægt aö starfrækja karlakór hér um slóðir. Kannski eru þessir ágætu menn að svara þeirri spurningu. Mynd: Hj.Mj. ✓ A sólstöðum Framhald afforsíðu alla þá nótt þar til klukkan var tín. Svöng voru lömhin því lítill var haginn lífiö allt kallaö'á sólskin og hlýju. En hlindfullur norðaustan vindur óvceginn veitti því svarið nteð stórhríðar- spýju. Svona var það nú í dentíð, enda fórust nokkur löntb og jafnvel ein- staka gömul, nakin ær. Vonandi verður þetta ekki alvarlegt. Nú er berjalyngið samt í fulluni blóma og ekki gott að segja hvaða áhrif snjórinn hefur á blómið. Ef ekkert er blómið verður heldur ekkert berið. Jónsmessudögg í föstu formi Hvað sem öllu líður fer jóns- messunót í hönd. þegar nætur- döggin hefur afarsterka náttúru og sé velt sér upp úr henni hrekur hún út úr kroppnum a.m.k. 18 óholla líkamsvessa og virkar samtímis nijög svo jákvætt á sálina. Stóra spurningin nú er hvaða áhrif dögg- in í föstu formi hefur á líkarna og sál. Pau gætu hugsanlega orðið þveröfug. Hér verður að gera djarfar tilraunir til að komast að hinu sanna. Enn syngur vornóttin vögguljóð sín Að öllu gamni slepptu verður samt að viðurkenna og þakka, að við höfum átt ntargar fagrar sól- skinsstundir á þessu vori hér á norðurhjaranum. Séð út um svefn- herbergisglugga blaðamanns kem- ur sólin framundan Múlanum kl. 02u á aðfaramótt 21. júní. smá- hækkar skeiðið austur yfir fjörðinn og sleppur rétt aðeins við að rekast á ysta fjall Látrastrandar. Nei, „sólin ekki sinna verka sakna la’t- ur“ o.s.frv. Nú fer aðalblómatíminn líka í hönd. Allur Svarfaðardalur er að skrýðast fegursta runnagróðri með minnkandi sauðbeit. Gulvíðir, grá- víðir, loðvíðir, jafnvel birki þýtur upp þar sem til skamms tíma var nagað beitiland eða slægjuland. Blómgróður er áberandi ríkulegri í fjallshlíðum en áður var. Líka á láglendinu. Nú fer að vera gaman að aka fram í Skíðadal og líta á „skrúðgarðinn" á Dælis- en eink- um Másstaðaeyrum. Þar seturgrá- víðir og eyrarrós svip sinn á land- ið. Fallegt er líka að sjá yfir Flæð- arnar við Dalvík núna rennisléttar og vaxnar fegursta starargróðri af fleiri tegundum. Það er gott, að hestum er ekki hleypt á þetta land fyrr en þá síðar á sumri. Ef þama er varpland sund- og vaðfugla að ráði kemur það fuglinum vel, að vera laus við ágang alltétandi hrossanna. Annars er síst ástæða til að amast við hóflegri hrossabeit þarna að varpi loknu. Ekki er sinulubbinn svo skemmtilegur. Að lokum skal bent á vaxandi Karlsárskóga, birkið í Setanum færist út og teygir sig hærra í loft- ið. Og nýjar plöntur skjóta upp kollinum út um allt. Tungan svo- nefnda milli Karlsár og Brunnár- innar er að verða alsett litlum birkiplöntum. En svo koma bless- aðar/bannsettar kindurnar, og þá er ekki að sökum að spyrja. Það dug- ar ekkert minna en fullkomin girð- ing og friðun þangað til hin unga björk nær því aö verða „sauðheld". HEÞ DALVÍK Frá skrifstofu Dalvíkurbæjar Opnunartími skrifstofunnar í júlí veröur sem hér segir: 1.-17. júlí 9- -12- og 132S-1600 20.- 31. júlí 930 - 1200 lokað eftir hádegi. Bæjarritari Sókn er besta... Framhald afforsíðu tæki langan tíma að ná fótfestu á mörkuðum fyrir smápakkningar. Framleitt er fyrir erlendar sölu- keðjur og undir merkjum þeirra. Framleiðendur þurfa að sanna sig í gæðum og meðferð hráefnisins áður en hin erlendu stórfyrirtæki heimila framleiðsluna og koma með pantnir. Þannig fór þessi framleiðsla hægt af stað á síðasta ári en hefur aukist verulega á þessu. 25-35% hærra verð fyrir afurðirnar Gert er ráð fyrir að framleiðslan verði um 800 tonn á þessu ári svo það mun láta nærri að fullum af- köstum liafi verið náð. Síðan er hægt að auka afköstin með lengri vinnutíma sem þá um leið mun nýta fjárfestinguna sem þessu fylgdi í upphafi mun betur. Veru- leg verðmætaaukning er við þessa vinnslu miðað við hefðbundna frystihúsaframleiðslu eins og víð- ast er og var hér til skamms tíma. Verðmætaaukningin er mismun- andi eftir tegundum og einnig markaðsástandi. Samkvæmt tölum sem fyrir liggja er framleiðslu- verðmætið í frystihúsinu hér nú 25-35% hærra pr. hráefniskíló en sambærileg hefðbundin frystihús sýna. Þriðjungs aukning á vinnuafli Hér er því ekki um neitt smá mál að ræða. Verðmætaaukningin er auðvitað ekki hreinn hagnaður fyr- ir fyrirtækið heldur þýðir þetta meiri vinnulaun og umbúðakostn- að. En einnig fær fyrirtækið sitt því eitthvað þarf umfram til að greiða fjármagnskostnað af fjárfesting- unni. En á heildina litið kemur þessi framleiðsia betur út í rekstri. Gunnar telur þó mestu viðbrigðin vera stöðugleikann sem þessu fylgir. Hægt er að gera sér betur grein fyrir framtíðinni þegargerðir eru samningar um framleiðslu nokkra mánuði fram í tímann og á föstu verði. Verð á þessari fram- leiðslu sveiflast mun minnna en venjulegar afurðir frysihúsa. Það getur að vísu komið þannig út að þegar verð á hefðbundnum afurð- um frystihúsa hækkar tímabundið getur verið meiri framlegð úr vinnslu með gamla laginu en það jafnast síðan fljótt út aftur. Það er sem sagt mun meiri stöðugleik í þessari framleiðslu en hinni. Þá skiptir lfka miklu máli á tím- um aflasamdráttar að mun meiri vinna er við svona sérvinnslu en er í hefðbundinni vinnslu. Birtist það þannig að nú fara í gegnum húsið 13-15 kg af afurðum á hvern starfsmann á klukkustund en var áður 17-20 kg. það er að segja frystihúsið þarf þriðjungi minna hráefni en áður til að halda uppi sömu vinnu. Hér á árum áður fóru 3.500 tonn á ári til frystingar í frystihúsinu en nú um 4.200 tonn. Stefnt er að því að til frystingar í framtíðinni fari um 5.000 tonn. Ef það veröur raunin og smápakkn- ingaframleiðslan eykst eins og vonir standa til munu vinnustundir við vinnsluna aukasi rétt um helm- ing frá því sem var fyrir nokkrum árum. Meiri möguleikar í EES En hvernig er þá staðan framund- an. Gefum Gunnari orðið: „Aflasamdráttur er staðreynd sem við höfum þurft að aðlagast. Spá um aflaheimildir næstu þrjú ár sýna að við verðum að leggja kapp á að auka vinnsluvirði í fisk- vinnslunni. Vegna samdráttar erum við-að draga saman saltfisk- vinnslu og af sjálfu sér kemur sam- dráttur í hausaþurrkun. Hins vegar erum við að marka stefnu til fram- tíöar varðandi smápakkninga- vinnsluna og að taka upp vakta- vinnukerfi í þeirri framleiðslu. Eg tel að ef EES-samningurinn verður að veruleika rnuni möguleikamir stórlega aukast í þessuni efnum. í dag framleiðum við t.d. sér- skoma bita sem fluttireru til Bret- lands og þar sjá fyrirtæki um að setja brauðmylsnu á og pakka þeim í smápakningar. Vegna tolla á slíka framleiðslu, sem telst full- vinnsla, er þetta ekki gert hér nú. Það er aðeins tímaspursmál hvenær við getum farið í þessa framleiðslu hér, það er að segja ef EES samningurinn verður að veru- leika. En almennt talað er okkur nauð- syn á að draga úr útflutningi á heil- um ferskum fiski, því fyrr eða síðar hittum við okkur fyrir í samkeppni við unnar vörur héðan frá lslandi. Hins vegar eigum við eftir að auka til muna útflutning á ferskum flökum eða sérpakkaðri ferskri vöru. Þetta mun vafalaustþróast því nú hefur tekist að auka geymsluþol fersks sér- pakkaðs fisks svo við getum unnið þetta hér þegar tollar falla niður við EES samninginn," sagði Gunnar Að- albjörnsson. Það er greinilega hægt að halda þannig á málum að ekki komi til atvinnubrests þó afli dragist saman og einnig bæta upp tekjutap þjóð- arbúsins með frekari fullvinnslu. Þeir hjá frystihúsinu hér á Dalvík hafa sýnt að þetta er hægt og eins og skilja má af orðum Gunnars hér að framan eru þeir ekkert að hugsa um að láta hér staðar numið, fái þeir til þess olnbogarými með auð- veldari aðgangi að mörkuðum. J.A. 1 kjötborði Allt á gríllið og í helgar- matinn Svarfdælabúð Dalvík 1 Bygginga vörudeild Garðstólar og borð Grillkol og grilláhöld Garðsláttuvélar, sláttuorf og garðáhöld Líttu irm það borgar sig

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.