Norðurslóð - 17.11.1992, Síða 1

Norðurslóð - 17.11.1992, Síða 1
16. árgangur Þriðjudagur 17. nóvember 1992 9. tölublað Svarfdælsk byggð & bær Listvinafélag stofnað Starfssvæðið frá Ólafsfirði út í Hrísey Starfið hefst með menningarhátíð Eins og drepið hefur verið á hér í blaðinu kviknaði sú hug- mynd í umræðum nokkurra Dalvíkinga í fyrravetur hvort ekki væri rétt að stofna list- vinafélag. Tilefnið var dræm aðsókn að nokkrum listvið- burðum sem boðið var upp á í bænum. Fljótlega kom fram að rétt væri að láta slíkt félag ná til allra sveitarfélaganna fimm við utanverðan Eyjafjörð, þe. Hrísey, Árskógsströnd, Svarf- aðardal, Dalvík og Olafsfjörð. Haft var samband við fólk af hinum stöðunum og voru und- irtektir það góðar að undirbún- ingshópur var settur á lagg- irnar. Akveðið var að stofna félagið með nokkurri viðhöfn og efna til einskonar menningarhátíðar í tengslum við stofnfund. Nú er hún hafin, fyrsta atriðið var í Árskógs- skóla sunnudaginn 15. nóvember, en fundurinn sjálfur verður laugar- daginn 21. nóvember kl. 14 í Tjamarborg, Ólafsfirði. Tilgangur listvinafélags er sá að koma upp boðunarkerfi sem getur tryggt ákveðna lágmarksaðsókn að listviðburðum á svæðinu, skipu- leggja og samræma framboð á list- viðburðum, veita þeim sem fást við listastarf á svæðinu stuðning og útbreiða menningu héraðsins. Félagið mun kappkosta að eiga gott samstarf við þau samtök sem fyrir eru á þessu sviði, kóra, leik- félög, skóla og aðra sem stunda menningarstarf. Félagið mun ná til allra listgreina, jafnt „hámenn- ingar“ sem annarrar menningar, að ógleymdum bömunum sem eru mjög virk í menningarlífi lands- byggðarinnar. Fyrir stofnfundinum liggur að taka ákvörðun um það hvemig fé- lagið ætlar að nálgast þessi mark- mið, hvort það ætlar að standa sjálft fyrir listviðburðum á eigin (fjárhags)ábyrgð, eða hvort það ætlar að láta sér nægja að styðja við bakið á þeim sem bera hitann og þungann af menningarlífinu, listamönnunum sjálfum. Væntanlega þarf ekki að tíunda það fyrir lesendum Norðurslóðar hversu mikilvægt blómlegt menn- ingarlíf er fyrir viðhald byggðar á landsbyggðinni. Það er beinlínis forsenda fyrir því að sjávarpláss- unum og sveitunum haldist á sínu fólki að það eigi þess kost að lifa menningarlífi í heimabyggð sinni, en þurfi ekki að sækja allar slíkar upplifanir suður á höfuðborgar- svæðið. Það er jafnljóst að menn- ingarlífið sem haldið er úti á lands- byggðinni er í raun mun blómlegra en í höfuðborginni, í það minnsta ef við lítum á hlutfallslega þátttöku íbúanna. En að þessu þarf að hlúa, því ef það er ekki gert er hætt við að sinnuleysið nái tökum á fólki og það verði æ erfiðara að rífa sig lausan frá sjónvarpinu. Sú hætta blasir þá við að listamenn fari beinlínis að forðast okkur, taka á sig sveig framhjá utanverðum Eyjafirði. -ÞH Dagskrá menningarhátíðar við utanverðan Eyjafjörð dagana 15.-22. nóvember 1992: Sunnudagur 15. kl. 16 Fimmtudagur 19. kl. 21 Laugardagur 21. kl. 14 Laugardagur 21. kl. 16 Sunnudagur 22. kl. 16 Rokkhátíð í skólanum í Árskógi Björk Jónsdóttlr sópran syngur við undirleik Svönu Víkingsdóttur pfanó- ieikara í Dalvíkurkirkju Stofnfundur Listvinafélags við utanverðan Eyjafjðrð í Tjamarborg, Ólafsfirði Djasstónleikar í Tjamarborg, Poul Weeden, gítarleikari, Sigurður Flosason. saxófónleikari, Tómas R. Einarsson, bassaleikari, og Guðmundur R. Einarsson, trommuleikari Tjarnarkvartettinn heldur fyrstu opinberu tónleika sína í Dalvíkurkirkju Steingrímur Þorsteinsson við björninn og kópinn sem hann stoppaði upp. Hann málaði líka vegginn að baki þeim. Mynd: hk/Bæjarpósturinn Byggðasafnið í Hvoli: Fær ísbjörn og selkóp að gjöf Stór og stæðilegur Grænlands- björn ásamt selkóp var afhent- ur Byggðasafni Dalvíkur að gjöf um síðustu mánaðamót Það var hagleiksmaðurinn Steingrímur Þorsteinsson sem stoppaði þá upp en Sparisjóð- urinn gaf feldinn. Isbjöm þessi er fullorðið karl- dýr, sem fellt var á síðasta ári við Norðaustur-Grænland af þarlend- um veiðimönnum. Þaðan var bangsi fluttur til Noregs, en Spari- sjóður Svarfdæla keypti feld dýrs- ins í júní 1992 í Tromsö í Noregi. Eftir að allra tilskilinna leyfa fyrir innflutningi feldsins hafði verið aflað var hann færður Byggðasafn- inu að gjöf. Steingrímur tók síðan að sér að stoppa björninn upp en hann hefur gefið Byggðasafninu fjölmarga fugla, refi og önnur dýr sem hann hefur stoppað upp. Steingrímur gaf Byggðasafninu alla vinnu sína og efni sem fór í að stoppa upp bjöm- inn, auk þess sem hann málaði við- eigandi bakgrunn á vegginn að baki dýrsins. Ekki segist Steingrímur vita hve gamall bangsi hafi verið þegar hann féll en hann hljóti að vera nokkuð gamall því hann er með stærstu bjamdýrum, hálfur þriðji metri að lengd, hálfum metra lengri en Grímseyjarbjöminn sem er til sýnis á Húsavík. Isbjöminn hefur lagt að fótum sér selkóp sem Brynjar Baldvins- son sjómaður frá Árskógssandi fékk í net á Eyjafirði, skammt vest- ur úr Gjögurtá, og færði Byggða- safninu að gjöf. Brynjar sá að kóp- urinn hafði verið merktur í Vestur- ísnum af Norðmönnum þann 24. mars 1991 eða 45 dögutn fyrr. Á þessum tíma hefur kópurinn lagt að baki 541 sjómílu eða 1002 km. Miðað við beina línu milli stað- anna hefur hann farið 12 sjómflur á dag. Þeir Bangsi og Kobbi hafa verið kærkomin viðbót við náttúrugripa- deild byggðasafnsins, það sýnir aðsóknin en fyrsta sunnudaginn sem þeir voru til sýnis komu á þriðja hundrað manns að skoða þá. Það er líka þess virði því Stein- grími hefur tekist vel að glæða þá félaga lífi, eða öllu heldur dauða, hvað kópinn varðar. -ÞH Hey og fénaður á haustnóttum Síðustu fjárskiptakindurnar úr Þistilfirði koma til nýrra heimkynna í Svarfaðardal. í móttöku- nefndinni eru frá vinstri: Gunnlaugur á Þorsteinsstöðum, Anna Lísa í Koti og Árni á Ingvörum. Að venju flytur nóvemberblað Norður- slóðar lesendum sínum í bæ og byggð fréttir af ásetningi og fóðurbirgðum í sveitinni og hjá Dalvíkingum í vetrar- byrjun. I Svarfaðardalshreppi eru ásetningsmenn nú Hallgrímur Einarsson á Urðum og Gunn- laugur Þorsteinsson í Klaufabrekknakoti. Frá Hallgrími fékk blaðamaður eftirfar- andi upplýsingar: Að þessu sinni er flokkun búfjár á eyðu- blöðunum frá Fóðureftirliti Búnaðarfélags Islands nokkuð breytt frá því sem áður var. Tölumar eru því ekki fyllilega sambærilegar að þessu leyti. Búfénaðurinn 1992 1991 | Mjólkurkýr 798 842 f Kvígurtil mjólkurframleiöslu 418 Geldneyti til kjötframleiöslu f 2áraogeldri 143 Kvígukálfar 2 ára og yngri 108 Nautkálfar 2 ára og yngri 47 Ær 1320 910 Lambgimbrar* 392 577 Hrútar 76 54 Lambhrútar 35 Sauðir 1 1 Geldingar 2 'hrútar meötaldir Hestar 4 vetra og eldri 79 116 Hryssur 4 vetra og eldri 120 126 Trippi 157 141 Folöld 58 61 Geitur 5 4 Varphænur 3700 3730 Gæsir 14 Endur 67 Minkalæöur 650 Minkahögnar 130 Refalæöur 170 Refahögnar 30 Helstu ályktanir, sem draga má af tölun- um, eru þessar: 1. Mjólkurkúm hefur fækkað um sem nemur 1-2 miðlungs kúabúum. Framleiðslurétt- urinn hefur jú skroppið saman. Nauta- kjötsframleiðsla eykst. 2. Ám hefur stórfjölgað (um 45%) af skiljan- legum ástæðum. Að sama skapi hefur gemlingum fækkað. Sauðaeign færist í aukana! I heild má segja, að sauðfjárrækt hafi verið á hraðri uppleið. 3. Hestum fækkar, merkilegt nokk. Hvað mundi því valda? Hryssueign hefur líka minnkað lítillega. 4. Loðdýraræktin blívur. Kannske Eyjólfur hressist eftir allt saman. Fóðurforðinn Heyforöinn allur, lagöur út í þurra tööu, er í teningsmetrum 47.810 Fóðurþörfin alls er 38.854 Mismunur, fóöur umfram fóöurþörf 8.956 Þetta eru miklar birgðir og svara til 331 kýrfóðurs. Svarfdælskir bændur geta gefið öllu búfé sínu inni samfleytt fram á haust- nætur, ef í harðbakkann slægi. Alls settu svarfdælskir bændur hey í 6.631 rúllubagga. Ef kostnaðurinn við að rúlla og vefja hvem þeirra er 800 kr. hefur það kostað bændur í Svarfaðardal 5.304.000 kr. í sumar. Á Dalvík er ásetningsmaður Þorleifur Karlsson á Hóli. Hann var ekki búinn að ná tölum frá öllum dalvískum hrossamönnum, þegar blaðið fór í prentun. Verða þær upp- lýsingar því að bíða næsta blaðs. HEÞ.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.