Norðurslóð - 17.11.1992, Side 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Jóhann Antonsson, Dalvík
Hjörieifur Hjartarson, Laugahlíð
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Aftur stríð í Evrópu
Það er stríð í Evrópu. A meðan leiðtogar Evrópu-
landa þreyta langar fundarsetur við að samræma
viðskiptahætti landa sinna geysar blóðug styrjöld á
Balkanskaga. Daglega berast fréttir af bræðravíg-
um, þjóðernisofsóknum, sveltandi börnum og öllu
því andstyggilegasta sem stríð getur leitt yfír þjóð-
irnar. Fórnarlömbum stríðsins fjölgar dag frá degi
og sem fyrr eru það fyrst og fremst óbreyttir borg-
arar; konur börn og gamalmenni sem falla. 30 þús-
und börn hafa særst, um 230 þúsund börn hafa
misst heimili sín og tugir þúsunda misst foreldra
sína. Veturinn í Bosníu er óvæginn eins og hér á
landi og nú er hann sestur að af fullkomnu mis-
kunnarleysi ofan á hörmungar stríðsins. Talið er að
100 þúsund börn kunni að deyja úr hungri og vos-
búð í vetur ef fram heldur sem horfir og enn er ekk-
ert sem bendir til að ástandið muni breytast. Hjálp-
argögp, s.s. matvæli, eldsneyti og sjúkragögn, ber-
ast með höppum og glöppum til hinna hersetnu
borga. Hvarvetna bíður dauðinn á næsta leiti.
Neyðin er alger og vonir íbúanna um erlenda íhlut-
un eru orðnar næsta litlar.
Það sem e.t.v. er þó átakanlegast er að þetta fólk
er engum gleymt. ÖIl vitum við um neyð þess.
Fréttir af atburðum í Bosníu og Króatíu hafa verið
okkar daglega brauð undanfarin misseri. Sjón-
varpið sér um að færa okkur stríðið heim í stofu.
Allur heimurinn fylgist grannt með gangi stríðsins
og heldur að sér höndum.
Stutt er síðan Sameinuðu þjóðirnar með Banda-
ríkjamenn í fylkingarbrjósti skáru í nafni mannúð-
ar og frelsis upp herör gegn gegn Saddam Hussein
og innrásarliði hans til varnar smáþjóð við Persa-
flóann. Þá var ekki hikað við erlenda íhlutun þó
einn öflugasti her heimsins stæði til varnar. En hér
gegnir öðru máli enda engar olíulindir í Bosníu eða
Króatíu. Nú benda S.Þ. á Evrópubandalagið en enn
sem komið er hafa allar tilraunir þess til að koma á
friði runnið út í sandinn. Á meðan fjölgar fórnar-
lömbunum og þjóðérnisátök breiðast út.
Ef einhvern lærdóm má draga af sögunni eru
það hin gömlu sannindi að engin sár gróa seinna en
hin andlegu sár sem stríð getur valdið. Löngu eftir
að þeir særðu eru grónir sára sinna og fallnar borg-
ir hafa verið endurreistar úr rústum hinna gömlu.
Löngu eftir að kynslóðin sem háði stríðið er gengin
og nöfn hinna föllnu hafa máðst af minnismerkjum
hildarleiksins býr hatrið til óvinarins enn í brjóst-
um fólksins.
Það voru þessi bitru sannindi sem hugmynda-
fræðingar hins nýja bandalags Evrópuþjóða höfðu
í huga þegar sú hugmynd fæddist að Þjóðverjar og
Frakkar og aðrir fornféndur álfunnar mynduðu
með sér bandalag. Formælendur bandalagsins hafa
gjarnan slegið um sig með kjörorðum á borð við
„Aldrei aftur stríð í Evrópu“. Þess vegna er það
meira en lítið kaldhæðnislegt að Evrópubandalagið
skuli standa ráðþrota frammi fyrir afmörkuðu
stríði á Balkanskaga og falla þannig á fyrstu próf-
raun sinni í að halda frið í álfunni.
Er þá þegar upp er staðið allur fagurgalinn um
frið og sameiningu þjóðanna einungis merkingar-
lausar klissjur; aðlaðandi umbúðir utan um við-
skptahagsmuni þeirra sem auðmagninu ráða?
hjhj.
Bændavísur
Guðmanns á Tungufelli frá 1935
Annar þáttur - Urða- og Tjarnarsóknir
Hér kemur nú 2. þáttur
bændarímu Guðmanns á
Tungufelli frá árinu 1935. En
fyrst verður ritstjóri þáttarins
að fá að leiðrétta leiðinlega
villu í 1. þættinum. Það er hin
skemmtilega vísa um Gunn-
laug á Sökku. Þar stendur í
annarri hendingu HNÖPPUM,
en á auðvitað að vera FRÖ KK-
U M. Rétt er vísan þá svona:
Geymir Sökku Gunnlaugur,
gylltum frökkum reyfaöur.
Hey á bökkum hann tekur,
hót ei klökkur búmaÖur.
Urðasókn
1. Ég geng fram dalinn, gott er hal
aÖ finna,
Vigfús býr meÖ veigagná,
vel kann stýra Þverá sá.
2. Bœinn Pétur byrgir í
vetrarhrönnunm,
hót ei sljór í hugsunum,
hlynurinn stóri á Másstööum.
3. Dœli stýrir drottins-hlýrinn
mildi,
Rögnvaldur með reflagná,
rekkum snauðum gefur sá.
4. Með syni unga og auðargná,
oft var slunginn lífs íþrá,
grœnar bungur greitt nam slá
Guðmann Tungufelli á.
5. Melum stýrir mœkjatýrinn
glaður,
greiðann öllum greitt býður
glóins þöll og Hallgrímur.
6. Bú sitt styður bauga meður
sprundi
mjög áfundum mikið skýr
með sinni sprund hann Jóhann
býr.
7. Hæringsstöðum hýrist Jón
Hann kann blöðin herða.
Hjá ýtum glöðum gjörir bón
glóðaröðull sverða.
8. Sveinn á Skeiði sá er
greiðamaður.
jafnt um breiðar byggðir lands
byggir reiðarhúsafans.
9. Magnús forkur furðu
orkustinnur,
Koti rœður korðagrér.
Kappinn skœður þykir mér.
10. Atlastöðum Árni býr
er með glöðum anda.
I sínum kvöðum sá er skýr
sólarröðull banda.
11. A Atlastöðum yggur röðull
sverða
Trausti á sér ekta fljóð
sú ei er stirð í hyggjusjóð.
12. Þorsteinsstöðum, þar býr
röðull sverða.
Tryggvi er fréttafróður sá,
ei finnast prettir honum hjá.
13. Sandá byggir sá vel tryggir
búið.
Hjá virðum dyggur vopnalés,
verkahygginn Jóhannes.
14. Ríður glöðum reiðarmar,
rétt í söðul gjarðavar.
Greitt úr hlöðum gengur snar
Göngustöðum Valdemar.
15. Björn er glaður bóndinn sá
býsna hraður yrkir lá.
Með gylltum naða gjörir slá
Göngustaðakoti á.
Gamli bærinn á Atlastöðum.
16. Klaufabrekku Baldvin býr
bóndinn verkahraður.
Hjá höldum þekkur hjörvatýr,
hann er sterkur maður.
17. Klaufabrekknakoti býr
knár er rekkur banda.
Hallgrím þekkur hann er skýr
haltrar ekki að vanda.
18. A Auðnumfmn eg Agúst minn
oft með sinni glöðu,
með sinni kvinnu sívakinn
sú vel hlynnir búskapinn.
19. Hóli ræður horskur
klœðagautur,
Zophonías siðprúður,
segja lýðir búmaður.
20. Urðum stýrir Armann, týrinn
glaður.
Mikið skýr og skarpvitur,
skálmahlýrinn alþekktur.
21. Hreiðarsstaðakoti karl
kann sá vel að búa.
Ingimar er ógnarjarl
með ótal vinnuhjúa.
22. Hreiðarsstaðabóndinn Björn
burðaknár og slyngur.
aldrei getur eignast börn,
en ástarljóðin syngur.
23. Þverá rœður rekkur sá,
runnur klœða yrkir lá.
Helgi á gœða hringagná.
Hann kannfrœða börnin smá.
Tjarnarsókn
1. Steindyr byggir stálaþór,
að starfi hyggur gláður.
Pund sitt tryggir, passar rór.
Páll er hygginn maður.
2. Þór á Bakka áfagurt fljóð
og fráan blakk að reyna.
Síst á skakk hann siturjó
í stnum hnakk eg meina.
3. Bakkagerði geymir sá,
Gestur er að heiti.
Afundum skrifar skjölin kná
skýr þau efa enginn má.
4. Renni eg skálda skeiðinni,
að skýrum sálda hlyni.
Dottar ekki á döfinni
Daníel í Garðshorni.
5. Garðinn ytri geymir sá
garpar Harald kalla,
Sœkirfram í sverðaþrá,
sá mun hopa valla.
6. Eins og skip í ósjó brýst
undan boðaföllum,
svo er Jón minn jafnan víst
jaki á Blakkarvöllum.
7. Ljóðin skunda skýrfrá mér,
skulu ei sundrast glœður.
Stœlta hrund á stálagrér.
Stefán Grundu rœður.
8. Halldór Brekku um búið sér
hjá brögnum þekkur álmagrér.
Dýrin ekki deyja hér,
uns dauðans hlekkur kreppa
fer.
9. Brekku annar yrkirfrón,
er sá jafnan heima.
Klemen: Vilhjálms vaskur þjón.
Ég vart má honum gleyma.
10.1 Brekkukotið bregð eg mér,
bóndann Arna að finna.
Valinkunnur veigagrér
vel mun Blesa hlynna.
11. Jarðbrú yrkir fagurt frón
frœgðartýrinn seyma.
Mikið skýr er Jónsson Jón
jafnan býr sá heima.
12. Ljóðaskarnið lýjastfer,
langt er hjarn og hált sem gler.
Stýrir Bjarninn burðasver
búi í Tjarnarhorni hér.
13. Þarna hýrist hreppstjórinn
hefðar skýri kennarinn.
Fjaðurtýrinn tröllaukinn
Tjörninni stýrir Þórarinn.
14. A gylltri bringu Guðmundur
gulls með hringatróðu.
Við börnin syngur síglaður,
þótt silfurs glingri ei skjóðu.
15. Ýmsa mœðir eymdaflóð,
að Ingvörum þrœði eg
raunaslóð.
Misst hafa bæðiföður ogfljóð.
Fátœkt hrœðir börnin móð.
16. Bóndinn hnellinn blómavelli
skárar.
Við hjörvaþelli hjálpsamur,
Helgafelli Sigurður.
17. Syðra-Holtið situr stoltur
maður.
Ognar bolti er Olafur
í lífskvolti sókndjaifur.
18. Holtið ytra yrkir land,
ær og nautaskara,
Jóhannes á svoddan sand,
sjávar líkist þara.