Norðurslóð - 27.01.1993, Síða 2

Norðurslóð - 27.01.1993, Síða 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgöarmenn: Jóhann Antonsson, Dalvík Hjörieifur Hjartarson, Laugahlíð Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Þrjár heilsustöðvar Það er skemmtilegt nú í skammdegismyrkrinu að horfa á blikandi Ijósin í Böggvisstaðafjallinu, þar sem æskulýður Dalvíkur og fleiri leika sér á skíðum í snæviþöktum brekkunum. Þarna eiga Dalvíking- ar sér aðra heilsuverndarstöð við hliðina á hinni, sem starfar með sóma niðri í bænum sjálfum og ber raunar hið opinbera nafn heilsugæslustöð. Máls- metandi menn á Dalvík hafa látið hafa eftir sér, að unglingavandamál í víðustu merkingu hafi verið venju fremur mikil undanfarna tvo vetur og kenna það snjóleysinu og þarafleiðandi lokun skíðaleik- vangsins í i jallinu. Þetta er mjög trúlega rétt og þarf ekki að koma á óvart. En til er þriðja heilsuverndarstöðin í eigu Dal- víkinga. Hún er á Hringsholti í tveggja kílómetra fjarlægð sunnan við bæinn. Þar hefur hestamanna- félagið Hringur komið sér upp glæsilegri aðstöðu fyrir hrossahald og reiðmennsku. Það er stórkost- lega ánægjulegt að virða fyrir sér alla þá iðandi at- hafnasemi, sem á gengur í kringum þetta hesta- heimili. Og ánægjulegast þó að sjá, hve breið sú fylking manna er, sem eyðir þarna tómstundum sínum. Aldnir jafnt sem ungir, konur jafnt sem karlar sjást þarna öllum stundum eftir vinnu- og skólatíma, og þó mest um helgar, eru þarna að stjana við hrossin sín eða ríða þeim skaflajárnuðum á ísilögðum þjóðveginum, sem nú stendur einn upp úr fannabreðanum. Ef þetta og því um líkt er ekki vernd gegn lík- ams- og heilsutjóni okkar mannanna í bæ og sveit, þá vitum við ekki hvað verðskuldar að vera kennt við nafnið heilsuvernd. 19. janúar 1993. HEÞ. pn PB 1 \t ú íbúðarhúsið sem Vilhjálmur Einarsson byggði á Bakka. „Það var timburhús og eitt af þeim fyrstu sem byggð voru í sveitinni. Var þetta hús sérkennilegt og ólíkt öðrum íbúðarhúsum hér í sveit, bæði fyrr og síðar, að því leyti að fjósið var staðsett undir íbúðarhúsinu,“ segir Sigvaldi. Ég lít í anda liðna tíð Sigvaldi Gunnlaugsson frá Hofsárkoti heldur áfram að rifja upp ferð sína niður Vesturkjálkann til Dalvíkur vorið 1927 I apn'l og maítöluhlöðum Norður- slóðar birtist grein með ofan- skráðu nafni eftir Sigvalda Gunn- laugsson í Hofsárkoti. (Greinin þótti of löng í eitt hlað). Það er œskuminning, frásögn af sendiferð hans til Dalvíkur frá vorinu 1927. Þá var kominn kerrufœr vegur fram Vesturkjálka allt fram á Bakkahœð. en á Austurkjálka var alls enginn akfær vegur. Þetta skýrir þá ráðahreytni, að hannfór með reiðingshest yfir í Steindyr og fékk þar lánuð aktygi og vagn til að sœkja vörur á til Dalvíkur. Ifyrri greininni rifjaði Sigvaldi einkum upp minningar tengdar Skólanum í Þinghúsinu á Grund. Nú snýr hann aftur lítið eitt til haka og rifjar upp minningar í kringum Bakkaheimilið og luís- hœdur þar á þeirri tíð, Vilhjálm Einarsson og Kristínu Jónsdóttur. Þessi kafli verður líka að skiptast á tvö hlöð. Ritstj. Um það bil er sól skein í hádegis- stað bar mig í hlað á Steindyrum, með Skjóna gamla í togi á leið minni til Dalvíkur. A Steindyrum var á þessum tíma gamall torfbær, eins og á flestum öðrum bæjum í sveitinni. En bærinn á Steindyrum var að nokkru frábrugðinn öðrum bæjum sem ég hafði haft kynni af. Ein lítil burst .vissi fram á hlaðið og þar voru bæjardymar. Baka til við þær var svo eldhúsið og suður frá því langhús eða „baðstofan" eins og verustaður fólksins og jafnframt svefnstaður var nefndur. Baðstofa þessi sneri út og suður með tveimur glugguin á austur- hlið. í þessum gluggum framan á baðstofunni sáust oft ljós þegar diinma tók, ein af fáum ljósum sem sáust heimanað frá mér á þessum árum. Á Steindyrum bjuggu á þessum árum hjónin Baldvin Jóhannsson og Guðlaug Sigfúsdóttir, systir hins þekkta skólamanns Snorra Sigfússonar. Að Steindyrum höfðu þau hjón flutt 1906 og búið þar síðan (hættu reyndar búskap þar ári síðar en hér er komið sögu eða árið 1928). Höfðu þau nú keypt jörðina og eignast bjargvænlegt bú. Voru þau hjón vel kynnt í sveitinni, atorkusöm og hugðu vel að sínu. Fimm böm áttu þau, fjóra syni og eina dóttur: Anton, Þorgils, Guðjón, Sigfús og Sigríði sem var yngst þeirra systkina en þó komin af bamsaldri þó hún væri enn heima hjá foreldrum sínum. Lagt á Brautina Heilsaði ég nú Baldvin bónda og fór þess á leit við hann að hann lánaði mér hestvagn til Dalvíkur. Var það auðsótt mál að því til- skildu að ég væri með stilltan hest og ófælinn. Ekki efaðist ég nú um hæfni Skjóna til þessara nota. Var nú tekinn af honum reiðingur og sett á hann aktygi. Var heimasætan Sigríður mér hjálpleg við það. Svo var lagt af stað nteð vagninn aftan í Skjóna og gat ég nú tyllt mér framan á vagninn og þurfti ekki að ganga lengra. Brátt var ég kominn á hinn ný- byggða veg, „Brautina" eins og hinn nýi vegur áleiðis til Dalvíkur var jafnan kallaður. Vegna þess að Skjóni tók lífinu með ró að venju og fór ekki í neinum loftköstum gat ég virt fyrir mér umhverfið, fylgst með því sem var að gerast á bæjunum sem ég fór framhjá og leitt hugann að fólkinu sem þar bjó á þessum tíma, rifjað upp hvað ég hafði um það heyrt, athafnir þess og dugnað við að framfleyta sér og sínum við oft og tíðum ójöfn skil- yrði. Þegar ég lít yfir sveitina mína er það ævintýri líkast að sjá hvílíkar breytingar hafa átt sér stað á þessum áratugum sem liðnir eru síðan ég var þama á ferð vorið 1927. Það má nánast segja að það sér bylting en ekki breyting. Gömlu torfbæimir allir horfnir, þýfðir móamir sem staðið var við slátt á með orfi og ljá orðnir að sléttum túnum. Nokkrir bæir komnir í eyði og sumra sér ekki stað lengur því það er búið að slétta yfir rústirnar. Tilvist þeirra aðeins minning í hugum þeirra sem enn lifa og muna þá og þá sem þar bjuggu. Glampar á hvít þilin Nú er Bakkagerði á vinstri hönd uppi í brekkunni, lítið býli en snot- urt. Gamail bær með nýlegra fram- húsi sem snýr gluggum og dyrum niður að dalbotninum. Það glamp- ar á hvít þilin í hádegissólinni. I Bakkagerði býr nú Gestur Vil- hjálmsson og Sigrún Júlíusdóttir kona hans. FJana sótti Gestur svo að segja aðeins yfir bæjarlækinn á næsta bæ, Syðra-Garðshom. Gest- ur í Bakkagerði er mikill félags- hyggjumaður og hafa honum verið falin ýmis störf sem hann sinnir af trúmennsku og dugnaði í þágu sveitarfélags síns. Ekki lætur hann það þó bitna á heimili sínu og fjölskyldu því hann sinnir henni vel. Þau hjón komast vel af þótt jörð sé kostarýr í Bakkagerði. Fimm böm eiga þau Bakkagerðis- hjón: Bjöm, Kristínu, Jóhönnu, Ríkharð og Hlíf, allt mannvænleg böm. Skapheiti Bakkabóndinn Á hægri hönd mér neðan vegar Hjónin á Bakka: Kristín Jónsdóttir og Vilhjálmur Einarsson. Kristín var „meö afbrigðum rólynd sem mun hafa komið sér vel í sambúðinni við hinn skapheita bónda," segir Sigvaldi.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.