Norðurslóð - 27.01.1993, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 27.01.1993, Blaðsíða 6
6 — NORÐURSLÓÐ Minning Jónína Jóhannsdóttir Fædd 1. maí 1907 - Dáin 26. nóvember 1992 Það er erfitt að fást við þá hlið lífs- ins þegar dauðinn aðskilur ástvini. I sérhvert sinn sem ástvinur skilur við þennan heim þá sitjum við eftir með tárin í augunum og eigum erfitt með að sætta okkur við orð- inn hlut. Þannig leið okkur syst- kinunum þegar amma okkar, Jón- ína Jóhannsdóttir, kvaddi þennan heim þann 26. nóvember sl„ 85 ára að aldri. Frá því við fyrst litum dagsins ljós varammaalltaf hjá okkur. Við bjuggum hjá henni þegar hún bjó á Skeiði og eins eftir að hún flutti til Dalvíkur. Það var alltaf gott að koma heim, vitandi það að amma sæti heima við eldhúsborðið með prjónana í höndunum, en hún taldi aldrei eftir sér að leggja þá frá sér og segja okkur sögur frá því að hún var ung. Margt hafði hún tek- ist á við á sinni lífsleið og miðlaði þá gjaman reynslu sinni til okkar, ef henni jróttu aðfarir okkar ógáfu- legar. Ömmu skorti aldrei krafta og því kom andlát hennar okkur öll- um á óvart, en svona var hennar ósk, engin veikindi. Við systkinin erum öll þakklát fyrir að hafa feng- ið að alast upp með ömmu og njóta samveru hennar, því að aldrei get- um við fullþakkað það sem hún gaf okkur. Astarþakkir fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur, elsku amma, blessuð sé minning þín. Sigurvin, Hólmfríður, Einar Sveinn og Jónína Samheitagáta Árna Rögnvaldssonar Priggja orða samheiti Úrlausn: Aðstoð hjálp liðsinni afbaka rangsnúa skrumskæla angra erta hrella álit skoðun umsögn átelja atyrða umvanda ávítur skammir snuprur bam krakki snáði bágur hrakinn vesæll belti gjörð lindi berja ljósta slá bið dok töf böl eymd neyð fiey skekta kæna gleði kæti fjör greiður létlur þægur gróði arður ábati hasar slagur áflog kapp dugur elja kæpa gjóta kasta snúra spotti reim Þegar dregið var úr aðsendum lausnum þess- arar samheitagátu, kom upp nafn Sigrúnar Dagbjartsdóttur Seldal í Norðfirði. Hún fær sendan 1000 kallinn sem Ami Rögnvaldsson lét fylgja sinni gátu. Njót vel. Lausn á jólakrossgátu Lausn krossgátunnar í jólablaðinu var svo- hljóðandi: Jólin úti, jólin inni jólagáta, orð í kross hressa upp á hrörlegt minni hugur límdur er hjá oss. Léttist óðar htndin mín lausn á hlaðið skrifa Itress. Hana sendi heim til þín hafðu þökk og vertu hless. Fréttatengdu setningarnar: - Bundið slitlag lagt frá Holti að Húsabakka - Isbjöm varð safngripur - Ný sundlaug í byggingu - Blautt og sólarlítt í sumar - Gagngerar endurbætur á Tjamarkirkju í tilefni 100 ára afmælis. Dýrt fyrirtæki sem þarf fjárstuðning - Varp margra fugla mistókst - Sorpbrennslunni á Sauðanesi lokað - Unglingalandsmót haldið sem markar ný svið - Snjóleysi kom í veg fyrir landsmót skíða- unnenda en í vetur verða þeir sko ekki snjó- lausir, er snjóbyssa fer að keppa við móður náttúru, sem aldrei lætur að sér hæða. Af 31 réttri lausn reyndist vinningshafinn vera: - Eydís Eiríksdóttir, Sunnubraut 3, 540 Blönduósi. Óskar blaðið henni til hamingju. Sparis j óður Svarfdæla / hörkufrosti og fannfergi sendir Sparisjódur Svarfdæla viðskiptavinum sínum nær og fjær hlýjustu kveðjur með ósk um góðan og gleðilegan þorra Sparisjóður Svarfdæla Sími 616 00 - Ráðhúsinu, Dalvík Ráðning ljóðaget- raunar Norður- slóðar 1992 í sparnaðarskyni á plássi og tima verða spurningarnar ekki endurteknar hér, heldur látið nægja að tilfæra Ijóðlínuna, sem lausnin felst í og sjálft svarorðið eða -orðin feitletruð. 1. Atburð sé ég anda mínum nær. (Hallgrímur Pétursson eftir Matthías Jochumsson) 2. Um jarlstign hafði seggur sótt. (Þórður kakali eftir Hannes Hafstein) 3. í svanaltki lyftist moldin hæst. (Svanur eftir Einar Ðenedikts- son) 4. Meðan yfir er húm. (Vögguljóð eftir Jón Sigurðsson frá Kald- aðamesi) 5. Knálegir menn. (Sjómaður dáðadrengur eftir Ragnar Jóhann- esson) 6. Mælifellshnjúkur blár. (Annes ogeyjar efúr Jónas Hallgríms- son) 7. Langt frá þinni feðrafold. (Jónas Hallgrímsson eftir Grfm Thomsen) 8. Fjólubláir draumar. (Svífur yfir Esjunni eftir Sigurð Þórar- insson) 9. Um hásumar. (Þú bláfjallageimur eftir Steingrím Thorsteins- son) 10. Háum vegg. (Guttavísur eftir Stefán Jónsson) 11. Á laufgrænum kvist. (Dagur er tíöinn eftir Steingrím Thor- steinsson) 12. Suður um höfin. (Eftir Skafta Sigþórsson) 13. Hringinn í kring um Strútinn. (Eftir Sigurð Eiríksson Kal- manstungu) 14. Upp undir Eiríksjökli. (Eftir Jón Sigurðsson) 15. Sem risar á verði við sjóndeildarhring. (Eftir Þorstein Erlings- son) 16. Úr þeli þráð að spinna. (Rokkvlsa eftir Jón Thoroddsen) 17. Saumaskap og lestri. (Tóta litla eftir Gústaf Jónasson) 18. Gleðin. (Hvað er svo glatt eftir Jónas Hallgrímsson) 19. Að lífiö það er sterkara en dauðinn. (Eftir Káinn) 20. Gæðakonan góða. (Eftir Jónas Hallgrímsson) 21. Eg labbaði inn á Laugaveg um daginn. (Eftir Hannes Hafstein) 22. Fyrir sunnan Fríkirkjuna. (Ennþá brennur mér í muna eftir Tómas Guðmundsson) 23. Stílvopn. (Feigur Fallandason eftir Hjálmar Jónsson í Bólu) 24. Mamma geymir gullin þín. (Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson) 25. Undan stórum steini. (Krummavísur eftir Jón Thoroddsen) 26. Á Grímseyjarsundi. (Síldan’alsinn eftir Harald Zophoníasson) 27. Uppá háa hamrinunt býr huldukona. (Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson) 28. Geigþungt er brirniö við Grænland. (Eftir Kristján frá Djúpa- læk) 29. Abba labba lá. (Eftir Davíð Stefánsson) 30. Að lífið sé skjálfandi lítið gras. (El'tir Sigurð Þórarinsson) 31. Þegar slíkur þurrkur er. (Vakna Dísa eftir Friðrik Friðriks- son) 32. Þögla nótt í þínum örmum. (Sefursóleftir Sigurður Sigurðsson frá Amarvatni) 33. í Jyngbrekkum lækimir hjala. (Svarfaðardalur eftir Hugrúnu) 34. Þínir herskarar, tímanna safn. (Lofsöngur eftir Matthías Joch- umsson) 35. Háum helst und öldum. (Óltmd eftir Grím Thomsen) Dregið var úr 25 réttum lausnum. Sú heppna er Dagbjört Ásgríms- dóttir, Dalvík. Hún fær senda bók. 777 hamingju. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför Helgu Vilhjálmsdóttur kennara frá Bakka Sérstakar þakkir til hjúkrunardeildar Sjúkrahúss Sauöárkróks og Dalbæjar, Dalvík. Systkinabörn Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar og tengdamóöur Jónínu Jóhannsdóttur Dalbæ, Dalvík Þuríður Kristín Sigurvinsdóttir Jón Þórhallsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.