Norðurslóð - 27.01.1993, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 27.01.1993, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ — 7 Minning , Friðrika Sigríður Armannsdóttir Fædd 23. september 1913 - Dáin 30. desember 1992 Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa afsjálfum sér. - Og til eru þeir, sem gefa og þekkja hvorki þjáningu þess né gleði og eru sér ekki meðvitaðir um dyggð sína. Þeir gefa eins og blómið í garðinum, sem and- ar ilmi sínum út í loftið. Spámaðurinn - Kahlil Gibran Að morgni gamlársdags fékk ég að vita að hún Rikka vinkona mín væri dáin. Hún hafði veikst á að- fangadag og lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri þann 30. desember sl. Fregnin kom ekki á óvart, við vissum að tvísýnt var um líf hennar. Mér finnast áramót alltaf svolítið sorgleg, þá kveður maður eitthvað sem aldrei kemur aftur. En nú er söknuðurinn meiri og öðruvísi. Samt er gleðin yfir því að hafa þekkt hana Rikku og hafa svo oft átt þess kost að umgangast hana, sorginni sterkari. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu Friðriku Sigríðar Ármannsdóttur Skíðabraut 6, Dalvík Ármann Gunnarsson Steinunn Hafstaö Ottó Gunnarsson Friöbjörg Jóhannsdóttir Elín Gunnarsdóttir Sævar Ingi Jónsson og barnabörn Kynni okkar hófust fyrir löngu þegar ég var enn bam, 9 eða 10 ára, og kom til Dalvíkur í fyrsta sinn. Þá kom ég á heimili hennar Friðriku frá Urðum, hún var þá ung kona og átti tvo litla drengi. Seinna bættist svo dóttir í fjöl- skylduna. Ætíð síðan var heimili hennar mitt athvarf ef ég þurfti að dveljast á Dalvík, en þá voru sam- göngur aðrar en nú og algengt að gista þar um nótt og jafnframt að vera veðurtepptur. Það var alltaf mikið um gesti á heimili hennar, hún tók okkur öll- um „opnum örmum“ og mér hefur alltaf fundist það hugtak eiga sér- staklega vel við um hana. Það voru allir velkomnir að borði hennar. Hún var mjög dugleg og myndar- leg í verkum sínum, hvort sem um var að ræða matargerð, handa- vinnu eða eitthvað annað. Samt var hún aldrei upptekin, hafði allt- af tíma fyrir okkur sem heimsótt- um hana, mér finnst að hún hafi gefið okkur líf sitt. Ég og fjölskylda mín öll send- um bömum hennar, þeim Ar- manni, Ottó og Ellu Hönnu, og fjölskyldum þeirra samúðarkveðj- ur. Ég veit að framvegis þegar ég á leið um Skíðabrautina mun ég líta upp í gluggann hennar og sjá að „rósóttu tjöldin“ eru dregin fyrir, hún Rikka er ekki heima. Blessuð sé minning hennar. Lena Lausn á jólamyndagátu Svarfdælabúð Dalvík Bóndadagur Þorrí byrjar * Hangikjöt * Sviðasulta * Hrútspungar * Lundabaggar * Bringukollar * Magáll * Reyktar bringur * Steik * Hákarl * Flatbrauð * Harðfiskur * Smjör * Salat * Rófustappa Þorrabakkar fyrir tvo (hjónabakkar) með 14 tegundum - kr. 1.490,- s Utbúum þorramat í trog fyrir stóra og smáa hópa Fyrir 1-10 manns Fyrir 11-40 manns Fyrir 41 og fleiri - kr. 745,- - kr. 708,- - kr. 670,-

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.