Norðurslóð - 27.01.1993, Side 4

Norðurslóð - 27.01.1993, Side 4
4 — NORÐURSLÓÐ Minning Helga Vilhjálmsdóttir frá Bakka Fædd 11. febrúar 1902 - Dáin 9. desember 1992 Föðursystir mín, Helga Vilhjálms- dóttir kennari, fæddist í Ölduhrygg í Svarfaðardal 11. febrúar 1902, en flutti með foreldrum sínum að Bakka árið 1904 þar sem hún ólst upp í stórum systkinahóp á mann- mörgu heimili og dvaldi þar fram eftir ævi, á milli þess sem hún var að heiman við nám og störf. Þótt hún færi að heiman bar hún ætíð vöxt og viðgang sinnar sveitar fyrir brjósti og þar vildi hún bera beinin. Tjamarkirkju gaf hún oft góðar gjafir í minningu foreldra sinna, Kristínar Jónsdóttur og Vil- hjálms Einarssonar á Bakka. Fyrst var hún tvo vetur í ung- lingaskóla hér heima að Bakka, að því loknu fór hún á námskeið í handavinnu til Danmerkur og síð- an til Noregs þar sem hún var nem- andi í lýðháskóla. Að þeirri dvöl lokinni fór hún á námskeið í fatasaumi, hannyrðum og vefnaði, bæði í Noregi og Danmörku. Heim kom hún aftur með hald- góða menntun og full af áhuga Skíðadal um tíma. Síðan hélt hún námskeið hér heima, kenndi bæði að baldýra og knipla á útlenska búninginn (upphlut) og að sjálf- sögðu saumaði hún margan ís- lenska búninginn, bæði peysuföt, upphlut og skautbúning, þ.e. kirtil með krókfaldi og slöri, en einn slíkan saumaði hún sér fyrir Al- þingishátíðina 1930. Til merkis um áræði hennar og dugnað vil ég geta þess að hún fór ein héðan úr dalnum ríðandi suður á Þingvöll til hátíðarhaldanna þar, en slóst í för með Skagfirðingum, eða öllu held- ur Húnvetningum. Aðal reiðhross hennar í þessari ferð var dreyrrauð hryssa sem hún átti sjálf og kallaði Brönu. Þegar Brana féll frá í hárri hestaelli tók frænka af fótunum hófana, pússaði þá upp, klæddi þá ofan með dökkrauðu flaueli og hafði þá æ síðan sem skrautgripi á heimili sínu. Þegar helga var búin að vinna við saumaskap og kennslu hér um slóðir í nokkur ár bauðst henni kennarastaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Þar kenndi hún bæði munnleg og verkleg fræði, þar til hún réði sig við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði, við stofnun þess skóla, en þar kenndi hún í 19 ár. Á því tímabili sótti hún stundum námskeið erlendis í sum- arleyfum, auk þess sem hún ferð- aðist mikið, fór meðal annars til Grænlands eitt sumar. Þess utan dvaldi hún að mestu í Ölduhrygg hjá Þorbjörgu systur sinni og fjöl- skyldu í frítíma sínum, enda tengslin þar náin og góð. Eftir að vinnu hennar við Varmalandsskóla lauk fór hún norður á Sauðárkrók, keypti sér hún og stofnaði sitt eigið heimili sem var öllum opið. Þar sýndi hún enn eina góða hlið: hún var bráð- snjall gestgjafi og hvatti fólk óspart til heimsókna. Á Sauðár- króki tók hún upp kennslu fyrir aldraða og sjúka, en það hafði hún kynnt sér á ferðum sínum erlendis, föndur og handavinnu fyrir þá sem minna gátu. Að lokum vil ég geta þess að hún hafði alla tíð mikinn áhuga fyrir bömum og vildi veg þeirra sem mestan. Því var það að hún tók að sér föðurlausan dreng og ól hann að miklu leyti upp og ól önn fyrir honum. Seinna tók hún svo böm hans til dvalar um tíma. Hún var svo minnug og trygg hún frænka að allt sitt líf hélt hún sambandi við ótrúlegan fjölda nemenda sinna og samkennara. Hún átti líka stóran hóp vina sem veittu henni tnikla gleði. Fyrir það allt þökkum við nú að leiðarlokum. Far svo hlessuð.frœnka mín för þín stefnir guði nœr. Eftir dáðrík cevispor eilíft sér þú byrjað vor. Matthías Jochumsson Helga Þórsdóttir, Bakka Minning Séra Stefán V. Snævarr fyrir því að láta gott af sér leiða, því hún var bæði vönduð og heið- virð kona, lét aldrei bíða til morg- uns það sem átti að gera í dag. Að- aleinkenni hennar var að lifa líFtnu lifandi, láta helst aldrei myndast dauða punkta eða aðgerðarlaus tímabil. Þannig var hún ætíð með nokkrar tegundir af handavinnu, góða bók eða nýtt blað í farteskinu, þegar hún kom í heimsókn, og var sjaldnast búin að ganga frá ferða- fötum áður en hún tók upp heklu- dótið, útsauminn eða prjónana. Þannig var hún sístarfandi, bæði með höndum og heila, gat ætíð hafið umræður um hin ýmsu mál- efni, enda kom hún manni oft á óvart með þekkingu sinni á ólíkum hlutum. Fyrstu tvo vetuma eftir að hún kom heim frá námi var hún far- kennari í Ólafsfirði, úti á Kleifum. Stundaði hún þá saumaskap líka og hafði námskeið í fatasaumi með konum í Hominu (eins og þéttbýl- ið var þá kallað). Eftir veru sína í Ólafsfirði gerðist hún farkennari í Fæddur 22. mars 1914 - Dáinn 26. des. 1992 Þann 6. janúar 1993 var jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík séra Stefán V. Snævarr, fyrrver- andi sóknarprestur í Dalvfkur- prestakalli, sem áður var Valla- prestakall í Svarfaðardal. Hann var hinn síðari af tveimur Stefánum, sem þjónuðu þessu kalli fyrstu 84 ár aldarinnar. Sá fyrri var Stefán B. Kristinsson, sem þjónaði kallinu 1901-1941 og sat á Völlum. Þá tók Stefán V. Snævarr við og sat á Völlum til 1968, er prestsetrið var með lögum flutt niður til Dalvíkur. Hann lét af prestskap samkvæmt aldursreglum 1984 og flutti þá suður, þangað sem börn hans voru þá farin til náms og starfa. Af ofansögðu og því viðbættu, að hvorugur þessara embættis- bræðra og nafna sótti nokkumtím- ann um annað brauð, má ráða, að þeir hafa ekki verið óeimir menn, enda urðu þeir báðir prófastar í Útboð Póstur og sími óskar eftir tilboðum í land- póstþjónustu frá póst- og símstöðinni Dal- vík, um Svarfaðardalshrepp og Árskógs- hrepp. Dreifing mun fara fram fimm sinnum í viku frá póst- og símstöðinni Dalvík. Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðv- arstjóra, póst- og símstöðinni Dalvík, frá og með mánudeginum 25. janúar 1993, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en 24. febrúar 1993 kl. 14:00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14:00 á póst- og sím- stöðinni Dalvík, að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. POSTUR OG SIMI Póstmálasvið - 150 Reykjavík Eyjafjarðarprófastsdæmi og gegndu því embætti með heiðri og sóma. A sama hátt má af þessu draga þá ályktun, að þetta útkjálka- prestakall, sem svo var gjaman metið hér áður og fyrrum, og það fólk, sem þar hefur búið, hafi ekki verið svo slæmt í sambúð, að það fældi burtu prestana sína. Víst er það, að séra Stefán Snævarr var vinsæll í besta lagi bæði sem embættismaður og sem bóndinn á Völlum meðan han bjó í sveitinni. Og ekki spillti konan fyr- ir honum, hún Jóna Gunnlaugs- dótttir frá Sökku, sem hann kvænt- ist 1. júní 1947. Það var með trega- blandinni eftirsjá, að sveitafólkið sá á bak prestsfjölskyldunni niður til Dalvíkur þegar þau, samkvæmt kalli tímans, fluttust í fjölbýlið þar sem mestur hluti fólksins var sam- an kominn. Og víst er það, að ekki samlag- aðist sr. Stefán og fjölskylda hans síður samfélaginu í kaupStaðnum heldur en hann hafði gert í sveit- inni. Hann hélt því sjálfur fram undir lok prestskapar síns, að hann væri þá elsti þjónandi prestur þjóð- kirkjunnar. Ekki er að efa, að þar hafi hann haft lög að mæla. Það er því ekki udnarlegt að hann væri orðinn samgróinn svarfdælsku um- hverfi, bæði landi og lýð þegar vegir skildu. Og þó sagði hann sjálfur, að hann væri alltaf í hjarta sín'u sami austfirski strákurinn. sem hann var þegar hann, ungling- urinn, fór að heiman til náms í Menntaskólanum á Akureyri fyrir 1930. Og sjálfsagt sagði hann það satt, því allt getur þetta komið heim og saman... Séra Stefáns hefur verið rækilega minnst í blöðum og er óþarft að bæta þar við löngu máli. Því er ekki á þessum vettvangi fjallað neitt um ætt hans og uppruna né heldur börn hans eða barnaböm. Þegar séra Stefán varð sjötugur árið 1984 birtist í þessu blaði stutt afmæliskveðja til hans. Þó að til- efnið sé nú annað leyfi ég mér að tilfæra hér lokaorð kveðjunnar: „Það er auðvitað ósköp kjánalegt að tala fyrir munn blaðs, eins og það væri sjálfstæð persóna. Samt leyfum við okkur að gera það í þessu tilviki. Sr. Stefán hefur reynst þessu blaðkrfli, sem heitir Norðurslóð, sérstaklega góður og tryggur vinur eins og lesendur þess hafa sjálfsagt séð. Það er gott að eiga slíkan hauk í homi. Fyrir það færir blaðið honum nú bestu þakkir og tekur sér um leið það bessaleyfi að gera það einnig fyrir hönd lesenda sinna. Flestir þeirra eru nefnilega sóknarbörn eða fyrr- verandi sóknarböm sr. Stefáns. Marga þeirra hefur hann skírt. fermt eða vígt í hjónaband, jafn- vel gert allt þetta þrennt fyrir sama einstaklinginn". Með þessari tilvitnun skal lokið þessum fáu og fátæklegu orðum. Ég sendi frú Jónu og fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur. Þau eiga á bak að sjá ástrfkum eig- inmanni og föður og við öll góðum dreng og skemmtilegum félaga. HEÞ FRETTA Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar fyrir nýbyrjað ár verður lögð fram í febrúar nk. Bæjarráð vann að gerð fjár- hagsáætlunar fyrir áramót en vinna hefur að mestu legið niðri á þessu ári. I gögnunum sem liggja fyrir er gert ráð fyrir að tekjur verði svipaðar á þessu ári og þær voru áætlaðar fyrir síðastlið- ið ár. Sama er um rekstrarútgjöld, þannig að fjármagn til eignabreytinga eða framkvæmda verður mjög svipað eða 30-40 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að vinna við sundlaugina verði meginframkvæmd ársins. Sundlaugar- nefnd hefur lagt til að stefnt verði að því að taka mannvirkið í notkun sum- arið 1994. Áætlanir segja að það kosti enn 105-110 milljónir að ljúka bygg- ingunni. Þó sundlaugamefnd hafi lagt til að sundlaugin verði komin í gagnið 1994 hefur bæjarstjóm ekki tekið af- stöðu til dagsetningar í þessu sam- bandi. Engu að síður virðist liggja í loftinu að framkvæmdum á þessu ári verði hagað þannig hægt verði að ljúka byggingunni 1994 ef á því ári verða til peningar í lokafamkvæmdir. f ýv f.. Avegum Fiskmiðlunar Norður- lands hafa verið llutt inn um 1.500 tonn af heilfrystum fiski frá Rússlandi. Alls hafa komið á vegum Fiskmiðlunar 7 togarar með frá um 100 tonnum og allt að 600 tonnum í ferð. Fiskurinn hefur dreifst á 14 staði víðsvegar um landið til vinnslu og gæði verið yfirleitt nokkuð góð. Verð- ið á þorskinum hefur lækkað, til dæm- is var verðið 1850 dollarar tonnið í október þegar fyrstu skipin komu en hefur lækkað í 1600-1650 dollara nú. Nú er í undirbúningi framhald þessara viðskipta og eru menn væntanlegir frá Rússlandi í vikunni, meðal annars í þeim erindagjörðum. Margar af þeim vinnslustöðvum sem keyptu þetta hrá- efni gátu byrjað vinnslu strax 3. janú- ar þó veiðiskipin íslensku létu ekki úr liöfn eftir jóla- og áramótastopp fyrr en þann dag.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.