Norðurslóð


Norðurslóð - 27.01.1993, Qupperneq 5

Norðurslóð - 27.01.1993, Qupperneq 5
NORÐURSLÓÐ —5 Tuttugu og tveir botnar bárust Nokkrir hafa spreytt sig á að botna vísufyrripartana í jóla- blaðinu. Hér birtum við árang- urinn. 1. vísa. Kúa best er kýrin Rós kostaskepnan góða. Arka fram minn æviveg örlögunum mæta. eða En fara kann á verri veg er vínið fer að kæta. H.E. ★ Þó mér enn sé þóknanleg þriggja stjörnu væta. 7.5. Veðurfarspistill Skíðafólk í essinu sínu Hér framar í blaðinu hefur ver- ið rifjað upp veðurfar liðins árs eins og venja er í fyrsta tölu- blaði hvers árs. En af því að veðurguðirnir hafa venju frem- ur verið uppátektarsamir að undanförnu og af því að Norð- urslóið leitast við að halda skrá yfir veðurfarið til upprifjunar á komandi tímum þá skal hér aðeins bætt um betur og und- anfarnir ca. tveir mánuðir rifj- aðir upp. Vetur lagðist seint að eftir kalt óþurrkasumar og voru mjólkurkýr víða á beit hjá bændunt fram í seinni part október. Um rniðjan nóvember má segja að veturinn hafi sest að af fullum þunga með frosti og snjó sem síðan breyttist í hart hjam. í desember snjóaði á hverjum degi eitthvað fram tii tuttugasta. Hægt var að setja skíða- lyfturaf stað 10. des. sem ekki hef- ur gerst í manna minnum og var víst kominn tími til að skíðaunn- endunt hér gengi eitthvað í haginn. 13. til 16. des. gerði iðulausa stór- hríð þannig að aflýsa varð skólum og samkomum og muna elstu menn vart annað eins veður svo snemma vetrar eða önnur eins snjóalög á þessum árstíma. Fyrir vikið fengu skólakrakkar á Húsa- bakka viku lengra jóiafrí en ella og litlu jólunum var frestað fram yfir áramót. Eftir 20. tók mjög að draga úr úrkomu og milli jóla og nýárs hlýnaði heldur í veðri þannig að snjórinn varð að glærahjami sem auðveldlega mátti aka yfir hvert á land sem er. Þetta notfærðu jeppa- og vélsleðamenn sér óspart og óku fram í dalabotna sér til skemmtun- ar. Erfiðara reyndist þó að komast upp úr dalabotnunum vegna ísing- ar. Raunar má segja að veðurguð- imir hafi dekrað við jeppamenn öðmm fremur með hæfilegri ófærð og hamagangi til að ökutæki þeirra fengju að njóta sín. Það sem af er janúar hefur veðrið haldið sig á svipuðum nótum með næstum því Nú er nóg af blessuðum snjónum, maður iifandi. Enda er hann óspart notaður. Sleðamenn bruna á 100 km hraða aftur og fram um miðjan dal, ekki eru girðingarnar til trafala, allt á bólakafi. Svo hafa menn verið að aka upp á reginfjöll. Laugardaginn 9. jan- úar var fjölmenni í Tungnahryggs- skála. Þar voru komnir einir 20 vél- sleðamenn, ilestir af Ströndinni en a.m.k. 3 af Dalvík. Þeir munu hafa farið Almenningsleiðina um Svarf- dælaskarð. Dalvíkingamir voru Anton Gunnlaugsson, Björgvin Gunnlaugsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson. Þeir litu í gestabókina og töldu gestina sem þar hafa ritað nöfn sín undanfarin 2 ár. Þar reyndist mikill munur á. daglegri úrkomu en ekki neinni hláku. Eina snarpa stórhríð gerði 11. og 12. janúar þegar dýpsta lægð í manna minnum fór franthjá landinu. Ekki voru þó áhrif hennar hér neitt til að tala um. Og þegar þetta er ritað þann 18. jan hefur veður verið stilit og fagurt í nokkra daga. Skíðafærið í Böggvisstaða- fjaili er eins og það getur best orð- ið og hafa margir notfært sér það. Þar með lýkur veðurfarspistli þess- um. hjhj 1991 voru nöfnin 117 talsins en 1992 aðeins 11. Skýringin er sú, að nálega aldrei gaf fyrir vélsleða- menn á fjöllin síðastliðinn vetur. Ekki voru þessir menn fyrstu gestir skálans á nýja árinu. Þar höfðu áður komið nokkrir ólfirskir sleðamenn. Þeir hafa væntanlega farið leiðina úr Olafsfirði innyfir Lágheiði, fram Hvarfdal og gegn- um Hvarfdalsskarð, eftir Hákömb- um, niður Heljardal, ofaní Kol- beinsdal, fram vesturgrein hans, upp á jökulinn og heim í Skálann á Tungnahrygg. Stórglæsileg leið! Þess skal getið, að Hjaltdælir hafa verið að stækka og bæta skál- ann. Dalvíkingar og aðrir Svarf- dælir, sem eiga skálann, þyrftu að leggja hönd á plóginn. Þar við liggur heiður þeirra. X Ekið á Tungnahrygg HORNIÐ Botn: Hafsteins skylda hún er ljós: henni gott skal bjóða. Freygarður Þorsts. Uppsölum. Sækja búsins björg í fjós bændur norðurslóða. Lilja Kristjánsdóttir, Rvík. Auðnu meiri ekkert fjós upp á kann að bjóða. Hartmann Eymundsson, Akureyri Mætti einnig muna hrós mjaltakonan rjóða. Jóhann Sigurðsson, Akureyri Um hana ég yrki hrós, eina stöku Ijóða. Charlotta Þorgilsd.f. Sökku. Hún á skilið hæsta hrós við hönnun dýrra ljóða. Filippía frá Brautarhóli. ★ Búið prýðir, bætir fjós, bóndans eykur gróða. Eysteinn Gíslason, Skáleyjum. 2. vísa Ef eg mætti óska mér eins í þessu lífi. Botn: Eg vil að ógn í veröld hér voru landi hlífi. F.Þ. Vissi ég ei hvers óska ber eigingimin fávís er. L.K. Vinnu sem að vísust er vöm í jarðarkífi. H.E. Vildi eg hætta að vera þér vondi kallinn stífi. 7.5. Fyrir nokkrum árum setti útgerð netabáta mikinn svip á lífið við höfnina hér á Dalvík. Bakvið hvem bát var síðan verkunarsöð og talsverð umsvif í saltfisk- og skreiðarverkun. Nú hefur orðið mikill afturkippur í þessari starfsemi. Einungis Otur EA hefur lagt net og ekki er sýnilegt að fleiri bætist við. Bátum af þessari stærð hefur fækkað verulega og nýir hafa ekki kontið í staðinn. Saltfisk- verkendum hefur einnig fækkað í samræmi við fækkun netabáta. Har- aldur h/f verkar nú í salt af sínum bát, Haraldi, sem þeir gera út á línu með góðum árangri. Bliki h/f verkar einnig í salt og kaupir hráefni víða að. Ekki er vitað með vissu hvort aðrir hreyfa sig í þessum efnum. Eitt af þeim fyrirtækjum sem var með talsvert stóra saltfisk- og skreiðarverkun, svo og netabátaút- gerð hér áður fyrr, Rán h/f, var úr- skurðað gjaldþrota f byrjun ársins. Allt árið í fyrra stóð yfir tilraun til sölu eigna hjá fyrirtækinu með það að markmiði að koma í veg fyrir gjald- þrot. Fasteignin var seld Sæplasti h/f um mitt síðasta ár en verr gekk að ná viðunandi verði fyrir skipið, Sænes EA. Rétt áður en til gjaldþrots kom hafði náðst samkomulag um sölu þess til Grenivíkur. Samningur var kominn á en óundirritaður þar sem samkomu- lag við kröfuhafa sem höfðu óskað nauðasölu á skipinu náðist ekki í tæka tíð. Þó samningur lægi fyrir hefur ver- ið ákveðið að auglýsa skipið til sölu og er tilboðsfrestur til 27. janúar nk. ✓ Ikvótasviptingum undanfarinna ára hefur Dalvík líklega ekki tapað var- anlegum kvóta til annarra staða. Rýmun aflaheimilda fyrirtækja hér hefur verið sem næst því sem gerst hefur heilt yfir landið. Skip hafa verið seld héðan og önnur keypt þannig að í heild hefur hlutdeild í aflakvóta lands- manna í raun ekki minnkað. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Flest bendir til að Sænes EA muni hverfa héðan og kvóti þess skips. Haraldarmenn eru einnig að kanna sölu. Þá hefur Snorri Snorrason verið að kanna sín mál, jafnvel sölu á Baldri EA. Ekki er neitt ákveðið í málum Haraldarmanna og Snorra, hvorki urn sölu né heldur hvort önnur skip verði þá keypt í stað- inn. Greinilegt er að menn verða að hafa vara á sér svo að kvótarýrnun verði ekki mikil á næstunni. ✓ Akveðið hefur verið að fryst verði meira um borð í Björgvin EA en gert hefur verið undanfarin ár. Eins og áður verður aðeins um heilfrystingu á fiski að ræða og þá aðallega grálúðu og karfa. Gert er ráð fyrir að þessi vinnsla hefjist í byrjun mars og standi fram í júní. Oft hefur verið rætt um að Björgvin verði alfarið breytt í frysti- togara en hingað til hefur ekki þótt fært að taka hann úr hráefnisöflun fyr- ir frystihúsið hér. Ef Björgvin verður gerður að frystitogara með fullkom- inni vinnslu um borð er nauðsynlegt að annað skip verði fengið til öflunar hráefnis fyrir frystihúsið ásamt Björg- úlfi. Þau mál eru sögð í athugun nú um þessar mundir. ★ Brygði eg á bölið hér beittum skilningshnífi. Ch. Þ. Glaður ráð mitt gæfi eg þér, glóandi mitt hjarta er. Hugrún. Bið ég um að yfir þér englar góðir svífi. E.G. 3. vísa A nýju ári ætla ég allt mitt ráð að bæta. Botn: Kátur labba lífsins veg, létt skal öllu mæta. F.Þ. Reyna að feta friðarveg, fóta og tungu gæta. L.K. Ganga lífsins gæfuveg Guði til að mæta. Ch.Þ. Meta rétt hinn mjóa veg, mín í öllu að gæta. Hugrún. Ekki rölta rangan veg - réttrar stefnu gæta. E.G. Hér er úr vöndu að ráða, ef velja skal verðlaunahafa. Við grípum til þess ráðs að heiðra með stjörnu- merki besta botn (að okkar mati) við hvem fyrripart. Höfundar verða að sætta sig við þessa niður- stöðu: Engin verðlaun, aðeins heiðurinn. Lykke til (eins og norskurinn segir). H/IV U-l mánað- arins VI I»á siglum við af stað á nýju ári á Ijóðaknerrinum góða og kveðumst á af kappi. Fyrsta stakan á að byrja á stafnum H. Úr Heilrœðavísum Hallgríms Péturssonar tökum við þessa: Hugsaðu um það helst og fremst, sem heiðurinn má nœra. Aldrei sá tii œru kemst. sem ekkert gott vill lœra. Næst er þá að finna vísu, sem hefst á L. Hér kernur ein alkunn staka, sem hann afi gamli kveður við bamabamið: Látt’ ekk' illa liggja á þér, lundina herðu káta. Óyndi það eykur mér ef ég sé þig gráta. Næsta vfsa skai byrja á G. Við veljum okkur þessa draumvísu. sem sýnir, að dauðir eru ekki stður hag- mæltiren þeirsent lifa. Gakktu út að Gjúfrastein, gatan er þar þröng og mjó. Þar liggja mín brotin bein, bjargaðu þeim undan sjó. Næsta vísa á að byrja á S, og verður vfst engum skota- skuld úr því, að fínna ein- hverja góða, seni byrjar á þeim algenga staf. Takk og bless. HEÞ.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.