Norðurslóð - 28.07.1993, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLOÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenrr.
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Sameining
sveitarfélaga
Vegna hinna miklu breytinga sem orðið hafa á
byggð landsins, þar sem sífellt hefur fjölgað á
höfuðborgarsvæðinu á meðan landsbyggðin hef-
ur tapað fólki, er svo komið að fjöldi sveitarfé-
laga í landinu getur vegna fámennis engan veg-
inn staðið undir þeim skyldum sem á þeim hvíla
samkvæmt lögum né heldur geta þau boðið íbú-
um sínum uppá þá fjölbreytni og þjónustu sem
sjálfsögð þykir í dag. Þá hefur fjöldi lítilla og
vanmáttugra sveitarfélaga verið hemill á það að
ríkið eftirléti sveitarfélögunum ýmis þau verk-
efni sem eðli sínu samkvæmt eiga fremur heima
þar, verkefni sem bæði auka áhrif heimamanna
á eigin aðstæður og hafa í för með sér ný störf.
Það má því segja að smæð sveitarfélaganna sé í
sjálfu sér hvati til enn frekari byggðaröskunar.
Núorðið virðast flestir gera sér grein fyrir þessu
og víða um land hafa menn reynt að bregðast
við.
Lélegar samgöngur voru lengi hemill á sam-
vinnu og/eða sameiningu sveitarfélaga. A síð-
ustu árum hafa orðið miklar samgöngubætur og
sífellt unnið að þeim, svo víðast er samgöngu-
Ieysið ekki lengur sá Þrándur í Götu sem það
áður var.
A undanförnum árum hafa nokkur sveitar-
félög stækkað við sameiningu, ýmist í sókn eða
nauðvörn. I vörn þar sem þeim hefur ekki verið
stætt á öðru þar sem fámenni einstakra sveitar-
félaga var orðið slíkt að þau gátu enganveginn
uppfyllt lagaskyldur sínar; í sókn þar sem til-
tölulega öflug sveitarfélög sameinuðust til að
styrkja stöðu sína enn frekar.
Ljóst er að þessi þróun mun halda áfram.
Eins og fram kemur í umfjöllun blaðsins um
sameiningu sveitarfélaga, hvílir nú sú laga-
skylda á sveitarstjórnum og umdæmanefndum í
kjördæmunum að hafa samráð um tillögu að
nýrri skiptingu Iandshluta í sveitarfélög, tillögu
sem síðan verður lögð í dóm íbúanna hinn 20.
nóvember n.k.
Það skiptir miklu að kynning á þeim valkost-
um sem bjóðast sé góð þannig að allir séu sér
fullkomlega meðvitaðir um það hvað er verið að
samþykkja eða hafna og hvaða afleiðingar það
getur haft í för með sér. Fólk mun spyrja hvaða
áhrif stærra sveitarfélag geti haft á hagi þess,
skólagöngu barnanna, heilbrigðisþjónustu,
þjónustu við aldraða og börn, tómstundir og
ekki síst atvinnuhorfur.
Umræðan um sameiningu sveitarfélaga hefur
oft byggst meira á tilfínningum en staðreyndum.
Ottinn við áhrifaleysi og fækkun fyrirmanna í
héraði hefur einnig sett sinn svip á umræðuna.
Það er þó Ijóst að vænlegra er til árangurs að
íbúarnir kjósi sjálfir að sameina sveitarfélög sín
undir merkjum sóknar en að þau séu vegna fá-
mennis sameinuð næsta sveitarfélagi með vald-
boði. SJ
FRÉTTAHORNIÐ
Sundlaugarbyggingin á Dalvík
er nú óöum að taka á sig mynd.
Búið er að ákveða að laugin sjálf
verður steypt með flísum á köntum
og „yfirfloti" eins og allar nýjar
laugar eru í dag, þ.e. vatnið stendur
jafnhátt kanti og á þaó að minnka
bylgjuhreyfmgar í lauginni. At-
hugað var um kaup á tilbúinni laug
þar sem slíkar laugar voru sagðar
mun ódýrari en steyptar. Nokkur
dráttur varð á að tilboð um slíka
laug kæmi og þegar til kom reynd-
ist sá kostur ekki ódýrari. Laugin
verður steypt í haust og gengió frá
lögnum. I haust verður lóðin einn-
ig grófjöfnuð og gengið frá húsinu
að utan. Það hefur nú verið ein-
angrað að utan og síðan verður
settur á það svokallaður „ímúr“
sem er stytting á „íslenska múr-
blandan“ en það er efni sem Sem-
entsverksmiójan og Grundartanga-
verksmiðjan hafa þróaó í samcirn
ingu og þykir hafa reynst afar vel. í
vetur verður svo gengiö frá húsinu
að innan. Þá eru allar horfur á því
að við getum synt í nýrri laug á
næsta ári.
Vegfarendur á Dalvík hafa vart
komist hjá því að verða varir
þeirra gatna og malbikunarfram-
kvæmda sem nú eru í gangi. Loks
hefur verið ráðist í að jaróvegs-
Sundlaugarbyggingunni á Daivik miðar vel.
skipta Böggvisbraut fyrir neðan
kirkju (kirkjubrekku) og er þaó
strax í áttina þó ekki verði brekkan
malbikuð í ár. Malbikun á þeim
vegaköflum sem þess bíða mun
fara fram strax í byrjun ágúst, en
þaö er í Túnunum, syðsti hluti
Böggvisbrautar, vegurinn upp aó
heimavist og endurnýjun á malbik-
inu í brekkunni norðan við frysti-
húsið.
Byggingafrantkvæmdir við nýja
þjónustuálmu við Dalbæ,
dvalarheimili aldraðra, munu hefj-
ast í haust. Samió hefur verió vió
Daltré h/f um framkvæmdina og
eiga þeir að skila húsinu fokheldu í
júní á næsta ári.
Það mun væntanlega gleója
augu allra að „nýi skóli“ veröur
málaöur í sumar. Eldri hluti húss-
ins er nú orðinn meira en áratugs
gamall þannig að segja má að
málning sé orðin meira en tíma-
bær.
Skólamál
Framhald afforsíðu
margir hverjir eru fjölskyldumenn
á fertugsaldri og ckki líklegir til að
sætta sig við grunnskólaaga í hí-
býlum sínum. Að sögn Þórunnar
Bergsdóttur skólastjóra hafa nú
þegar 32 framhaldsskólanemar sótt
um á heimavist í vetur en vistin
tekur 40 manns. Það liggur því
nokkuð beint við að leggja heima-
vistina að öllu leyti undir fram-
haldsdeildina en þá þarf að skipu-
leggja hvernig staðið verói að mál-
um varðandi grunnskólanemend-
urna úr nágrannabyggóunum sem
ekki komast lengur á heimavist.
Þessi breyting kallar einnig á
gagngera endurskoðun á eignar-
haldi og rekstri heimavistarinnar
sem hingað til hefur verið rekin
sameiginlega af sveitarfélögunum
eftir ákveðnum kostnaóarskipting-
arreglum. Þau mál eru að sögn í
skoóun hjá bæjaryfirvöldum.
Skýrslan
Á vegum Fræðsluskrifstofunnar
var Guðmundur Þór Ásmundsson
fenginn til að gera úttekt á þessum
málum og gera tillögur um nýtt
fyrirkomulag. Þann 22. júní s.l.
skilaói hann af sér skýrslu sinni
Samvinna fhmn sveitarfélaga við
Eyjqfjörð um skólahald.
I skýrslunni rekur hann fyrst al-
mennar skyldur sveitarfélaga varð-
andi skólahald. Þar kemur nt.a.
fram aó samkvæmt lögum ber
sveitarstjórnum skylda til að sjá
börnum fyrir grunnskólanámi,
annað hvort með heimaskóla eða
samningi vió skóla í öðru sveitar-
félagi. 10. bekkur hefur nokkra
sérstöðu þar sem þar eru gerðar
kröfur til þess að boðið sé upp á
valgreinar og aukna sérhæfingu.
Til að slíkt sé gerlegt þarf nem-
endafjöldinn að ná ákveðnu lág-
niarki. Einnig kallar það á flciri
kennara og ýmsa aðstöðu sem lítil
sveitarfélög hafa ein og sér fæst
ráð á að veita. Niðurstaða Guð-
ntundar er því sú að ekki sé hægt
að mæla með því aó 10. bekkur
verði færður aftur heim til ná-
grannabyggða Dalvíkur þó heima-
vistin leggist af. I lokasamantekt
skýrslunnar segir Guðmundur eft-
irfarandi:
„Lagt er til aó áfram>verði hald-
ið samstarfi um 10. bekk fyrir
sveitarfélögin 5 á Dalvík, ekki séu
sjáanlegir betri kostir, enda óeöli-
legt að draga úr samvinnu sveitar-
félaganna á sama tíma og umræða
á sér staó um aukna samvinnu og
jafnvel sameiningu þeirra. Þessa
samvinnu þarf aó gera formlega
með samningi.
Lagt er til að heimavist fyrir
grunnskólanemendur á Dalvík
verði lögð niður. Þess í stað verði
nemendur úr Hrísey og Árskógs-
hreppi fluttir daglega til Dalvíkur.
Lagt er til aó á sama tíma og
daglegur akstur verði tekinn upp
að hluta í Svarfaðardal þá geri
Grímseyjarhreppur formlegan
samning vió Svarfaðardalshrepp
um heimavist og skólagöngu sinna
nemenda í 8. og 9. bekk ásamt
heimavist og akstri nemenda í 10.
bekk á Dalvík. Verói alfarið tekinn
upp daglegur akstur í Svarfaðardal
verói leitað leiða til þess að fá
áfram afnot af hluta heimavistar-
innar fyrir Grímseyinga. Einnig
verði samið um lausn á helgardvöl
þeirra á Húsabakka. Þessi kostur
leysir einnig ákveðinn vanda
Húsabakkaskóla hvað varðar sam-
kennslu og kennslumagn auk þess
sem nemendur í 10. bekk úr Svarf-
aðardalshreppi geta sótt skóla á
Dalvík úr heimavist á Húsabakka".
Eftir að skýrsla þessi kom fyrir
sjónir manna hafa sveitarstjórnir
og skólayftrvöld viðkomandi
sveitarfélaga ráðið mjög ráðum
sínunt og eru nú línur teknar að
skýrast töluvert. I stuttu ntáli rná
segja að í llestu sé reynt að fara
eftir tillögum Guómundar. Búió er
að skipuleggja daglegan flutning
Hríseyinga og Árskógsstrendinga
og nú standa ytlr samningavið-
ræður milli Grímseyjarhrepps og
Svarfaðardalshrepps um santning
sem gilda á milli svéitarfélaganna
um samstarf í skólamálum.
Nýir tímar á Húsabakka
Þaó má því ljóst vera aó margt
verður með öðru sniði í skólum hér
á svæðinu næsta vetur og á það þó
einkum við um Húsabakkaskóla.
Það skal tekið fram að enn hefur
samningur ekki verðið geróur milli
Svarfaðardals- og Grímseyjar-
hrepps en fyrir því er gagnkvæmur
vilji og þarf eitthvað stórkostlegt
að gerast til að þaó gangi ekki eftir.
Stefnt er að þvl að taka upp dag-
legan akstur fyrir nemendur 4.
bekkjar og yngri. Vió þaó bætist
ekki svo ýkja mikið við þann akst-
ur sem fyrir var en nemendum l.
bekkjar gefst þá kostur á daglegum
skóla sem verður aó teljast jákvætt.
Þá kcrnur það fram í skýrslunni að
kcnnslustundakvóti Húsabakka-
skóla eykst til rnuna mcð komu
Grímseyinga. Mun víst ekki af
veita.
Það er því síst Svarfaðardals-
hreppi eða Húsabakkaskóla I óhag
að taka við nemendum frá Gríms-
ey þó ekki sé um fjáhagslegan
ávinning aó ræða. Þá hel'ur verið
auglýst eftir fólki til að sjá um
rekstur heimavistarinnar um helgar
en þar er um aó ræða l'ullt starf
l'yrir cina manneskju cöa hlutastarf
fyrir fleiri. Stel'nt er að því að
næsta vetur korni aðeins 8. bekkur
úr Grímsey til kennslu á Húsa-
bakka cn eldri bekkirnir haldi
áfram í Dalvíkurskóla þó nernend-
ur búi í heimavistinni en eftir þaó
sitji Grímseyingar á Húsabakka í
8. og 9. bekk ásamt jafnöldrum
sínum úr Svarlaðardal og verói
síðan samferða þcirn til Dalvíkur.
Aukin samvinna
Enn eru ýmis mál varðandi hió
nýja fyrirkomulag óleyst og er
ljóst að þörf er mun rneiri sam-
vinnu milli skólanna á svæðinu en
vcrið hel'ur hingað til. Um það
segir Guómundur:
„Samvinna af þessu tagi kallar á
úrvinnslu, samhæftngu og tillits-
semi í tengslum vió geró stunda-
skráa og skipulagningar, sérstak-
lega hvað varðar I0. bekkinn. Eins
þarf að huga að e.k. neyðarathvarfi
fyrir aðkomna nemendur 10.
bekkjar á Dalvík, helst utan núver-
andi heimavistar, en samvinna
verði um mötuneyti fyrir grunn-
skólanema og framhaldsdeild.”
Aó sögn Þórunnar skýrast línur
á næstu dögurn varðandi athvarf
fyrir utanbæjarkrakkana en hvað
varðar aðstöðu til heimanáms benti
hún á bókasafn skólans sem væri
öllum ncmcndum opió til slíks.
Vissulega væri óþægilegt hve
skammur tími væri til stefnu og
ýmis skipulagsmál sem þyrl'ti aó
leysa fyrir skólabyrjun en alls
staðar væri verið að vinna í þessurn
málum og góóur vilji fyrir því að
leysa þau tímanlega.
hjhj