Norðurslóð - 28.07.1993, Page 3

Norðurslóð - 28.07.1993, Page 3
NORÐURSLÓÐ —3 Jón Helgi til Edinborgar Séra Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur vor er nú á förum ásamt fjölskyldu sinni til Edin- borgar í Skotlandi þar sem hann hyggst setjast á skólabekk næsta vetur. Sóknarprestur Olafsfirð- inga, Svavar Alfreð Jónsson, þjónar prestakailinu á meðan en þar sem hann er sjálfur enn í námsleyfi fram til 1. september mun séra Sigurður Guðmunds- son vígslubiskup á Akureyri þjóna hér í ágústmánuði. Þess skal getið að símanúmer Sigurð- ar er 2 70 46. Hér með er þetta auglýst. En hvað er séra Jón nú að fara aó iesa þarna úti? Norðurslóð hringdi í hann á dögunum og náði aó tefja ögn fyrir honum flutning- ana með spurningum. - Það heitir: guðfræói kirkju- tónlistar. Þetta eru kúrsar um kirkjutónlist aó fornu og nýju við guðfræóideild háskólans í Edin- borg en í tengslum viö Tónlistar- háskólann. - Hefur þetta eitthvert hagnýtt gildi fyrir þig? - Ja, hagnýtt segirðu. Það er nú ekki gott að segja. En ég hef verið viðloðandi sálmastarf og ýmislegt varðandi tónlist innan þjóðkirkj- unnar um nokkurt skeið og langar til að láta meira til mín taka á því sviði. Til þess þarf ég náttúrulega aó öðlast meiri þekkingu og reynslu. - Og er öll fjölskyldan aðfara í skóla þarna úti? - Já, Margrét fer í nám í sam- bandi við tölvur og skólastarf. Það er reyndar í Glaskow svo hún veróur aö fara á milli í lest, þaó er með öllu svona klukkutíma ferð. Strákarnir fara í skóla rétt hjá þar sem við búum. Við erum sem sagt komin með húsnæði sem við flytj- um í í byrjun september. Það er best aó koma því hér að að heim- ilisfang okkar og sími er: Jón Helgi Thórarínsson 12/7 Sienna Gardens Edinburgh EH9 ÍPQ Scotland Síminn er (90) 44 31 667 3550 Faxtæki verður einnig tengt þessu símanúmeri. - Ég hvet að sjálfsögðu alla til að senda okkur línu, eóa þá fax. Ég tala nú ekki um ef menn eiga leió til Skotlands, að heimsækja okkur. - Hvernig leggst svo ferðin í ykkur? - Nú bara vel. Við eru orðin býsna spennt núna þegar þetta er aó bresta á. Við ætlum okkur að njóta ferðarinnar, fara með bílinn og ferðast bæði um Skosku Há- löndin og svo eitthvað suður á bóginn. - Vertu þá blessaður Jón og góða ferð til Skotlands. Skilaðu kveðju til Margrétar og strákanna. Þess má aó lokum geta að Jón hefur lofaó að senda okkur nokkra Edinborgarpistla í blaóió á meóan á dvölinni stendur. hjhj Prestshjónin á Dalvík, sr. Jón Helgi Þórarinsson og Margrét Einarsdóttir. Stökur mánaðarins XII Enn birtist vísnaþáttur Norður- slóöar og nú í 12. sinn. Nú eigum við aó koma með þrjár stökur, sem byrja á bókstöfunum N, O og Ó. Ekki ætti okkur að verða skotaskuld úr því, eða hvað? Og nú byrjum vió: N Nordan hardan gerdi gard, geysi hardur vard’ann. Borda jardar erdis ard upp í skardið bard’ann. Það var gamall talsmáti um norðanverða Vestfirði og líka urn útsveitir norðanlands að bera Ð fram sem D ef það fór á eftir R. Vísan þarf skýringar vió:. Hvað var það sem norðangarð- urinn barói upp í skarðið? Jú, „borði jarðar" er hafið sem girð- ir landið. „Erði“ þýðir þungur plánki. „Plánki hafsins" merkir þá skip. „Arður skipsins“ er því fiskiafii, í þessu tilfelli líklega harðfiskur af trönum. Merking vísunnar er því sú, aó það hafi gert svo mikinn norðanstorm, að hann hafi feykt skrciðinni upp í skaró. En hvaóa skarð, Siglu- fjarðarskarð? Spyr sá ekki veit. O Oft er sá í orðunt nýtur, sem iðkar menntun kæra. En þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra. Þetta var cin af „hcilræðavís- um“ séra Hallgríms Péturssonar, og ekki sú lakasta. Ó Ólán vex í illum reit. ekk’eru Ieiðir kunnar: Mig í kálfa báða beit búrtík húsfreyjunnar. Svo kvaó Bólu-Hjálmar þcg- ar hann steig á skott tíkurinnar í dimmum göngunum á bæ, þar sem hann var gestkomandi, og tíkin beit hann í báóa fætur. Hann fékk reyndar svarvísu frá húsfreyjunni allkaldranalega, en hún verður ekki birt hér, því hún er ekki við hæfi bama innan 14 ára aldurs, eins og þeir segja í sjónvarpinu. Þá höfum vió það, og næstu 3 stökur ciga að hefjast á bók- stöfunum P, R og S. Stafurinn Q er ekki notaður í voru ritmáli. HEÞ Dalvík Sparisjóður Svarfdæla - Arskógi - Hrísey sendir hásumarkveðjur til allra byggða Ut-Eyjafjarðar og óskar starfsfólki og viðskiptavinum öllum gæfu og gengis heima og heiman, meira sólskins en minni þoku við leik og störf sumarsins. Hittumst heil að hausti Sparisjóðurinn ^ 61600 Dalvík ® 61880 Árskógi ^ 61785 Hrísey Svarfdœlabúð Dalvík Allt á srillið 03 í helsarmatinn úr kjötboröinu Lambakjöt í 1/4 skrokkum, kr. 398,- kg Lambalœri - Kótelettur - Hryssir á tilboösveröi Hansikjöt - Londonlamb Kjöt á grilliö meö 15% afslætti Líttu inn - það borgar sig!

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.