Norðurslóð - 25.08.1993, Qupperneq 4

Norðurslóð - 25.08.1993, Qupperneq 4
Svarfdælsk byggð & bær TímamóT Brúðkaup Þann 20. ágúst voru Sigríður Arnadóttir fréttamaóur hjá Ríkisútvarpinu og Helgi Már Arthúrsson fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu gefin saman í Tjamarkirkju. Heimili þeirra er aö Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík. A myndinni hér að ofan má sjá brúðhjónin ásamt sr. Birgi Snæbjörnssyni prófasti, sem gaf þau saman, og afa brúóarinnar, Bimi Þórðarsyni, sem allir eldri Svarfdælingar þekkja. Laugardaginn 21. ágúst voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Þorgerður Hafdís Þorgilsdóttir, Hánefsstöð- um, og Kristján Þorsteinsson, bóndi Uppsölum. Heimili þeirra er aó Uppsölum. Sr. Torfi Stefánsson Hjaltalín á Möðruvöllum gaf brúó- hjónin saman. Afmæli Þann 6. ágúst varð sjötíu ára Anna Sölvadóttir, húsfreyja í Ytra- Garðshomi. Þann 19. ágúst varð áttatíu ára Anton Gunnlaugsson, verkstjóri Karlsbraut 29, Dalvík. Skírnir 14. ágúst var Andri Oddur skírður á Dalvík. Foreldrar hans eru Bima Margrét Amþórsdóttir og Magnús Steinar Magnússon, Dalbraut 2, Dalvík. 21. ágúst var Sigurður Haukur skírður á Dalvík. Foreldrar hans em Marsibil Sigurðardóttir og Valur Hauksson, Drafnarbraut 7, Dalvík. 21. ágúst var Rebekka Rún skírð á Dalvík. Foreldrar hennar eru Ragnheióur Rut Friðgeirsdóttir og Sævar Freyr Ingason lögregluþjónn, Hjarðarslóð 6d, Dalvík. Norðurslóð ámar heilla. Andlát Þann 14. ágúst fór l'ram frá Tjamarkirkju útför Engilráðar Sigurðar- dóttur á Bakka. Prestur var sr. Sigurður Guðmundsson á Akureyri, fyrrverandi vígslubiskup. Ingibjörg Engilráó, en svo hét hún fullu nafni, fæddist á Göngustöóum íUrðasókn l.júní 1S96ogandaðistáDalbæ 10.ágúst 1993og varþvíá98. aldursári er hún lést. Foreldramir voru Osk Pálsdóttir og Siguróur Jónsson, heiðurshjón á Göngustöðum. Þann 30. nóvember 1918 giftist Engilráð Þór Vilhjálmssyni á Bakka. Þau hófu búskap á Hnjúki í Skíðadal og bjuggu þar 1917-1923, síðan á Bakka, fyrst í ábúð Vilhjálms, föður Þórs, en eftir það á jörðinni allri til 1960. Afram dvöldu þau þó bæði á Bakka þar til Þór andaðist 1973 en hún þangað til fyrir fáum árum, að hún fluttist á heimili aldraóra á Dalvík. Engilráó á Bakka var mikilsmetin dugnaðarkona, sem aldrei lá á liði sínu á sínum langa æviferli í þjónustu vió fjölskyldu sína. Vandalausum, sem á vegi hcnnar urðu, reyndist hún hjartahlý drengskaparkona. Böm þeirra Þórs eru Kristín, fyrrverandi bóndakona á Bakka, Osk, lengi ráðskona í Húsabakkaskóla, Eva, húsfreyja í Reykjavík, Helga, bóndakona á Bakka, Rannveig, bóndakona á Litlu-Hámundarstöðum, og Vilhjálmur, vinnuvélastjóri í Reykjavík. Fjölmenni var við útförina, enda var hin látna vinsæl kona og kynsæl og átti fjölda afkomenda þegaryfir lauk, langri farsælli ævi. Þann 18. ágúst. lést Karitas Kristjánsdóttir frá Árhóli Þann 19. ágúst lést Rannveig Stefánsdóttir, Dalbæ. Þeirra verður minnst í næsta tölublaði Norðurslóðar. íþróttir Framhald afforsíðu piltana í 4. flokki sem unnu sér rétt til þátttöku í úrslitakcppni síns ald- ursflokks, 13-14 ára. Sú keppni fór fram á Dalvík, Ólafsfirói og Ár- skógsströnd og þar komst sameig- inlegt lið Dalvíkur og Leifturs í undanúrslit en tapaði fyrir KR. Og ckki má gleyma frækilegri frammistöðu yngsta knattspyrnu- fólksins sem tók þátt í árlegu Króksmóti á Sauðárkróki um miðj- an ágúst. Þar kepptu pollar og pæj- ur allt niður að 5 ára aldri og dal- vísku keppendurnir komu heim hlaðnir góómálmum. Það ætti þvi ekki að vcra nein ástæða til að kvíða framtíð knatt- spyrnunnar hér um slóðir. -ÞH * , Vegagerð í Olafsfjarðarmúla: Ovissa um verklok í haust Vegageröarmenn í Múlanum voru í kaffi þegar blaðamaður Norðurslóðar heimsótti þá á dögununi og mættu glaðbcittir til myndatöku þrátt fyrir ótíðina og crfiðleika henni samfara. Verulegar tafir hafa orðið á vegaframkvæmdum í Ólafs- fjarðarmúla og er ekki enn útséð um hvenær tekst að Ijúka því verki. Sem kunnugt er, er það verktakafyrirtækið Verklegar framkvæmdir hf. sem tók að sér verkið og áttu þeir að skila veg- inum 15. ágúst s.I. tilbúnum undir slitlag. Að sögn Guðbrands Þorvalds- sonar verkstjóra hefur tíðarfarið sett verulegt strik í reikninginn og uróu þeir að gera uppihald á verk- inu þegar rigndi sem mest í síðustu viku þar sem buróarlagið óöst jafn- harðan upp og það var lagt. Þá voru þeir illa tækjum búnir í byrjun auk þess sem verkið var stærra en upphaflega var gert ráð fyrir. Veg- arkafla var bætt við niður við Hól og einum tólf ræsum hér og þar. Fengist hefur frestun á verkskilum hjá Vegagerðinni bæði vegna þess- ara breytinga og vegna erfiðra skil- yróa en að svo stöddu sagði Guð- brandur ómögulegt aó segja til um hvort tækist að ljúka verkinu fyrir vetur. Ef tíöin færi að batna taldi hann þó að það myndi hafast. Búið er aó leggja undirlag á 6,6 km af þeim 9,2 km sem leggja á og er nú stefnt að því að ganga endan- lega frá 5 km undir slitlag áður en allt verður sett á fullt við að klára að undirbyggja þann kafla sem uppá vantar. hjhj Hestaíþróttir: * Svarfdælskur Islandsmeistari Það er ekki á hverjum degi sem við Svarfdælingar eignumst ís- landsmeistara en það gerðist engu að síður 25. júlí síðastlið- inn. Þá vann Bergþóra Sig- tryggsdóttir í Helgafelli Jrað af- rek að krækja sér í Islands- meistaratitil í fjórgangi í flokki barna 13 ára og yngri á íslands- móti í hestaíþróttum sem haldið var á Akureyri. Ilesturinn sem Bergþóra vann á heitir Jónas, 11 vetra, í eigu Sigurhönnu systur hennar. Þess má geta aó Agnar Stefáns- son frá Dalvík var einnig atkvæða- mikill í fiokki barna bæði á þessu móti og á fjórðungsmótinu í sum- ar, var í fjórða sæti í fjórgangi í bæði skiptin auk þess sem hann komst í verðlaunasæti bæði í tölti og hindrunarstökki á Islandsmót- inu. En það var sem sagt Bergþóra sem náói í Islandsmeistaratitilinn og af því tilefni hcimsótti Noröur- slóð hana á dögunum og lagði fyrir hana nokkrar spurningar. íslandsmeistarinn ungi Bergþóra Sigtryggsdóttir. Á myndina vantar hcstinn Jónas. Hvernig undirbjóst þú þig fyrir mótið? - Eg hef bæði náttúrulega æft mig sjálf og svo var Kolla (Kol- brún Kristjánsdóttir formaður Hrings) með okkur í ströngum æf- ingum fyrir mótið. Er mikið lagt upp úr barnastarfi hjá hestamannafélaginu? - Já, hjá íþróttadeildinni er tölu- vert barnastarf. Það eru líka fleiri tækifæri fyrir krakka á hestamót- um. Hvernig verður maður Islands- meistari? - Það veit ég ekki. Ætli maður reyni ekki aó gera sitt besta. Svo skiptir náttúrulega miklu máli aó vcra á góðum hesti. Kannski skipt- ir það mestu máli. Er Jónas góður hestur? - Já mjög góður. Hvað er svona gaman við það að stunda hestamennsku? - Svona gaman? Eg get alls ekki lýst því. Þaó er bara rosalega gaman. Hefur viðhorf þitt til hcsta- mennskunnar breyst eftir að þú varðst Islandsmeistari? - Nei, það hcld ég ekki. Jú kannski tek ég hestamennskuna al- varlegar en áður. Eg ætla allavega aó halda áfram. Takk fyrir Bergþóra og til ham- ingju með sigurinn. hjhj Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum á Flötutungum Nýr keppnisvöllur gerður í Hringsholti Mikill þróttur er í hestamennsku hér um slóðir og stendur starf- semi Hestamannafélagsins Hrings og þá einkum íþrótta- deildar þess í miklum blóma. Næstu helgi 27.-29. ágúst fer fram á vegum félagsins Bikar- mót Norðurlands í hestaíþrótt- um á Flötutungum. Sjö ár eru liðin sióan félagið hélt fyrsta bikarmótið af þessu tagi og hefur það síðan verió árviss við- burður á Norðurlandi. Hafa hesta- mannafélög á svæðinu skipst á halda mótin og nú cr sem sagt aftur komin röðin að hestamannafélag- inu Hring. Keppnin er sveita- keppni og keppir ein sveit frá hverju félagi eöa félagasambandi. Að sögn Þorsteins Hólm Stefáns- sonar formanns undirbúnings- nefndar hafa Akureyringar alltaf unnið hinn eftirsótta Dags-bikar sem keppt er um á þcssu móti utan einusinni að Austur-Húnvetningar urðu hlutskarpastir. Keppt veróur í hefðbundnum greinum, svo sem fjórgangi, fimm- gangi, tölti og gæðingaskeiði og einnig í hindrunarhlaupi. Hefur jafnvel komið til tals að hafa hindrunarhlaupið á laugardeginunt á Dalvík ef pláss finnst fyrir það. Á laugardeginum fer að öðru leyti fram forkeppni en á sunnudag verða úrslit og gæðingaskeið. Framkvæmdir í Hringsholti Aó undanförnu hafa staðið yfir miklar framkvæntdir norðan vió hesthúsið stóra í Hringsholti en þar er félagið að leggja drög að hring- velli og tilhlýðilegri keppnisaó- stöðu í tengslum við hesthúsið og alla þá aðstöóu sem fyrir er. Að sögn Þorsteins er ljóst að sú að- staða mun í framtíðinni aó nokkru eða mestu leyti yfirtaka þá ágætu keppnisaðstöóu sem félagió hefur byggt sér upp á Flötutungum. Hringsholt er núorðið hins vegar óumdeilanleg miðstöó hesta- mennskunnar í dalnunt og aóstæð- ur þar um margt ákjósanlegri fyrir menn og skepnur en frammi á Tungum. Þangað er stutt að fara fyrir flesta bæði til keppni og æf- inga og rafmagn, hiti og húsaskjól fyrir menn og hesta á næstu grösum. Hestamannafélagið á sern kunnugt er stóran hlut í hesthúsinu stóra í Hringsholti og er þar með félagsaðstöðu sína og einnig stend- ur til að byggja upp innanhúss- reiðgerði og sýningaraðstöðu í norðurenda hússins. Þeint fram- kvæntdum var hins vegar frestað í sumar og ákveóið að framkvæmdir við hringvöllinn norðan við skyldu hafa forgang. Upphallega stóð til aó halda Bikarmótið á hinum nýja velli en sökum bleytu og ótíðar verður ekkert af því að sinni þar sem verk- inu hefur seinkað og engin boðleg aðstaða er þar cnn til staóar. hjhj

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.