Norðurslóð - 29.09.1993, Síða 4
4 — NORÐURSLÓÐ
Heiman ég fóR
Svavar
Björnsson
frá Ölduhrygg
Nyrst í Norður-Noregi, austur
undir rússnesku landamærun-
um stcndur bærinn Vardö með
rúmlcga 3000 íbúa. Vardö liggur
á 70. breiddargráðu 350 km
norðan við hcimskautsbaug og á
ca. 30. lcngdargráðu líkt og
Sánktipétursborg og Istanbúl.
Bærinn er því austasti bær í
Noregi og nokkurn veginn sá
nyrsti líka. Fiskveiðar í Barcnts-
hafi hafa mjög verið í umræð-
unni að undanförnu og það cru
einmitt fískvciðar í Barcntshafi
scm eru undirstaða byggðar í
Vardö. Flcstir íbúanna hafa lífs-
viðurværi sitt af fiskvciðum eða
fiskvcrkun. I>á hefur Norski her-
inn og NATO herstöðvar í ná-
grenni hæjarins og er nokkur at-
vinna í tcngslum við þær. Þarna
norður á hjara veraldar, að því
er manni finnst, þrífst sem sagt
blómlegt mannlíf og þar er
mcira að segja Norðurslóð keypt
á einu heimili. Það er á heimili
Svavars Björnssonar frá Oldu-
hrygg, Svarfdælings í húð og hár
sem að cigin sögn hefur þarna
fundið sína paradís.
Svavar leggur ekki oft leið sína
til æskustöðvanna í Svarfaðardal
enda dýrt spaug að fara endilangan
Noreg til Oslóar, fljúga þaðan til
Keflavíkur og síðan norður í land.
Síðast var hann hér á ferðinni fyrir
8 árum og þar áður liðu lOármilli
heimsókna. En nú í sumar var hann
hér í heimsókn með fjölskyldu
sinni; ciginkonunni Ann og dætr-
unum Kristínu og Katrinc, 6 og 10
ára. Blaðamaður Noröurslóðar
náði á Svavari í Smáraveginum hjá
Ingibjörgu systur hans og tókst að
tefja ögn fyrir honum kaffiboð hjá
Auði systur í Fagraskógi.
- Hvcið hefur þú nú verið lengi
að heiman?
Ég fór til Noregs 1971 og ætlaði
nú reyndar bara að vera þar í 3 ár
en nú cru það orðin 22 ár. Ég fór í
„Sosialhögskole“ í Stafangri og
lauk þaðan prófi sem félagsráð-
gjafi 1974. Ég ætlaði mér í upphafi
að fara aftur heim og byrja að
vinna hjá Reykjavíkurborg. En svo
vildi ég afla mér meiri starfs-
reynslu áður en ég kæmi heim og
þaö fór þannig að ég ílentist þarna
úti. Fyrst vaim ég í Kristianssand í
eitt ár. Þaðan fór ég til Bergen og
var þar ein 3 ár. 1977 kom ég til
Vardö og var ráðinn þar í stöðu
félagsmálastjóra. Þar kynntist ég
konunni nrinni. Hún er fædd þar og
uppalin og starfar við grunnskól-
ann. I Vardö hef ég sem sagt alið
manninn undanfarin 16 ár og kann
afskaplega vel við mig þar.
Rússnesk fjallasýn
- Hvernig dellur svarfdœlskum
sveilapilli í hug að gerasl félags-
ráðgjafi nyrsl á Noregsslrönd.
Ja, þaó er ekki gott að segja.
Þetta er náttúrulega allt meira eóa
rninna tilviljunum háð. Eftir að
almennu grunnskólanámi lauk hér
heima í Húsabakkaskóla og á Dal-
vík lá leiö mín í Samvinnuskólann
á Bifröst 1967-69. Ég rciknaði þá
með því að ég færi í almenna skril'-
stofuviimu hjá Sambandinu eða
eitthvað því um líkt þegar námi
lyki. En örlögin háttuðu því þaimig
að mágkona skólastjórans sem sat í
stjórn félagasamtakaima Vcrndar í
Reykjavík, fékk mig til að viima
l'yrir samtökin. Vinnan fólst cink-
um í eftirliti með skilorösföngum
og öðru sem laut að að greiða götu
þcirra. Þetta var að sjálfsögðu
nokkuð erfitt starf l'yrir 19 ára
óharðnaðan ungling cn þania upp-
-----7------------------------
Armann dýra-
læknir fímmtugur
Þann 8. september sl. varð dýralæknirinn í Svarfaðardal,
Ármann Gunnarsson í Laugasteini, fimmtugur. Að sjálfsögðu
var haldin veisla þar sem tjöldi manns koni saman til að fagna
mcð honum, Steinunni konu hans og fjórum dætrum sem rciddu
fnini dýrindis krásir og mungát með. Vitanlega var sungið og
þcgar gleðin stóð sem hæst reis upp gamall nágranni Ármanns,
Þórarinn Hjartarson frá Tjörn, og mærði hann í drápu að
fornum sið. Fer hún hér á eftir.
Ármann
Á Urðum fæddist forðum
fríður sveinn og blíður,
fetaði smáum fótum
feiminn út í heiminn.
Furðuíöng varð ferðin
fimmtíu líða sfðan
ár sem straumvatn streyma
stár þó keikur Ármann.
Við svarfdælsk fjöllin sorfin
sjá má standa háa
brúna höll á hjalla
hérmun vfðsýnt gerast.
En þar fyrir innan
einstök kennd víð steina
hans eiginfaldafreyja
- Fár býr skár en Armann.
Þegar að þvísa húsi
þig sem flæking rækí
háttviss hörpusláttur
heyrast kynni að innan.
Efmannsrödd skýr úr sker
sig
skærsvo nærþú ærist
~ hræðstu’ eibróðir hljóðin
hár er tenór Ármanns.
Rekk er sérð með rakka
riða um sveit með prýði
höfuðburðinn hafa
hestur og maður glæstan
og þar ef fram með fjórar
fleygjast hispursmeyjar
ver þá - karl minn kæri -
klár að þar fer Ármann.
Höldi hækkar aidur
hróður breiðist óðum.
Ævískeið umvafið
órofa kvennamenning.
Aukist heili og hylling
hýrum lækni dýra.
Tínist sveit að teiti
tárið veitir Ármann.
Svavar Hjörnsson ásanit konu sinni Ann og dætrum þeirra tveimur.
hófst áhugi minn á félagsráðgjöf
og á að starfa fyrir þá sem minna
mega sín. Það hefur verið minn
starfsvettvangur síðan. Aður en ég
fór í áframhaldandi nám fór ég um
tírna til Kaupmannahafnar og vann
þar á vcgum Evrópuráðsins vió
meðhöndlun eiturlyfjaneytenda.
Einnig vann ég hjá lögreglunni í
Reykjavík. Allt var þetta til aó
beina mér á þá braut sem ég hef
gengið síðan.
- Segðu mér frá Vardö. Er ckki
örstutt þaðan til Rússlands?
Frá Vardö er um tveggja tírna
keyrsla til Rússnesku landamær-
anna. A góðviðrisdögum sér mað-
ur vel rússnesku fjöllin og Kóla-
skagann í nágrenni Múrmansk.
Sambúðin við Rússa hefur rnikið
breyst hin síðustu ár eftir að þíða
varð í samskiptum stórveldanna.
Vardö er nú vinabær Arkangelsk
sem er 400.000 manna borg við
Hvítahafið. Það er rnjög görnul
borg og fékk kaupstaöaréttindi fyr-
ir 400 árurn síðan. En hún hefur
þar til fyrir ca. 4 árum verið liarð-
lokuð fyrir útlendingum. Ég fór
þangaó í nokkurs konar opinbera
heimsókn fyrir nokkrum árum og
var það afar skemmtileg ferð.
Lítið um rottuskip
- Hafa aukin samskipti við Rússa
breytt mikiu í Vardö?
Síðustu árin hafa viðskipti mcð
fisk aukist mikið við Rússana og
s.l. tvö ár er um 90 prósent af því
sem framleitt er í fiskvinnslu-
stöðvunum í Vardö Rússafiskur úr
Barentshafinu.
- Þið hafið ckki lent í vand-
rœðum vcgna rottugangs?
Nci, ég hef ekki heyrt neitt um
það. Þessir togarar þeirra eru
gamlir og ryðgaðir en það hefur
ekkert borið á rottum svo ég viti.
- Hefur þá þíðan í hcimspóli-
tíkinni aukið atvinnumögulcikana í
N-Noregi?
Já, það má hiklaust segja það.
Fyrir 6-7 árum liöfðum við 20%
atvinnuleysi og mörg fiskvinnslu-
fyrirtæki fóru á hausinn en nú er
næg atvinna og uppsveifia í at-
vinnulífinu. Það eigunr við fyrst og
fremst Rússafiskinum að þakka.
- Þið blcssið þá Rússana þarna
norður við Barcntsliafið?
Já já, en hin auknu samskipti
hafa ekki eingöngu vcrið til blcss-
unar. Það sem að mér snýr cr t. d.
aukin fíkniefnavandi sent rekja má
til greiðari samgangna yfir landa-
mærin. Og skipvcrjar af rússnesk-
urn togurum hafa vcrið teknir fyrir
sölu á fíkniefnum. Svo það eru
tvær hliðar á þessu máli eins og
öðrum.
Núna er unnið að því að styrkja
samskiptin milli Norðurhéraða
Noregs, Svíþjóöar, Finnlands og
Rússlands á sviði atvinnumála, fé-
lagsmála osfrv. Það cr svokallað
„Barentsregion" sem Stoltenbcrg
utanríkisráðherra stofnaði í vetur.
- Þegar maður kemur svona
sjaldan heim tii Isiands verður
maður þci ckki var við miklar
breytingar á þjóðfélaginu?
Jú það hafa vissulega orðið
miklar breytingar hér. Reykjavík
er orðin miklu meiri stórborg nú en
þcgar ég var þar að vinna. Það hafa
líka orðið miklar breytingar hér á
Dalvík. Sérstaklega tek ég eftir
hvað vegirnir eru orðnir rniklu
bctri hér allt í kring en þegar ég var
hér síðast. Mér fimist cimúg áber-
andi glæsilegar nýbyggingar eins
og t.d. skólinn hér sem rnenn geta
verið stoltir af. Mér sýnist í það
heila meiri gróska hér á ýmsurn
sviðum, s.s. atvinnumálum, en hjá
okkur í Vardö.
Virkur í norskri pólitík
Svavar hefur verið í bæjarstjóni
Vardö-bæjar í 8 ár og varaforseti
bæjarstjórnar í 4 ár. Síðan 1983
hefur hann verið virkur í Verka-
mamiafiokknum og látið pól itíkina
mjög til sín taka. Hann á sæti i 35
mamia fylkisþingi Finnmerkur
sem er nyrsta fylki Noregs. í Finn-
merkurfylki eru um 76.000 íbúar
(og fylkisþingið gæti samsvarað
sveitastjórn í hinu sameinaða
Eyjafjarðarsveitarfélagi sem kosið
verður um á næstunni).
Það er því í nógu að snúast fyrir
þennan brottfiutta Svarfdæling og
engin ástæða fyrir hann að hafa
heimþrá eins og við sem heinta
sitjum viljum gjaman trúa að hrjái
þá ólánssyni dalsins sem ekki snúa
al'tur.
I þessari heimsókn staldraði
Svavar við í rúma viku. Það voru
kosningar á næsta leyti í Noregi og
ekki ráðlegt að tefja of lengi ef
sigur átti að vinnast. Nú eru kosn-
ingarnar um garð gcngnar og af úr-
slitunum að dæma virðist kosn-
ingabarátta Svavars hafa skilað
nokkrum árangri.
Norðurslóð þakkar l'yrir sig og
afsakar töfina á kafl'iboðinu í
Fagraskógi.
hjhj
Af vettvangi bæjai
Nú stendur yfir í anddyri Ráð-
húss Dalvíkur farandsýning á
vegurn Listskreytingasjóðs ríkis-
ins. Þar eru sýndar ljósntyndir af
listaverkum í opinberum bygging-
um víða urn land, en þau eiga það
sameiginlegt að sjóðurinn hefur
styrkt gerð þeirra og uppsetningu.
Sýning þessi tengist umræðum
sem nú fara frarn í bæjarstjóm Dal-
víkur og hússtjóm Ráðhússins unt
að sett verði upp útilistaverk á
Ráðhússlóðinni. Lóðin er að rnestu
leyti frágengin, en samkvæmt
teikningu Halldórs Jóhaimssonar
landslagsarkitekts er gert ráð l'yrir
að hægt verði að setja upp listaverk
á horninu gegnt húsi Kaupfélags
Eyfirðinga. Ekki er þó víst að sá
staður verði fyrir valinu því hug-
myndir eru um að setja það jafnvel
upp á túninu sunnan hússins. Sýn-
ingin verður opin lil mánaðamóta,
cn þá verður hún sett upp á Olafs-
firði.
Mörgunt hel'ur þótt hneisa að
því að landnámsjörðin Upsir
skuli vera kontin í eyði, en þar hef-
ur verið óslitin búseta allt l’rá land-
námsöld l'ram á þetta ár. Nú vill
bæjarráð Dalvíkur kanna hvernig
sögu þessarar mcrku jarðar verði
best minnst.
Hallgrímur Antonsson sendi
bæjarráði bréf i sumar þar sem
hann fer þess á lcit að „hreppa til
eignar" húsakost að Upsurn ásamt
lóð. Mun hann hafa ætlað sér að
gera þau upp. A það reyndi þó ckki
því bæjarráð synjaði beiðni Hall-
grírns og mun ástæðan hafa verið
sú að húsin era talin ónýt og engin
leið að reisa þau við. Gerói ráðið
svofellda bókun unr málið:
„Bæjarráð leggur til við bæjar-
stjórn að jörðin Upsir verði tekin
úr ábúð og núverandi íbúðar- og
útihús verði rifin. Bæjarráð vill
minnast mcrkrar sögu staðarins
mcð einliverjum hætti. I því skym
er Iagt til að skipuð verði þriggja
manna nefnd scm geri tillögu til
bæjarstjórnar um það hvemig að
því verði staðið."
Að undanfömu hefur Viðar
Valdimarsson á Lúbamum
leigt rekstur Víkurrastar. Nú era
breytingar í vændurn hjá honum og
þess vegna sagði hann leigusamn-