Norðurslóð


Norðurslóð - 29.09.1993, Qupperneq 7

Norðurslóð - 29.09.1993, Qupperneq 7
NORÐURSLOÐ — 7 Göngur og réttir í sumarblíðu Göngui' og réttir eru nú að mcstu afstaðnar í Svarfaðardal. Hclgina 10-12. scptembcr var gengið víðast hvar í fjöllum og dölum í sveitinni í þvflíkri cin- nuinablíðu að clstu mcnn muna vart annað cins um göngur. Eftir kaldasta sumar í mamta mimtum létti til í byrjun september og viröist sá mánuður ætla að verða einhver sa hlýjasti um margra ára skeið. Urkoma þaö sem af er mánuðinum er hverfandi, eða um 5,8 mm, en til samanburðar var hún 83,3 mm í fyrra. Sökum þessa undarlega tíðarfars er gróður á fjöllum með nokkuð öðru sniði en í vcnjulegum árum og rnikill ný- græðingur alveg upp á cfstu grös. Sauðskepnan er sem kumiugt er mikið fyrir nýgræðinginn og var því víðast hvar margt fé upp um eggjar og hnjúka. Attu gangna- memi hvarvetna í rnestu erfið- leikum með að ná ánum niður til réttar og máttu oftar en einu sinni játa sig sigraða af fjallaflennum. Nínn frá Urðum mcð hiuisthriit- ana Sina tvo. Mynd: Ihllgrimur Einarsson Stutt saga um ána Nínu - hetjulega baráttu hennar gegn firringu tæknifrjóvgunar og ævintýralega björgun á elleftu stundu Ærin Nína á Urðum bjargaði scr undan hnífnum með vægast sagt óvenjulegum hætti nú á dögunum. Sagan hefst á því að síðast- liðinn vetur var hún ásamt fleiri stallsystrum sínum sædd á fcngitíma og skyldi í l'yllingu tímans auka kyn sitt. En eitt- hvað þótli Nínu hinn nýi siður ónáttúrulegur og skilaði hún því cngu lambi í vor. I>ar með hafði hún að vísu staðfest simr cigin dauðadóm - tíminn var naumur og sláturtíðin beið handan sumarsins. Scgir nú ekki mcira af Nínu l'yrr en 16. septembcr s.l. þegar þeir Urðafeðgar, Hallgrímur og Einar, rísa snemma úr rckkju til að reka saman til slátrunar. Féð er út í Urðaengi og tekur Einar fljótlega eftir því að ein ærin hegöar sér undarlega og leitar út úr hópnum. Þar er þá komin ærin Nína með lamb í burðar- liðnum. Bregða þeir feðgar skjótt við og ná úr henni lamb- inu sem liggur með annan framfótimi aftur með síðumri. Hefði ærin vart af sjálfs dáðum kornið því í heiminn. A eftir fylgdi aimað lamb. Voru þetta tveir hrútar. I byrjun var sá fyrri hálfræfilslegur en eftir góða að- hlymiingu, blástur og nudd heima á Urðurn færðist líf í hann. Eru hausthrútamir nú báðir við hestaheilsu og það sama má segja um ána sem horfir nú björtum augum til framtíðar og fær væntanlega að haga sínu prívatlífi eins og náttúran býður hér eftir. Jafnvel voru dæmi þess að ær forðuðu sér upp og yfir hömrum girtar fjallseggjar yfir í næstu dali. Á Tungurétt hið röska lið... Réttardagurinn 12. .september verður mönnum eflaust minnis- stæ<3ur vegna veöurblíðumiar. Gangnamemi úr Sveinsstaðaafrétt riðu eftir safni sínu léttklæddir og glaðir í sólskininu og létu bíða eftir sér því féð mæddist í hitanum og ekkert lá á. Nokkuð var þó mis- skipt eftir gangnasvæðum hversu mjög memi þurftu að hlaupa. Ein- um gangnamanni þótti það órétt- mætt eins og þcssi vísa ber með sér: Hér berjasl nienn til þrautar við brjálað villifé blóðrisa á höndum og gengnir upp að hné En Litladalsnienn lcika sér og liggja niónum í þcir liggja þar í skorningwn og lila’gja hí-hí-lií. í Tungurétt var mikill mann- fjöldi saman kominn en fjársafmð taldi ca. 800 fjár sem er ekki svo slæmt á þessum síðustu og verstu tímum. Voru að vonurn tiltölulega fáir um fjárdráttinn og gekk sá hluti dagskrárinnar helst til hratt fyrir sig. En gangnamenn og aðrir gleðimenn undu sér við söng og gleðskap eða fengu sér kaffi hjá kvenfélaginu í Tunguseli sem í sumar hefur tekið stakkaskiptum, stækkað og fríkkað (þ.e.a.s. húsið og gott ef ekki kvenfélagið einn- ig). Réttardagurimi leið svo eins og aðrir réttardagar hér í sveit með almennum gleðskap og léttum veitingum á flestum bæjum. Gangnaballið var að vanda haldið á Höfðanum sem líkt og Tungusel hefur fengið andlitslyftingu og allsherjar yfirhalmngu í sumar að tilstuðlan félagsmanna Ung- memiafélagsíns Atla. Þar var að vanda múgur og margmenni innan dyra og allt um kring og ekki spillti veðrið eða dans norðurljós- amta fyrir hátíðarstemmningunm. Musteri gleðinnar aukin og endurbætt Að undanfömu hefur sæluhús gangnamamia í Sveinsstaðaafrétt; Stekkjarhús, fengið utan á sig nýja klæðningu og eru þaó félagar í því alræmda Gangnamannafélagi sem Mannfólkið var hcldur flcira cn fcð að þcssu sinni, það gerði góðviðrið. gengist hafa lyrir því. Þcir Baldur Þórarinsson og Víkingur Daníels- son hafa mest unnið við fram- kvæmdirnar en félagsmcnn hafa margir tekið þar eitthvað til hend- inm dag og dag. Hafa þá þessi þrjú höfuðból svarfdælskrar gangna- gleði: Stckkjarhús, Tungusel og Höfðinn öll verið cndurnýjuð og Ixtrumbætt á einu sumri og gleð- inni nteð því móti búin hin bestu þróunarskilyrði um ókomin ár. Vænir dilkar Ekki er amiað að sjá en fé komi í það heila rígavænt af fjalli þó sum- arið hafi verið blautt og kalt lengst af. Búið cr að slátra í l’yrri umferð af mörgum bæjum og viröist með- alþungi dilka að sögn sláturhús- stjóra Ola Valdimarssonar ætla að verða mcð hæsta móti. Þegar blaðamaður ræddi við hann var bú- ið að slátra tæplega 10 þúsund fjár af Eyjafjarðarsvæðinu og víðar að og var meðalþunginn 16,2 kg. 16. og 17. september var slátrað fc úr Svarfaðardal, Ólafsfirði og af Arskógsströnd og var meðalvigtin l'yrri daginn 17.8 kg. Sem sagt langt yfir meðallagi. Óvenjumikiö af dilkum loru í B- og C-flokk sem eru verðl'elldir flokkar vegna í'itu. Samtals veröur slátrað á þessu hausti 2103 lömburn og ám úr Svarfaðardal og Dalvík í slátur- húsinu á Akureyri cf pantanir ganga eftir. hjhj Slátursala Sala á slátrum er hafin Afsreitt verður eftir pöntunum sem þurfa að berast cigi síðar en degi áður Tekið er á móti pöntunum í síma 6 12 00 frá kk 10:00 til kl. 12:00 Afgreiðsla verður í Ránarbraut 1 að austan Svarfdœlabúð: Kjötskrokkar af nýslátruðu Frosið og ófrosið Tilboð i^i^ik Allt til sláturserðar Dalvík

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.