Norðurslóð


Norðurslóð - 23.03.1994, Qupperneq 4

Norðurslóð - 23.03.1994, Qupperneq 4
4 — NORÐURSLÓÐ Hálfkveðnar vísur I Hafíð hjá Leikfélagi Dalvíkur: Metnaðarfull sýning á hálfrar aldar afmælinu Vafalaust kannast margir les- endur Norðurslóðar við það, hve ergilegt það getur verið að kunna ekki eða muna ekki vísur í heild sinni, vanta t.d. seinnipart. I þessum þætti, sem hleypur af stokkunum hér og nú og nefnist Hálfkveðnar vísur, verður leitast við að hjálpa upp á sakirnar og reynt að hafa upp á týndum brotum af góðum fer- skeytlum og öðrum vísum. Fleira mun þó fljóta með í þess- um þætti eins og strax mun koma í ljós. Það var einhverju sinni á æskuárum mínum, líklega laust eftir 1930, að ég var sendur til Akureyrar í sérkennilegum er- indagerðum. Það var önnur Ak- ureyrarferðin mín. Sú fyrsta var farin 2-3 árum áður og aðallega í þeim tilgangi að láta taka mynd af okkur systkinunum.. Nema hvað. I þetta skipti var erindió það, að reka á eftir kú, sem faðir minn var að selja til Akureyrar. Sá sem kúna teymdi var Jón Eyjólfsson, fyrrverandi póstur, og mun hafa verið flutt- ur úr sveitinni til Dalvíkur þegar hér var komið sögu. Dótturson- ur Jóns er Friójón Kristinsson, safnvörður á Dalvík. Við lögðum af stað með kusu að morgni dags í besta veðri, sólskini og hlýju. Báðir vorum við ríðandi, Jón sat á Hettu gömlu og teymdi kúna, ég á Lalla og danglaði við og við í vesalings kúna, sem ekki hafði hugmynd um, hvað þetta feróa- lag átti að fyrirstilla. Ferðin tók 2 daga, við gistum á Lækjar- bakka, smákoti, sem stóð í tún- inu ofan við Hvamm. Þar þekkti Jón heimilisfólkið, konu og tvö uppkomin börn hennar. Lítið pláss var í baðstofukytrunni, þar sem heimilisfólkið svaf, svo ég var látinn sofa ofan við Jón í mjóu rúmi þarna í baðstofunni. Þá um kvöldió kenndi hann mér vísu þar sem nafn mitt kemur fyrir. Því miður nam ég ekki vísuna alla en seinniparturinn cr svona: Hjartans góði Hjörturinn hennar móður sinnar. Aldrei hef ég heyrt fyrri hlut- ann, þetta er sem sagt hálfkveð- in vísa. Hér með auglýsi ég eftir fyrripartinum. Reyndar hefur Hjörleifur kennari í Laugahlíð ort fyrripart og tileinkað syni sínum, Hirti, vísuna: Vakir hljóður vinurinn vœr með rjóðar kinnar. HEÞ. Leikfélag Dalvíkur ætlar að minn- ast hálfrar aldar afmælis síns með glæsibrag ef marka má fyrri hálf- Ieik, ef svo má segja. Nú standa yfir sýningar á Hafinu eftir Olaf Hauk Símonarson en í haust „í seinni hálfleik“ hyggst félagió setja upp söngleikinn Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson. Það er í anda starfs félagsins á liónum fimmtíu árum aó setja þessi verk upp nú. Leikfélagið hef- ur verið metnaóarfullt í starfi sínu alla tíö og haldið á lofti þeirri leik- hefð sem þróast hafði í þessu byggðarlagi í næstum hálfa öld áður en leikfélagið var stofnað. A næsta ári er lióin öld frá því fyrsta leikritió var sett upp hér í byggð- arlaginu. Olafur Haukur Símonarson tekst á við eitt mesta deilumál samtímans í leikriti sínu, það er kvótamálin og spurninguna um eignar- og ráðstöfunarrétt á veiði- heimildum. Hafið er því leikrit sem á erindi við okkur í dag og hæfir vel sem afmælisleikrit leik- félags í sjávarplássi. Til viðbótar þessu er varpað ljósi á samspil kynslóðanna og átök og uppgjör þeirra í milli. Leikritið er í flesta staöi vel gert frá hendi höfundar og mjög fyndið á köflum. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- unn Magnea Magnúsdóttir og er greinilegt að hún hefur unnið sitt verk vel og náð góóum árangri með leikendum. Leikmynd er Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík, í Hrísey, í Arskógi sendir viðskiptavinum kveðjur guðs og sínar og óskar þeim til hamingju með góðan skíðasnjó, gott atvinnuástand og gott menningarlíf í úteyfirskum byggðum. Fyrir 110 árum stofnsettu feður vorir og mæður Sparisjóðinn. Síðan hefur hann staðið við hlið afkomenda þeirra í blíðu jafnt sem stríðu og tekið þátt í gleði þeirra og sorgum. I dag stendur hann á þremur styrkum rótum á eyju, vík og strönd og starfar af krafti bæði á sjó og landi. Dalvíkingar - Svarfdælingar Hríseyingar - Arskógsstrendingar Standið vörð um sparisjóðinn. Hann er vinur vina sinna. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík - Hrísey - Árskógsströnd Kristján Hjartarson, Guðný Bjarnadóttir og Steinþór Steingrimsson í hlut- verkum sinum í Hafínu. Myndin er tekin á æfingu þegar leikmyndin var cnn hálfköruð. mjög haganlega geró. Það var mjög merkilegt hversu sviðið í Ungó virkaði stórt og rúmgott enda var flestum hlutum komið þannig fyrir að allt sýndist stærra og meira en það er í raun. Eins er með lýsingu og búninga, hvort tveggja er vel gert. Með hlutverk í leikritinu fara að þessu sinni margir af reyndustu leikurum félagsins. Það er gaman að sjá á sviði nokkra sem ekki hafa verið með nokkuð lengi. Enda er það svo að ílest hlutverkin eru vel mönnuð og ekkert þannig aó það dragi sýninguna nióur. Surn atriði sýningarinnar eru listavel útfærð bæði frá hendi leikstjóra og leik- enda. Sýningin fær í heild rnjög góða dóma bæói hjá leikhúsgest- um og einnig gagnrýnedum sem um hana hafa skrifað í blöð. Að- sókn að sýningum hel'ur líka verió mjög góó. Sýningar eru þegar orónar 14 og er ráðgert að sýna leikritið enn um næstu helgi. J.A. Litríkar þrautir Einn velunnara Norðurslóðar er dr. Sturla Friðriksson land- nýtingarráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands. Hann er höfundur þessara skemmtilcgu Iieilabrota sem blaðinu bár- ust á dÖgunum. Hvemig er hvellur litur? Hvemig er mjór þráóur litur? Hvemig litur þráður gengur í gegn um söguna? Hvemig er hversdagsleikinn litur? Hvemig er veruleikinn litur? Hvemig er almúginn litur? Hvemig er miðnætti litt? Hvemig er mesta skammdegió litt? Langt er fram í hvemig litan dauóa? 1 hvaöa lit fer þaó nú í vandræóum? I hvemig litum sýnir maður staöreyndir? Hvemig litan þvær maður saklausan? Hvemig eru þeir fátækustu litir? Líkt og hvemig litur köttur er tíður gestur? Líkt og hvemig litt strik fer maóur í flýti? Hvaöa lit bætir maöur á annan til hins verra? Hvort er nú einn litur öómm betri? Hvemig er glíma á litinn? Hvemig litan belg geldur maóur fyrir öóruvísi litan? A hvemig litri grein er happamaður? Dalvíkurbær w Dalvíkingar í tilefni af 20 ára kaupstaóarafmæli Dalvíkur þann 10. apríl nk. hefur veriö ákveóið aó halda yfirlitssýningu á verkum Brimars Sigur- jónssonar. Þeir sem eiga verk eftir hann og vilja láta á sýninguna hafi samband við Arnar Símonarson í síma 6 11 63 eða bæiarskrifstof- una á Dalvík, sími 6 13 70, fyrir 25. mars nk. Hátíðarnefnd Dalvíkurbæjar

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.