Norðurslóð - 20.04.1994, Blaðsíða 6
TímamóT
Skírn
Þann 27. mars sl. var skírður í Dalvíkurkirkju Jóhannes Egill.
Foreldrar eru Árni Björnsson og Guðbjörg Jóhannesdóttir, Skógar-
hólum 29b, Dalvík.
Afmæli
Jarðbrúarbræðurnir Óskar Þór (t.v.) og Jóhann Ólafur Halldórssynir mcð
Kristján Kristjánsson fréttastjóra á milli sín. Myncl: Rúnar
Fjölmiðlaveldi Jarð-
brúarmanna eflist enn
Bakkabræður hafa í gegnum
tíðina haldið nafni Svarfaðar-
dals volgu í þjóðarvitundinni og
eru Svarfdælingar flestir bara
stoltir af þessum nafntoguðu
sonum byggðarinnar þó ekki
fari mikið orð af gáfum þeirra.
Nú hafa hins vegar aðrir bræður
frá öðrum bæ koniið Svarfaðar-
dal á kortið hjá þjóðinni og eru
þeir vísast talsvert meiri gáfum
gæddir en Gísli, Eiríkur og Helgi
forðum.
Þetta eru hinir þjóðfrægu Jaró-
brúarbræður sem orðnir eru býsna
fyrirferðarmiklir í hinum íslenska
fjölmiðlaheimi. Elstu bræðurnir
Átli Rúnar og Jón Baldvin Hall-
dórssynir hafa um margra ára
skeið verið daglegir gestir á ís-
lenskum heimilum fyrir milli-
göngu Ríkisútvarpsins. En nú hafa
tveir þcir yngstu, Oskar Þór og
Jóhann Olafur sem starfaó hafa
lengi sem blaðamenn á Degi, yfir-
tekið ritstjórn þess blaðs sem keypt
er á flestum heimilum á Norður-
landi eöa í það minnsta á Eyja-
fjarðarsvæóinu. Þeir bræður eru
þaulreyndir blaöamenn og kemur
ráðning þeirra víst engum á óvart.
Norðurslóð óskar kollega Degi
til hamingju með þá bræóur og
bræðrunum til hamingju með Dag-
inn.
hjhj
Litrík svör
í síðasta blaði var boðið upp á litríkar þrautir sem Sturla Frið-
riksson er höfundur að. Hér birtast svörin.
Hvemig er hvcllur litur? (grænn)
Hvemig er mjór þráður litur? (blár)
Hvemig litur þráöur gengur í gegn um söguna (rauóur)
Hvemig er hversdagsleikinn litur? (grár)
Hvemig er vcruleikinn litur? (blákaldur)
Hvcrnig er almúginn litur? (sauðsvartur)
Hvemig er miönættið litt? ( brúnt)
Hvemig er mesta skammdegið litt? (svart)
Langt er fram í hvemig litan dauða? (rauóan)
í hvaða lit fer þaó nú í vandræðum? (grængolandi)
í hvemig litum sýnir maður staðrcyndir? (svörtu á hvítu)
Hvemig litan þvær maður saklausan? (hvítan)
Hvemig em þeir fátækustu á litinn (bláfátækir)
Líkt og hvemig litur köttur er tíður gestur? (grár)
Líkt og hvemig litt strik fer maður í flýti? (blátt)
Hvaða lit bætir maður á annan til hins verra? (gráu ofan á svart)
Hvort er nú einn litur öðrum betri? (brúnn eða rauður)
Hvemig er glíma á litinn? (bröndótt)
Hvernig litan belg geldur maður fyrir öóruvísi litan? (rauðan fyrir
gráan)
Á hvemig litri grein er happamaður? (grænni)
FréttahorniÐ
LaUGARDAGINN FYRIR PÁSKA fór hópur frá Ferðafélagi Svarfdæla á
gönguskíðum upp á Kaldbak. Alls fóru 18 manns í blíðskaparveðri. Hér sést
hluti af hópnum kasta mæðinni í miðjum hliðum. Mymi: kbh
Isstöðin h/f hefur tekið við lönd-
unarþjónustunni af Skipaþjón-
ustu Dalvíkur en það fyrirtæki var í
eigu Þorsteins Haraldssonar. Is-
stöðin keypti vélar og fasteign
Skipaþjónustunnar og hefur séó
um reksturinn frá 1. apríl sl. Með
þessum kaupum aukast umsvif Is-
stöðvarinnar til muna og gera for-
ráðamenn hennar sér vonir um aó
starfsemi fyrirtækisins styrkist við
þessar aðgerðir, ekki síst þar sem
þjónustan er í flestum tilfeljum við
sömu viðskiptavini og Isstöðin
hafði áður. Viö löndunina starfa 5
fastráðnir menn og aðrir 5 eru laus-
ráðnir nú um þessar mundir.
Einungis einn Dalvíkingur
stundar grásleppuveióar nú í
vor, Reimar Þorleifsson. Einn bát-
ur frá Akureyri hefur aðsetur sitt
hér svo segja má að héðan stundi
tveir þessar veióar. Hins vegar
stunda a.m.k. 7 bátar grásleppu-
veiðar frá Olafsfirói og talsvert
margir frá Grenivík. Þótt þessi út-
gerð hafi verið sveiflukennd í
gegnum tíðina hafa alltaf verið
nokkrir á þessum veiðiskap hér á
vorin en nú er lítið líf í þessu. Það
hefur vcrið hluti af vorkomunni að
sjá menn verka þara úr grásleppu-
nctum niöri á bryggju en þau vor-
verkin verða með minna móti í ár
ef heldur fram sem horfír. Veiði
byrjaði þokkalega en hefur ckki
haldist eins og menn geróu sér
vonir um. Verð á hrognum er sagt
viðunandi miðað vió síðustu ár en
það hefur verið lágt á undanförn-
um árum.
Bliki EA 12 landaði nú um hclg-
ina frosnum fiski hér á Dalvík.
Skipið hefur stundað veiðar með
tveggjabátatroll og hefur Skúmur
GK dregið á móti. Nú er verið aó
búa skipiö út á veiðar í Smugunni
og reyndar er reiknaó með að
stunda einnig veiðar við Bjarnarey
og/eða Svalbarða. Á síðasta ári var
Bliki við veiðar í Smugunni og
gengu veiðar þar vel. Þar var veið-
in aó mestu þorskur en eitthvað var
af hlýra. I vetur hefur skipið verið
á veiðum hér við land þar sem von
var um blandaðan afla. Við lönd-
unina nú þurfti að sjálfsögöu að
halda hverri tegund sér og hverjum
stærðarflokki og voru a. m. k. 43
mismunandi flokkar á bryggjunni.
Mikið fjör er hlaupið í starf-
semi ungmennafélagsins
Þorsteins Svarfaðar um þessar
mundir. Að sögn formannsins Þór-
arins Gunnarssonar í Hofsárkoti cr
ætlunin að sinna meira yngri
krökkunum í sveitinni sem hafa
verið nokkuð afskipt hingað til. M.
a. er nú boðið upp á íþróttatíma á
laugardögum í íþróttahúsinu á Dal-
vík með blandaðar ællngar sem
hæfa þessum aldurshópi. Félagið
sér um skipulagðar bílferðir á æf-
ingarnar. Á dögunum var haldið
diskótek á Grundinni þar sem
mættu einir 70 krakkar svo óhætt
er að segja aó í það heila hafi und-
irtektir verið meö ágætum meðal
æskufólksins. Þá stendur fyrir dyr-
um spurningakeppni milli félag-
anna í sveitinni og eru 8 lið skráð
til þátttöku. 24. apríl verður útslátt-
arkeppni fyrir undanúrslit en úr-
slitakcppnin er fyrirhuguð 7. maí.
Þar verða skemmtiatriði og dansur
aftaná eins og færeyingar segja.
apríl var haldið alþjóðlegt
• stórsvigsmót (FlS-mót) í
Böggvisstaðafjalli á Dalvík. Mótið
átti upphaflega að fara fram á Isa-
flrði en af skiljanlegum ástæðum
gat ekki af orðið og var það því
flutt hingað til Dalvíkur. Áðstaða
fyrir stórsvig þykir einkar góð í
fjallinu. Þar voru mættir allir bestu
stórsvigsmenn landsins og tveir
erlendir gestir. í karlaflokki sigraði
Slóveninn Pavlovcic Uros en
Kristinn Björnsson og Vilhelm
Þorsteinsson voru í öðru og þriðja
sæti. I kvennaflokki urðu efstar
Hildur Þorsteinsdóttir, Harpa
Hauksdóttir og Hrefna Oladóttir. 5
Dalvíkingar tóku þátt í mótinu og
stóðu sig vel. Eva Björk Braga-
dóttir varó í 5. sæti í kvennaflokki
og Snjólaug Jónsdóttir i 10 sæti. í
karlaflokki stóð Sveinn Brynjólfs-
son sig best og náði 10. sæti.
á var fjölskyldudagur í Böggv-
isstaðafjalli s.l. sunnudag í ein-
stöku blíðskaparveðri. Mikill
mannfjöldi var saman kominn í
fjallinu enda frítt í lyfturnar og þar
var boðið upp á létta skíðakeppni,
glens og grín. Sumir fóru á göngu-
skíðum fram á Böggvisstaðadal,
en aðrir létu sér nægja aó slcikja
sólskinið suður undir vegg á
Brekkuseli. Fjölskyldudagur
Skíðafélagsins er einn lióur í dag-
skrá sem bæjarstjórn Dalvíkur hef-
ur haft forgöngu um í tilcfni af ári
fjölskyldunnar. Hefur verið gert
dagatal fyrir árið þar sem merktir
eru inn á helstu tyllidagar í sögu
Dalvíkur (en þeir eru óvenjumargir
stórir í ár) og einnig ýmis atriði
sem fyrirhuguð eru í samvinnu
ýmissa stofnana og félagasamtaka
í bænum. Þessu dagatali var dreift í
hvert hús í bænum.
Embætti héraðsdýralæknis
laust til umsóknar
- Ármann Gunnarsson ráðinn dýralæknir Austur-Eyjafjarðarhéraðs
Ármanni Gunnarssyni dýra-
lækni í Laugasteini var á dögun-
um veitt héraðsdýralæknisem-
bætti í Austur-Eyjafjarðar-
dýralæknishéraði. Var hann val-
inn úr hópi 10 umsækjenda og er
umdæmi hans nú allur austan-
verður Eyjaíjörður ásamt með
gamla Saurbæjarhreppi og
Fnjóskadal.
Ármann tók til starfa í nýja
embættinu þann 1. apríl sl. en mun
áfrarn einnig sinna Dalvíkur-dýra-
læknishéraöi þar til nýr maður
verður ráðinn. Ármann hyggur því
lljótlcga á flutninga til Akureyrar
ásamt fjölskyldu sinni en hann hcf-
ur gegnt hér stööu héraðsdýra-
læknis í rösk 20 ár, frá árinu 1973.
Á þeim tíma hefur mjög saxast
á verkefni dýralæknis í héraðinu.
Búpeningi hefur fækkaó stórlcga,
fyrst lagöist mjólkurframlciðsla af
í Olafsfirði og í kjölfarið lagðist
einnig sauðbúskapur af á fjölda
jarða þar. Þá hefur sauðfé einnig
fækkað allverulega í Svarfaðardal
og á Ströndinni í kjölfar riðuniður-
skurðar. Með lokun sláturhúss á
Dalvík hvarf enn einn spónninn úr
aski dýralæknis. Þá hefur sam-
dráttur í mjólkuriðnaði og fram-
leiðsluhömlur á bændur haft það í
för með sér að nú þykir oft hag-
kvæmara að farga kú en leggja í
verulegan dýralækna- eða lyfja-
kostnað.
Heyrst hefur að í landbúnaðar-
ráðuneytinu hafi mcó hliðsjón af
ofangreindu nokkuð vcrió rætt aó
breyta skipan dýralæknishéraða
hér á svæðinu og lcggja þá Dal-
víkurhérað nióur í núverandi
mynd. Blaðið hafði samband við
Brynjólf Sandholt yfirdýralækni
og innti hann eftir þessu. Brynjólf-
ur sagði að vissulega hefðu hug-
myndir þar að lútandi verið til urn-
ræðu í ráðuneytinu en engar breyt-
ingar heföu verið ákveðnar. Nú er
búið að auglýsa stöðu héraðsdýra-
læknis í Dalvíkur-héraði og rennur
umsóknarfrestur út 5. maí. Það ætti
því að vera ljóst ekki seinna en í
júní hver verður næsti dýralæknir í
Dalvíkur-dýralæknishéraði. Þang-
að til mun eins og áður segir Ár-
mann Gunnarsson gegna störfum
dýralæknis hér meðfram störfum
sínum austanvert í firðinum. hjhj