Norðurslóð - 20.04.1994, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3
: ■■■ ■
.
'>i/. ''
"-v
'&M
í' ;•■ ■■
, 'i
Sveitarstjórnarkosningarnar í vor:
Litlar breytingar fyrirsjáanlegar í dalnum
- en ljóst að töluverðar breytingar verða á bæjarstjórn Dalvíkur - fjórir bæjarfulltrúar hætta
Það fer Iítið fyrir kosninga-
skjálfta í sveitinni enn sem kom-
ið er og bendir raunar fátt til að
það breytist. Svarfdælingar
virðast flestir nokkuð sáttir við
störf sitjandi hreppsnefndar.
I það minnsta nýtur Atli oddviti
á Hóli fádæma trausts og vinsælda.
Því til staðfestingar skrifuóu 130
kosningabærir Svarfdælingar nöfn
sín á undirskriftalista þar sem Atli
var hvattur til að gefa kost á sér til
áframhaldandi setu. Nánast allir
þeir sem náóist til skrifuðu nöfn
sín þar undir en um 180 manns eru
á kjörskrá í hreppnum.
Ljóst er að kosningarnar verða
Út-Eyjafjörður
Samein-
ing aftur
á dagskrá
Lítið hefur farið fyrir umræðu
um sameiningu sveitarfélaga hér
utanvert við fjörðinn eftir að til-
laga Umdæmisnefndar um sam-
einingu alls Eyjafjarðarsvæðis-
ins var felld í kosningunum í
nóvember sl. Sveitarstjórnar-
menn virðast margir helst á því
að hreyfa sem minnst við þeim
málum fram yfir kosningar
hvort sem það er af ótta við at-
kvæðatap, almennu áhugaleysi
eða af öðrum toga. Það verður
alla vega fróðlegt að heyra
stefnuskrár framboðslista með
tilliti til sameiningar sveitarfé-
laga þegar þær taka að birtast á
næstunni.
Ekki ríkir þó alls staðar þögnin
ein um sameiningarmálin því nú
hefur sveitarstjórnum á Dalvík, 01-
afsfirði, Hrísey og Svarfaðardals-
hreppi borist erindi frá kollegum
sínum í Arskógshreppi þar sem
stungið er upp á því aó gerð verði
um það könnun meðal kjósenda
um leið og þeir greiða atkvæði í
komandi sveitarstjórnarkosningum
hvert viðhorf þeirra er til samein-
ingar þessara sveitarfélaga í eitt
stórt. I bréfinu segir m.a.:
...Þrátt fyrir þá niðurstöðu
kosninga uw sameiningu Eyja-
fjarðarsvœðisins þ. 20. nóv. s.l. í
eitt sveitarfélag, að hún hafi ekki
verið samþykkt af öllum aðilum,
lítur sveitarstjórn Arskógshrepps
svo á að eigi að síður beri að
skoða minni sameiningu. Með
bréfi þessu viljum við vekja máls á
því hvort ekki sé eðlilegt að nota
sveitarstjórnarkosningarnar þ. 28.
maí n.k. til að samtímis þeim fari
fram skoðanakönnun á áhuga fólks
fyrir sameiningu þeirra sveitarfé-
laga sem þetta bréfer sent til.
í samtali við blaðið sagði
Sveinn Jónsson oddviti Strönd-
unga að persónulega þætti honum
það sóun á bæði tíma og fjármun-
um að menn væru allir að fjalla um
og afgreiða sömu málin hver í sínu
sveitarfélagi þegar hægt væri að
verja tímanum miklu betur og
spara auk þess verulega meó sam-
eiginlegum lausnum.
„Og fyrst menn vildu ekki sam-
eina allan fjörðinn og ganga þann-
ig á vit næstu aldar með það
skemmtilega verkefni í farangrin-
um þá veröum við að skoða hvort
mönnum Hst betur á aðra kosti eins
og þennan“, sagði Sveinn.
Þess má geta að Sveinn hefur
beðist undan endurkjöri til hrepps-
nefndar Arskógshrepps en hann
hefur setið í hreppsnefnd í 24 ár og
þar af verið oddviti í 9 ár.
hjhj
óhlutbundnar þar sem frestur til aó
fara fram á hlutbundnar kosningar
rann út þann 16. þ.m. Það verða
því engir listar lagðir fram að
þessu sinni. Frestur sá sem sitjandi
hreppsnefndarmenn hafa tii að
biðjast undan endurkjöri rennur út
nú 23. apríl.
Atli Frióbjörnsson hcfur verið
tregur til að gefa út nokkrar yfir-
lýsingar um framhaldið hjá sér.
Hins vegar hefur Jón Þórarinsson á
Hæringsstöðum lýst því yfir að
hann gefi ekki kost á sér áfram en
hann hefur setið í hreppsnefnd
samfellt í 12 ár og segir sjálfur
tímabært fyrir sig að hleypa öðrum
aö. Aðrir hrcppsnefndarmenn hafa
ekki gefið út neinar yfirlýsingar
þegar þetta er ritað og ólíklegt að
þeir fari að beiðast undan endur-
kjöri hér eftir.
Það eru því fyrirsjáanlegar ein-
hverjar breytingar á hreppsnefnd
þó næsta öruggt sé aó oddvitinn
hljóti rússneska kosningu, ef hann
gefur kost á sér. Það er að margra
mati ekki vanþörf á að koma full-
trúa kvenna inn í hreppsnefndina
enda einkynja sveitarstjórnir eins
og í Svarfaðardalshreppi orðnar
næsta fátíðar nú við lok 20 aldar.
Þrír listar á Dalvík
Á Dalvík hefur kosningabaráttan
farið rólega af stað. I-listinn reið á
vaðið með því að efna til prófkjörs
eins og við sögöum frá í síðasta
blaði, en Sjálfstæðisfiokkurinn og
óháóir uróu fyrstir til að birta sinn
lista, D-listann, og eru sjö efstu
sæti hans þannig skipuð:
1. Trausti Þorsteinsson, 2.
Svanhildur Árnadóttir, 3. Birgir
Ossurarson, 4. Gunnar Aóal-
björnsson, 5. Dóróthca Jóhanns-
dóttir, 6. Þorstcinn Skaftason, 7.
Hjördís Jónsdóttir.
A þessum lista er sú breyting
stærst að Birgir Ossurarson er
kominn í 3. sæti, en Gunnar Aðal-
björnsson sem það sæti skipaði
hefur fiutt sig í fjórða sætið. Þá
helur Hjördís Jónsdóttir llust úr 4.
sæti í það 7.
Næstir voru Framsóknarmenn
sem nú bjóóa fram B-lista og hafa
klippt viðbótina „og vinstri menn"
altan úr listaheitinu. B-listinn er
þannig skipaóur, niður í 7. sæti:
1. Kristján Olafsson, 2. Katrín
Sigurjónsdóttir, 3. Stelan Gunn-
arsson, 4. Helga Björk Eiríksdóttir,
5. Sigurlaug Stefánsdóttir, 6.
Brynjar Aðalsteinsson, 7. Ragn-
heiður Valdimarsdóttir.
Þarna hafa oróið alger umskipti
því fólkið í þrem efstu sætum list-
ans í síóustu kosningum, þau
Valdimar Bragason, Guðlaug
Björnsdóttir og Rafn Arnbjörnsson
eru hætt í bæjarstjórn. Kristján 01-
afsson sem leiðir listann getur þó
varla kallast nýgræðingur í bæjar-
málum Dalvíkur því hann sat í
bæjarstjórn um 8 ára skeið og var
forseti bæjarstjórnar frá 1982-
1986.
Loks birtist I-listinn eftir að
uppstillingarnefnd hafði farið
höndum um nióurstöður prófkjörs-
ins. Efstu sæti hans eru þannig
skipuð:
1. Svanlríður Inga Jónasdóttir,
2. Bjarni Gunnarsson, 3. Þórir V.
Þórisson, 4. Þóra Rósa Geirsdóttir,
5. Gunnhildur Ottósdóttir, 6. Vióar
Valdimarsson, 7. Ásta Einarsdótt-
ir.
Fimrn elstu sætin eru óbreytt
frá prófkjörinu, en þau Viðar og
Ásta færðust upp eftir að Snorri
Snorrason dró sig til baka. Að list-
anum standa Alþýðubandalagið,
Alþýðullokkurinn, F-listinn, óháð-
ir og Þjóðarllokkurinn. Tveir fyrst-
nefndu flokkarnir stóðu að fram-
boói Jafnaðarmannafélags Dalvík-
ur í síðustu kosningum, en þaó
býóur ekki fram nú. F-listinn var
boóinn fram við síðustu kosningar
og hlaut einn mann kjörinn, en
Þjóðarfiokkurinn hefur ekki tekið
þátt í bæjarstjórnarkosningum á
Dalvík áður.
Eins og áður segir er kosninga-
baráttan vart hafin á Dalvík. Þó
efndi D-listinn til fundar í Víkur-
röst á sunnudaginn og var það
fyrsti opinberi fundurinn fyrir
þessar kosningar.
Ljóst er eftir birtingu framboðs-
listanna þriggja að verulegar
breytingar verða í bæjarstjórn Dal-
víkur eltir kosningar. Fjórir af sjö
bæjarfulltrúum sækjast ekki eftir
endurkjöri, þau Jón Gunnarsson,
Valdimar Bragason, Guðlaug
Björnsdóttir og Haukur Snorrason.
Einnig verður töluverð breyting á
framboðslistunum eins og áður var
nefnt.
Vió munurn fjalla betur um list-
ana þrjá, frambjóðendur þeirra og
stefnumál í næsta tölublaói sem
kemur út fyrir miðjan maí n.k.
hjhj/-ÞH
Sendum
starfsfólki okkar
og viðskiptavinum
bestu óskir um