Norðurslóð - 27.07.1994, Blaðsíða 3
NORÐURSLOÐ —3
Hef alltaf nóg að dunda mér
- Rikharður 1 Bakkagerði tekinn tali
Jónsmessuhátíð á hlaðinu í Bakkagerðum. Frá vinstri: Jónas Ingimarsson,
Halldór Jóhannesson, Bjórn Daníelsson og bak við hann Hjalti Haraldsson,
Kíkharður fremstur, Jóhannes Haraldsson, aftan við hann Hallgrímur
Einarsson, fvrir frarnan Jóhann Daníelsson, þá Hallgrímur Hreinsson og loks
bræðurnir Gunnar og Gestur Sigurgeirssvnir.
Ríkharður Gestsson eða íddi í
Bakkagerði eins og flestir kalla
Itann hér um slóðir er einn
þeirra Svarfdælinga sem öðrum
fremur setja svip á samtíðina.
Ríkharður er 74 ára gamail og
býr einn í gamla Bakkagerðis-
bænum. Þar bjó hann ásaint
foreldrum sínum, Gesti Vil-
hjálmssyni og Sigrúnu Júlíus-
dóttur á meðan þeirra beggja
naut við en hefur verið einyrki
hin seinni ár.
Ríkharður hefur alla tíð verið
einkar viðræðugóður og léttur í
lundu enda vinsæll og vinamargur.
Þegar menn hitta hann á förnum
vegi er umræðuefnið oftar en ekki
veðrið og duttlungar þess enda
fylgist hann grannt með því af vís-
indalegri nákvæmni og ræður
margt af skýjafari og gangi himin-
tungla unt veðrabrigði sem aðrir
láta fram hjá sér fara. Því fer þó
fjarri að veðurathuganir Ríkharðs
séu allar byggðar á hindurvitnum.
I þeim efnum segist hann einkum
hafa fyrir sér speki gamalla og
vísra manna sem hann hefur síðan
í gegnum tíðina sannreynt. Nefnir
hann í því sambandi Þórð gamla á
Steindyrum (Þórð Kristin Jónsson
1858-1941) sem ýmislegt kunni
fyrir sér í veðurfræðum en var auk
þess vel heirna á fleiri sviðum,
kunni Passíusálmana og langa
kafla úr Vídalínspostillu utanað
svo vitnað sé í hið gagnmerka rit
Svarfdælinga.
Það var einkunt þessi gamal-
gróna veðurfræði sem undirritaður
ætlaði að ræða um við Ríkharð er
hann lagði leið sína heim í Bakka-
gerði á heldur kuldalegum vordegi
um miðjan maí. En samtalið þró-
aðist í ýmsar áttir eins og samtöl
eiga að gera og fer reytingur úr þvf
hér á eftir.
Veðurfræði
Þegar maður hefur eins og ég ekk-
ert að gera þá er alveg hægt að
dunda við það að spegúlega í skýj-
unum og svona nokkuð. Hvað
höfðu þeir gömlu mennirnir til að
fara eftir? Ekki nokkurn skapaðan
hlut annað en það sem ég er svo
sjálfur farinn að gera núna, að sjá í
skýin og tunglið og þess háttar. Ég
hef mikið farið eftir tunglinu, hve-
nær og hvar þau kvikna. Núna á
þriðjudaginn 10. maí kom annað
sumartunglið og það hefur nú
heldur kólnað en hitt.
- Þú sagðir mér í vetur að
þriðjudagstunglin vœru verstu
tunglin.
Ekki endilega. Það eru annað
hvort bestu eða verstu tunglin. Það
getur líka bæði blásið með því og á
móti þvt'. Hann sagði þetta hann
Þórður á Steindyrum og ég hef líka
tekið eftir því. En það er bara núna
eins og t.d. í vetur að það virðist ekki
orðið fara neitt eftir neinu lengur.
Jæja og þó, nú virðist hann heldur
ætla að kólna af öðru sumartunglinu
eins og ég var að segja áðan. Það var
hálf kalt þarna fyrsta sumartunglið
og gömlu mennirnir sögðu að veðrið
sem væri þegar fyrsta sumartunglið
birtist segði til um veðrið fyrstu þrjú
tunglin í sumri.
- Hvernig verður þá veðrið í
sumar?
Ég hef nú aldrei reynt að spá
svoleiðis en það eru nú búin að
vera óhemju leiðinleg sumur að
undanförnu og mér myndi þá detta
í hug að suntarið yrði kannski ekki
alveg upp á það versta núna. Þau
hafa náttúrulega verið alveg sér-
staklega leiðinleg nú undanfarið
en þó hafa þau ekki verið eins
leiðinleg og suntarið 1979 en það
má nú líka milli vera.
Sumarið ‘79
- Þú hafðir nú í ýmsu að snúast
það sumarið. Til dœmis kvik-
myndaleik.
Mér gat nú aldrei dottið það í
hug að ég lenti í því. Hann var að
segja mér hann Ævar á rútunni að
þegar hann væri að keyra hér túr-
ista um dalinn þá hefði hann gam-
an af því að benda þeim hingað
heim og segja þeim að hér væri
myndin „Land og synir" tekin. En
það komu nú fleiri bæir við sögu,
bæði Skeggstaðir og Hofsá.
- Var þetta ekki skemmtileg til-
hreyting?
Náttúrulega var það, náttúru-
lega var það, og maður kynntist
ýmsu í þessu sambandi. Síðan hef
ég oft verið að spegúlera í því
hvernig hlutirnir eru gerðir þegar
þessi eða hinn er að gera kvik-
mynd eða ég horfi á bíómyndir í
sjónvarpinu. Þá legg ég saman tvo
og tvo. Jú, það var náttúrulega til-
breyting og gaman af þessu.
- Hefurþú oft séð myndina?
Nei ekki oft. Ég á hana ekki
einu sinni enda á ég ekki tæki til að
skoða spólur. En þeir buðu öllum
sem þama komu fram á frumsýn-
ingu hér á Dalvík. Ég fékk tvo
miða; Einn handa konunni! - Hér
Itlær Ríkharður sínum fræga
hrossahlátri. Blaðamaður minnist
þess að hafa séð umrædda kvik-
mynd í þýskalandi og þar töluðu
bæði Ríkharður og aðrir Svarfdæl-
ingar reiprennandi þýsku. Rík-
harður hlær ógurlega og slær sér á
lær yfir þessum tíðindum.
Að eyða tímanum
- Hvað hefur þú þér til dundurs í
einverunni?
Ég geng mikið og er mikið úti.
Það sést t.d. á því hvað ég er
orðinn sólbrúnn. En inni við er ég
að spegúlera í bókum og þess
háttar. Núna í vetur hef ég verið að
líma myndir inn í albúm. Já, ég hef
alltaf nóg að dunda mér. Ég les
mikið. Til dæmis hef ég mikið ver-
ið að glugga í Byggðir Eyjafjarðar,
þessa nýju. Ég er búinn að spegú-
lega mikið í henni; barneignum,
aldursmun á hjónum og svoleiðis.
Það er nú ekki nema 35 ára munur
á einum stað og oft eru þetta 16 og
upp í 20 ár. Ég er svona að eyða
tímanum með þessu. Ég ætla ekki
að segja drepa tímann því það
finnst ntér ljótt orð. Ég eyði tíman-
um. Seinast núna í morgun var ég
að grufla í afmælisdögum fólks hér
í sveitinni. Sko svona er gaman að
spegúlera í hlutunum. A mánu-
dagskvöldum loka ég ævinlega
fyrir sjónvarpið því þá er kvöld-
vaka í útvarpinu og ég hlusta alltaf
á hana. Svo eru gömlu dansarnir á
föstudagskvöldum og þá loka ég
fyrir sjónvarpið og fer fram í eld-
hús og hlusta á þá. Það hefur kom-
ið fyrir að menn sem eru yngri en
ég hafa komið á þessum tíma og
vilja þá alltaf vera að slökkva á út-
varpinu. Þessir yngri menn kunna
nefnilega ekki að hlusta á útvarp.
Ég fer ævinlega að hátta á
seinni tímanum í 11 á kvöldin og
fer á fætur þegar klukkan er 27
mínútur gengin í sjö á morgnana.
Þá er ég kannski búinn að liggja í
hálfan annan tíma vakandi. Það
gengur náttúrulega ekki og alveg
eins gott að fara þá á fætur, fá sér
lýsi og fara út.
- Og þú sérð alveg um þig
sjálfur?
Já ég geri það en hún Kristín
systir þvær af mér og þjónar mér
svoleiðis en ég hef nú aldeilis
ekkert betra að gera en að dunda
mér við hússtörfin á meðan ég er
við þokkalega heilsu. Ég fór til
læknis um daginn vegna óþæginda
í mjöðmunum og hann sagði ntér
að þetta væri slit í mjaðmarliðum.
Ég sá að þetta gengi nú ekki svo ég
fór að hlaupa héma á hlaðinu til að
halda mér við. Ég byrja á þessu
þegar ég fer á fætur og kem út
klukkan hálf sjö á morgnana. Ég
ætla mér að halda þessu skokki
áfram og sjá hvað kemur út úr því.
Annars verður maður bara að
leggja sig endanlega. Ég bara efast
um að ef ég hefði farið á elliheim-
ili, segjum t.d. í vetur, að ég
druslaðist þá eins og ég geri núna.
Mínir peningar fara í það að
vera hérna og þeir duga rétt til
þess. Ætli það fari ekki svona 120
þúsund í olíukyndinguna á ári. En
það getur náttúrulega verið erfitt
eins og núna í vetur þagar alltaf
var ófært hérna heim. Ætli hann
Nonni í Garðshomi hafi ekki verið
búinn að fara einar 10 ferðir með
blásarann hingað uppeftir en það
lokaðist alltaf alveg um leið aftur.
Jónsmessan
- Fœrð þú ekki margar heimsókn-
ir?
Gestabækurnar geta sýnt það.
Ætli þetta sé ekki sú fjórða héma á
bænum.
Og mikið rétt, Bækurnar eru
þéttskrifaðar, sveitungar, frændur
og vinir. Það leggja augljóslega
margir leið sína til Ríkharðs í
Bakkagerðunt. Sérstaka athygli
vekja vísurnar, eins og t.d. þessi:
Alltaf meira á mérfinn
Ei skal hogna í herðum.
Drottinn hlessi dropann minn
drukkinn í Bakkagerðum.
Þarna eru margar fleiri vísur
sem ekki verða þó birtar hér. Það
leiðir talið að nokkrum nafntoguð-
um gleðimönnum og hagyrðingum
og að hinum frægu Jónsmessu-
hátíðum í Bakkagerðum.
Já Jónsmessan er hér oft ansi
fjörug. Ég er búinn að tala um það
nokkrum sinnum hvort ekki væri
rétt að færa hana eitthvað annað en
það má ekki minnast á það maður.
Annað hvort hér í Bakkagerðum
eða ekki neitt segja þeir.
Fyrir þá sem ekki eru staðkunn-
ugir í Svarfaðardal þarf hér nokk-
urra útskýringa við. Hópur manna
í Svarfaðardal og á Dalvík mynda
með sér óformlegan félagsskap
sem kallaður er Söltunarfélag Dal-
víkur. Nafnið kemur til af því að í
fyrstunni höfðu kumpánar þessir
samvinnu urn að salta niður kjöt og
var þá oft glatt á Itjalla, sungið og
ort yfir saltpæklinum. Var þetta
árlegur viðburður. Hins vegar varð
kjötsöltunin sjálf brátt algert auka-
atriði en því meiri áhersla lögð á
að „þróa gleðina" eins og haft er á
orði í þessum hóp. Félagsskapur
þessi er afar samheldinn og lokað-
ur og erfitt fyrir óinnvígða að kom-
ast þar inn á gafl. Um Jónsmessuna
ár hvert er haldin mikil gleðivaka í
Bakkagerðum þar sem Söltunar-
félagsmenn og nokkrir áhangendur
þeirra hittast og gleðjast yfir góð-
um veigum með söng og kviðling-
um. Eru þá gjaman sungnir frum-
ortir textar undir margradda
sálmalögunt.
Við erurn um 20 þegar allir eru
en það komast færri að en vilja Ég
hef orðið að halda því í skefjum
vegna plássleysis. Já það er oft
ansi gaman og mikið sungið mað-
ur.
Fjölmennt
ættarmót
Að Húsabakkaskóla var haldið fjölmennt ættar-
mót helgina 16.-17. júlí sl. Þar voru samankomn-
ir 126 afkomendur hjónanna Jóns Jóhannesson-
ar og Lilju Arnadóttur frá Hæringsstöðum. Þetfa
verður að teljast góð þátttaka því alls teljast 147
manns til frændgarðsins. Á meðfylgjandi mynd
má sjá fjögur núlifandi börn þeirra Jóns og Lilju,
en þau eru í efri röð: Kristinn (t.v.) og Gunnar,
og í neðri röö: Jónína og Sólveig. Myndin er tekin
á tröppunum að Hæringsstöðum og við fætur
þeirra systkina er skilti sem gert var árið 1896
þegar gamli bærinn var byggður af B. Bergssyni.
Mynd: Jón Gunnar.sj.on
Ríkliarður - Iddi - í Bakkageröi.
Brús
- Og svo spilið þið stundum saman
hrús þess á milli.
Já blessaður vertu. Við vorum
einu sinni að spila við borðið
hérna, Bjöm Dan, Hjalti, Börn
Þórleifs og ég. Svo érum við hérna
að spila og mig ntinnir að ég hafi
verið að voga en Björn Dan drepur
og rekur um leið upp þennan rosa-
lega hlátur. Og svosem ekkert
meira með það nema hvað Björn
Þórleifs segir eftir smá stund.
Glymur hrossahláturinn
hátt í eyra mínu.
Aldrei gleymir andskotinn
uppáhaldi sínu.
- Hér þyrftu að fylgja ýtarlegar
útskýringar á hinu flókna spili brús
sem hvergi á landinu er spilað af
þvílíku kappi og í Svarfaðardal og
þá einna helst í námunda við
Bakkagerðisbóndann. En til þess
eru reglurnar of flóknar og furðu-
legar og plássið í blaðinu of lítið.
Þess má þó til gantans geta að þar er
„janað" og „vogað" ýmist undir
næsta mann eða „rúntinn". Þar eru
menn „hengdir á ránni" og svo er
klórað ef menn komast niður
„kambinn" án þess að andstæðing-
urinn komist á blað. Eru dæmi þess
að menn hafi verið eltir á milli bæja
í miðsveitinni til að klóra þá.
Nei ég þarf nú ekki að kvarta
undan því að ég fái ekki heim-
sóknir. Þeir komu til mín einu
sinni sent oftar Halli Klaufi og
Rögnvaldur Friðbjörns núna í vet-
ur og þá sagði ég svona við þá að
ég efaðist um að þeir hefðu komið
ef ég hefði verið á Dalbæ. Og ég er
alveg handviss um það að ég fæ
ntiklu lleiri heimsóknir hér en ef
ég væri kominn á elliheimili. Það
komu oft til mín menn í vetur á
snjósleðum þegar allt var ófært. En
sjálfur fer ég ekki neitt á bæi.
Svarfdælingamót
- Þú ferð þó stundum til Reykja-
víkur, t.d. á Svarfdœlingamót.
Já við fórum í nokkur ár dálítill
hópur manna og það gerðust ævin-
lega einhver ævintýri í hverri ferð.
Ég man eftir því einu sinni að við
fórum saman; ég og Siggi og
Helga á Húsabakka og Beisi og
Halli á Urðum. Þá var svo hvasst
að bíllinn snérist við á auðum veg-
inum. Þegar við komum í Hrúta-
fjörð var svo hvasst að við urðum
að fara inn í Staðarskála og bíða
eftir að lægði. Ég keypti |rá spil og
við settumst við borð og spiluðunt
brús á meðan við biðum. Þegar við
komum í Borgarfjörð var Borgar-
fjarðarbrúin lokuð af því að það
gaf svo mikið yfir hana en við
komumst samt á mótið og náttúru-
lega var ntaður klappaður og
kysstur þegar þangað kom og svo-
leiðis ógurleg fagnaðarlæti. Þetta
voru skemmtilegar ferðir en maður
er nú hættur að fara núna. Fólk er
samt alltaf að hringja og spyrja
hvort maður komi nú ekki næst.
Þetta var ógurlega gaman meðan
það var.
Þannig þróaðist samtalið við
Ríkarð í Bakkagerðum. Næg eru
umræðuefnin og gamansemin
aldrei langt undan. Og eftir að Itafa
gluggað í myndaalbúmin og skoð-
að gestabækurnar er kominn tími
til að kveðja og þakka fyrir sig.
hjhj