Norðurslóð - 27.07.1994, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 27.07.1994, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær Svarfaðardalur/Skíðadalur: Miklar vegabætur 18. árgangur Miðvikudagur 27. júlí 1994 7. tölublað x Ráðhús Dalvíkur: Utilistaverk sett upp í haust - Jóhanna Þórðardóttir og Sigurður Guðmundsson hlutskörpust í samkeppni fjögurra myndlistarmanna Um miðjan júlí var tilkynnt hvaða verk hetðu orðið fyrir val- inu í samkeppni um útilistaverk sem fyrirhugað er að reisa við Ráðhúsið á Dalvík. Tvö listaverk voru valin, annað eftir Jóhönnu Þórðardóttur en hitt eftir Sigurð Guðmundsson. Bæjarstjórn Dalvíkur ákvað í fyrra í samráði við Sparisjóð Svarfdæla að koma upp útilista- verki við Ráðhúsið og var ákveðið að efna til samkeppni meðal myndlistarmanna um gerð þess. Auglýst var eftir þátttakendum og sendu 24 listamenn inn nöfn sín. Af þeim voru fjórir valdir til að gera tillögur að tveim verkunt. Auk þeirra Jóhönnu og Sigurðar tóku þær Rúrí og Sólveig Eggerts- dóttir þátt í keppninni. Verkin sem listamennirnir sendu inn voru öll sýnd í anddyri Ráðhússins í síðustu viku og er greinilegt að dómnefnd hefur verið vandi á höndum því verkin eru öll stórskemmtileg. Eða eins og segir í niðurstöðum nefndarinnar: „Það er álit dómnefndar að tillögumar hafi verið fallega unnar og borið vitni listrænum metnaði.“ Verkin tvö sem urðu fyrir val- inu heita Alda eftir Jóhönnu Þórð- ardóttur og Sjófuglar eftir Sigurð Guðmundsson. Alda á að rfsa í sumar á túninu sunnan og austan Ráðhússins, nánar tiltekið nærri horni Goðabrautar og Hólavegar. Það verður fjórir metrar á hæð og breidd og að sögn dómnefndar er Nú eru að hefjast miklar vega- bætur í Svarfaðardal. Bæði á Skíðadals- og Svarfaðardalsvegi verður vegurinn styrktur víða og síðan verður unninni slitlagsmöl úr Dælishólum ekið í veginn dalsenda á milli. Að sögn Sigurðar Oddssonar hjá Vegagerðinni er ætlunin að laga veginn við Þverárbrúna í Svarfaðardal og þá verður vegur- inn styrktur frá Steindyrum fram að Tunguvegi. Eins verður vegar- kafli frá Klaufabrekkum að Atla- stöðum styrktur og síðan ekið slit- lagi yfir allt heila klabbið frá klæðningarenda við Húsabakka og fram í botn. Ekkert verður unnið við Tungu- veg enda engin þörf á því en á Skíðadalsvegi verða framkvæmdir sem hér segir: Vegarkalli frá Skáldalæk að Sökku verður styrkt- ur. Sömuleiðis kaflinn frá Skegg- stöðum fram að Ytra-Hvarfi og frá brekkurótum yfir Hvarfið og niður að brúnni á Skíðadalsá. Vegurinn á Austurkjálka verður síðan einnig klæddur Dælismölinni góðu að undanskildum kaflanum frá Hofsá að Skeggstöðum en sá vegarspotti bíður stórfelldari endurbóta og þykir ekki taka því að leggja í kostnað við hann að svo stöddu. Þá er bara Skíðadalurinn eftir. Að sögn Sigurðar verður vegurinn frá Dæli að Klængshóli styrktur á Iöngum köflum þar sem jress gerist þörf og síðan ekið yfir hann með slitlagi. Ef fer sem horfir hefjast verk- takar handa nú í vikunni að sögn Sigurðar. Eru það Jarðverksmenn, Bflstjórafélag Dalvíkur og Hallur Steingrímsson sem skipta verkinu með sér. „Það bárust um það boð að ofan að verkinu skyldi úthlutað heimamönnum sem var í sjálfu sér auðsótt mál af okkar hálfu. en þá fóru heimamenn náttúrulega að bítast innbyrðis svo við urðum á endanum að skipta verkinu. Við gerum þetta ekki aftur svona,“ sagði Sigurður að lokum. hjhj Sögur úr sveitinni - Búháttabreytingar á mörgum jörðum og aukin eftirspurn eftir byggingarlóðum Jóhanna Þórðardóttir við Öldu sem búiö er að setja inn á mynd af Ráðhúss- lóðinni. Mynd: -ÞH það „stílhreint og fágað og fellur vel að umhverfinu. Samspil birtu og skugga í stálinu gefur því sann- færandi yfirbragð. Höfundur verksins hefur leyst vel tengsl list- ar, sögu og atvinnulífs staðarins." Unt Sjófugla Sigurðar Guð- mundssonar segir dómnefnd að þar sé á ferðinni „persónulegt og fágað verk. Brotinn grunnsteinn. svört graníthöfuð og gler gefa verkinu líflegt yftrbragð. Tenging verksins við hafið og leikur með birtu fellur vel að umhverfinu.“ Þetta verk á að rísa á stéttinni framan við Ráð- húsið, en ekki er afráðið hvenær það verður. Hugmyndin er sú að Sparisjóðurinn kaupi þetta verk. Dómnefnd var skipuð þrem heimamönnum, þeim Friðriki Friðrikssyni, Dóróþeu Reimars- dóttur og Valdimar Bragasyni, og tveimur myndlistarmönnum, Steinunni Þórarinsdóttur og Guð- jóni Ketilssyni. Með nefndinni starfaði Olafur Jónsson fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Dalvíkurbær fékk styrk úr List- skreytingasjóði ríkisins upp á tvær milljónir króna til að kosta kaupin og uppsetningu verksins. Eins og áður segir er ætlunin að Alda Jó- liönnu verði risin á Ráðhússlóðinni fyrir haustið. -ÞH Gróður kom seint undun snjó í vor og voru vorverk eins og ávinnsla og áburðardreifing víð- ast hvar háifum inánuði seinna á ferðinni en í meðalári. I byrjun júlí hlýnaði verulega í veðri og var sláttur víðast hvar kominn af stað viku af júlí. Heyskapur fór þó liægt af stað. Hitastigið hefur verið vel yfir með- allagi í mánuðinum en til að byrja með tafði þokuloft nokkuð fyrir heyþurrkun og einnig hafa hita- skúrir gert bændum Ijóta skráveifu og bleytt duglega upp í skrauf- þurrum flekkjum þegar síst skyldi. Hér eru þó nokkrir sem alfarið verka í plast og láta veðráttuna lítil áhrif hafa á sig. I það heila má segja að heyskapur hafi gengið alveg bærilega og eru flestir vel á FréttahorniÐ Frá því um 10. júlí hefur verið góð veiði í Smugunni. Það hafði þau áhrif að íslenskum skip- um fjölgði jrar mikið. Héðan frá Dalvík eru bæði Bliki EA 12 og Björgúlfur EA 312 farnir til veiða. Bliki var við veiðar í Smungunni í fyrra og var í vor að hrella Norð- menn við Svalbarða. Bliki frystir sinn afla um borð og getur því ver- ið vikum saman þama norðurfrá. Hins vegar er Björgúlfur á ísfisk- veiðum og takmarkast útivistin við geymsluþol fisks sem ísaður er um borð. Dalvískir togarar eru mjög farn- ir að leita út fyrir landhelgina því auk Blika og Björgúlfs er Baldur EA 108 nú við rækjuveiðar á Flæmska Hattinum svokallaða við Nýfundnaland. Skipið er í sín- um fyrsta túr og er reiknað með að landað verði úti og það verði hugs- anlega á |3essum slóðum næstu mánuði. Björgvin EA 311 hefur aftur á móti verið á heimamiðum á karfa- og grálúðuveiðum að und- anfömu og fryst aflann um borð. Grálúðuveiðin hefur gengið mis- jafnlega en skipið er nú fyrir aust- an að reyna við karfa. -- ' ........................................................................................................ ... M ■ - ■■: Sá rússneski losaði fisk og lestaði Lödur í Dalvíkurhöfn, en fyrir aftan liann lá 15jörgúlfur nýmálaður og fínn, rétt ófar- inn í Sniuguna. Mynd: -þh N ú er verið að bjóða út gerð nýs brimvarnargarðs á Dalvík. Upphaflega var áætlað að verkið yrði boðið út snemma í vor svo vinna gæti hafist í sumar en undir- búningi lauk ekki í tæka tíð. A þessari stundu er ekki Ijóst hvað þessi dráttur á útboði þýðir fyrir framkvæmd verksins á |3essu ári en hér er um að ræða verk sem taka mun a.m.k. tvö ár og gerbreytir allri aðstöðu í höfninni sem og möguleikum til áframhaldandi uppbyggingar innri mannvirkja. / Anæstunni munu bæjarbúar verða varir við nokkra útlits- breytingu á Hafnarbrautinni. Val- ensían, gamla byggingin sem stað- ið hefur út í götuna norðan við rækjuverksmiðjuna, verður rifin og þá um leið gengið frá bakkan- um og gerð gangstétt. Margir eiga minningar bundnar við þetta hús sem hefur |3jónað ýmsum hlut- verkum og sannariega hefur það sett sinn svip á Hafnarbrautina. Nú á síðustu árum hefur ásjóna þess þó verið að daprast og verður það nú fjarlægt fyrst og fremst af um- hverfisástæðum. I leiðinni mun umferðaröryggi á Hafnarbraut aukast og útsýni opnast til hafnar- innar. Rússneskur togari lá í Dalvfkur- höfn í hartnær viku og hreins- uðu skipverjar bæinn af öldruðu- um bifreiðum af gerðinni Lada. Það var þó ekki aðalerindi skipsins sem kom hingað á vegum Fisk- miðlunar Norðurlands með 170 tonn af frystum þorski úr Barents- liafi. Aflinn skiptist á milli Blika hf. á Dalvík, tveggja fyrirtækja á Olafsfirði og eins á Arskógsströnd. Að sögn Hilmars Daníelssonar gengu viðskiptin á báða bóga vel fyrir sig og kvað hann skipverja hafa lýst ánægju sinni með sam- skiptin við Dalvíkinga. veg komnir og sumir við það að klára. Og llestir geta verið sam- mála um að mun skárra sé að kepp- ast við heyskap í rysjóttri tíð en að geta sig hvergi hrært vegna ótíðar eins og verið hefur langtímum saman undanfarin ár. Ovenju miklar breytingar Fyrirsjáanlegar eru búháttabreyt- ingar á nokkrum jörðum í sveitinni þó ekki séu þau mál enn til lykta leidd. Jörðin Hæringsstaðir hefur verið auglýst til sölu. A Hreiðars- stöðum eru líkur á að mjólkur- framleiðslu verði hætt í haust. Þar er nýtt og fullkomið tjós en að sögn Sölva Hjaltasonar bónda stendur framleiðslan ekki undir fjárfestingum svo við svo búið get- ur ekki staðið lengur. Ekki er þó enn ákveðið hvort framleiðslurétt- ur verður seldur eða hann leigður ásamt mestum hluta jarðarinnar eða allt selt í einum pakka en á því síðastnefnda eru þó minnstar líkur að sögn Sölva. A Steindyrum eru einnig fyrirsjáanlegar breytingar. Armann Sveinsson bóndi þar seg- ist hafa fullan hug á að „yngja upp á jörðinni í haust“ og að ekki standi til að selja af henni fram- leiðsluréttinn. Ekkert hefur þó end- anlega verið frágengið í þeim efn- um. Þá er Laugasteinn til sölu og fylgir honum dálítill landskiki en þar eins og annars staðar er allt óráðið með framhaldið. Það eru því augljóslega óvenju miklar breytingar í vændum á eignarhaldi og búrekstri á jörðum í Svarfaðardal og má í sumum til- vikum, en þó ekki öllum, tengja það beint eða óbeint margum- ræddri kreppu í íslenskum land- búnaði. Hafa viðmælendur blaðs- ins sumir haft á orði að þeim kæmi ekki á óvart að örðugleikar í bú- rekstri ættu eftir að koma víðar upp á yfirborðið hér í sveit áður en langt um líður. Aukin eftirspurn eftir lóðurn En það er uppgangur á öðrum svið- um og þrált fyrir allt vaxandi áhugi meðal bæjarbúa á að fytjast í sveit- ina. Búið er að úlhluta einni bygg- ingarlóð í landi Laugahlíðar og Framhald á hls. 4

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.