Norðurslóð - 27.07.1994, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 27.07.1994, Blaðsíða 6
TímamóT Þann 19. júlí varð 75 ára Jóhannes Th. Jóns- son. Hafnarbraut 10, nú til heimilis á Dalbæ, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Skírnir Þann 3. júlí var skírður Gunnar Örn, foreldrar María Gunnarsdóttir og Eiríkur Stephensen tónlistarkennarar, Hjarðarslóð 1F, Dalvík. Sr. Ægir Sigurgeirsson í Kópavogi skírði. Gunnar Orn er fæddur 30. maí sl. Þann 17. júní var skírður í Dalvíkurkirkju Jón Ingi, foreldrar Ing- unn Bragadóttir og Oli Þór Jóhannsson.Lynghólum 2, Dalvfk. Jón Ingi er fæddur 30. maí sl. Sr. Svavar A. Jónsson skírði. Þann 17. júlí var skírð í Dalvíkurkirkju Anna María, dóttir Sess- elju Antonsdóttur og Bergs Höskuldssonar, Skíðabraut 15, Dalvík. Anna María fæddist 30. janúar sl. Sr. Svavar A. Jónsson skírði. Hjónavígsla Þann 16. júlí voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Þór- bergur Egilsson og Guðb jörg Halldórsdóttir, Karlsbraut 22, Dal- vík. Sr. Svavar A. Jónsson gaf hjónin saman. Afmæli Þann 4. júlí varð 80 ára Kristín Sigurh jartar- dóttir frá Skeiði, Svarfaðardal, nú til heimilis á Dalbæ. Viöbyggingin aö rísa við norðurenda Dalbæjar. Mynd: -ÞH Dalvík: Dalbæ berst sórgjöf - Gjöf úr dánarbúi Egils Júlíussonar flýtir framkvæmdum við viðbyggingu verulega Nú stendur yf'ir bygging á við- byggingu við Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Þar verður aðstaða fyrir starfsfólk, eldhús og matsalur fyrir vistmenn. Nú er Ijóst að hægt verður að I júka jtessu verki á næsta ári, en Dal- bæ barst nýlega höfðingleg gjöf úr Minningar- og styrktarsjóði Egils Júlíussonar og Guðfinnu Þorvaldsdóttur að upphæð kr. 4.500.000. Sjóð þennan stofnaði Egill til minningar um konu sína og er til- gangur hans að stuðla að vexti og viðgangi Dalbæjar. Þegar Egill lést á síðastliðnum vetri lét hann sjóðn- um eftir mikinn hluta eigna sinna, þám. húseign sem enn er óseld. Vildi hann með því sýna hug sinn til heimaslóðar og aldraðra í héraðinu. Egil Júlíusson ætti að vera óþarft að kynna fyrir eldri Dalvík- ingum, en hann var umsvifamikill útvegsmaður hér í bæ í hálfan fjórða áratug. Hann fæddist á Dal- vík í mars 1908 og fór ungur í vél- stjóranám. Eftir að hafa verið vél- stjóri og síðan skipstjóri á ýmsum bátum hóf hann útgerð árið 1934 héðan frá Dalvík. Tveimur árum síðar kvæntist ltann Guðfinnu Þor- valdsdóttur frá Hrísey og unnu þau saman að útgerðinni alla tíð. Hann sá um framkvæmdirnar en hún um allt bókhald og annað er að því laut. Arið 1967 seldu þau verbúð og skip og fluttu til Reykjavíkur þar sem þau dvöldu til æviloka. Guð- finna lést árið 1978 en Egill í des- ember sl. Framlagið úr sjóðnum bætir mjög alla stöðu Dalbæjar og verð- ur til þess að hægt verður að ljúka viðbyggingunni fyrr en áætlað var. I minningu þeirra hjóna hefur stjórn Dalbæjar ákveðið að nýi matsalurinn fái nafnið Setberg en það nafn var á heimili þeirra hjóna þegar þau bjuggu á Dalvík. -ÞH MÁ ÉG KYNNA? Guðbjörg Vésteinsdóttir, nýr leikskóla- stjóri á Krílakoti Guðbjörg Véstein.sdóttir hefur verið ráðin leikskólast jóri við leikskólann Krílakot frá 1. ágúst n.k. Guðbjörg er fædd á Akranesi og ólst þar upp í stórum systkinahópi en hún er næst yngst 10 systkina. Faðir hennar, sem nú er látinn, var Vésteinn Bjarnason, ættaður úr Dýrafirði, en móðir Guðbjargar er Rósa María Guðmundsdóttir, ætt- uð úr V.Skaftafellssýslu. Guðbjörg útskrifaðist úr Fóstru- skóla Islands 1977 og vann sem fóstra og leikskólastjóri í Reykja- vík og í Borgarnesi næstu ár. Árið 1982 flytur fjölskyldan stðan að Hólum í Hjaltadal og þar stundaði hún kennslu í grunnskóla í 6 ár. Hún kenndi yngri börnum og einn- ig mynd- og handmennt. Guðbjörg lét þó ekki þar við sitja heldur tók þátt í því að koma á fót leikskóla að Hólum og var jafnframt fyrsti leikskólastjóri þess skóla. Til Dalvíkur flutti svo fjöl- skyldan árið 1988 og hefur Guð- björg unnið sem fóstra á Krílakoti, með hléum þó, þar til að hún nú tekur við skólastjórninni. Og svo við kynnum fjölskyld- una, þá er Guðbjörg gift Sveinbirni M. Njálssyni aðstoðarskólastjóra við Dalvíkurskóla. Þau eiga þrjú börn, Hildi sent er fædd 1976, Birnu sem er fædd 1981 og Kára sem er fæddur 1988. En þó Guðbjörg hafi gaman af að vinna með börnurn, „gullunum okkar“ eins og hún gjarnan vill kalla þau, þá hefur hún fleiri krefj- andi áhugamál eins og mynd- og handmennt ýmisskonar. Fyrir tveimur árum tók fjölskyldan sig upp til ársdvalar í Danmörku og þar átti hún þess kost að sækja námskeið í ýmsu því sem lýtur að þessu áhugamáli, sem e.t.v. er meira en áhugamál því hún er ein af þeint sem standa að galleríinu í Sunnuhlíð. Hún er konan sem býr til fallegu bútasaumsmunina. Hún málar einnig á silki. Hún segist hafa notið þess mjög að kenna mynd- og handmennt og það togi alltaf í sig að hella sér meira út í listiðnað og handmennt. Guðbjörg hefur líka gaman af útivist og til þess að læra að lifa með norðlenska vetrinum, já og jafnvel njóta hans, hefur hún lært á svigskíði sem hún reynir að stunda yfir veturinn. En svo við víkjum aftur að nýja starfinu þá hugsar hún golt til þess að byggja áfram á þeint grunni sem þegar hefur verið lagður í leik- skólanum og að eiga þess kost að þróa starfið þar með því úrvals- starfsfólki sem þar vinnur. „Það er unnið súperstarf á Kríló. Starfsfólk sem hefur komið að skólanum á undanförnum árum hefur komið með góða menntun úr mismunandi umhverfi og verið opið fyrir nýj- ungum og þróunarstarfi. Umræður í þjóðfélaginu um fóstrustarfið og hlutverk leikskólans hafa líka virk- að örvandi. Fóstrur stofnuðu sitt eigið stéttarfélag fyrir nokkrum ár- um og nú höfum við ný leikskóla- lög með nýjum áherslum þar sem leikskólinn er viðurkenndur sem fyrsta skólastigið. I þeint anda hef- ur verið unnið á Krílakoti. Við höf- um verið með skipulagða dagskrá þar sem markviss þjálfun hinna ýmsu þátta hefur farið fram. Ár- angurinn er ánægðari böm og for- eldrar. Eg tel að sveitarfélag á stærð við Dalvík hafi alla rnögu- leika á að mæta mismunandi þörf- um barna og foreldra." Við þökkunt Guðbjörgu fyrir spjallið og bjóðum nýja leikskóla- stjórann velkominn til starfa. SJ Byggðasafn Dalvíkur: Börnin eru hreykin af safninu - segir Helga Steinunn Hauksdóttir safnvörður Helga Steinunn Hauksdóttir safnvörður ineð víraklippur nursku strandgæslunnar sem skipverjar á Itlika komu með norðan frá Svalbarða á dögunum og færðu safninu að gjöf. Mynd: -ÞH í næstu viku lýkur sýningunni Dalvíkurskjálftinn 1934 sent staðið hefur í allt sumar á efstu hæð Ráðhússins á Dalvík. Þar gefur að líta myndir, blaðaúr- klippur og annan fróðleik unt þennan örlagaríka atburð í sögu bæjarins. Er sýningin opin á hverjum degi kl. 13-17 frarn til 4. ágúst. Það er Byggðasafn Dalvíkur sem stendur fyrir sýningunni, en safnstjórnin fékk Jón Hjaltason sagnfræðing á Akureyri til að safna saman gögnum um skjálft- ann. Á sýningunni gefur að líta myndir af langflestum húsum sem þá stóðu á Dalvík ásamt upplýs- ingum um íbúa þeirra og afdrif í skjálftanum. Nokkur umskipti hafa orðið í Byggðasafninu á síðustu mánuð- um. I vetur lét Friðjón Kristinsson af störfum sem safnvörður, en í hans stað var ráðin Helga Steinunn Hauksdóttir sagnfræðingur. Þá báðust þeir Gylfi Björnsson og Júlíus Kristjánsson undan endur- kjöri í stjórn safnsins eftir kosn- ingarnar í vor. í þeirra stað voru kjörnar þær Þóra Rósa Geirsdóttir og Guðný Sverrisdóttir, en Kristj- án Olafsson situr áfram í stjórn safnsins og hefur tekið við for- mennsku. Börnin eru áhugasöm Tíðindamaður Norðurslóðar leit inn í safnið á laugardaginn og tók Helgu Steinunni tali. Hún er úr Hörgárdal, en flutti til Dalvíkur í fyrra og kenndi við Dalvíkurskóla sl. vetur. Hún vann um skeið á Ár- bæjarsafni í Reykjavík og tók þar ma. þátt í að setja upp hippasýn- ingu í safninu. Hún var ráðin t hálfa stöðu sem safnvörður og tók til starfa í mars sl. En hvað finnst henni um aðbúnað safnsins? „Safnið á í nokkrum húsnæðis- vanda. Það þyrfti að reisa skemmu við húsið, svo hægt væri að skipta út hlutum, því safnið á svo mikið af munum að þeir rúmast ekki með góðu móti í húsinu. Með auknu húsrými væri hægt að setja upp sérsýningar á borð við jarðskjálfta- sýninguna sem er í óþarflega mik- illi fjarlægð frá safninu. Hér er hins vegar margl hægt að gera, ekki síst í safnakennslu. Efsta hæðin hentar vel fyrir smærri sýn- ingar í því skyni. Það er hægt með lítilli fyrirhöfn að setja upp ýmis verkefni fyrir börn, svo sem um Jóhann Svarfdæling, Kristján Eld- jám, fugla, steina, sjávarútveg og lækningatækin svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman að sjá hversu áhugasöm börnin eru um safnið. Það eru ekki mörg byggðasöfn sem njóta jafnmikilla vinsælda meðal barna. Sum þeirra koma hingað oft og draga þá gjarnan fullorðna með sér. Vitaskuld er það herbergi Jóhanns sem er vinsælast og ísbjöminn dregur líka að. Eg finn að þau eru hreykin af safninu og sýna það gestum sínum með stolti.“ Safnið kemur á óvart - Er safnið mikið sótt? „Já, það er óhætt að segja það. Síðasta laugar- dag komu um 100 manns og hingað koma um og yfir 2.000 manns á hverju sumri. Það er nokkuð um að útlendingar komi en langstærstur hluti gestanna er íslenskt tjölskyldufólk á ferðalagi. Safnið er oft eini staðurinn sem fólk kemur á því það á bara leið í gegnum bæinn og rekur augun í myndina af Jóhanni. Safnið kemur fólki greinilega á óvart, það er fjölbreyttara en það heldur. Margir nefna líka að það sé skemmtilegt að hafa safnið í fbúð- arhúsi því þá er hægt að sýna hlut- ina á sínum stað, eldhúsdótið í eld- húsinu, mjólkuráhöldin í búrinu osfrv. Hér fær fólk rnikinn fróðleik um Dalvík og það eitt réttlætir til- veru safnsins." - En hvað með heimamenn, koma þeir oft í safnið? „Það er dálítið misjafnt. Sumir hafa aldrei komið hingað eða ekki svo árum skiptir, en aðrir eru dug- legri. Margir konta hingað með gesti sína og sýna þeim safnið. En það er eflaust til í dæminu að menn gera sér ekki grein fyrir því hvað safnið hefur upp á að bjóða,“ segir Helga Steinunn Hauksdóttir safn- vörður. -ÞH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.