Norðurslóð - 28.02.1995, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLOÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Tækni til
framfara
Gjarnan eru notaðir orðaleppar eins og að við
„stöndum á þröskuldi nýrra tímau þegar fjall-
að er um þær breytingar sem eru að eiga sér
stað, eða eru í sjónmáli. Upplýsingaþjóðfélagið
er eitt af því sem menn sjá handan hins fræga
þröskulds, eða er það e.t.v. orðið hluti af okkar
daglega lífi?
Fyrir tilstyrk bættra samgangna og síma-
lína, ekki síst Ijósleiðaratækninnar, skiptir ekki
lengur jafn miklu máli hvar á landinu við bú-
um. Hvaða máli skiptir t.d. póstnúmerið eða
heimilisfangið fyrir Internet? Við getum nú
þegar lesið Moggann fyrir tilstuðlan netsins á
undan blaðburðarfólkinu í Reykjavík. A netinu
getum við, jafnframt því að afla okkur upp-
lýsinga um hvaðeina, fræðst og skemmt okkur,
stofnað til kynna við fólk hvaðanæva úr veröld-
inni. Og við heyrum í fréttum að verið sé að
verðlauna hönnun, sem unnin var þannig að
hönnuðir búa á sitthvoru landshorni og höfðu
ekki séð hvor annan fyrr en við verðlaunaaf-
hendinguna. Þeir höfðu nýtt sér nútímatækni
til samskipta og samvinnu. Þannig má fullyrða
að tæknin sé að minnka heiminn, jafnframt því
að stækka hann.
Vegna frumkvæðis Péturs Þorsteinssonar á
Kópaskeri geta nú allir skólar landsins, og
inargir fleiri, átt samskipti um Islenska
menntanetið. Maður hlýtur að velta því fyrir
sér hvort það brautryðjendastarf sem unnið
hefur verið á því sviði, og stuðlað hefur að ineiri
og betri samskiptum íslenskra skóla, hefði
orðið, ef upphafsmaðurinn hefði átt heima við
Hringbrautina í Reykjavík. Verkinenntaskól-
inn á Akureyri býður nú þegar uppá fjar-
kennslu um tölvu í ýmsum áföngum, sem fólk
um allt land getur notfært sér og er raunar vin-
sæl meðal sjómanna á togaraflotanum. Fisk-
markaðir eru tölvutengdir allt í kringum landið
svo það getur verið einn uppboðsmarkaður.
Þannig virðist landsbyggðin þegar hafa náð að
nýta sér ýmsa kosti tækninnar til að endurnýja
og bæta atvinnu og þjónustu. Bættar sam-
göngur á landi, í lofti og á sjó styðja síðan við
þessa þróun.
Það hlýtur að vera ánægjulegt og hvetjandi
fyrir fólk um land allt að gera sér grein fyrir
þeim möguleikum sem felast í nýrri tækni,
möguleikum sem opna ekki aðeins dyr upplýs-
ingar og skemmtunar heldur geta orðið til að
bæta við og endurnýja menntakerfi og atvinnu-
líf, auk þess að gera samstarf fólks um land allt
einfaldara og árangursríkara.
JA
Risinn
Gljúfrárjökull í Skíðadal blasir
við augum Dalvíkinga og
margra annarra Svarfdæla ár
og síð og alla tíð þegar bjart er
veður. Hann liggur í botni
Gljúfrárdals. Næsti smádalur
norðan við Gljúfrárdal heitir
Heiðinnamannadalur og er
mjótt fjall milli dalanna, Heið-
innamannafjall. Fram í því
fjalli, hátt uppi í svörtu hamra-
belti, er hellir einn, sem snýr
„gapandi gini“ niður móti gömlu
eyðibæjunum Gljúfrárkoti,
Krosshóli og Hverhóli.
Aður fyrr var það alkunnugt
meðal Skíðdæla, að tröll nokkurt
eða bergrisi átti sér bústað og bæli
í hellinum. Nafn hans var Gljúfri.
Var hann bæði stór og ferlega ljót-
ur, að sögn þeirra, sent sáu hann,
en þeir voru fáir og nú allir löngu
dánir.
Sem betur fer er samt til all-
glögg lýsing á Gljúfra höfð eftir
Jóni Jónssyni bónda á Krosshóli,
sem þar bjó á ofanverðri 18. öld,
og var talinn glöggur og greinar-
góður maður.
Frá því segir í annálum 18. aldar,
að eitt sinn á haustdögum kæmi
ókunn kvíga saman við kýmar á
Krosshóli. Enginn gat greint frá
því hvaðan kvíga þessi gæti verið
komin. Tók Jón bóndi hana á hús
með sínum eigin kúm og fóðraði
vel um veturinn og var hún orðin
afspyrnuvæn á útmánuðum, bæði
stór og afskaplega feit.
Þá gerðist það árla morguns á
miðri hörpu. er fólk var enn í fasta
svefni á Krosshóli, en albjart orðið
af degi, að fólkið á bænum hrekkur
upp af værurn blundi við að heyra
hlegið stórkallalega og ógurlega
úti fyrir dyrum. Svo mikill var
hláturinn, að fólkinu þótti sem
húsin léku á reiðiskjálfi við hlátur-
köstin. Jón bóndi var kjarkmaður
mikill og dirfðist því að gægjast út
um Ijóra á þekju til að reyna að sjá,
hverju undur þessi sættu. Gaf þá
heldur betur á að líta. Úti á hlað-
varpanum stendur tröllkarl einn
mikill eða bergrisi og ber á baki
sér kvíguna hina miklu úr fjósinu.
Héll karl um framfætur hennar og
dansaði með hana á herðunum
fram og aftur um varpann. Voru
tilburðir hans svo miklir og fer-
legir, að allur Gljúfrárjökull svo og
Almenningsfjall sáust gegn um
klof hans í mestu stökkunum. Að
sögn Jóns bónda var risinn a.m.k.
sex álna hár (ca 4 metrar) og að
sama skapi digur. Eigi að síður var
hann „allur í hlykkjum" eins og
haft er eflir Jóni bónda, bæði lot-
inn í herðum og hokinn í hnjám.
Stríhærður var hann og ennislágur,
en nel'ið stórt og á því hnúður mik-
ill á stærð við væna gulrófu. Þá sá
Jón ekki betur en hann væri ein-
eygur og stóð augað sent á stilk
fram úr augnatóftinni. Og allan
tímann meðan dansinn stóð rak
karl upp ferlegarhláturskviður. Að
lokum fór hann að kyrja við raust
milli rokanna og kvað bögu þessa
undir hætti þeim, sem kallaður er
tröllaslagur:
Komin er í leitina kvígan mín,
sem týndist.
Fór hún oní sveitina, fítnaði og
þ.vngdist.
Góða veislu gera skal Gljúfri
upp í helli,
brytja ket í svörtum sal og sjóða
það í hvelli.
Svo hringi ég bara bjöllunum
og býð svo öllum tröllunum
til veislu í heiðnum lielli
í Heiðinnamannahelli.
Þetta var karl að syngja þegar
hann stikaði af stað suður og niður
Krosshólsmýrar, stökk yfir ána
neðan við Gljúfrárkot og stefndi í
hellisopið í Heiðinnamannafjall-
inu.
Marga næstu daga gengu þrum-
ur og eldingar yfir allan Trölla-
skaga og hafa menn fyrir satt, að
þar hafi verið á ferðinni boðsgestir
Gljúfra gamla í Heiðinnamanna-
helli. í lok hamfaranna heyrðist
gríðarmikið brak og brestir í átt frá
hellinum en síðan grafarþögn um
allan fjallasalinn.
Þegar að var gáð næsta sumar
kom í ljós, að þak Heiðinnamanna-
hellis var hrunið og stóð ekki ann-
að eftir en steinbogi sá hinn ntikli
yfir hellismunnanum, sem enn
stendur og vitnar um sannleiks-
gildi þessarar frásagnar.
Er það mál manna, að gervöll
tröllakynkvísl skagans hafi orðið
undir hellisþakinu, þegar það brast
og féll niður á góll'ið.
En við Eyjafjörð er það síðan
kallað „Krosshólshlátur“ ef
hlegið er hátt og stórkallalega.
HEÞ.