Norðurslóð - 28.02.1995, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLOÐ
Unglingar lifa heilbrigðu lífl
- þótt annað mætti ætla af frásögnum fjölmiðla, sögðu unglingar á fjölmennri ráðstefnu
um málefni unglinga sem haldin var í Dalvíkurskola
Dalvikurskoli
Ræðumenn Húsabakkaskóla, Húni Heiðar Hallsson (tv.) og Pétur Jakob Ráðstefnugestir fylltu fundarsalinn í Dalvíkurskóla og fvlgdust af athygli með
Pétursson en Húni samdi ræðuna ásamt Omari Hjalta Sölvasyni. því sem upp á var boðið. Myndir: hjhj
Á dögunum var efnt til ráðstefnu
um málefni unglinga í Dalvíkur-
skóla. Hún var fjölmenn og þótti
takast afar vel. Þar sátu hátt í
tvö hundruð nemendur, foreldr-
ar, kennarar og aðrir þeir sem
hafa með málefni unglinga að
gera og hlýddu á erindi í þrjá
tíma - að vísu fengu þeir kaffi og
vöfflur í hléinu, framreitt af 10.
bekkingum Dalvíkurskóla og
foreldrum þeirra.
Það voru nemendaráð skólanna
á Dalvík, Húsabakka og í Árskógi
sem efndu til ráðstefnunnar í sam-
vinnu við æskulýðsfulltrúa, félags-
málastjóra, sóknarpresti, lögreglu
og Heilsugæslustöð, að ógleymd-
unt kennurum og stjórnendum
skólanna.
Erindin voru af ýmsum toga. I
upphafi áttu unglingamir sviðið.
Fulltrúar nemendaráðanna þriggja
ávörpuðu fundargesti og á eftir
þeim stigu fram þrír nemendur í
framhaldsskólunum á Akureyri og
deildu reynslu sinni af því að fara
burt og vera í framhaldsskóla, með
fundarmönnum. Að því loknu
komu þau eitt af öðru Bjarni
Gunnarsson æskulýðsfulltrúi,
Steinunn Hjartardóttir félagsmála-
stjóri, sr. Jón Helgi Þórarinsson,
Sædís Númadóttir hjúkrunarfræð-
ingur, Bragi Stefánsson læknir og
Felix Jósafatsson lögregluvarð-
stjóri rak lestina. Og ekki má
gleyma því að léttsveit Tónlistar-
skóla Dalvíkur lék fyrir gesti í
fundarhléi.
Það er engin leið að gera þessari
ráðstefnu tæmandi skil, en við
viljum til gamans og fróðleiks
birta erindi sem tveir nemendur
Húsabakkaskóla flultu:
Hvað eru unglingar?
Okkur fannst það vægast sagt
undarlegt þegar við flettum al-
fræðiorðabókinni upp, að þá fund-
um við ekki orðið unglingar heldur
bara orðin unglinga-aibrot og
Unglinga-heimili ríkisins. Eru
unglingar ekki til á Islandi nema
þegar talað er um afbrot eða upp-
tökuheimili fyrir unglinga?
Jú, þeir eru til þótt þeir séu ekki
nefndir í íslensku alfræðiorðabók-
inni. En kannski hefur röng um-
fjöllun verið um unglinga í fjöl-
miðlum, sérstaklega innan höfuð-
borgarsvæðisins og annarra stærri
kaupstaða.
Þegar svona er hugsað er fólk of
neikvætt. Fjölmiðlar gefa þannig
ranga mynd af unglingum. Eru all-
ir unglingar afbrotaunglingar eða
hvað?
Séu unglingareykingar og
vímuefnaneysla orðnar algengari
er þá réttlætanlegt að tala svona
um unglinga þar sem fátt eða ekk-
ert jákvætt er um þá?
Staðreyndin er sú að flestir ung-
lingar lifa heilbrigðu og jákvæðu
lífi. Það er að vísu rétt að neysla
áfengis og vímuefna hefur aukist
meðal unglinga og það er alls ekki
nógu gott. En hverjir bera ábyrgð-
ina?
Hvað um þá sem sjá unglingum
fyrir álengi og sígarettum? Eiga
þeir enga sök á þessu? Yfirleitt eru
þetta eldri unglingar sem komast í
Ríkið eða geta keypt sígarettur.
Stundum eru það eldri systkini.
jafnvel fullorðið fólk sem veit
greinilega ekki hvað það er að gera
unglingunum.
Líklegasta orsökin fyrir aukinni
neyslu er e.t.v. sú að foreidrar veita
börnum sínum of litla athygli eða
umönnun og kenna þeim of lítið
um lífið og tilveruna og eigin
reynslu. Nútíma foreldrar þurfa að
vinna mikið og hafa þar af leiðandi
lítinn frítíma. En það þarf ekki að
koma niður á sambandi þeirra við
bömin. Það gerist því miður allt of
oft og ætlast foreldrarnir til þess að
skólinn sjái um uppeldi barnanna.
Þetta þýðir þó ekki að ungling-
arnir séu alsaklausir. Unglingar
þurfa að læra að bera ábyrgð á
sjálfum sér.
Segjum sem svo að einhver
töffari í bekknum spyrji einhvem
Meðal-Jón hvort hann vilji ekki
sopa eða smók. Þá þarf viðkom-
andi að geta sagt nei og meint nei.
En yfirleitt segja þeir já þó þeir
meini kannski nei, bara til að vera
nteð í hópnum og til þess að vera
ekki talinn alger gík!
Nú er í tísku hjá unglingum að
drekka sig fulla og sýnir það hvað
íslenskir unglingar eru rniklir aum-
ingjar að geta ekki skemmt sér án
þess að detta í það!
Sannleikurinn er sá að það er
ekki lengur flott að reykja eins og í
göntlu bíómyndunum eða drekka
frá sér ráð og rænu.
Þvert á móti!
Það er töff að segja nei!
Svarfdælabúð
Dalvík
Emmess ístllbod
Sportklaki Skafís 2 Itr.
heimilispakkning Vanillu og Súkkulaði
kr. 199,- Kr. 398,-
Sprengidags-
saltkjöt
fyrir sprengidaginn
Allt í helgarmatinn - Líttu inn!
Verðlaekkun
Seljum næstu daga:
Loftljós, veggljós, borðlampa
og ýmsa aðra hluti
með 15%-50% afslætti
= (96) 63204 og (96) 63201