Norðurslóð - 29.03.1995, Page 1

Norðurslóð - 29.03.1995, Page 1
wmm Svarfdælsk byggð & bær 19. árgangur Miðvikudagur 29. mars 1995 3. tölublað Kostnaður við snjómokstur er þegar orðinn nokkuð meiri en áætlað var að verja til hans allt árið 1995. Mynd: þh s Ofærðarveturinn Hér er verið að lesa af regnmælinum á Tjörn fyrir liálfum mánuði, en hann stendur 145 sm upp úr jörð. Viku eftir að þessi mynd var tekin hatði hríðin fært mælinn í kaf og gott betur því það voru 40 sm jafnfallinn snjór ofan á mælinil. Mynd: KEH Óhætt er að fullyrða það þessi vetur sé einhver mesti ófærðar- vetur sem komið hefur hér á seinni árum og líklega slær hann öll met. Snjór er líka með al- mesta móti, alla vega á láglendi. Það hefur t.d. aldrei áður gerst síðan úrkomumælingar hófust á Tjörn að úrkomumælirinn hatl allur farið á kaf. En það gerðist nú á dögunum og hefur liann verið tvndur í nokkra daga á meðan stöðugt bætir á snjóalög- in. Það á þó að heita að hann standi utan seilingar allra skatla 145 cm. upp úr jörðinni. Þannig er því víðast hvar háttað að kennileiti sem fólk hefur til að ntiða snjódýptina við eru horfin undir snjóbreiðuna og við flesta bæi ná skaflar mun meiri hæð en heimamenn hafa áður séð. Hins vegar er snjórinn tiltölulega laus í sér og ekki viðlit að menn konii sér saman um hvort þetta sé mesti snjór sem komið hefur í seinni tíð þó blaðamanni sé nær að halda það. I síðasta tölublaði Norðurslóðar voru rakin nokkuð snjómoksturs- mál í sveitinni sem þá voru langt komin með að slá öll met. Skemmst er frá því að segja að síðan það var ritað hefur varla stytt upp svo heitið geti og í þau örfáu skipti sem menn hafa lagt í að ryðja vegi (helst til að hægt væri að sækja mjólk til bænda) hafa þeir oftast verið orðnir ófærir aftur inn- an sólahrings. Hálft í hvoru prísa menn sig sæla í sveitinni fyrir það að kennarar skulu vera í verkfalli því skólahald hefði hvort eð er raskast verulega og vafamál hvort yngri bömin sem eru í daglegum akstri hefðu fengið nema örfáa kennsludaga þennan tíma síðan verkfallið hófst. Þá má greina frá því Svarfdælingum til hugarhægð- ar að nú kostar Vegagerðin mokst- ur tvisvar í viku á litla sveitar- hringnum í stað einu sinni áður eins og sagt var frá í síðasta blaði. Reyndar hefur veðrið hamlað því að við fengum þann reglubundna mokstur en vissulega hlýtur þetta að þýða mikinn sparnað fyrir sveit- arfélagið. Því er svo við þetta að bæta að frá því þetta er ritað urðu nokkrar breytingar til batnaðar. 19. mars var komið kyrrt og bjart veður en síðan snérist hann til sunnanáttar með hlýindum í nokkra daga. Tók þá upp gríðarlega mikinn snjó og skaflar sigu saman. Fannbreiðan Svarfdælabúð 10 ára Síðastliðinn föstudag, þann 24. mars, var haldiö upp á það í Svarfdælabúð að 10 ár voru liðin frá opnun hennar. Raunar var afmælisdagurinn á sunnudeginuin 26. en af eðlilegunt ástæðum þótti mönnum réttara að halda upp á daginn á opnunartíma verslunarinnar. í tilefni dagsins var boöiö upp á 10% afslátt af öllum vörum og einnig var viðskiptavinum boðið upp á kaffi, Frissa fríska og risavaxna afmælistertu. Þá var boðið upp á lif- andi tónlist sem Lúðrasveit Tónlistarskólans fiutti við góðar undirtektir. Þessa dagana standa yfir svokallaðir Norðlenskir dagar og kynntu ýmsir norðlenskir framleiðendur vörur sínar á afmælisdag- inn með sérstökum afslætti. Það ntá rifja upp hcr að nýja verslunin þótti á sínum tíma mikil bylting til framfara t verslunannálum hérá staðnuin og segir urn það í 10 ára gamalli Norðurslóð: „...ekki er að efa að Svarfdælir hafa mikinn áhuga á að þessi verslun, svo glæsilega búin sem hún sýnist ætla að verða, komi til með að hafa verulega breidd í vöruúrvali og að verðlag vcrði í lík- ingu við það sent hagstæðast býðst á Akureyri". Það er engu líkara en snjóbrettakappinn sé að renna sér niður Hæjarfjallið þegar hann svífur um loftin blá. Mynd:-ÞH ^íý íþrótt: Snjóbretti Islandsmót haldið á Dalvík Snjóbretti eru vinsælt leiktæki um þessar mundir og um síöustu helgi var haldið fyrsta óopinbera Islandsmótið í keppni á þessunt brettum. Fór það fram á Dalvík og tókst með ágætum þótt veður- guðirnir væru afar mislyndir unt helgina. Það var talsvert annar bragur á keppendum og allri umgjörð um þetta mót heldur en ríkti á hefð- bundnu stórsvigsmóti sem fram fór mikli ununyndaðist í hjarnbreiðu svo ekki þurfa menn að hafa áhyggjur af því að sá snjór fjúki í skafla og fylli djúpar traðir. Það tók snjó- mokstursmenn marga daga að hreinsa götur og þjóðvegi enda snjórinn orðinn blautur og þungur og svo mikið af honum. Til marks um það hversu mikill snjór hefur fallið hér á Dalvík má nefna nokkrar tölur sent Svein- björn Steingrímsson bæjartækni- fræðingur tók saman fyrir blaðið. í síðasta mokstri nú fyrir helgina var ekið í sjóinn um 40.000 rúmmetr- um af snjó, en það jafngildir hátt í 25.000 tonnum. Og að sjálfsögðu hefur allur þessi mokstur kostað sitl. Svein- birni sýndist kostnaður við snjó- mokstur vera kominn í uþb. sex milljónir króna það sem af er ár- inu. A fjárhagsáætlun ársins eru 5,5 milljónir króna settar í þennan lið og því ljóst að liann fer töluvert fram úr. Til fróðleiks má nefna að hreinsun bæjarins tók stærstan hluta síðustu viku og kostnaður við hana var ekki undir 2 milljónum króna. Það þarf ekki að nefna það að þessi mokstur tekur því sem raunin var í fyrra langt fram. Allt árið 1994 var mokað snjó lýrir 3,6 milljónir króna. Það eru því allar horfur á að sú upphæð verði tvöfalt hærri í ár. Og þegar þessi orð höfðu verið á tölvuskjá fest gerði enn eitt skot- ið á laugardag. Það stóð þó stutt og bætti ekki teljandi við skaflana. -ÞH/hjhj í fjallinu sama dag. I stað glans- galla sem eru eins og smurðir utan á keppendur er klæðnaður snjó- brettafólks víðar og rúmgóðar bux- ur og síð og víð úlpa eða peysa. Og meðan skíðakappar bruna niður hlíðarnar í algerri þögn að frátöldu hvissinu í skíðunum er há- vær tónlist lykilatriði á hverju snjóbrettamóti. Það var búið að koma l'yrir hljómtækjum með til- hcyrandi hátölurum í hlíðum Böggvisstaðaljalls og úr þeim glumdi hrátt rokk. Þessi umgjörð ber uppruna íþróttarinnar vitni. Hún er greini- lega ættuð úr bandarískum stór- borgum og hel'ur þróast upp úr hjólabrettunum sem vinsæl eru þar vestra. Þeim tilheyrir hávær tónlist og klæðnaðurinn er ekki ósvipaður þcim sem sást í fjallinu á sunnu- daginn. Og málfar kynnisins dró dám af þessum uppruna því hann talaði ntjög enskuskotið mál og hógværð er greinilega ekki eitt af aðalsmerkjum snjóbrettakappa. En hvað sem umgjörðinni líður þá var það íþróttin sem laðaði mannfjöldann að stökkpallinum sem búið var að ýta upp í miðri hlíðinni. Mörgum þótti hún æði glæfraleg, en kapparnir renndu sér niður brekkuna upp á pallinn og tók svo fiugið. Sumir fóru heilan hring í loftinu og gerðu ýmsar kúnstir áður en þeir lentu. Urðu nokkrar umræður unt að þetta hlyti að vera hættulegt sport. en kepp- endur gera lítið út slysahættunni og segja hana hlutfallslega mun minni en í hefðbundinni skíðaiðk- un. Það var ntál manna að þessi ágæta keppni væri góð viðbót og tilbreyting frá hefðbundnum skíða- mótum. Mótið dró að sér hátt í hundrað keppendur og aðra snjó- brettaunnendur víða að af landinu. Jón Ægir Jóhannsson sem stóð fyr- ir skipulagningu mótsins af hálfu heimamanna sagði að gestirnir hefðu verið hæstánægðir með að- stæður í fjallinu og að það væri ekki spurning hvort þeir kærnu aft- ur heldur hvenær. Hefur jafnvel verið rætt um að gera Dalvík að framtíðarstað l'yrir Islandsmót á snjóbrettum. -ÞH Messur um bæna- daga og páska Skirdagur: Vallakirkja: Messakl. 21 Föstudagurinn langi: Dalvíkurkirkja: Kyrrðarstund kl. 20.30 Páskadagur: Dalvíkurkirkja: Hátíðarmessa kl. 8 Urðarkirkja: Hátíðarmessa kl. 13.30 Tjarnarkirkja: Hátíðannessa kl. 16 Páskamessan á Dalbæ auglýst síðar. Sóknarprestur

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.