Norðurslóð - 29.03.1995, Qupperneq 2

Norðurslóð - 29.03.1995, Qupperneq 2
2 — NORÐURSLOÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgöarmerm: Hjörieifur Hjartarson, Laugahlíö, Svarfaöardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríöur Hafstaö, Tjörn. Sími 96-61555 Blaöamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Snjór snjór snjór Ágætu lesendur. Nú fara kosningar í hönd og má ýmislegt segja misjafnt um þá lista sem í fram- boði eru hér í okkar kjördæmi og raunar víðar. En þar sem Norðurslóð er hafin yfir alla flokka- pólitík verður ekki fallið í þá freistni að svo stöddu. Raunar eru vandfundin þau umræðuefni á eldfimum tímum sem þessum sem ekki verða túlkuð sem dulbúinn áróður til stuðnings hinum eða þessum framboðslistanum. Það er helst að hægt sé að tala um veðrið án þess að taka þar beinlínis einhverja pólitíska afstöðu. Enginn þeirra lista sem nú eru boðnir fram hefur bætt veðurfar á stefnuskránni. Er það raunar merki- legt eins og þjóðin er nú veðurbarin eftir þennan langa og erfiða vetur. Annað eins hefur nú líklega verið skrumað fyrir kosningar. Og víst er ærið tilefni til að fjalla um veðrið þó ekki komi til hlutleysispólitík Norðurslóðar. Þessa dagana er veðrið mál málanna. Þessi vetur er áreiðanlega einn sá snjóþyngsti og vanstilltasti sem komið hefur í seinni tíð hér í Svarfaðardal og líklega á landinu öllu. Það á alla- vega við um þennan tíma sem liðinn er frá ára- mótum. I framtíðinni verður hans líklega minnst sem „Snjóflóðavetrarins mikla 1995“. Það eru sjálfsagt fá dæmi þess í Islandssögunni að í öllum landsfjórðungum falli snjóflóð og valdi stórfelldu eignatjóni að ekki sé minnst á mannslífin sem þau hafa grandað. I bæjuni og sveitum vítt um vest- an-, norðan-, og austanvert land hafa fjölskyldur þurft að yfirgefa hús sín í stóruni stíl vegna hættu á snjóflóðum og sumar þurft að dvelja langdvöl- um að heiman af þessurn sökum. Heilu bæjarfé- lögin hafa nánast farið á kaf í snjóinn og sam- göngur lagst niður langtímum saman vegna ófærðar á vegum. Hér innan fjallahringsins svarfdælska hafa samgöngur einnig legið niðri langtímum saman. Þrátt fyrir upphækkaða vegi, miklu öflugri og stórvirkari snjóruðningstæki og stórbætta þjón- ustu Vegagerðarinnar að ekki sé minnst á alla öflugu jeppana og vélsleðana sem bændur og bæjarlið hafa yfír að ráða þá hefur enginn geta hreyft sig spönn dögum saman og þarf að Ieita ansi langt aftur í tímann til að finna dænii um jafn langvarandi og þráláta ófærð vegna fann- fergis. Sveitarfélögin hafa varið milljónum í snjó- mokstur sem oft hefur verið að engu orðinn inn- an sólarhrings. Þykir mörgum að vonum hart að horfa á eftir útsvarinu sínu umbreytast í snjó- ruðninga sem bráðna útí vegakanti engum til gagns og öllum til ama. Og hver er svo lærdómurinn sem við getur dregið af ástandinu? Líklega er hann sá eins og margir hafa raunar bent á að þrátt fyrir alla okkar tækni sem auðveldar okkur lífið og allt það öryggiskerfi sem við höfum byggt upp til að forða okkur frá skakkaföllum ýmisskonar þá er íslensk náttúra söm við sig og henni verður ekki breytt. Og hvað sem líður allri tækniþróun þá eru það við sem verðum að laga okkur að duttlungum hennar en ekki hið gagnstæða. hjhj Utburðarhraun og Nykurtjörn Hátt í fjalli fyrir ofan Gruntl í Svarfaðardal er tjörn ein, sem Nykurtjörn heitir. Sú trú er á tjörn þessari frá fornu fari að í henni hafist við skepna ein í hests líki, sem nykur nefnist. Al- kunnugt er að nykrar líkjast að flestu leyti venjulegun, gráum hestum, en þó er sá munur á, að hófar nykursins snúa aftur, gagnstætt því sem er á hestum. Það er til sanninda um tilvist þessa dýrs í Nykurtjörn í Svarfað- ardal, að þegar vorar og vatn tekur að hækka í tjörninni vaknar dýrið af vetrardvala og tekur að vella sér ferlega í vatninu. Verða af umbrol- um þessum flóðbylgjur geysimikl- ar, sem flæða upp úr tjörninni og steypist vatnið niður bratta hlíðina. Hefur þetta gerst margsinnis í minni núlifandi manna, stundum ár eftir ár. Hefur vatnsflóð þetta leikið grátt túnið á Grund og enda fleiri bæja þar í grenndinni. Sjálfan nykurinn hefur sjaldan borið fyrir sjónir manna, en þó eru þess dæmi svo sem nú skal greina: Það gerðist síðsumar eitt á ofan- verðri 19. öld, að tvö tökuböm, piltur og stúlka á fermingaraldri, voru send frá bæ þeim, er Tjarn- argarðshorn heitir, til grasatínslu þar upp í fjallið. Sumir segja, að börnin væru frá Brekkukoti. en bæir þessir báðir eru eigi alllangt frá Grund, utar í dalnum. Bömin gengu suður og upp eftir fjallinu og stefndu á Nykurtjörn, því þar þótti eitt besta grasaland á þessum slóðum. Þau gengu fram- hjá tjörninni og upp í urðarbungur nokkrar, sem þar eru innan og ofan við tjörnina. Voru þar grös væn innan um urðina. Er þau höfðu tínt þar nokkra stund skall skyndilega á þau dimm þoka og í sömu mund heyrðu þau skerandi vein eða væl, eigi ólfkt því sem kæmi úr mannsbarka en þó alltorkennilegt. Börnin urðu felmtri slegin en vildu þó freista þess að kanna, hvaðan hljóð þetta kæmi. Gengu þau því í þá átt, sem hljóðið virtist koma úr. Skyndilega nam stúlkan staðar og rak upp hræðsluóp. Hljóp drengurinn til hennar og sá þá, að á milli tveggja stórra steina rétt framan við fætur stúlkunnar lá barnsbeinagrind og vissi upp andlitið. Var niðurhluti beinagrindarinnar að nokkru sveipað í einhverskonar dúk eða dulu. Ekki horfðu bömin lengi á þessa hryggðarmynd, enda voru þau skelfingu lostin og setti að þeim kuldahroll mikinn í renn- blautri þokunni. Sneru þau hið bráðasta frá þessum stað og hlupu sem mest þau máttu áleiðis heim. En er þau koma aftur að Nykur- tjörn móð og másandi sjá þau sér til furðu að eigi alllangt frá þeim stað, þar sem lækur rennur úr henni og eru nokkrir grashnottar, stendur grár hestur. Stendur hann í höm og hengir höfuðið. Segir þá drengurinn sem er kjarkmikill og áræðinn, að nú skuli þau taka hest þennan ef hann sé gæfur og létta sér ferð niður fjallið. Hleypur hann að hestinum, en hann hreyfir sig ekki, hnýtir drengur upp í hann snærisspotta og sveiflar sér á bak og kallar á stúlkuna. Tókst henni með hjálp drengsins að komast upp á makka hestsins fyrir framan hann. Slær nú drengur duglega í lend Grána, sem þegar tekur viðbragð og rásar af stað út í þokuna. Ekki hafði hann farið langan veg, er bæði bömin sjá, að grár vatnsflötur birtist framundan. Sjá þau að það muni vera Nykurtjömin og stefnir hesturinn á hana óðfluga. Urðu nú börnin skelfdari en nokkru sinni fyrr. Reyna þau að stöðva skepn- una, en hún dregur þá snærið úr lófa drengsins og herðir ferðina. Sér drengur að nú eru góð ráð dýr, hann kastar sér af baki hestsins og hrópar til stúlkunnar, að hún skuli gera slíkt hið sama. En stúlkan ríg- heldur í faxið og situr sem fastast enda þótt hesturinn fari nú í loft- köstum og eigi aðeins nokkra faðma ófama að vatninu. I sömu mund og Gráni tekur undir sig gríðarlegt stökk og spymir hófum í mosabakkann sér drengurinn að hófarnir á afturfót- um hans snúa öfugt við það, sem er á öðrum hestum. Drengurinn sá þetta greinilega, þótt stutt væri stundin, því í sömu andrá skall hesturinn í vatnið með stúlkuna á bakinu og gengu boða- föllin í allar áttir og skall há bylgja upp á vatnsbakkann. Að andartaki liðnu var allt sokkið, hestur og stúlka, og yfirborð vatnsins aftur orðið kyrrt og slétt. Nokkra stund stóð drengurinn sem agndofa á þúfunni, þar sem hann hafði komið niður í fallinu. Hann áttaði sig þó von bráðar og hljóp af stað allt ltvað af tók niður fjallið og komst heim í Tjarnar- garðshorn nær örvita af hræðslu. Var það ekki fyrr en hann hafði verið háttaður niður í rúm og gefin heit mjólk að drekka, að hann mátti mæla og gat skýrt frá því, er fyrir hafði borið. Það þóttust menn skilja af frásögn drengsins, að hestur þessi hefði enginn hestur verið, heldur nykur sá, er talið var að ætti sér samastað í tjöminni. Höfðu gamlir menn enda heyrt þess getið, að slíkir at- burðir hefðu gerst við Nykurtjörn á fyrri öldum. Þá rifjaðist það upp fyrir mönn- um, að nokkrum árum áður en þessi tíðindi gerðust, hefði ung stúlka frá Grund sturlast og dáið með torkennilegum hætti. Stúlka þessi hafði verið heitbundin manni þar í sveitinni, en hann svikið hana í tryggðum og tekið saman við kaupakonu að sunnan. Grundar- stúlkan hafði þá að sumra áliti ver- ið kona eigi einsömul. Varð hún hugsjúk af vonbrigðum og áhyggj- um og varð ekki mönnum sinn- andi. Fór hún einförum og hvarf enda burt af heimilinu um nokkurt skeið og var það að sumarlagi. Er hún seint og um síðir skilaði sér aftur heim, var hún aðfram- komin af hungri og vosbúð og svo illa haldin á sál og líkama að hún átti sér ekki afturbata von og and- aðist þá um haustið og var þá nær alveg sturluð. Þóttust menn nú skilja, að stúlkukind þessi hefði alið barn sitt þetta sumar fjarri byggðum manna og borið það út þar í urðinni ofan við Nykurtjöm. Hefur urð þessi síðan verið nefnd Útburðarhraun. Skeður það enn í dag, einkum í dimri þoku, að gangnamenn, sem leið eiga unt þær slóðir þykjast heyra ámátleg vein berast frá Útburðarhrauni. Og enn í dag eru börn þar á bæjunum áminnt um ef þau ganga á fjall, að vara sig á torkennilegum gráum hesti, er á leið þeirra kann að verða. HEÞ.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.