Norðurslóð - 29.03.1995, Qupperneq 6

Norðurslóð - 29.03.1995, Qupperneq 6
TÍMAMÓT Skírnir 12. febrúar var Þórður Elí skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Guðrún Flulda Þorsteinsdóttir, Bárugötu 2, Dalvík, og Bergþór Arnar Ottósson, Skútahrauni 4b, Reykjahlíð. 24. febrúar var Valþór Ingi skírður að Flólavegi 15, Dalvík. For- eldrar hans eru Heiða Hilmarsdóttir (Daníelssonar) og Hilmar Þór Valgarðsson, Brimnesbraut 5, Dalvík. 18. mars var Ingi Þór skírður að Lækjarstíg 5, Dalvík. Foreldrar hans eru Guðný Gunnlaugsdóttir og Arngrímur Jónsson (Tryggva- sonar), Lækjarstíg 5, Dalvík. Sigurjón Jó- hannsson, Hlíð, varð 70 ára 28. febrúar sl. Björgvin Jóns- son skipstjóri, Dalvík, varð 85 ára 24. mars sl. 8. mars lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Agúst Bjarnason frá Grímsey. Agúst fæddist 25. nóvember árið 1917 að Kirkjubæ í Hróarstungum, sonur Júlíönu Krist- mundsdóttur og Bjama Jónssonar. Er Agúst var á fyrsta ári flutti hann með móður sinni til Grímseyjar, þar sem hann varð eftir í fóstri þegar móðir hans fór þaðan. 15 ára gamall fékk hann heimili hjá hjónunum Jakobi Helgasyni og Svanfríði Bjamadóttur og var æ síðan sem einn úr þeirri fjöl- skyldu. Arið 1947 flutti hann með fjölskyldunni til Dalvíkur og eftir að Jakob lést tók Guðrún fóstursystir hans að sér að annast um Ágúst. Ágúst fór á sjóinn ungur að árum og var á sjónum stærstan hluta af sinni starfsævi. Var hann sjómaður al' Iífi og sál og fylgdist einn- ig vel með því sem gerðist á sjónum eftir að hann kom í land. Árið 1980 gekk Ágúst í hjónaband með Sigurást Kristjánsdóttur og bjuggu þau á Dalvík en Sigurást lést árið 1984. Árið 1985 eign- aðist Agúst heimili á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, og bjó þar til æviloka. Ágúst var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 15. mars. Guöjón Ingvar Elías Hjaltason, Skíðabraut 15, Dalvík, andaðist á FSA 8. mars sl. Guðjón fæddist á Akranesi 14. desember 1921. Hann stundaði sjómennsku frá unga aldri og var oftast á aflahæstu skipunum enda vel liðinn af samstarfsmönnum sínum. Guðjón gil'tist Soffíu Leifsdóttur frá Akra- nesi og áttu þau saman einn son, Leif Rúnar, sem nú býr í Borgarnesi ásamt konu sinni Al- dísi Lárusdóttur. Þau eiga 4 börn. Sambýliskona Guðjóns síðustu 14 árin var Hildigunnur Kristinsdóttir, Dalvík, og áttu þau heima á Skíðabraut 15. Guðjón var jarðsettur frá Akraneskirkju 20. mars sl. Sóknar- presturinn þar, sr. Björn Jónsson, jarðsetti. Þann 28. febrúar sl. andaðist í Islendingabænum Gimli í Kanada Petrína Þórunn Soffía Árnason á 99. aldursári sínu. Hún vardótt- urdóttir Arngríms heitins Gíslasonar málara og konu hans, Þórunn- ar Hjörleifsdóttur ljósmóður í Gullbringu. Petrína giftist 1913 Guðjóni Ámason, Eyfirðingi að ætt, en hann andaðist í Gimli fyrir fáum árum. Þau hjónin áttu tíu börn og eru sjö enn á lífi í Gimli og nágrenni. Einn sona þeirra var Theodór Árna- son. Ted, sem lengi var bæjarstjóri í Gimli. Norðurslóð sendir samúðarkveðjur. Afmæli Sigurjón Sig- urðsson, Læk, Skíðadal, varð 70 ára 4. mars sl. Guölaug Kristj- ánsdóttir, Upp- sölum, varð 75 ára 24. mars sl. Páll Guölaugs- son, Miðkoti, Dalvík, varð 85 ára 27. mars sl. Andlát Norðurslóð ámar heilla. FRÉTTAHORNIÐ Hér eru þeir Blikamenn Friðrik Gígja (tv.) og Matthías Jakobsson að um- stafla þorskhausum eftir að snjórinn gerði usla í þurrkhjöllunum við Ytra- Holt. Snjórinn sligaði fjölmargar sperrur sem þurfti að endurnýja. Hjallarn- ir grófust allir í fönn og sagði Matthías að tjón fyrirtækisins af þessum völd- um næmi einhverjum hundruðum þúsunda króna. Mynd:-ÞH þar af var ekki hægt að athafna sig nema 17, hinir fóru í brælu. Rækjutogarinn Baldur hefur verið seldur frá Dalvík og með honum 1.130 þorskígildistonna kvóti. Það var Snorri Snorrason sem átti skipið en frá og með síð- ustu helgi verður hann gerður út frá Olafsfirði undir merkjum fyrir- tækisins Sæbergs hf. Fimmtán mánuðir liðu frá því skipið kom til Dalvíkur þangað til það var selt og á þeim tíma var það gert út á rækju á Islandsmiðum og Flæmska hatt- inum úti fyrir ströndum Kanada. Að sögn Snorra er ástæðan fyrir sölu skipsins sú að breytingar og viðgerðir sem gera þurfti á skipinu eftir að hann keypti það reyndust mun tímafrekari og kostnaðarsam- ari en ráð var fyrir gert. Hann seg- ist ekki vita hvert framhaldið verði hjá sér. Margir hafa nokkrar áhyggjur af atvinnuástandinu á Dalvík um þessar mundir. í febrúar voru að meðaltali 36 manns án atvinnu á Dalvík og í Svarfaðardal, jafn- margir og í janúar. Að undanförnu hafa tækninýjungar í Frystihúsi KEA og rækjuvinnslu Söltunarfé- lagsins fækkað störfum um 20 og með sölu Baldurs hverfa rúmlega 10 störf. Ekki verður séð hvemig þessi störf verða bætt, en ýmislegt er í deiglunni þótt ekki sé ljóst hvað kemur út úr því. Svo virðist sem aðeins einn Dal- víkingur ætli að veiða grá- sleppu í ár, en það er Reimar Þor- leifsson. Hann lagði net sl. fimmtudag og vitjaði þremur nótt- um síðar og dró þá átján net. Afl- inn var: 3 grásleppur 3 rauðmagar 2 selir 1 gaddaskata 1 svartfugl 1 krabbi Eins og sést á þessari upptalningu fór Rcimar nákvæmlega að lögum sem segja að allur meðalli skuli koma að landi. ✓ Agætlega gengur hjá togurum ÚD um þessar mundir. Björg- vin hefur verið gerður út á rækju og aflinn unninn um borð. Fyrir nokkru kom hann til Dalvíkur með mesta afla sem skipið hefur komið með úr einni veiðiferð eftir að rækjuveiðarnar hófust. Þá komu upp úr skipinu tæplega 169 tonn af rækju, þar af helmingurinn iðnað- arrækja, en afgangurinn Japans- rækja og soðin rækja sem fer á Evrópumarkað. Verðmæti þessa ágæta farms er um 38 milljónir. En það tók sinn tíma að ná þessum afla. 24 daga var skipið úr höfn, en B jörgúlfur hefur að mestu verið á grálúðuveiðum undanfarið og landað stærstum hluta aflans í gáma. Hefur veiðin verið ágæt. Nú er skipið á karfaveiðum og hefur stefnan verið sett á Þýskaland, en þar á skipið pantaða löndun í byrj- un apríl. Heiðar Sigur jónsson unglinga- landsliðsmaður í knattspyrnu sem verið hefur helsti markaskor- ari meistaraflokks Dalvfkur undan- farin sumur hefur nú gert samning við Þrótt í Reykjavík og hyggst leika með því félagi í 2. deild Is- landsmótsins í sumar. Heiðarer 17 ára og mikið efni í knattspymu- mann, enda hefur hann þegar leik- ið 7 landsleiki og skorað 1 mark. Aðsóknin framar öllum vonum - Rætt við Skarphéðin Pétursson forstöðumann Sundlaugar Dalvíkur Hálft ár er nú liðið frá því hin glæsilega sundlaug Dalvíkinga var tekin í gagnið og er forvitni- legt að vita hvernig aðsóknin hefur verið þessa fyrstu mánuði. Blaðamaður Norðurslóðar brá sér í sund og potta í sólskininu s.l. föstudag og vissulega er þarna einn inesti sælureitur hér um slóðir. Hjá forstöðumanni sundlaugar- innar, Skarphéðni Péturssyni, fengust eftirfarandi upplýsingar: Frá vígsludegi 4. október og fram til áramóta höfðu samtals 7.135 gestir sótt laugina, ca. 60% full- orðnir og 40% börn. Að sögn Skarphéðins verður að telja þetta mjög ánægjulegar tölur og þróunin væri enn ánægjulegri. Á þeim köldu og næðingssömu mánuðum janúar og febrúar komu 2.696 gest- ir í laugina og með hækkandi sól eykst aðsóknin enn. „Núna undanfarna daga þegar sólin hefur loksins látið sjá sig hefur aðsóknin tekið kipp. Við höfum verið með um og yfir 100 gesti á dag. Það má alveg sjá af þessu að bæjarbúar kunna vel að meta nýju sundlaugina sína. Hér er að koma fólk sem hefur ekki kom- ið í sund í mörg ár en er núna að taka við sér. Þeir sem á annað borð komast upp á bragðið mæta reglu- lega upp frá því. Við áttum von á Skarpháðinn Pétursson að krakkarnir færu að koma í stór- um stíl sérstaklega eftir að verk- fallið skall á en það hefur ekki bor- ið svo mikið á því. Það er þá einna helst núna eftir að sólin byrjaði að skína. Við hleyptum vatni á renni- brautina í gær og fyrradag og hún er vinsæl bæði af börnum og full- orðnum. Eldra fólki fjölgar einnig jafnt og þétt og ég á von á að sjá meira af því þegar sól hækkar á lofti. M.a.s. er fólkið úr sveitinni búið að uppgötva laugina og er far- ið að koma hér á góðum dögum. Gufubaðið er gríðarlega vinsælt hjá okkur og sömuleiðis sólar- lampinn, hann er alveg fullbókað- ur nú um helgina,“ segir Skarphéð- inn. Búið er að lengja opnunartíma laugarinnar um helgar til að koma til móts við þarfir sundunnenda. Einkum er þá verið að stíla upp á að skíðafólk geti að afloknum góð- um skíðadegi í fjallinu látið líða úr sér í heita vatninu. Opnunartíminn er því núna 10-17 laugardaga og sunnudaga og 7-20 á virkum dög- um með hléi frá 14-16. Að sögn Skarphéðins er það 6-10 manna hópur sem alltaf mætir kl. 7 á morgnana en mest sé aðsóknin eft- ir kl. 16 á daginn. „Svo stílum við náttúrulega upp á að ná til okkar túristunum þegar líður fram á sumar. Það þarf vitan- lega að kynna þetta. Það er nú í smíðum auglýsingabæklingur sem Iátinn verður liggja frammi á helstu viðkomustöðum túrista. Einnig vorum við með í auglýs- ingu um skíðasvæðið sem send var í skóla nú í vetur“. Það er óhætt að mæla með því að menn bregði sér í sund á kom- andi góðviðrisdögum og þá er ekki síður amalegt að setjast með kaffi- bolla og kleinu eða rúnstykki upp í glertuminn á eftir og njóta hinnar stórbrotnu svarfdælsku fjallasýnar. Er nokkursstaðar á landinu til- komumeira kaffihús? Perlan í Reykjavík? Nei varla? hjhj

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.