Norðurslóð - 30.06.1995, Side 2
2 — NORÐURSLOÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Gull í
mýrinni
í landafræðinni sem við lærðum fyrir 20 árum stóð
að aðalatvinnuvegir íslensku þjóðarinnar væru
landbúnaður og sjávarútvegur og svo dálítill iðn-
aður. Þjónusta við ferðamenn var naumast til sem
atvinnugrein á þeim tíma. Nú er öldin önnur og
ferðamannaþjónusta er að slá út hina klassísku
höfuðatvinnuvegi í öflun gjaldeyris fyrir þessa þjóð
ef hún hefur þá ekki nú þegar tekið forystuna.
Smám sainan er þjóðin að átta sig á hinum nýju
tímum. Ný tegund athafnamanna hefur litið dags-
ins Ijós og tekið við mekjum útgerðarkónganna sem
áður áttu plássin. Þetta eru útgerðarmenn sem gera
út á landið en ekki miðin og lifa af því að sýna
erlendu ferðafólki hvað landið hefur upp á að
bjóða. Smátt og smátt eru íslendingar að uppgötva
að þetta kalda og óútreiknanlega land er alveg
einstakt í sinni röð með hrikalega náttúru og blá-
tæra víðáttuna sem erlendir gestir standa agndofa
yfir og eru tilbúnir að borga stórfé fyrir að fá að
deila með okkur örskamma stund. Það er hreinleik-
inn og óspillt náttúran sem fyrst og fremst hrífur
erlenda ferðamenn á Islandi og þessu hafa þeir sem
starfa að landkynningarmálum áttað sig á og
kynna nú landið óspart sem ímynd hreinleikans og
óspjallaðrar náttúru. Fyrir íbúa erlendra stór-
borga þar sem mengunin er nánast áþreifanleg er
Island eins og hrein opinberun, eyjan í úthafinu þar
sem allt er hreint og gott. Ekki er að efa að þessi
landkynning á eftir að skila verulegri aukningu
ferðamanna til landsins og hefur raunar nú þegar
gert það.
Það er aftur á móti óhjákvæmilegt að aukinn
ferðamannastraumur eykur álag á viðkvæma nátt-
úru landsins einkum á svæðurn þar sem gróður á
erfitt uppdráttar. Það er afar nauðsynlegt að þeir
sem með skipulag ferðamála fara hafi það jafnan
að leiðarljósi að náttúra landsins megi aldrei líða
fyrir ágang ferðamanna og skammtímagróðasjón-
armið ráði aldrei ferðinni. Að öðrum kosti mun
hugmyndin um land hreinleikans á endanum snú-
ast gegn landinu sjálfu.
Nú eru uppi áform um að reyna að laða ferða-
menn í auknum inæli hingað norður til Dalvíkur og
Svarfaðardals. Einkum horfa menn til Friðlands
Svarfdæla í þessu sambandi og vilja markaðssetja
það eins og sagt er á fínu máli. Við Svarfdælingar
höfum aldrei beinlínis litið á þessar mýrar okkar
sem eitthvert augnayndi hvað þá að okkur dytti í
hug að öðrum kynni að þykja þær aðiaðandi. Það
er að sönnu gleðiefni ef erlendir náttúruskoðarar
sækjast eftir að fá að njóta náttúrunnar hér. Aðal-
atriðið er að svo verði um hnútana búið að um-
hverfið beri ekki skaða af og að allir verði sáttir
sem hlut eiga að máli.
Flestir hér kannast við sögnina um gullskipið í
Ingólfshöfða. Oft er sannleikur fólginn í gömlum
sögnum og hver veit nema fjársjóður sé fólginn þar
um slóðir eftir allt saman en þó með öðru sniði en
talið var. Skilaboð sögunnar eru þó alveg skýr:
Menn skyldu aldrei ráðast á hauginn með land-
spjöllum. Þá brennur kirkjan. hjhj
Skriðukotsvatnið séð sunnanfrá.
(Mynd: Sigvaldi Gunnlaugsson)
Sigvaldi Gunnlaugsson
Söguþættir af
Skriðulæknum
Fyrri hluti
Sigvaldi Gunnlaugsson frá Hofs-
árkoti sendi Norðurslóð ásaint
með tleira efni eftirfarandi sögu-
þætti af Skriðulæk sem tilvalið
er að birta nú þegar svarfdælsk
vatnsföll hafa farið hamförum
og enn sem fyrr valdið allnokkr-
um búsifjuni.
Vatn í læk og lind
Skyldu þeir ekki vera æði ntargir
sem alist hafa upp í sveit og orðnir
eru fulltíða ntenn setn muna eftir
litlum læk hjalandi í brekkunni við
bæinn eða seitlandi við blóm-
skrýdda bakka sína á flötinni við
bæjarhólinn. Hver man ekki þenn-
an hljómfagra söng þar sem vatnið
skvaldrar við steinana í botni lækj-
arins eða fellur stall af stalli í lilíð-
inni og fyllir loftið þessum dillandi
síkviku tónum. Við sjáum göngu-
móðan ferðamanninn koma að litl-
um læk - kasta sér niður og svala
brennandi þorsta sínum á ísköldu
vatninu og blessa í huga sínum
þessa svalalind sem á vegi hans
varð. Skáldum hefur lítill lækur
jafnvel orðið að yrkisefni. Varla
var svo byggt ból í sveitum lands-
ins að ekki rynni lækur í námunda
þess. Það var ekki byggilegt býli
sem ekki hafði vatn í námunda við
sig, annaðhvort litla á eða læk. Við
lækinn var bundið lífið sjálft -
enginn getur lifað nema hafa að-
gang að vatni. I lækinn var vatn
sótt til matargerðar og til drykkjar
og vatnið úr læknum var notað til
þvotta og annarra hreinlætisstarfa.
I lækinn var sótt vatn handa öllum
búpeningi á vetrum. Oft kostaði
það mikið erfiði að halda vatns-
bólum opnum á köldum og snjóa-
sömum vetrum. Oft þurfti að grafa
djúpt niður að þeim, kannski sólar-
hring eftir sólarhring í stórhríð og
stormi því alltaf fyllti jafnóðum í
það sem grafið hafði verið. Var
undir slíkum kringumstæðum vatn
borið í bæinn til sólarhringsins en
skepnunum oft bara gefinn snjór til
að svala þorsta sínum. En sem bet-
ur fer þá heyrir þetta nú fortíðinni
til og vonandi þurfa menn ekki
framar að búa við slíkar aðstæður.
En þótt litli síkviki lækurinn væri
venjulega undur sakleysislegur gat
þó út af því brugðið - gat þá litli
lækurinn við viss skilyrði á vissurn
tímum skipt um ham og breyst í
óhemju sem allt reif með sér og
ógnaði bæði mannslífum og eign-
um. Frægur er Grundarlækurinn
vestanmegin í Svarfaðardal sem
hefur í gegnum tíðina látið mjög að
sér kveða, valdið bændum þungum
búsifjum og grafið djúpt gil í
fjallið.
Skriðulækur
Skriðulækur heitir annar lækur
sem fellur niður fjallshlíðina í all-
djúpu klettagili austanmegin í
Svarfaðardal, allmiklu framar en í
miðjum dal. Er þetta gil djúpt með
köflum, 15-20 metra háum hamra-
veggjum einkum neðarlega í hlíð-
inni. I gilinu eru allmargir og
myndarlegir fossar. Bergið virðist
hafa verið mishart og vatnið því
ekki unnið jafnt á því og þess
vegna myndast þessar klettabrfkur.
Sýnir gil þetta að einhvem tíma í
gegnum aldirnar hefur lækurinn
verið athafnasamur.
Skriðulækurinn kemur eins og
Grundarlækurinn úr tjörn í um 700
metra hæð yfir sjávarmáli. Liggur
tjörn þessi í alldjúpri kvos næstum
uppi á fjallinu. Flatarmál tjarnar-
innar er um 1,3 ha og dýpi hvergi
rneira en einn metri. I hana renna
smálindir sem koma undan hæða-
bungum suðaustan megin við
hana. Allstórar sléttar flatir vaxnar
mosa og öðrum háfjallagróðri eru í
kringum tjörnina einkum norðan,
austan og vestan. Fallegt er þarna
og friðsælt mjög og er hún eftir-
tektarverð hin mikla djúpa þögn
sem ríkir þarna við þetta litla
fjallavatn í kyrru og blíðu veðri.
Þarna unir fé sér vel og heldur sig
oft á þessum slóðum. Afrennsli
tjarnarinnar er úr norðurenda
hennar og rennur í alldjúpu gili í
gegnum fjallabrúnina. Síðan tekur
við djúpt gil með mörgum háum
klettabríkum og myndast af þeint
margir misháir fossar niður gilið í
fjallshlíðinni. Venjulega bæði vet-
ur og sumar og þó sérstaklega í
þurrkasumrum er lækurinn mjög
lítill og hverfur ofl alveg þegar
klettagilinu sleppir.
Stórhlaup hafa nokkuð oft kom-
ið í Skriðulækinn og Grundarlæk-
inn á vorin þegar snjóa tekur að
leysa - sérstaklega munu þau Itafa
verið nokkuð tíð í Grundarlækn-
um. Um orsakir þessara hlaupa
mun lengi framan eftir ekki hafa
verið fullljóst og var sú þjóðsaga
til að nykur einn ntikill hal'i hafst
við í Nykurtjörninni, eins og nafn
hennar bendir til. Atti nykurinn að
hafa farið milli Nykurtjarnarinnar
og Skriðukotsvatns eftir einhverj-
um neðanjarðargöngum og þegar
hann braust um og bylti sér komu
hlaupin í lækina. En nú er mönnum
ljóst og hefur trúlega verið það
lengi hverjar orsakir liggja að baki
þessum hlaupum. En orsök þeirra
er að við sérstakar aðstæður, t.d.
mikil frost á auða jörð að hausti, þá
frýs fyrir afrennsli þeirra og snjór
hleðst svo ofan á og hindrar þannig
afrennsli þeirra um lengri tíma.
Smátt og smátt hækkar svo yfir-
borð tjarnanna uns vatnið sprengir
sér farveg burt þegar þrýstingurinn
er orðinn mjög mikill og þegar
snjóa fer að leysa á vorin. Sérstak-
lega gerist þetta eftir þurrkasumur
þegar afrennsli tjarnanna er orðið
ntjög lítið.
5. júlí 1919
Laugardaginn þann 5. júlí 1919 var
veður hið besta, hálfskýjaður him-
inn mestallan daginn, sunnanátt og
hlýtt. Þennan dag var verið að
smala til rúnings austan megin í
Svarfaðardal. Búið var að smala
fjallið frá Hofsánni og suður að
Sæluá en ekki var fé rekið inn
nema á einum stað á þessu svæði.
Innrekstrarstaðurinn var á Ytra-
Hvarfi og var búið að smala og
koma fénu í rétt að aflíðandi há-
degi. Allmargt fólk var við réttina
bæði þeir sem verið höfðu í smöl-
un og fólk frá Skriðukoti og Hofs-
árkoti sem átti le sitt að mestu leyti
í þessari rétt og bjó sig undir að
fara að rýja féð. Tryggvi Jóhanns-
son bóndi á Ytra-Hvarfi stóð þar í
réttinni. Varð honum litið upp í
hlíðina og sá hann þá hvar Skriðu-
lækurinn braust fram í gilinu rétt
neðan við brúnarhausinn og mynd-
aði eins og gos á efstu fossbrúninni
þar sem vatnsflaumurinn sprengdi
sundur snjóskaflana sem eftir voru
í gilinu. Kallaði hann þá til fólks-
ins í réttinni að það væri byrjað
hlaup í Skriðulækinn og að það
væri best fyrir þá sem færir væru
um að hlaupa út að læknum og sjá
hverju fram færi þar útfrá en þama
var um 800 metra vegalengd að
ræða. Að þessum orðum mæltum
var hann stokkinn út yfir réttar-
vegginn og tekinn á rás úteftir og
fleiri fylgdu á eftir og varð ekki
meira um rúning að sinni. Mér
stendur þetta hlaup í Skriðulækinn
mjög ljóslifandi fyrir hugskotsjón-
um þótt ég væri þá ekki nema á
Framhald ú hls. 4