Norðurslóð - 30.06.1995, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 30.06.1995, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ —5 MÁ ÉG KYNNA? Sigríði Sigurðardóttur leikskólastjóra „Helga hringdi og ég ákvað að slá til“ Eins og kunnugt er hafa nýir aðilar tekið við rekstri leikskólans Fagra- hvamms á Dalvík. Það eru þær stöllur Helga Snorradóttir og Sig- ríður Sigurðardóttir og tóku þær við rekstrinum þann 1. júní s.l. Helga er heimamaður, borin og bamfædd á Dalvík, alin upp í sveitinni og er nú aftur komin til Dalvíkur og sest að í Reykholti. húsi afa síns og ömmu, eftir langa fjarveru með viðkomu í Reykja- vík, Skagafirði og Ólafsfirði. Sig- ríður er aftur á móti nýtt andlit á svæðinu og eins og lesendur þekkja er fátt betur fallið til að vekja forvitni Norðurslóðar en þegar nýtt fólk sest í hin og þessi ábyrgðarstörf í bænum. Blaðamað- ur fór þvf á stúfana og bað Sigríði að segja nokkur deili á sjálfri sér. Ég er fædd á Akureyri 1959. Foreldrar mínir voru Marsilía Sig- urðardóttir og Sigurður Oddsson frá Glerá, þau eru bæði látin. Ég er yngst fjögurra systkina og ólst upp á Glerá fyrstu 6 æviárin en þá flutti fjölskyldan inn í bæinn. Til Reykjavíkur flutti ég 1981, fór í Fósturskólann og útskrifaðist það- an 1984. Árið 1991 kláraði ég stjórnunarnám frá Fósturskólanum og næsta vor lýk ég prófi frá Kenn- araháskólanum í gegnum fjarnám. 1988-91 var ég með einkarekinn leikskóla, Höfn hf., að Marargötu Dagbjört Asgrímsdóttir Fædd 8. mars 1906 - Dáin 31. maí 1995 Einn af elstu borgurum Dalvíkur var jarðsungin frá Dalvikur kirkju þann 10. júní sl. Það var Dagbjört Ásgrímsdóttir, sem hin síðari árin var jafnan kennd við Lambhaga á Dalvík. Dagbjört fæddist á smábýlinu Vatni f Haganesvíh. Þar í plássinu ólst hún upp að mestu hjá foreldr- urn sínum, síðast á býlinu Dæli. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urlaug Sigurðardóttir og Ásgrímur Sigurðsson srniður og bóndi í Dæli í Fljótum. Dagbjört dreif sig í það þrátt fyrir lítil efni, að ganga í Kennara- skólann í Reykjavík og þaðan brautskráðist hún með heiðri vorið 1933. Það sama vor hóf hún bú- skap á Grund með unnusta sínum og síðar eiginmanni Stefáni Björnssyni, bóndasyni frá Atla- stöðum. Árið 1960 brugðu þau búi á Grund og fluttu til Dalvíkur í húsið Lambhaga, setn þau voru síðan jafnan kennd við. Dagbjört Ásgrímsdóttir hafði gilt og gott kennarapróf upp á vas- ann. Samt neytti hún þess aðeins sáralítið um dagana. Það gerðu lífsaðstæður hennar: barneignir, uppeldi og heimilishald langa ævi. Samt var ég undirritaður svo hepp- inn að njóta kennslu hennar einn vetrarpart 1934-35. Hreppurinn kom á svolitlu unglinganámskeiði, sem kallað var og stóð um mán- aðartíma. Við nemendurnir vorum urn 20. Eg veit ekki hvort þetta námskeið var frumraun Dagbjartar í kennslu, býst varla við því samt. en víst er, að hún stóðst það með prýði og skilaði okkur heim til foreldra okk- ar og heimila fróðara og víðsýnna fólki en hún tók við. Ég á ennþá prófskírleinið, und- irritað af Dagbjörtu og prófdómara Helga Símonarsyni á Þverá. Svo líður tíminn. „I dag mér á morgun þér“ segir máltækið. Helgi lifir enn í hárri elli heima á þverá, Dagbjört kennari hvílir í Dalvík- urkirkjugarði. Og undirritaður höktir á eftir og nálgast óðuni endamarkið. Ég votta aðstandendum Dag- bjartar í Lambhaga virðingu og samúð. Aðstandendur Norðuslóðar þakka henni ágæta samvinnu. Hjörtur E. Þórarinsson •j Dalborgin EA317 (áöur Ottar Birting) í sinni nvju heimahöfn. Snorri Snorrason, útgerðarmaður: Dalborg EA 317 til veiða á Flæmska hattinum (Mynd: Ó.Á.) Snorri Snorrason útgerðarmað- ur á Dalvík hefur keypt togar- ann Ottar Birting sem hatði sína bækistöð á Fáskrúðsfirði. Tog- arinn kom til háfnar á Dalvík 17. júní sl. og hélt síðan til veiða á miðvikudag. Áður en skipið hélt á veiðar hafði það verið málað blátt á lit og á það komið nýtt nafn og einkennisstafir Dalborg EA317. I hugum margra er skipsnafnið Dalborg nátengt nafni Snorra Snorrasonar enda var liann skipstjóri á gömlu Dal- borg EA317 í 14 ár eða svo. Svo öllu sé til skila haldið er þetta þriðja skipið á Dalvík sem ber Dalborgarnafnið. Fyrst bar 70 tonna bátur sem Söltunarfélag Dalvíkur h/f keypti 1975 þetta nafn en aðcins í um eitt ár þang- að til togarinn Dalborg kom. Ottar Birting kom talsvert við sögu í Smugudeilunni í fyrra. Hann var tekinn fyrir meint land- helgisbrot og fluttur til hafnar um leið og Björgúlfur og mál þessara skipa voru samferða í kerfinu í Noregi á síðastliðnu ári. Norður- slóð flutti nokkuð nákvæmar fréttir í fyrra af gangi stríðsins þarna norðurfrá og reyndi að tíunda það þegar Dalvíkingar komu þar við sögu. Það var ótrúlega oft sem þessi stríðsrekstur tendist málum hér, Bliki EA, Björgúlfur EA, að ógleymdum Tona á Hrísum. Það var hins vegar ekki hægt að tengja Ottar Birting við staðinn. Nú hefur Snorri Snorrason sem sagt bjargað því með því að kaupa skipið. Skipið var upphaflega byggt 1968 og þá fyrir Norðmenn. Síðan hefur það nokkrum sinnum verið endurbyggt. Það siglir undir ís- lenskum fána en hefur ekki veiði- leyfi í íslenskri landhelgi. Dalborg EA fór til rækjuveiða á Flæmska hattinn og er Snorri Snorrasson yngri skipstjóri á skipinu og yfir- vélstjóri er Sigurður Guðmunds- son. J.A. Sigríður (th.) og Helga. Þær stöllur eru ekki eins hávaxnar og myndin gefur tilefni til að ætla. 6 í Reykjavík. Ég seldi minn hlut í þeim rekstri ‘91. Ég ætlaði reyndar aftur að konta á fót einkareknum leikskóla í borginni en af ýmsum ástæðum gekk illa að finna heppilegt húsnæði. Hvernig stóð svo á því að þú komst hingað? Ja, ég sá þetta auglýst en svo var það Helga vinkona mín sent hringdi og vildi endilega að við tækjum að okkur þennan rekstur saman. Þá ákvað ég bara að slá til og prófa eitthvað nýtt. Hvernig kanntu svo við þig? Mjög vel. Það mætti samt vera hlýrra. En foreldrar og böm hafa tekið ntér hlýlega. Það kom mér reyndar á óvart hvað nýr aðili í bænum vekur mikla eftirtekt en svona er þetta sjálfsagt alls staðar. Hvað reksturinn varðar er hann ósköp svipaður því sem ég þekki. Hér er pláss fyrir 25 börn í heils- dagsvist sem er nokkuð minna en á Marargötunni. Byrjunarerfiðleik- arnir voru einkum fólgnir í því að læra nöfnin á börnunum og komast til botns í hver væri á hvaða tíma. Eru fyrirhugaðar einhverjar breytingar á rekstrinum? Nei, ekki stórvægilegar, kann- ski einhverjar áherslubreytingar með haustinu. Við sjáum reyndar líka um reksturinn á gæsluvellin- um og nýtum það pláss fyrir leik- skólakrakkana, það er breyting frá því sem verið hefur. Hver eru svo þín helstu áhuga- mál utan vinnutímans? Það eru t.d. stangveiði, golf, skokk, líkamsrækt og lestur góðra bóka. Sigríður er einstæð móðir tveggja stráka; Hauks 10 ára og Ivars 8 ára og við spyrjum að lok- um hvort fjölskyldan sé búin að linna sér húsnæði í bænunt. - Sem stendur bý ég í Reykholti hjá Helgu og við hjálpumst að með krakkasúpuna en ég hef vakandi auga fyrir nýju húsnæði, sagði Sigríður að lokum. Norðurslóð þakkar fyrir spjallið og býður Sigríði velkomna til starfa á Dalvík. " l'jhj Frá Dalvíkurbæ Tilboð óskast í Mitsubishi rúgbrauð L 300, árgerð 1982. Nánari upplýsingar hjá tæknideild Dalvíkurbæjar. Söluskálinn Dröfn Dalvík Esso og Shell bensín og olíur Margskonar ferðavörur Pylsur - Hamborgarar ís - Sælgæti - Gosdrykkir Mólk og ýmsar matvörur Líttu innr alltaf heitt á könnunni! Símar: 466 1236 - 466 1868 Fax: 466 3178

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.