Norðurslóð - 30.06.1995, Page 4

Norðurslóð - 30.06.1995, Page 4
4 — NORÐURSLOÐ fþróttapistill Meistaraflokkunum gengur vel í deildinni Almenningsíþróttir í sókn - Tugir þátttakenda í Jónsmessuhlaupi Norðurslóð hefur ráðið sér íþróttafréttaritara á Dalvík. Sá heitir Guðmundur HJónssonog mun hann sjá um reglulega íþróttapistla í sumar og jafnvel lengur. Hér kemur fyrsta vers: Þá er boltinn farinn að rúlla á fullri ferð og skokkarar búnir að draga fram hlaupaskóna. Sem sagt íþróttir eru l'lestar komnar vel af stað. Við byrjum yfirlitið á knatt- spymu. Meistaraflokkur karla mætir sterkur til leiks með nýjan þjálfara, Bjarna Sveinbjömsson, fyrrunt að- almarkaskorara Þórsara á Akur- eyri. Bjarni leikur líka með liðinu og er þegar byrjaður að skora fyrir Dalvík. Tveir aðrir leikmenn hafa bæst í hópinn frá síðasta ári, Grétar Steindórsson, miðvallarspilari frá Breiðablik í Kópavogi, og Atli Már Rúnarsson, markvörður sem kemur frá Akureyri. Grétar hefur reyndar verið meiddur í síðustu leikjum en Atli hefur spilað alla leiki og leikið vel. Byrjunin hjá meistaraflokknum er mjög góð og í dag er liðið eina taplausa liðið í 3. deildinni. Hins- vegar steytti Dalvík enn einu sinni á skeri í bikarkeppni K.S.Í og tap- aði fyrir Magna frá Grenivík eftir vítaspyrnukeppni, en Dalvíkingar voru miklu betri í leiknum sjálfum en tókst ekki að skora. Meistaraflokkur kvenna leikur í 2. deild og mætir með mikið breytt lið. Allar stúlkurnar frá Akureyri sem voru með á síðasta ári eru farnar og nokkrar eldri og reyndari stúlkurnar eru hættar þannig að liðið í dag er að mestu leyti skipað ungum stúlkum. Þjálfari liðsins er Kristján Sigurðsson frá Brautar- hóli í Svarfaðardal. Það er sömu sögu að segja af meistaraflokki kvenna og karla. Þær hafa byrjað mjög vel í deild en duttu strax út í bikamum. Leikir meistaraflokks kvenna: Dalvík - Leiftur 2-1 Dalvík - K.S. 1-0 Bikarkeppni: Dalvík - Leiftur Ólafsfirði I -3 3 næstu leikir hjá stelpunum eru útileikir þannig að næsti heima- leikur er ekki fyrr en þriðjudaginn 25. júlí. Leikir í yngri flokkum hafa riðlast nokkuð vegna slæmrar tíðar og lé- legra vallaraðstæðna en eftir að snjó tók upp hefur vatn legið á vallarsvæðinu og þá sérstaklega hlaupabrautinni. Úrslit yngri fl. 3. 11. karla Dalvík/Leiftur - Tindastóll 1-4 Þór Ak. - Dalvík/Leiftur 2-1 4. fl. kvenna Dalvtk - Leiftur 14-1 Dalvík - KA 3-0 Dalvík b-lið - KA b-lið 2-2 Skriðulækur Framhald afbls. 2 tíunda ári. Ég var staddur suður á svo nefndum Steinhól spölkorn frá heimili mínu og aðeins steinsnar norðan við Skriðulækinn. Allmik- ill snjór var í Skriðugilinu upp og niður fjallið þótt komið væri fram yfir mánaðamót júní-júlí og því meir sem ofar dró í fjallið. Sá ég strax þegar vatnsflaumurinn braust fram úr gilinu efst í brúninni og sá hvernig hann sprengdi snjóskafl- ana og bylti þeim með sér niður gilið og því æðislegar eftir því sem neðar dró. Oft stóð vatnsflaumur- inn eins og gos upp úr snjósköflun- um er þeir sprungu í sundur hátt í loft upp, bylti þeim síðan með sér niður gilið. Vatnsflaumurinn æddi með ógnarhraða ýmist undir eða ofan á snjósköllunum og sprengdi og reif með sér stór snjóstykki og næstum fyllti gilið. Og fyrr en varði var flóðbylgjan komin ofan á móts við þar sem ég stóð á Stein- hólnum og horfði stjarfur á þessar hamfarir. Var fyrsta flóðbylgjan fyrirferðarmest þar sem hún flutti með sér óhemju af snjó og snjó- hrannirnar hlóðust upp á gilbarm- ana beggja vegna lækjarins alla leið niður á flatlendi. Björgunarstarf Var það nú mjög jafn snemma að fólkið frá réttinni á Ytra-Hvarfi kom út að læknum að fyrsta flóð- bylgjan æddi hjá. En um það bil í brekkunni sem tún byrjuðu þraut dýpsta gilið sem lækurinn rann í og átti hann nú auðveldara með að breiða úr sér enda fór hann fljót- lega að halla sér mjög suður úr far- veginum. Flæddi hann nú af mikl- um krafti suður og niður og stefndi á Skriðukotsbæinn sem stóð skammt sunnan við lækinn. Bar hann strax með sér allmikið af aur og grjóti á Skriðukotstúnið norð- 5. fl. karla Dalvík - Tindastóll 2-1 Dalvík b-lið - Tindastóll b-lið 6-0 Skipulagðar æfingar í frjálsum íþróttum eru nýlega hafnar á vegum U.M.F.S. Þjálfari er Jón Sævar Þórðarson og verða æfingar kl. 18 á mánudögum og miðviku- dögum í sumar. Einnig hefur Jó- Itann Bjamason þjálfað krakkana 12 ára og yngri. Þær æfingar verða kl. 18 á mánudögum og fimmtu- anvert en ekki var bærinn þó f verulegri hættu ennþá. Fór nú mannskapurinn sunnan við lækinn og náði í hurðir og fleka sem til- tækir voru úr útihúsum og jafnvel úr bænum. Stóð fólkið svo í lækn- um með hurðirnar og reyndi að beina rennsli hans þannig að hætta minnkaði á að hann flæddi meira en orðið var yfir túnið og mun það hafa tekist að mestu leyti. Ymist hækkaði eða lækkaði lækjarfar- vegurinn norðan við þar sem fólk- ið stóð. Stundum gróf lækurinn djúpt gil niður en fyllli það svo að segja strax aftur og þannig stóð á skrefi, að hlaupinu loknu, að þarna var alldjúpt gil. Ofært var með öllu yfir lækinn á meðan á hlaupinu stóð fyrr en niður á jafnsléttu en þar var farið yfir hann á hestum. Hávaðinn í læknum var gífurlegur svo næstum var ógerningur að tala saman í námunda hans. Grjótkast var mjög mikið og sáust oft stórir steinar fljúga í loft upp langar leið- ir. Allmikið af leir og grjóti bar Skriðulækurinn með sér í þessu hlaupi yfir slægjulönd beggja meg- in lækjarins, sum hafa verið óhæf til slægna síðan, en það sem hann bar yfir mýrarnar niður á flatanum gréri fljótt yfir og það sökk ofan í mýrina og ef grafið er í hana nú kemur í ljós allþykkt malarlag og er það örugglega frá jressu hlaupi. Er líða tók á daginn fór mjög að draga úr hlaupinu og lauk því að mestu fyrir kvöldið. Þótt mann- skapurinn sem stóð í ströngu við lækinn lengi dags væri nokkuð þreyttur orðinn snéri hann eftir kaffihressingu og smáhvíld að rún- ingnum aftur og var honum ekki lokið fyrr en langt var liðið á nótt. 23. september 1946 Að morgni Itins 23. september 1946 urðu menn þess varir að all- mikil skriða hafði hlaupið um nótt- ina úr fjallinu sunnan skriðulækj- arins ofarlega. Hafði hún fallið all- langt beint niður og rifið með sér dögum aðra vikuna en 10.30 á sömu dögum hina vikuna. Þá hefur verið mikill kraftur í hópi fólks sem stundar líkamsrækt undir stjórn Ólafs Óskarssonar íþróttakennara. Þessir tímar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18 og er mæting sérstaklega góð. Til marks um áhugann þá var hlaupið Jóns- messuhlaup laugardagskvöldið 24/6 og voru þátttakendur yfir 30. Hlaupnar voru mismunandi vega- fyrn af jarðvegi og grjóti en jaðar hennar að sunnan var víða á annan metra á hæð. Síðan hafði hún steypst norður í Skriðugilið og myndað þar stíflu í gilinu. Mikið vatn var í Skriðulæknum því óhemju norðan vatnsveður hafði geysað allan daginn áður og fram á nótt og voru lækir í foráttu og jörð öll mjög gegnsósa af vatni. Stíflan í læknunt hefur síðan brostið og skriðan bylst niður gilið. Engir sjónarvottar voru að þessu hlaupi þar sem flestir munu hafa verið í fasta svefni þegar það fór hjá. Móðir mín sem vakað hafði um stund unt nóttina hafði þó orð á því að hún hefði heyrt drunur miklar. En um morguninn blöstu vegsum- merkin við - miklar stórgrýtis- hrannir voru á bökkum lækjarins, sérstaklega neðan við þar sent klettagilinu lýkur í hlíðinni og eru sumir steinamir fyrnastórir. í þessu hlaupi hækkaði neðsti fossinn í skriðugilinu um rúman metra - lækurinn gróf sig þetta niður í urð- ina og bergið neðan við fossinn. Ekki olli hlaup þetta tjóni á landi eða mannvirkjum. 31. maí 1987 Laugardaginn 31 maí 1987 kom ntikið hlaup í Skriðulækinn. Mun það hafa byrjað um kl.7.00 þennan morgun og stóð það nokkuð fram yfir hádegi. Þennan laugardags- morgun veitti ég því athygli þegar ég kom á fætur laust fyrir kl. 8.00 á Skeggstöðum að síkið hér fyrir neðan var orðið mjög mikið og mórautt og gat ég ekki áttað mig hverju þetta gegndi þar sem Skíða- dalsáin var fremur lítil og ekki trúlegt að hún hefði tekið upp á því að brjóta sér leið út í gamla farveg- inn. En þetta kont tljótlega í ljós þegar ég fór suður í Hofsárkot eins og venja mín var um þetta leyti dagsins. Sá ég þá fljótlega hvers kyns var og flýtti mér strax suður að læknum. Gaf þá heldur á að líta. Var stórfenglegt að sjá hvernig lengdir, lengst 10 km en styst 3 km og komust allir heilir á leiðarenda með bros á vör. Þá er ógetið um sundiðkun Dal- víkinga og nágranna en aðsókn hefur verið mjög góð að nýju laug- inni og almenn ánægja ríkt með við hina frábæru aðstöðu sem við hljótum öll að vera stolt af. Ástæða er til að hvetja fólk til að athuga hvort ekki finnst eitthvað í þessari íþróttaflóru sem því hentar og drífa sig af stað. Guðm. H. Jónsson kolmórauður vatnsflaumurinn steyptist stall af stalli niður gilið. Það mátti næstum segja að vatnið hafi fremur oltið niður gilið heldur en að það rynni. Svo þykkt var það af leir, sandi og grjóti. Snjóhrannir voru víða eftir á lækjarbökkunum því snjór var enn víða í Skriðugil- inu. Fylgdist ég um nokkurn tíma nteð hamförum vatnsins hvernig það reif eða gróf með feiknahraða djúp gil á einum stað og fyllti aftur upp gil sem hann var nýbúinn að grafa á öðrum stað. Þegar hlaupinu lauk skildi það sums staðar eftir hátt í tveggja metra háa bakka við lækinn. Annarsstaðar var slétt yfir lækinn þar sem verið hafði alldjúpt gil áður. Þegar ég nú stóð og horfði á þetta hlaup rifjaðist upp fyrir mér hlaupið 1919 sem ég hef getið um hér að framan og fann ég nú og vissi að mig hafði ekki misminnt um neitt frá þeim tíma þótt liðin hafi verið tæp sjötíu ár. Svo hafði þessi minning greypst í hug minn. Mér fannst þó að h laupið 1919 hafi verið allmikið meira en þetta því þá bar lækurinn mikið grjót og aur yfír hluta af Skriðukotstúninu sem sér mjög fyrir ennþá. Einnig bar hann mikið grjót út og ofan á Hofs- árkotsmýramar og skemmdi þar slægjulönd. Hvorugt þetta gerðist í þessu hlaupi 1987. Mörgum smærri hlaupum en þeim sem hér hefir verið getið um man ég eftir en þau hafa ekki valdið umtalsverðu tjóni eða eru frásagnarverð að neinu leyti. Sigvaldi lýkur frásögn sinni í nœsta blaði. Dalvík Félagsmála- stj'óri ráðinn Nýr félagsmálastjóri hefur verið ráðinn til Dalvíkur. Sá heitir Halldór Sig. Guðmundsson. Var hann valinn úr hópi níu umsækj- enda. Halldór er Dalvíkingum að góðu kunnur þar sem hann starfaði áður sem forstjóri Dalbæjar en hefur nú dvalið unt stund í Noregi við nám. Halldór tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. * Frá Sparisjóðnum Um breyttan opnunartíma Frá og með 1. júlí verður Sparisjóðurinn á Dalvík opinn í hádeginu mánudag til föstudags. Sparisjóðurinn sendir kveðjur og óskir um betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Sparisjóður Svarfdæla Dalvílc Hrísey Árskógi s. 61600 s. 61880 s. 61785 Þakka alhugað öllum sem glöddu mig á einn eða annan hátt á sjötugsafmæli mínu. Guð borgar fyrir hrafninn. Friðjón Kristinsson

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.