Norðurslóð - 30.06.1995, Page 6

Norðurslóð - 30.06.1995, Page 6
DiBfe Svarfdælsk byggð & bær TímamóT Skírnir 22. maí var Össur skírður í Tjamarkirkju. Foreldrar hans eru Jenný Valdimarsdóttir (Snorrasonar) og Hafþór Ingi Heimisson, Smára- hlíð 7 i, Akureyri. 4. júní, hvítasunnudag, var Þorbjörg Una skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Ragnhildur Hallgrímsdóttir (Antonssonar) og Þorkell Asgeir Jóhannsson, Hafnarbraut 2, Dalvík. 4. júní, hvítasunnudag, var Sigurður Kristján skírður á heintili sínu Bjarkarbraut 3, Dalvík. Foreldrar hennar eru Hulda Herdís Kristjánsdóttir (Jónssonar) og Grímlaugur Björnsson. 24. júní var Kolfinna skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Doróthea Elva Jóhannsdóttir og Þórir Matthíasson (Jakobssonar), Brimnesbraut 23, Dalvík. 25. júní var Heiða skírð í Urðakirkju. Foreldrar hennar eru Anna Lísa Stefánsdóttir (Stefánssonar) og Magnús Jónasson, Koti, Svarf- aðardal. 24. júní var Ottó Hrafn skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Petrína Oskarsdóttir (Oskarssonar) og Hákon Sigmundsson, Reynihólum LDalvík. 25. júní var Guðrún Margrét skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Dagný Birnisdóttir (Jónssonar) og Ivan Brynjarsson, Hraungerði 7, Akureyri. Hjónavígslur 11. júní, sjómannadag, voru gefin saman í hjónaband í Dalvikur- kirkju Rúnar Helgi Kristinsson og Andrea Guðrún Gunnlaugs- dóttir. Heimili þeirra er að Mímisvegi 4, Dalvik. 11. júní, sjómannadag, voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkur- kirkju Guðmundur Ingvar Guðmundsson og Helga (íuðmunds- dóttir. Heimili þeirra er að Skógarhólum 29 c, Dalvík. 16. júní voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Arni Björnsson og Þórey Agnarsdóttir, Ásvegi 2. Dalvík. 17. júní voru gefin santan í hjónaband í Dalvíkurkirkju Gunnar Gunnarsson og Birgitta Níelsdóttir. Heimili þeirra er að Drafnar- braut 2, Dalvík. Þann 4. júní sl. varð 70 ára Aðal- heiður Sigurðar- dóttir frá Helga- felli. nú á Staðar- hóli, Dalvík. 29. maí lést á Landspítalanum í Reykjavík Þórarinn Pálsson. Þórarinn fæddist 24. maí 1995 og eru foreldrar hans Ingibjörg Þór- arinsdóttir frá Bakka og Páll Harðarson. Þórarinn var jarðsettur í Tjarnarkirkjugarði 3. júní. 31. maí lést í Reykjavík Dagbjört Ásgríms- dóttir, Lambhaga (Skíðabraut 7), Dalvík. Dagbjörl fæddist á bænum Vatni í Haganes- vík 8. mars árið 1906. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Sigurðardóttir og Ásgrímur Sigurðs- son, og var Dagbjört yngst af 13 börnum þeirra hjóna. Þau eru nú öll látin. Dagbjört lauk kennaraprófi vorið 1933, og þá um sumarið hóf hún búskap á Grund í Þann 25. júní sl. varð 70 ára Friðrika Óskarsdóttir, Arnarhóli. Dalvík. Afmæli Þann 5. júní sl. varð 90 ára Þor- leifur Bergsson bóndi Hofsá, nú á Dalbæ, Dalvík. Þann 27. júní sl. varð 75 ára Frið- geir Jóhannsson frá Tungufelli, nú til heimilis á Mímisvegi 15, Dalvík Andlát Þann 9. júní sl. varð 75 ára ÓI- afur Tryggvason organisti frá Ytra- Hvarfi, nú á Lambhaga, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. FréttahorniÐ Jónsmessuhátíð var að vanda haldin á vegum Ungmennafé- lagsins Þorsteins Svörfuðar á Jónsmessukvöld 23. júní s.l. Þar var margt til gamans- gert, víða- vangshlaup í öllum aldursflokkum, vítaspyrnukeppni og fleiri leikir. 1 lokin var kveiktur varðeldur og allir fóru glaðir heim. Glöðust var þó rjúpan sem aftur gat sest á hreiður sitt á fótboltavellinum á Flötutungum. Ferðamálanefnd Dalvíkurbæjar vinnur nú ásamt Kolbeini Sig- urbjörnssyni ferðamálafulltrúa að því að koma Dalvík inn á kortið í bæði óeiginlegri og eiginlegri merkingu þess orðs. 25. maí s.l. hélt nefndin opinn fund um ferða- mál en ekki var fundurinn vel sótt- ur. Júlíus Júlíusson kvaddi sér þar hljóðs og benti mönnum m.a. á möguleika Intemet í þessu sam- bandi. Einnig kom hann þar fram með hugmyndir um Dalvíkurleika þar sem keppt yrði í ýmsum óhefð- bundnunr keppnisgreinum, s.s. sandkastalasmíði og ratleikjum með grín og gaman í fyrirrúmi. Það er þó einkum Friðland Svarfdæla sem nú er unnið að því að markaðssetja fyrir fugla- áhugamenn og aðra náttúruskoð- ara. Nú um helgina var Kolbeinn á ferðinni með mikilsvirta breska ljósmyndara og ferðamálafrömuði um svæðið og víðar um nágrennið. Á næstunni kemur hingað breskur sérfræðingur á sviði fuglaskoðunar og þá er von á fulltrúum frá Nátt- úruverndarráði til að leggja á ráðin með stígagerð og skipulagningu. Þá stendur til að gefa út bækling um svæðið með korti og greinar- góðum upplýsingum um fuglalíf og gróðurfar. Munu þeir Arnþór Garðarsson og Hörður Kristins- son sjá um þá umfjöllun. Þá er ætlun Ferðamálanefndar að láta gera handhægan ferða- mannabækling nteð almennum upplýsingum um Dalvík og ná- grenni og einnig að endurútgefa með breytingum smáritið um Dal- vík sem gefið var út fyrir nokkrum árum og er nú svo til ófáanlegt. Það næsta sem gert verður í ferða- þjónustumálum bæjaryfirvalda er þó að reisa bæjarskilti gestum og gangandi til upplýsingar um stað- inn. Lionsklúbbur Dalvíkur hélt sína árlegu listahátíð, Vorkomuna, í byrjun mánaðarins. Þar kom m.a. fram liinn nýi karlakór Dalvíkur undir stjórn Jóhanns Ólafssonar. Á sjóniannadaginn var vígður við hátíðlega atliófn skúlptúr Sigurðar Guð- mundssonar, S jófuglar, á ráðhússtéttinni. Nei, ekki er þetta úthafið, heldur Svarfaðardalsá í vexti 12. júní 1995. Gömlu svanahjónin sem verpt hafa á Bögvvisstaða- og Hrafnsstaðabreiðu og á síðustu ár- um við Hrísatjöm sitja nú sem fast- ast á eggjum sínum á gamla vegin- um við tjörnina og ættu nú að fara að koma upp ungum ef allt er með felldu. En það hefur ekki tekist sl. þrjú ár sökum flóða og annarra áfalla, segir Steingrímur Þorsteins- son. Steingrímur hefur í'ylgst vel með fuglalífl á þessum slóðum í fjöldamörg ár. Á inyndinni má sjá svanahjónin við hreiður sitt á um- flotnum gamla veginum.. Vonandi fer allt vel í ár. Svarfaðardal með mannsefni sínu Stefáni Björns- syni frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Næstu árin kenndi Dagbjört kenndi töluvert bæði í Svarfaðardal og Dalvík. Þau hjón eignuðust 6 böm, en elsta barnið lést vikugamalt. Þau sem upp komust eru Þorsteinn Svörfuður er býr í Reykjavík, Jóhannes er býr á Dalvík, Anna Sigurlaug er býr í Reykjavík, Björn Runólfur er býr í Reykjavík og Sigurlaug er býr á Dalvík. Þau ólu einnig upp frá unga aldri Ásgrím sem nú er látinn. Árið 1960 fluttu Stefán og Dagbjört í Lambhaga á Dalvík hvar þau áttu heimili til dauðadags. Þar setti Dagbjört upp hannyrðabúð sem hún rak í 14 ár, en hún hafði mjög gaman af því að vinna í höndum. Dagbjört tók þátt í félagsstörf- um, var í Kvenfélaginu Tilraun og Kvenfélaginu Vöku og var einn af hvatamönnum að stofnun Fé- lags aldraðra á Dalvík og nágrenni. Hún las mikið og skrifaði endurminningar, og hefur sumt af þeim skrifum birst í Norðurslóð. Stefán lést 7. júní 1991. Dagbjört var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 10. júní. 23. júní lést á Dalbæ, Dalvík, Jóhannes Th. Jóns- son, fyrrv. skipstjóri. Jóhannes fæddist á Upsum á Upsaströnd 19. júlí 1919, sonur Baldvinu Gunn- laugar Jóhannsdóltur og Jóns Jóhannessonar. Bræður hans voru Bjarni og Kristján Eldjárn sem cru báðir látnir. Jóhannes lagði stund á sjó- ntennsku frá unglingsárum og var fengsæll skipstjóri. Síðast var hann skipstjóri á Bjarma II, sem hann átti í félagi við aðra. Eftir að hann kom í land stofnaði hann Fiskverkum Jóhannesar og Helga og vann þar meðan að heilsan leyfði. 25. september árið 1948 kvæntist Jóhannes eftir- lifandi konu sinni Hrönn Kristjánsdóttur og bjuggu þau lengst í Hafnarbraut 10. Böm þeirra eru Kristj- án, sem er látinn, Anna Baldvina, Guðlaug og Bima. Jóhannes var jarðsunginn frá Dalvíkukirkju 30. júní. Sumarleyfí sóknarprests Sóknarprestur Dalvíkurprestakalls, Jón Helgi Þór- arinsson, verður í suntarleyfi frá 1. júlí til 28. júlí. Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Olafsfirði annast þjónustu í Dalvíkurprestakalli á meðan. Sími hennar er 466 2220.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.