Norðurslóð - 30.08.1996, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 30.08.1996, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORöURSLOö Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Tölvuumbrot: Hjörleifur Hjartarson og Þröstur Haraldsson, Reykjavík Prentvinnsla: Dagsprent hf. Akureyri A landinu bláa Nú á dögunum henti það undirritaðan að sjá ísland rísa úr sæ. Eitthvert spakviturt nítjándu aldar skáld taldi það stórkostlegustu sýn sem fyrir nokk- urn Islending gæti borið og víst þótti mér það til- komumikið. Hefði ég dvalið langdvölum í óupp- hituðu súðarherbergi á Nprrebro, peningalaus við að dikta upp einhver rómantísk ættjarðarljóð hefði ég eflaust orðið enn dýpra snortinn þegar Aust- fjarðafjöllin tóku að lyfta sér upp úr úthafinu. Það var ekki fyrr en við höfðum fast land undir fótum sem undarlegar kenndir tóku að láta á sér kræla. Kannski var það ættjarðarást en fyrst og fremst undrun yflr fegurð landsins. A Islandi er vatnið blátt. Því hafði ég gleymt. Og snemma á síðsumar- morgni er þessi blámi svo djúpur og með miklum ólíkindum að það jaðrar við galdur. Engin furða að fólk í þessu landi trúi á bláklæddar álfkonur og huldar vættir og umgangist þær af sömu kurteisi og góða granna. A Möðrudalsöræfum lá hvað eftir annað við stórslysi vegna þeirrar staðreyndar. Því- líkir litir. Djúpbláir lækir seytluðu hjá skærgræn- um dýjamosa undir rauðu fjalli. Og Herðubreið tók ofan skýjahattinn til að heilsa okkur. Hvergi nokkursstaðar í víðri veröld gefur að líta aðra eins litadýrð og á íslandi á björtum haustmorgni. Við sem erum þessu vön, látum okkur oft fátt um fínn- ast, en eftir að hafa verið í burtu í nokkurn tíma þar sem sjóndeildarhringurinn endar í móðu og mistri og vatnið er litlaust skerpast skiiningarvitin og ýmislegt kemur í ljós. A Hámundarstaðahálsi opnaðist Svarfaðardal- urinn, blessaður kallinn. Og það var þoka og frek- ar kalt en fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Og hver er svo mórallinn með þessari ættjarðar- rembu allri saman? Jú, kannski bara að ísland er fallegt land. Hafíð þið tekið eftir því? hjhj Heiman ég fóR Þórarinn Hjartarson talar við Elínu Sigvaldadóttur frá Hofsárkoti Þegar Menntaskólanum á Akur- eyri var sagt upp á síðastliðnu vori mættu að venju 25 ára stúd- entar frá skólanum og fögnuðu tímamótunum. í þeim hópi var meðal annarra Elín Sigvalda- dóttir frá Hofsárkoti í Svarfað- ardal. Elín hefur nú nýlega lokið doktorsprófí í líffræði frá há- skóla í Stokkhólmi. Þórarinn Hjartarson, sem var bekkjar- bróðir hennar í M.A. á sínum tíma, og reyndar í Húsabakka- skóla þar áður, tók þetta viðtal fyrir Norðurslóð, meðan Elín var hér heima í sumar. Jceja Elín, hvað hefur gerst síð- an þú hvarfst héðan? Við urðum stúdentar árið 1971, ekki satt? Um haustið hóf ég nám í líffræði við Háskóla Islands. Hvers vegna líffræði? I menntaskólanum varð ég fyrir svo miklum áhrifum frá Guð- mundi Olafssyni sem kenndi okk- ur líffræði, mér fannst afskaplega gaman í tímum hjá honum, ég veit ekki hvers vegna. Mörgum fannst alveg hundleiðinlegt, en mér fannst alveg rosalega gaman. En almennur áhugi á náttúr- unni, heldur þú ekki að hann hafi spilað þarna inní? Nei, ég held alls ekki, því þótt ég sé alin upp í sveit þá hafði ég lítinn áhuga á náttúrunni, hún var bara alltaf þama í kringum mig án þess að ég gruflaði út í það. Mig langaði mikið til þess að verða bóndi en ekki vegna nálægðar við náttúruna, ég hafði t.d. engan áhuga á grasafræði, greina jurtir, fuglaskoðun eða þess háttar, nei ég hafði ekkert gaman af því. En að starfa við búskap fannst mér skemmtilegt og ég hafði áhuga á útiveru, fjallaferðum og þess hátt- ar, án þess að grufla mikið í nöfn- um fugla eða blóma. En þegar ég fór að læra líffræðina fannst mér strax mjög gaman að örverufræði og veimfræði og þessum smáu hlutum. Haustið eftir stúdentsprófið dreif ég mig í líffræðideild Há- skólans, sem þá var nýlega tekin til starfa. Kennararnir voru flestir ungir menn, sumir varla búnir að læra sjálfir. Þarna var ég í þrjú og hálft ár og lauk námi um miðjan vetur 1975. Þá fór ég að vinna hjá Líffræði- stofnun við sjávarlíffræði, aðal- lega við greiningar. Þar voru gerð- ar rannsóknir á lífríkinu, t.d. fyrir Járnblendiverksmiðjuna, bæði í ■ Elín mcð ciginmanninuni, Torbjörn Byrnas. Hvalfirðinum og í vatni sem er rétt við Grundartanga. Þetta fannst mér mjög gaman. Við tókum sýni, botn- sýni og á ströndinni, og greindum tegundir dýra sem þama vom. Við tókum sýni einu sinni í mánuði í heilt ár. Eg hef ekki hugmynd um hvað kom út úr þessum rannsókn- um, ég hef aldrei lesið neina skýrslu um það. Þarna hefur þú semsagt komist á bragðið eða tekið stefnu á sjáv- arlíffrœðina? Já, ég vildi reyndar komast í líf- eðlisfræði, en fékk enga vinnu þar. En svo bauðst mér þessi vinna við sjávarlíffræðina, og þar vann ég í tvö ár. Þar með var stefnan tekin. Síðan ferðu til Svíþjóðar. Af hverju Svíþjóð? Mörg af skólasystkinum mínum úr líffræðinni fóm til Svíþjóðar til þess að halda áfram námi þar og við Adda systir (tvíburasystir mín) ákváðum að reyna eitthvað nýtt, fara saman til útlanda. Ég var búin að kaupa mér stereógræur og sófa- sett og ætlaði að fara að kaupa mér bfl, en hugsaði svo að ef ég keypti mér bíl myndi ég aldrei komast neitt til úttlanda. Svo ég hætti við að kaupa mér bflinn og við fórum til Svíþjóðar í staðinn. Við höfðum ekkert sérstakt í huga þegar við fómm annað en að kynnast nýju landi og vinna fyrir okkur. En þegar við komum til Svíþjóðar varð þetta öðruvísi en við höfðum gert ráð fyrir, það var t.d. mjög erfitt að fá góða vinnu bæði fyrir mig sem líffræðing og Öddu sem hjúkrunarfræðing. Við fengum á endanum báðar vinnu við skúringar. Þetta var svo sem ekkert spennandi. Seinna innritað- ist ég á námskeið í sjávarlíffræði við háskólann í Stokkhólmi. Það stóð í hálft ár. Þá kynntist ég manninum mínum og hélt áfram að vera í Svíþjóð. Og hver er maðurinn þinn ? Hann er verkfræðingur, Tor- björn Byrnas og vinnur hjá Stokk- hólmsborg. Við bjuggum á sama stúdentagarði og kynntumst þar. Hvernig hefur svo starfsferill- inn yerið síðan ? Ég fór að vinna við náttúru- gripasafn í Stokkhólmi og vann þar til 1981. Þá eignaðist ég Ölmu, eldri stelpuna mína. Árið 1982 fluttumst við heim til íslands og bjuggum þar í tvö ár. Þá vann ég á Líffræðistofnun, á sama stað og ég vann áður, en maðurinn minn vann á Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins. Hér heima eignaðist ég yngri stelpuna mína, Maríu. Árið 1984 fíuttumst við svo út aftur. Hvers vegna ? Kallinn vildi ekki vera hérna, honum leiddist. Ég hélt vinnunni þama á nátt- úrugripasafninu og gekk beint inn Elín með dætur sínar tvær, Maríu (t.v.) og Ölinu.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.