Norðurslóð - 30.08.1996, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5
MÁ ÉG KYNNA?
Eins og fram hefur komið hafa
töluverðar mannabreytingar
orðið í Húsabakkaskóla og nýtt
fólk flutt í byggarlagið í kjölfar
þess. Að vanda fór Norðurslóð á
stúfana til að forvitnast um ný-
búana og kynna fyrir lesendum.
Iðunn
Antonsdóttir:
Kennslan
aðaláhugamálið
Iðunn Antonsdóttir kemur hingað
frá Kópaskeri þar sem hún hefur
búið undanfarin 22 ár og starfað
við kennslu. Hún er fædd á Þórs-
höfn en flutti fjórtán daga gömul
til Reykjavíkur með foreldrum sín-
um. Þau eru Anton Nikulásson frá
Vopnafirði og Jóhanna Guðjóns-
dóttir frá Súgandafirði. Iðunn seg-
ist því tengjast öllum landsfjórð-
ungum með einum eða öðrum
hætti. Eiginmaður Iðunnar heitir
Garðar Eggertsson og veitir hann
forstöðu kjötiðnaðarfyrirtækinu
Fjallalambi á Kópaskeri. Hann
hefur því enn aðsetur á Kópaskeri
og segir Iðunn fjölskylduna lítt
setja fyrir sig ferðalög milli lands-
fjórðunga. Þau hjón eiga 4 börn;
Huldu Þóreyju 22 ára nema í
hjúkrunarfræði sem býr á Húsavík,
Bjarka Viðar, 20 ára sem lauk
Karítas Skarp-
héðinsdóttir:
Ættuð að vestan
og westan
Karítas Skarphéðinsdóttir var
sem kunnugt er ráðin í hluta-
starf í Húsabakkaskóla. Hún
hefur búið í gamla bænum í
Hofsárkoti frá því í vor og ætlar
sér að búa þar áfram ásamt
sambýlismanni, Sigvalda Ómari
Aðalsteinssyni og 3 dætrum af
fyrra hjónabandi Pálínu Ósk 14
ára, Önnu Rós 11 og Rebekku
Rut 8.
Eins og venjulega byrjar blaða-
maður að spyrja um ætt og upp-
runa en aldrei þessu vant koma
vöflur á viðmælanda.
„Þetta erfið spurning" segir
hún. „Móðir mín heitir Pálína
Magnúsdóttir og er að vestan.
Pabbi var aftur á móti að westan
með tvöföldu vaffi. Hann var sem
sagt amerískur setuliðsmaður og
ég þekkti hann aldrei. Eg veit að
hann hét George Henry Neff og
þegar ég hóf eftirgrennslan um
hann fyrir nokkrum árum frétti ég
að hann hefði látist 1982. Ég veit
Ifka að ég á systur í Ameríku en
hef ekki haft samband við hana.
Ég er að þessu leyti í svipaðri að-
stöðu og mörg önnur börn amer-
ískra setuliðsmanna hér á landi og
ég hef reyndar haft samband við
mörg þeirra því ég skrifaði BA-
ritgerð mína í mannfræði við
Háskóla Islands um börn íslenskra
kvenna og erlendra hermanna".
Karítas er fædd og alin upp í
Reykjavík. Hún gekk í Fjölbraut-
arskólann í Breiðholti á listasviði
en lauk stúdentsprófi frá öldunga-
deildinni í Hamrahlíð. Síðan lá
leiðin í Háskólann í Mannfræði en
það er að hennar sögn fræði um
mannlíf á jörðinni, mannlegt sam-
félag og hópa. Það liggur því beint
við að spyrja hvort hún sé hingað
komin vegna mannfræðilegs
áhuga á Svarfdælingum.
„Nei ekki beint. Ég hef verið
hér á sumrin í Hofsárkoti undan-
farin 6 sumur og hefur alltaf liðið
stúdentsprófi frá MA í vor en
starfar í vetur á austurrísku skíða-
hóteli, Rebekku Kristínu sem
verður tvítug í desember og lýkur
stúdentsprófi frá MA og VMA
næsta vor (þau systkin eru bæði
fædd jarðskjálftaárið á Kópaskeri
en eru þó ekki tvíburar) og yngst er
Petra Hrönn,14 ára, sem verður í 9.
bekk á Dalvik í vetur. Skólinn á
Kópaskeri hefur sem kunnugt er
fengið orð á sig fyrir að vera ekki
eins og aðrir skólar. Hann er fyrir
það fyrsta öðru vísi í laginu þ.e.
þríhyrndur og frá grunni skipu-
lagður sem svokallaður „Opinn
skóli“. Iðunn hefur frá upphafi
verið með í þeirri tilraun sem
þama hefur farið fram ásamt með
Pétri Þorsteinssyni „þeim mikla
eldhuga í skólamálum“ eins og Ið-
unn orðar það. Frá 1992 leysti hún
Pétur af sem skólastjóri á meðan
hann sinnti Islenska Menntanetinu
sem er hans einkabam eins og
kunnugt er.
„Við nutum frá upphafi skiln-
ings og stuðnings bæði meðal íbúa
á Kópaskeri og ráðamanna. Þó
heyrðust raddir sem héldu því
fram að við ætluðum okkur að
útskrifa ólæsa listamenn. Raunin
er hins vegar sú að þegar krakk-
amir komu í aðra skóla voru þau
sjálfstæðari í vinnubrögðum en
almennt gerist og t.d. í MA eru þau
yfirleitt mjög virk bæði í félagslífi
og öðru“
Þá má geta þess að Iðunn hefur
afskaplega vel þar. Dóttir mín hef-
ur verið þar sumarstúlka og þó ég
hafi aldrei verið í sveit í æsku
minni þá finnst mér að ég sé í eðli
mínu mikil sveitakona. Við erum
búin að fá okkur hest og ætlum að
fá okkur annan. Ég stóð að vissu
leyti á krossgötum í lífi mínu
vegna skilnaðar. Skipta þurfti búi
og þar sem ég þurfti hvort eð er að
skipta um húsnæði og umturna
hlutunum var allt eins gott að
breyta hressilega til og skipta um
umhverfi".
Karítas hefur unnið mikið með
börnum og unglingum. Hún starf-
aði lengi við unglingaathvarf fyrir
verið hreppstjóri Presthólahrepps
og síðar Öxarfjarðarhrepps s.l. 9
ár. Hún var formaður Bandalags
kennara í Norðurl.kjörd. eystra og
félags Skólastjóra í Norðurl.kjörd.
eystra. og gegnt margvíslegum
störfum fyrir stéttarfélag sitt, ríki
og sveitarfélag. Hún er t.a.m. enn
stjórnarformaður allra heilsu-
gæslustöðva í Norður Þingeyjar-
sýslu en er að reyna að losa sig
undan því.
En hvað rekur hana hingað
norður í Svarfaðardal?
Ævintýraþrá. Ég taldi tímabært
að prófa eitthvað nýtt. Einnig
skipti það máli að tónlistarkennar-
amir okkar fluttu burt en Petra
Hrönn er í píanónámi. Þá erum við
líka nær hinum börnunum en ann-
ars setur þessi fjölskylda ferðalög
ekki fyrir sig. Maðurinn minn sæk-
ir t.d. vikulega söngtíma til Húsa-
víkur og æfir þ.a.a. í Heimskórn-
um en æfingar fara fram í Reykja-
vík. Við höfum svosem engin
tengsl í Svarfaðardalinn og þekkj-
um hér ekki nokkurn mann en
okkur líst ákaflega vel á okkur hér.
Aðspurð um áhugamál utan
vinnunnar segist Iðunn hafa starf-
að mikið með leikfélaginu á Kópa-
skeri. Hún spilar líka bridds og
ferðast mikið bæði innanlands og
utan „Og ég er líka svo heppin að
hafa atvinnu af mínu aðaláhuga-
máli, þ.e. kennslunni" segir hún að
lokum.
hjhj
13-16 ára unglinga í Breiðholti og
í fyrra vann hún sem forfallakenn-
ari við Setbergsskóla í Hafnarfirði.
„Ég hef mikla ánægju af að starfa
með unglingum og í gegnum starf-
ið í athvarfinu hef ég fengið mik-
inn áhuga á útilífi hestamennsku,
skíðum og slíku og líka bolta-
íþróttum og ég hef hugsað mér að
stunda það áfram hér. Svo hef ég
yndi af söng og tónlist. Ég söng
m.a. í Pólyfónkórnum í Reykjavík
á sínum tíma“.
An efa munu munu kórar og
íþróttaklúbbar hér um slóðir taka
henni fagnandi
hjhj
Karitas Skarphéðinsdóttir
Iðunn Antonsdóttir.
Dalvíkurbær
Laust starf
verkstjóra
Laust er til umsóknar starf verkstjóra við
veitustofnanir og áhaldahús Dalvíkurbæjar.
Dalvíkurbær hefur um árabil samrekið
veitustofnanir og áhaldahús. Dagleg störf felast
í eftirliti og viðhaldi á hitaveitu, vatnsveitu,
fráveitu bæjarins, ásamt ýmsum öðrum minni og
stærri verkum. Yfir veturinn bætist við eftirlit
með snjómokstri bæjarins, en sú vinna er keypt
af verktökum sem og önnur tækjavinna.
Iðnmenntun og/eða starfsreynsla af
sambærilegum störfum æskileg.
Umsækjandi þarf að vera þjónustulipur og eiga
gott með að umgangast fólk.
Um er að ræða krefjandi starf í skemmtilegu
umhverfi fyrir metnaðarfullan og duglegan
einstakling.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar
en 15. október 1996.
Nánari upplýsingar veita veitustjóri og/eða
bæjarstjóri í síma 466-1370.
Umsóknir skulu berast veitustjóra,
Ráðhúsinu, 620 Dalvík, fyrir fimmtudaginn
12. september nk. ásamt greinargóðum
upplýsingum um menntun og fyrri störf.
Húsnæðisnefnd
Dalvíkurbæjar
íbúðir aldraðra
Félagsleg kaupleiguíbúð til sölu
Kirkjuvegur 10-3 herbergi - 91,3 m2
- verð um 8,3 milljónir
Réttur til að kaupa félagslega íbúð er háður
lögum og reglum um félagslegar íbúðir.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Húsnæðisnefndar, Ráðhúsinu, Dalvík, þarsem
jafnframt eru veittar nánari upplýsingar.
Húsnæðisnefnd Dalvíkur,
Húsnæðisfulltrúi