Norðurslóð - 30.08.1996, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 30.08.1996, Blaðsíða 6
TímamóT Skírnir 4. ágúst var Valþór Bjarki skírður í Dalvíkukirkju. Foreldrar hans eru Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir og Guðmundur Þorbjöm Júlí- usson (Eiðssonar), Miðtúni 3, Dalvík. 4. ágúst var Ulfar skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Ester Margrét Ottósdóttir (Jakobssonar) og Valur Björgvin Júlíusson (Eiðssonar), Reynihólum 9, Dalvík. 5. ágúst var Breki skírður á heimili sínu. Foreldrar hans eru Herm- ína Gunnþórsdóttir (Sveinbjörnssonar) og Arnar Snorrason (Árna- sonar), Svarfaðarbraul 10, Dalvík. 21. ágúst var Gauti Freyr skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Anna Lára Finnsdóttir og Guðbjartur Ellert Jónsson, Dalbraut 1, Dalvík. 18. ágúst var Sigrún skírð í Tjarnarkirkju. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Engilráð Þórarinsdóttir (Jónssonar, Bakka) og Páll Harð- arson. Heimili þeirra í Grundarfirði. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir skírði. Hjónavígsla 20. júlí voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Kristín Björk Þórsdóttir og Hilmar Guðmundsson (Jónssonar). Heimili þeirra er að Reynihólum 14, Dalvík. Sr. Hannes Örn Blandon gaf hjónin saman. Afmæli Þann 23. júlí sl. varð 80 ára Friðrik Magnússon, bóndi, Hálsi. Þann 29. júlí sl. varð 80 ára Sigurður Ólafsson, bóndi, Syðra-Holti. Þann 2. ágúst sl. varð 75 ára Rósa Kristinsdóttir, Árhóli, Dalvík, nú á Dalbæ. Þann 13. ágúst sl. varð 80 ára Jóhannes Har- aldsson, Smára- vegi 12, Dalvík. Þann 25. ágúst sl. varð 75 ára Ósk Þórsdóttir, frá Bakka, Karlsbraut 26, Dalvík. Þann 27. ágúst sl. varð 80 ára Jón Stefánsson, Hafnarbraut 10, Dalvík. I dag, 30. ágúst verður 75 ára Alda Stefáns- dóttir, Arnar- hvoli, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Andlát 28. júlí lést á heimili sínu, Hjarðarslóð 3e, Dal- vík, Harpa Rut Þorvaldsdóttir. Harpa Rut fæddist 6. júlí árið 1982, dóttir Amleifar Gunnarsdóttur (Þorsteinssonar í Mói) og Þorvaldar Óla Traustasonar. Eldri bróðir hennar er Róbert Már en yngri er systirin Anna Björg. Harpa Rut var jarðsungin frá Dalvíkur- kirkju 6. ágúst. 24. ágúst lést á Dalbæ, heimili aldraðra á Dal- vík, Hreinn Jónsson, bóndi, Klaufabrekkum í Svarfaðardal. Utför hans fer fram frá Dalvíkur- kirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 13.30. Hreins verður minnst í næsta blaði. Þann 5. ágúst sl. varð 80 ára Lilja Hallgrímsdóttir, Klaufabrekkna- koti. Amtsbókasafnið Brekkugötu 600 Akureyri Fréttaho Café Menning Kaffíhús opnað á Dalvík Sl. laugardag fór fram innanfé- lagsmót í Hestainannafélaginu Hring á nýju keppnis- og sýningar- svæði félagsins norðan við Hrings- holt og var þátttaka óvenju góð. Þar hafa félagsmenn verið að hasla sér völl undanfarið og er svæðið nú að mestu klárt orðið fyrir við- burði af þessu tagi. Að sögn Þor- steins Stefánssonar formanns er þó ekki stefnt að formlegri vígslu svæðisins fyrr en næsta sumar enda er enn eftir nokkurt starf, bæði smfði á girðingum og gróðursetn- ing skjólbelta. Helstu úrslit móts- ins voru þau að í B-flokki gæðinga sigraði Stefán Agnarsson á Toppi en í A-flokki skaut Agnar Stef- ánsson á Sól öllum eldri og reynd- ari mönnum ref fyrir rass og hafði öruggan sigur. I yngri deildum var háð bæjarkeppni og þar sigraði Bergþóra Sigtryggsdóttir á Gusu í unglingaflokki en hún keppti fyrir Hrafnsstaði og í bamaflokki sigraði Ingunn Júlíusdóttir en hún keppti fyrir Brattavelli. Valdi- mar Snorrason gaf öll verðlaun til keppninnar. María Finnsdóttir fræðir dalvísk börn uni boð og bönn í umferðinni. Umferðarskólinn hélt tveggja daga umferðarnámskeið fyrir yngstu vegfarendurna á dögunum. Það var María Finnsdóttir sem fræddi börnin um boð og bönn í umferðinni og naut hún aðstoðar Felix Jósafatssonar lögregluvarð- stjóra á Dalvík. Sagði Felix ánægju- legt hversu mörg börn og ekki sfð- ur foreldrar voru mætt til leiks. Veiði í Svarfaðardalsá hefur verið nokkuð þokkaleg í sum- ar eftir því sem næst verður kom- ist. Að vísu er erfitt að afla öruggra upplýsinga um aflabrögð þar sem aflaskýrslur berast seint og illa til í tilefni af því að senn líður að göngum birtum við mynd af þessum gangna- manni allra tínia í fullum herklæðum. Hann heitir Vésteinn Arngrímsson frá Fcllscnda í Búðardal og rakst útsendari Norðurslóðar á hann frammi í Skíðadal um daginn. Hatturinn er gerður úr nautspungum og sömulciðis kúturinn. Þeir eru að sjálfsögðu úr smiðju Lene í Dæli. réttra aðila. Þó er ljóst að allavega á köflum hefur vel fiskast og mun betur en í fyrra. Þá segir Arngrím- ur Baldursson formaður Veiðifé- lagsins áberandi hversu umferð við ána hefur verið meiri og jafnari í sumar. Af löxum höfum við ekki frétt utan það að einn sást á sigl- ingu í Lambánni á dögunum. Aftur á móti hefur óvenju mikið sést af minki hér í sumar svo veiðimönn- um þykir nóg um. Það líður að göngum og réttum. Gengið verður á öllum gangna- svæðum f Svarfaðardal 13. og 14 sept. og á Tungurétt verður réttað sunnudaginn 15. sept. Stóðréttir verða á Tungunum laugardaginn 12. október. Að vanda má vænta þess að margir brottfluttir Svarfdæl- ingar hyggi á heimferð yfir gangna- helgina til að taka þátt í réttum og öðrum hátíðarhöldum. Heyrst hef- ur að Jón B Hermannsson frá Klængshóli muni bjóða upp á sætaferðir frá Reykavík af þessu tilefni. Mun ætlun Jóns að leggja upp frá höfuðborginni um hádegi á föstudag og keyra aftur til baka um hádegi á mánudag. Verðinu kvað hann stilla í hóf. Af slátrun er það að segja að hún fer fram í 3 umferðum hér.Fyrst munu sláturbílar taka hér sláturfé 16. og 17. september. Svo verða þeir aftur á ferðinni 3. og 4. október og að endingu 11. og 14. október. Áætlað er að slátra 2000 lömbum og 94 ám í hreppnum þetta haustið. Ekki var enn búið að raða niður á bæi síðast þegar frétt- ist. Og enn af málefnum sauðfjár. Lögð hefur verið ný brú yfir Holá þar sem hún mætir Skíða- dalsánni. Gamla brúin brotnaði fyrir nokkrum árum og það sama gerðist með brú eina mikla sem byggð var yfir Skíðadalsána á sömu slóðum. Stálbitar úr þeirri brú voru settir yfir Holána á nýjum stað og er nú búið að smíða á þá dekk og handrið til hægðarauka fyrir menn og málleysingja. N.k. laugardag hittast gamlir bekkjarfélagar úr Húsabakka- skóla fæddir 1956 á Þinghúsinu á Grund til að gleðjast yfir gömlum kynnum og júbílera eins og það heitir á fínu máli. Eftir hæfilega mikið júbíleum um kl 10 mun síð- an meiningin að opna samkomuna öðrum árgöngum og vænta for- svarskonur þess að sjá þar sem flesta. - Friðrik Gígja færir út kvíarnar Þó Dalvíkurbær sé mikið menn- ingarpláss hafa ýmsir saknað þess tilfinnanlega að hér væri ekki starfrækt kaffihús en eins og allir vita eru slíkir staðir ein helsta menningardeigla hvers bæjar sem af slíku státar. Á kaffíhús koma menn og konur til að setjast niður yfir kaffíbolla og ræða landsins gagn og nauðsynj- ar, viðra skoðanir sínar við ná- ungann hvort sem það er um listir og menningu, pólitík eða persónuleg málefni. En oftar en ekki koma menn þaðan all nokk- uð endurnærðir með nýjar hug- niyndir og fróðari um flesta hluti. Kaffihús eru því óumdeilanlega miklar menningarstofnanir og bæir sem af þeim státa á allan hátt menningarlegri en hinir sem bara hafa bjórknæpum og skyndibita- stöðum til að dreifa. Dalvíkingar eru þessa dagana í þann veginn að eignast sitt kaffi- hús og komast þar með í tölu menningarbæja því nú á næstunni opnar kaffihúsið „Café Menning“ dyr sínar gestum og gangandi við Skíðabrautina þar sem áður hét Lúbarinn og seinna Pizza 67. Það ér Friðrik Gígja sem stendur fyrir rekstrinum og hefur hann sótt um leyfi til rekstrar og vínveitinga. „Hugmyndin er að bjóða upp á stað þar sem fólk getur sest niður í rólegheitum fengið kaffi og léttar veitingar og rætt saman án þess að þurfa að arga upp í eyrun hvert á öðru vegn hávaða í hljómsveit eða drykkjuláta" segir Friðrik. Hann hefur auglýst eftir notuðum hús- gögnum, borðum, stólum leirtaui og þvíumlíku en viðbrögðin hafa þó látið á sér standa. Einnig segist hann ennþá vanta starfskraft til að baka og sjá um daglegan rekstur. Ætlunin er að fara hægt af stað og sjá til hvemig bæjarbúar taka við sér. „Eg er náttúmlega á kolvit- lausum tíma með þetta. Það má segja að gáfulegra hefði verið að fara af stað í byrjun sumars fyrir ferðamannatímann. En ég stóla á Dalvíkinga og ætla að láta reyna á hvort þeir vilji mæta“. Fyrst í stað verður opið á Café Menningu seinni part viku og um helgar og er í bígerð að bjóða gestum upp á menningarefni hvort sem það heit- ir myndlist, tónlist eða bókmennt- ir. Arna Valsdóttir myndlistarkona á Dalvík mun ríða á vaðið með myndlistarsýningu á Café Menn- ingu. hjhj

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.