Norðurslóð - 27.08.1997, Side 3

Norðurslóð - 27.08.1997, Side 3
NORÐURSLOÐ - 3 Bað hann þá lána sér hníf og vann síðan sjálfur að. Mæddi hann blóð- rás aftaka mikið, áður en heft var með því að reyra lærið kaðli. Skip- inu var þegar snúið til hafnar á Isa- firði. Þá þjónaði héraðinu Vil- mundur Jónsson. Tryggvi var lagður inn á sjúkraskýlið þar 14. júní og lemstrunin könnuð. Aflima þurfti rétt ofan við hné, þannig að hnéliður var numinn burt. Brá Tryggvi sér hvergi við þau tíðindi. Vakti æðruleysi sjúklingsins óskipta athygli. Hann var inntur eftir, hvað gera skyldi við fótinn, setja hann í kistu nýlátins manns eða kasta í sjó. Tryggvi vildi um- fram allt láta jarða fótinn, og fór hann í kistu hins látna. Varð þá Tryggva að orði, að sá ætti að komast til himnaríkis, á þrem fót- um.” Arið eftir slysið flutti Tryggvi hingað norður aftur. Var þá kom- inn á tréfót sem hann gekk á síðan. Ekki var þó lokið hrakföllum hans eða hreystiverkum. I sögu Dalvík- ur má lesa um ýmis afreksverk hans eftir að hann var kominn á tréfótinn. Oftar en einu sinni lenti hann í sjávarháska og þá er fræg saga af honum þegar hann á tré- fætinum við staf vippaði þrem fullum sfldartunnum ofan í bát á Siglufirði á meðan eigandi þeirra velti fyrir sér ráðum til að koma þeim um borð. 1936 var Tryggvi skipverji á m/b Einari. Aðfararnótt 16. september lentu þeir í óveðri úti fyrir Eyjafirði og kom mikill leki að bátnum. Einn skipverja, Hilmar Friðþórsson frá Sæbakka, segir svo frá: I barningnum á land- stíminu sprakk planki frá stefni Einars er hann datt af öldu og sam- tímis flæddi sjór í lúkarinn. Hilmar var í hákoju og hentist hann úr koj- unni upp á dekk (eða loftið á koj- unni sem var dekkað), um leið og báturinn datt af öldunni. Tryggvi Valdimarsson fór á dekkpumpuna, sem var handdrifin, en Gunnar og Hilmar stóðu í stampaaustri, með- an þeim entist þrek. Tryggvi stapp- aði í þá kjarki og kvað ekki hættu á ferðum, fótur sinn annar hvfldi í vígðri mold og vissi hann til sanns að hann mundi ekki farast á sjó. Hafði þetta góð áhrif á unglingana. Allt í einu birtist togarinn Garðar með bátinn Brúna í slefi. Línu var þegar skotið til þeirra á Einari. Náðu bátsverjar henni, festu togvír í bátinn og var Garðar látinn reka að þeim. Innbyrtu togaramenn alla bátsverja samtímis, og gekk allt áfallalaust. Sagnir herma að Tryggvi hafi brugðið við og sótt tóbaksdósir sínar áður en hann yfirgaf bátinn." Skömmu síðar sökk Einar, en ekki var þó öllum hremmingum lokið í þeirri sjóferð. Togarinn Garðar hélt áfram í átt til Siglu- fjarðar með Brúna í togi. Bar þar að gufuskipið Dronning Alex- andrine og hugði skipstjórinn taka áhöfn Brúna um borð í gufuskipið. Svo slysalega vildi til þegar hann hugðist leggja að bátnum að stefni gufuskipsins kom á hann miðjan og klauf hann í tvennt og sökk bát- urinn eftir örskamma stund. „Far- þegi á Drottningunni, Svavar son- ur Tryggva Valdimarssonar (faðir Bjama), kastaði taug til skipverja af Brúna þar sem þeir voru í sjón- um og björguðust þannig þrír þeirra, en eigandi bátsins, Edvard Solnes, maður Lilju Daníelsdóttur frá Syðra-Garðshomi, fórst svo og Júlíus Sigurðsson, skipstjóra Hall- dórssonar á Grund.“ Ekki verður meira sagt af af- reksverkum Tryggva Valdimars- sonar í þetta skiptið en þeim sem áhuga hafa á er bent á annað bindi Dalvíkursögunnar. Það er þó ljóst að svaðilfarir og lífsháski eru eng- in ný bóla í ætt Bjama (Svavars- sonar) Tryggvason og geimskipið Discovery e.t.v. mun öruggara fley en ýmsir prammar sem faðir hans og ekki síst afi háðu hildi sína á við dætur hafsins. hjhj TiLbrigði við tunnur, tanka og tímans tönn Myndir: hjhj

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.