Norðurslóð - 27.08.1997, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 27.08.1997, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær TímamóT Skírnir Þann 3. ágúst var skírð á heimili sínu Sandra Kristín. Foreldrar hennar eru Anna Sólveig Sigurjónsdóttir og Ingibjöm Steingríms- son, til heimilis að Másstöðum. Skírnarvottar voru Sigurjón Sig- urðsson og Magnús H. Steingrímsson. Þann 20. ágúst var skírð í Dalvíkurkirkju af séra Svavari A. Jóns- syni María Björk. Foreldrar hennar eru Ester Anna Eiríksdóttir og Jón Víkingur Árnason, til heimilis að Hjarðarslóð 6e, Dalvík. Skímarvottar voru Svanfríður Jónsdóttir og Árni Steingrímsson. Hjónavígsla Þann 2. ágúst voru gefin saman á Dalvíkurkirkju Arnheiður Hall- grímsdóttir og Gunnar Þór Þórisson, til heimilis að Karlsbraut 15, Dalvík. Þann 7. ágúst voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Matthildur Matt- híasdóttir og Ólafur Traustason, til heimilis að Mímisvegi 20, Dalvík. Þann 16. ágúst voru gefin saman í Tjarnarkirkju af sr. Sigríði Guð- marsdóttur, Elín Hanna Gunnarsdóttir (Jónssonar í Björk) og Sævar Ingi Jónsson. Heimili þeirra er á Háaleitisbraut 17, Reykja- vík. Afmæli Þann 11 ágúst s.l. varð 75 ára Þórey Jóhanns- dóttir, Hlíð í Skíðadal. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 10. júlí lést Sigríður Sölvadóttir á Dalbæ. Hún fæddist 12. maí 1907 í Kjartans- staðakoti í Skagafirði, dóttir hjónanna Sigur- laugar Björnsdóttur og Sölva Jóhannssonar. Sigríður var sjötta í röðinni af sextán börnum þeirra hjóna, en af þeim komust ellefu til full- orðinsára. Sigríður fór ung í vist á ýmsum bæjum í Skagafirði og á Sauðárkróki en á fjórtánda ári flutti hún með foreldrum sínum til Siglufjarðar og fór að vinna við sfldarsöltun. Á Siglufirði kynntist Sigríður barnsföður sínum, Jóngeir Eyrbekk, en með honum eignaðist hún dótturina Sigrúnu sem gift er Stefáni Stefánssyni skipstjóra og útgerðarmanni á Dalvík. Sigríður giftist Stefáni Gunnlaugssyni frá Hofsárkoti og hófu þau búskap að Reykjum við Karlsbraut árið 1946. Þau tóku í fóstur systurdóttur Stefáns, Guðrúnu, en hún er gift Finni Magnússyni. Stefán var verksmiðjustjóri og réri einnig til fiskjar en Sigríður sinnti heimilinu af miklum dugnaði og var til þess tekið hversu gestrisin hún var. I nokkur sumur hjálpaði hún Stefáni með sjóróðra en þá var sjón hans tekin að daprast. Sigríður sinnti ýmsum áhugamálum sfnum og var í Kvenfélag- inu og Slysavarnafélaginu. Hlutu þau hjónin bæði heiðursmerki Sjómannadagsins á sínum tíma. Sigríður var létt í lund en gat stað- ið föst fyrir en henni mislíkaði eitthvað. Árið 1985 fluttust þau hjónin á Dalbæ og þar lést Stefán 8. febrúar 1989. Sigríður lést þar eins og fyrr segir 10. júlí sl. og var útför hennar gerð frá Dalvíkurkirkju þann 22. júlí. Þann 6. ágúst lést Jón Pálmi Jóhannsson á Hombrekku, dvalarheimili aldraðra á Ólafs- firði. Pálmi var fæddur 30. nóvember 1911 á Búrfelli í Svarfaðardal, sonur hjónanna Þuríðar Jóhannesdóttur og Jóhanns Þorkels Jónssonar. Hann átti fimm systkini sem upp komust. Pálmi ólst upp á Búrfelli og eins og algengt var á þeim tímum naut hann ekki langrar skóla- göngu. Hann var mjög áhugasamur um að mennta sig og las mikið af bókum, ljóðabókum og einnig fræði- bókum. Pálmi var laghentur maður og starfaði um skeið við hús- byggingar á Dalvík. Einnig vann hann við vegagerð í nokkur ár og kynntist þá eftirlifandi konu sinni, Lilju Hannesdóttur frá Skef- ilsstöðum á Skaga. Þau hófu búskap í Baldurshaga og eignuðust þar tvíbura árið 1948, Óskar og Ásdísi. Óskar starfar sem húsa- smíðameistari á Dalvík og er giftur Guðnýju Bjamadóttur en Ásdís er húsmóðir á Ólafsfirði, gift Guðna Ólafssyni skipstjóra. Árið 1950 lluttist fjölskyldan í Odda að Skíðabraut 14 og þar bjuggu þau Pálmi og Lilja upp frá því. Pálmi vann um margra ára skeið á Bflaverkstæði Dalvíkur en árið 1975 hóf hann störf hjá mat- vörudeild Kaupfélagsins. Pálmi hafði mikinn áhuga á félagsstörf- um og var samvinnumaður af lífi og sál alla tíð. Hann hafði gaman af lestri góðra bóka og batt inn bækur þangað til hann varð að láta af þeirri iðju fyrir tveim ámm sakir sjóndepru. I lok maímánaðar í vor fór Pálmi í hvíldarinnlögn á Hornbrekku í Ólafsfirði og þar lést hann 6. ágúst eins og fyrr segir. Útför hans var gerð frá Dalvíkurkirkju þann 12. ágúst. Samherji hf: Aukin framleiðsla í rækjuvinnslunni - Fjölga þarf um 20 starfsmenn á Dalvík Eins og kunnugt er hefur Sölt- unarfélag Dalvíkur hf. verið sameinað Samherja hf. á Akur- eyri undir nafni Samherja hf. Rækjuvinnslan á Dalvík er því nú í raun ein deild í heildar- starfsemi Samherja hf. Þor- steinn Már Baldvinsson er for- stjóri Samherja en framkvæmda- stjóri landvinnslu er Aðalsteinn Helgason. Birgir Össurarson á Dalvík er framleiðslustjóri rækjuvinnslu félagsins svo á hans könnu er rækjuvinnsalan á Dalvík. Viðar Kristmundsson er sem fyrr yfirverkstjóri vinnsl- unnar á Dalvík. Umsvif á skrifstofu á Dalvík er nú minni en var á meðan rækju- vinnslan var sér hlutafélag en fram- leiðsla rækjuvinnslannar sjálfrar er sviðuð eftir sem áður. Á þessu ári hefur aðeins verið unnið á einni vakt en það er vegna ástandsins á rækjumörkuðum en ekki vegna skipulagsbreytinganna. Nú hefur Samherji hf. auglýst eftir starfsfólki í rækjuvinnslunni á Dalvík og er áformað að setja á aðra vakt í haust. Að sögn Birgis Össurarsnar framleiðslustjóra hef- ur verið ákveðið að auka rækju- vinnslu Samherja hf. í landi sem þýðir að fjölga þarf starfsfólki og er fyrirhugað að fjölga á Dalvík úr 30 í um 50 eða um 20 manns. J.A. Sameining fyrirtækja ákveðin Talsverðar breytingar á útgerðarháttum 1 Togarinn Már SH við bryggju á Dalvík þar sem hann bíður þess að verða seldur. I síðastu Norðurslóð var sagt frá stofnun Snæfells hf og að lfklegt væri að Snæfellingur hf. í Ólafs- vík og Sunnutindur hf. á Stöðv- arfírði verði sameinuð hinu nýja félagi. Nú er búið að taka ákvörðun um að sameina félög- in. Þetta þýðir meðal annars að útgerð sem verið het'ur hjá þess- um fyrirtækjum verður endur- skipulögð. Már SH 127 frá Ól- afsvík ér nú kominn á söluskrá. Hann kom í síðustu viku til Dal- víkur og liggur þar í höfn þar til sölumálin eru komin á hreint. Snæfell SH 640 sem á heimahöfn í Ólafsvík er á rækjuveiðum á Flæmska hattinum og verður þar um sinn. Snæfellið er ekki með veiðileyfi í íslenskri land- helgi. Kambaröst SU 200 Stöðvarfirði sem er ísfisktogari verður hálft ár- ið á veiðum fiskvinnslu félagsins og hálft árið á rækjuveiðum fyrir vinnsluna í Ólafsvík. Björgúlfur EA 312 verður á veiðum fyrir fiskvinnsluna allt árið. Björgvin EA 311 verður svipuðum á veið- um og verið hefur á undanförnum árum. Sólfell EA 640 verður á loðnu og sfldveiðum og mun veiða fyrir vinnslu félagsins á Stöðvar- firði. Framkvæmdir við frystihúsið á Dalvík ganga samkvæmt áætlun og verður verkinu lokið 1. septem- ber nk og hefst vinnsla í framhaldi af því. Norðurslóð mun segja frá breytingunum þegar framkvæmd- um er lokið og vinnsla hafin. J.A. Fótboltinn - 1. deild karla: Enn er lifað í voninni Það hefur gengið á ýmsu hjá meistaraflokki karla í knatt- spyrnu að undanförnu. Aðdá- endur Dalvíkurliðsins hafa sveiflast á milli dýpstu örvænt- ingar í hæstu hæðir gleðinnar, allt eftir því hvernig úrslitin á grængresinu hafa verið. Eins og er geta þeir lifað í voninni því þótt liðið sé enn í fallsæti er stutt í næstu lið og allt getur enn gerst. Síðast sögðum við frá fyrsta sigri liðsins í 1. deildinni en eftir þann leik var eins og allur vindur væri úr liðinu. Okkar menn töpuðu mikilvægum leik gegn Fylki sem við þann sigur fóru upp fyrir Dal- vík. Eftir annan ósigur var jafnvel æstustu fylgismönnum brugðið, enda var orðið æði breitt bilið á milli Dalvíkur og næstu liða fyrir ofan. En þá hrökk liðið í gang. Fyrst vannst góður sigur á Víkingum úr Reykjavík á heimavelli og svo kom sætur sigur á Þór síðastliðinn föstudag þar sem Jón Örvar skor- aði tvö og Jónas Baldursson eitt í 3:0 sigri Dalvíkinga. Það er því enn von til þess að Dalvík haldi sér uppi. Liðið er nú með 12 stig eftir 14 umferðir, tveim stigum á eftir Víkingi og Fylki. Það er því um að gera að halda vel á spöðunum í leikjunum fjórum sem eftir eru. Þess má geta að Dalvflcingar geta eignað sér nokkurn hlut í vel- gengni toppliðsins í 1. deild. Með- al leikmanna Þróttar úr Reykjavík er Heiðar nokkur Sigurjónsson sem gerði garðinn frægan á Dalvík áður en hann hélt suður í leit að frægð og frama á grasinu. -ÞH Dalvík: Skólabygging hefst næsta vor - Tilbúin til notkunar haustið 1999 Byggingarnefnd skólamannvirkja hefur gert það að tillögu sinni að fullnaðarhönnun á viðbyggingu við Dalvíkurskóla miðist við að byggt verði við nýja skólann óháð nýtingu gömlu skólahús- anna frá því um 1930 og 1955. Bæjarráð hefur samþykkt þessa tillögu og er gert ráð fyrir að hönnun verði lokið fyrir næst- komandi áramót. Byggingarfram- kvæmdir hetjast að loknum skóla næsta vor og er við það miðað að þær taki ekki lengri tíma en rúmt ár og verði hægt að taka bygg- ingar í notkun haustið 1999. Bæjarráð hefur auk þess sam- þykkt að fela bæjarstjóra að ganga til formlegra samninga við Verk- menntaskólann á Akureyri og ríkið um að afsala hluta af gömlu skóla- byggingunum til rfldsins til afnota fyrir stýrimanna- og fiskvinnslu- nám á Davík. Þetta þýðir ef af verður að framhaldsskólinn á Dal- vík verður kominn með nægjan- legt húsnæði og er ekki nokkur vafi að þetta mun styrkja og festa í sessi starfsemina á Dalvík. Á undanfömum mánuðum hafa arkitektarnir Fanney Hauksdóttir og Haukur Haraldsson unnið að tillögu um byggingu skólamann- virkja á Dalvík og hafa lagt fyrir byggingamefnd skóla ýmsar hug- myndir um tengingu nýbyggingar við núverandi skólahúsnæði. Alls hafa verið útfærðar 6 hugmyndir og kostnaðaráætlun fyrir hverja þeirra. Niðurstaða byggingar- nefndar var einróma að mæla með að hönnunin taki mið af viðbygg- ingu við nýjaskólann eingöngu og er þá líklegt að Tónlistarskólinn og framhaldsskólinn fái neðri skóla- mannvirkin til afnota. J.A.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.