Norðurslóð - 27.08.1997, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 27.08.1997, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Tilboð vikunnar Lambakótilettur 790 kr/kg Lœrissneiðar 999 kr/kg Kryddað lambalœri 790 kr/kg Kryddaður lambahryggur 750 kr/kg Svínakótilettur 799 kr/kg Danskar krebenettur 540 kr/kg SVARFDÆLABUÐ S í IVI I : 4 6 6 3 2 1 1 - 4 6 6 1 2 0 2 Atvinna Svarfdælabúö Óskum að ráða starfsfólk til starfa frá 1. september. Hlutastörf koma til greina. Byggingavörudeild Óskum að ráða starfsmann til starfa sem fyrst við almenn afgreiðslustörf. Upplýsingar veita deildarstjórar og Guðbjörn Gíslason. Frá Dalvíkurskóla Skólabyrjun haustið 1997 verður með eftirfarandi hætti 3. september: Nemendur í 8.-10. bekk mæti kl. 09.00 Nemendur í 3. D og 4.-7. bekk mæti kl. 10.00 Nemendur í 3. H og 2. bekk mæti kl. 13.00 Foreldrar og forráðamenn velkomnir. Nemendur 1. bekkjar fá bréf frá kennurum um hvenær þeir ásamt foreldrum mæti í viðtal, en viðtölin fara fram 3. og 4. september. Ef yngri börn þurfa á gæslu að halda fyrir eða eftir há- degi þá vísum við á félagsmálastjóra og dag- mömmur. Skólastjóri Minning Gunnar Markússon skólastjóri Fæddur 18. október 1918 - Dáinn 20. júlí 1997 Gunnar Markússon fæddist á Eyr- arbakka 18. október 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 20. júlí sl. og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju 26. júlí. Foreldrar hans voru Þuríður Pálsdóttir, verkakona, frá Reyni- felli á Rangárvöllum og maður hennar, Markús Jónsson frá Torfa- stöðum í Fljótshlíð. Árið 1943 kvæntist Gunnar eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigurlaugu Stefáns- dóttur, kennara, síðar bóka- og safnverði frá Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Hildur f, 1946, 2) Þór Jens f. 1947, 3) Stefán, f. 1951, 4) Ágústa, f. 1953. Öll eiga þau maka og börn. Með Gunnari Markússyni er genginn fyrsti skólastjóri heima- vistarskólans á Húsabakka (1955- 1962). Hann kvaddi þennan heim á Þorláksmessu á sumri, á messudag Þorláks helga vinar síns og er það reyndar táknrænt, því líklega hafa fáir menn í samanlagðri lúthersku sýnt minningu heilags Þorláks meiri rækt en Gunnar. Ég sá hann fyrst sumarið 1956; þá var hann nýlega tekinn við skólastjórastöðu á Húsabakka. Þetta var beinvaxinn, fremur grannur maður, vel meðalmaður á hæð, fríður, skarpleitur og snerpu- legur; viðmótið ákveðið en hlýtt. Nýi skólastjórinn fékk fljótlega orð fyrir dugnað og góða stjórn- semi í starfi sínu. Sigurlaug, konan hans, dugleg, blíð og félagslynd, gekk í kvenfélagið og kirkjukórinn og tápmikill barnahópurinn dafn- aði í nýju heimkynnunum í Svarf- aðardal. Nokkrum árum síðar leysti sá sem þessar línur ritar Gunnar af einn vetur sem skólastjóri á Húsa- bakka er hann stundaði framhalds- nám við kennaraháskólann danska. Það var gott að taka við stjórn skólans af Gunnari. Hann hafði þá þegar mótað skólastarfið og skóla- braginn af mikilli alúð og trú- mennsku. Bjó hann þar eflaust að fyrri reynslu af skólastjóm sinni við heimarvistarskólann á Flúðum, þaðan sem fjölskyldan kom að Húsabakka. Það söknuðu þeirra margir í dalnum þegar Húsabakkafjöl- skyldan fluttist búferlum suður í Þorlákshöfn árið 1962. En þau Gunnar og Sigurlaug afræktu ekki vini sína fyrir norðan; þau ræktu sambandið við þá alla stund síðan. Á Húsabakkaámnum var Gunn- ar bókavörður Lestrarfélags, síðar Bókasafns Svarfdæla. Kom hann nýju sniði á safnið og endurskipu- lagði það. Sjálfur var hann mikill bókamaður og átti stórt og vandað bókasafn. Eitt af áhugamálum Gunnars var náttúmfræði. Aflaði hann sér mikillar þekkingar f þeirri grein með sjálfsnámi og ef ég man rétt, var það kjörgrein hans í danska kennaraháskólanum. Þegar hann hvarf frá Húsabakka gaf hann skólanum eggjasafn sitt. Gunnar var harðduglegur mað- ur og trúr yfir öllu sem honum var falið. Óbrotin mannúð, trygglyndi og hreinlyndi voru einkenni hans að viðbættum ströngum sjálfsaga. Hann lét sig félags- og menningar- mál miklu skipta. Ungur missti hann föður sinn. Hann studdi móður sína eftir mætti við að sjá fjölskyldunni farborða meðan systkinin voru að komast á legg. Hann aflaði sér menntunnar af dugnaði og harðfylgi og lauk kennaraprófi 1949. I Þorlákshöfn naut atorkusemi og félagsmálaáhugi Gunnars sín vel. Hann tók við stjórn skóla í vaxandi þorpi og honum voru falin margvísleg trúnaðarstörf í byggð- arlaginu. Hann var bókavörður í Þorlákshöfn frá 1965 til dauðadags og jafnframt forstöðumaður minja- safns Egilsbúðar. Hann var heið- ursfélagi Bókavarðafélags Islands. Formaður hafnarstjórnar Lands- hafnarinnar í Þorlákshöfn um ára- bil. Formaður sóknamefndar byggðarlagsins, í byggingarnefnd Þorlákskirkju frá upphafi til vígslu hennar 1985. Áður var vikið að því hve annt Gunnar lét sér um minningu Þor- láks helga. Sem dæmi um það má nefna að í bóka- og minjasafninu í Egilsbúð kom Gunnar upp dálítilli deild, helgaðri hinum blessaða Þorláki með ritum, myndum og öðrum heimildum um þennan gamla dýrling Islendinga. Sjálfur taldi Gunnar að fulltingi hins mæta Skálholtsbiskups hefði verið betra en ekkert við byggingu kirkju þeirrar sem ber nafn hans í Þor- lákshöfn. Svo mikið er víst að skuldlaus var hún, kirkjan, full- byggð og vel búin á vígsludaginn. I anddyri kirkjunnar er undurfag- urt listaverk eftir Ágústu, dóttur Gunnars og Sigurlaugar. Á útfarardaginn hafði Veður- stofan spáð rigningu og súld, en um hádegið birti upp með sólskini og hægviðri. Þegar undirritaður hafði orð á þessu við Hildi dóttur Gunnars mælti hún: „Já, Þorlákur sér um sína!“ Við hjónin þökkum fyrir vin- áttu og ræktarsemi og vottum vandamönnum Gunnars innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Júlíus J. Daníelsson FréttahorN Kaffi- og handverkshúsið í gamla þinghúsinu á Grund hefur gengið vel í sumar að sögn Ingibjargar Kristinsdóttur veit- ingakonu þar. Um 1.500 gestir komu og skrifiðu nafn sitt í gesta- bókina, margir fengu sér kaffi og aðrir skoðuðu handverkið og keyptu sér smávegis. Ingibjörg segir að margir sem leið eiga um dalinn staldri þar við, ættarmótin á Húsabakka hafa skilað þó nokkru, einn hópurinn pantaði m.a.s. vöfflukaffi í lok ættarmóts. „Það hafa margir ferðamenn haft orð á því við mig að Svarfaðardalur væri einkar falleg sveit og snyrtilegt að sjá heim á bæi,“ segir Ingibjörg. Þinghúsið hefur verið auglýst til sölu og hafa þau hjónin gert tilboð í það. Ef af kaupum verður segir Ingibjörg að áfram verði haldið á sömu braut næsta sumar, jafnvel er í bígerð að hafa jólamarkað um helgar þegar nær dregur jólum í vetur. Sunnudaginn 31. ágúst n.k. verður hlaðborð á Grundinni, það síðasta á sumrinu. Hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps hefur að ósk Ævars Klemenssonar rútubflstjóra gert 5 ára samningg við feðgana Ævar og Bóas um skólaakstur og er samn- ingurinn uppsegjanlegur fyrir báða aðila. Þeir feðgar hafa nú fest kaup á skemmunni vestan vegarins í Ytra-Holti til nota fyrir sérleyfisút- gerð sína. Göngur og réttir í Svarfaðardal verða helgina 12.-14. septem- ber nk. Réttað verður á Tungurétt sunnudaginn 14. september kl. 12.30. JramFötfum samdœgurs ‘Jifmafyígir Fiverri framFgííun ILEX- myndir Hafnarbraut 7 Sími: 466 1212 Starfsfólk óskast Fólk óskast til starfa í rækjuvinnslu Samherja á Dalvík. Nánari upplýsingar í síma 466-1475. Samherji hf. Frá Tón- listarskólanum Innritun fer fram í skólanum dagana 27.-29. ágúst kl. 10-12. Upplýsingar í síma 466-1493. Skólastjóri

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.