Norðurslóð - 23.04.2002, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 23.04.2002, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Þóröur í góðum félagsskap þeirra Björns Elíassonar og Hjálmars Júlíussonar. í Uppsalakot fluttu þau syst- kinin Anna og Þórður 1916 og bjuggu þar til ársins 1940 og við þann bæ voru þau löngum kennd. Þar í sveit nutu þau vel- vilja sveitunga sinna í ríkum mæli. Það var þéttbýlt þá í Valla- sókninni og sérstaklega í næsta nágrenni Uppsalakots. Þau bösl- uðust við búskapinn, höfðu nokkrar ær sér til framdráttar. Þórður var ekki ókunngur sauð- fénaði. Hann var um tíma á Böggvisstöðum, smali hjá Þóru og Baldvini Þorvaldssyni. Þar átti hann góðu að mæta, enda sagði hann oft frá veru sinni þar og smalastörfunum á Böggvis- staðadal. Dalurinn var hans starfsvettvangur í hjásetunni á sumrin við kvíaærnar og þar var hans sumarhús, Kofi á Böggvis- staðadal. Þá söng hann fram- haldið af Seljasöngnum sínum af innlifun: En hátt á fjöllum þú heyrir klið, sem hljómar um skýjatjöldin, þar klingjandi bjöllur kveða við og kœrastan mín við langspilið situr í seli á kvöldin. Já, hann sagði oft hann Þórð- ur, að það hefði verið sjukk og læti á Böggvisstaðadal, sérstak- lega uppí klettagötunum. Um veru þeirra systkina í Uppsalakoti er margt hægt að segja, en allt þeirra líf snerist um lifibrauðið, sauðfjárbúskapinn. Heyskapurinn gekk með hjálp vina þeirra og vandamanna, en sjálf sáu þau um hirðingu fjárins að vetri. Þau áttu hvort um sig sínar ær og héldu öllu sér. En sameiginlega höfðu þau fjár- markið; hamarskorið hægra og sneitt framan vinstra. Til að allt væri nú á hreinu með lamba- eignina að haustinu, voru lömb Þórðar spottadregin við mörkun á vorin, það er bandspotta var stungið með nál í gegnum annað eyrað á lömbunum og þannig gat Þórður helgað sér sitt að haustinu. Friðþjófur Þórarins- son, frændi þeirra, erfði mark systkinina að þeim látnum. Á Uppsalakotsárunum var það siður hjá Þórði að fara á sunnu- dögum út í Sökku til Gunnlaugs bónda, þar fékk hann rakstur og annað á þeim bæ. Á eftir var svo lagið tekið, Seljasöngurinn, sem báðir sungu af fullum krafti. Um 1940 lá leið Önnu og Þórðar til Dalvíkur, í Bergþórshvol sem þá var í eigu Þorsteins Jónssonar bróðursonar þeirra. Anna lést 22. júní 1946. Þórð- ur lifði Önnu og síðustu árin var hann í umsjá Guðrúnar Kristins- dóttur og Gests Hjörleifssonar söngstjóra í Björk og fór vel um hann þar, þótt erfiður væri. Þórður var málhaltur, óskýr- mæltur, því trúlega hefur hann orðið fyrir áföllum á barnsaldri, en honum varð vel til vina og í góðra vina hópi varð hann kampakátur enda fjörugur að eðlisfari og söngvinn vel. Þórður Jónsson lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 13. desember árið 1965, 94 ára að aldri. Bæði hvíla þau syst- kini í Upsakirkjugarði - svo til hlið við hlið. Noðurslóð óskar lesendum sínum gleðilegs sumars! Um leið minnum við þá á sem ekki hafa enn greitt árgjald frá því í fyrra að gera það sem fyrst áður en gíróseðlar verða sendir út fyrir þetta ár. Sæplast hf. sendir bestu sumarkveðjur til starfsfólks og viðskiptavina og þakkar samstarfið á liðnum vetri Markaður Hinn árlegi vormarkaður veráur í Arskógi miðvikudaginn 1. maí n.k. kl.13-17. Þar verður á boástólum alls konar handverk, matvara, fatnabur og fleira og fleira. KaffihlaðborS verður á staðnum. Pantanir á sölubásum í símum 466-1978, 466-1020 og 466-1555. Undirbúningsnefnd Svarfdælingar í Reykjavík og négrenni Vorkaffi Samtaka Svarfdælinga verbur í samkomusal Háteigskirkju sunnudaginn 28. apríl nk. kl. 15.00. A dagskrá verður meðal annars kórsöngur Kórs Svarfdæla sunnan heiöa. Mætum öll og eigum ánægjulega stund saman! Opinn fundur um umhverfismél veröur haldinn í sal Dalvíkurskóla að kvöldi sumar- dagsins fyrsta 25. apríl kl 20:00 A dagskrá ver&ur: • Kynning á stöðu umhverfismála í Dalvíkurbyggð. • Stefán Gíslason verkefnisstrjóri Staðardagskrár 21 kynnir stöðuna á Islandi. • Kynning á átakinu „Fegurri sveitir" • Kynning á GAP verkefni Landverndar • Ibúasamtökin á Arskógssandi kynna starfsemi sína. • Hvað er Bláfáninn og Grænfáninn? Auk þess verður boðið upp á skemmtiefni og almennar umræður. A fundinum munu liggja frammi blöð og skriffæri og fólk hvatt til að skrifa niður athugasemdir og góðar hugmyndir til úrbóta i sveitarfélaginu. Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla Dalvík verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl 2002 í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju og hefst hann kl. 20:00. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi Sparisjóðsins árið 2001. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur Sparisjóðsins fyrir árið 2001, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. 3. Breytingar á samþykktum. Tillagan lítur að því að stofn- fjáreigendur kjósi alla stjórnarmenn og að fulltrúaráð verði lagt niður. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðanda. 6. Tillaga um ársarð af stofnfé og framlag í Menningarsjóð. 7. Tillaga um þóknun stjórnar. 8. Onnur mál. Dalvík 10. apríl 2002 Stiórnin Eftir aðalfund verða tónleikar í Dalvíkurkirkju og tilkynnt um úthlutun úr Menningarsjóði.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.