Norðurslóð - 28.01.2004, Side 3
Norðurslóð - 3
og heldur einkum utanum kennsl-
una á Dalvík en Þórarinn í daln-
um.
Hvert barn sem orðið er fullra
14 ára á að hafa Iært...!
í 2. gr. laganna um fræðslu barna
frá 1907 segir „Hvert barn sem
er fullra 14 ára á að hafa lært...“
og síðan er það talið upp, fyrst
„að lesa móðurmálið skýrt og
áheyrilega." Þegar fræðslunefnd
kemur saman 19. okt. 1912 hafði
henni borist þremur dögum fyrr
bréf frá ekkju á Dalvík sem
kvartar undan því að börn henn-
ar tvö, drengur og stúlka, séu nú
orðin 14 ára gömul án þess að
hafa náð því fræðslutakmarki
sem fræðslulög ákveði. Hún
skorar því á fræðslunefndina að
hún sjái börnunum fyrir full-
nægjandi fræðslu næsta vetur á
þann hátt sem hún álítur heppi-
legastan. Hún segist vænta þess
að nefndin svari þessari mála-
leitan hið allra fyrsta „en verði
henni ekki sinnl neyðist ég til að
snúa mér til æðri staða.“
Nefndin bókar vegna þessa:
„Þar sem börn þessi hafa áður
fengið nokkra tilsögn, bæði á
farskóla héraðsins og með heima-
kennslu, og þó svo sem ekkert á
veg komin í þeirri grein, álítur
nefndin heppilegast að útvega
börnum þessum sérstaka kennslu
og þannig gjöra tilraun til að
kenna þeim lestur, skrift og ef
kostur væri á með kristindóms-
fræðslu á einhvern hátt í 2 eða 3
mánuði á næsta vetri.“ Því næst
felur nefndin formanni sínum að
finna kennara fyrir börnin „og
skal hann haga sér í máli þessu
eins og honum þykir bezt við
eiga.“
Ekkjunni og vinkonu hennar
sem skrifar fyrir hana bréfin
finnst hægt ganga og einhver
misski I n i ngur verður, því í árslok
fær fræðslunefndin bréf frá Jóni
Þórarinssyni, umsjónarmanni
l'ræðslumálanna í landinu öllu,
þar sem hann biður um umsögn
nefndarinnar vegna málsins. 1
lok janúar sendir nefndin frá sér
sína umsögn. Þar kemur m.a.
fram að nefndin hafði munnlega
gert móðurinni grein fyrir þeim
ráðstöfunum sem hún hugðist
grípa til vegna fræðslu barna
hennar sem voru eins og áður
segir sérstök kennsla í allt að 12
vikur og var þá kennsla stúlk-
unnar hafin. Nefndin segist ekki
hafa getað lofað fullnægjandi
fræðslu þar sem henni hafi verið
kunnugt um gáfnaskort barn-
anna. Það kemur fram að 6 vik-
um eftir að kennsla drengsins
hófst og 8 vikum eftir að kennsla
stúlkunnar hófst hafi „stúlka á
Akureyri" kært nefndina fyrir
vanrækslu og ber henni á brýn
að börnin hafi ekkert lært.
Nefndin vísar því á bug að hún
„hafi ekkert fyrir börnin gert“.
Niðurstaða nefndarinnar er að
fullreynt sé að börnunum verði
kennt það sem lög um fræðslu
barna frá 22. nóv. 1907 mæla
fyrir og verði þau því að falla
undir síðari hluta 18. gr. nefndra
laga, en þar segir: „Undanskilin
fyrirmælum þessarar greinar og
fyrirmælum næstu greinar þar á
undan eru þau börn, er skóla-
nefnd eða fræðslunefnd dæmir
óhæf til hins lögboðna náms sak-
ir gáfnaskorts eða vanheilsu.“
Með þessu bréfi til umsjónar-
manns fræðslumála sendir nefnd-
in 7 fylgiskjöl sem eru vottorð
kennara og sóknarpresta um
námsgetu barnanna.
Þetta mál er merkilegt fyrir
þá sök að það leiðir í ljós þá
staðreynd að þeir foreldrar voru
til sem töldu að börn þeirra ættu
rétt til fræðslunnar þannig að
þau stæðust kröfur laganna. 17.
gr. laganna fjallar um hvað skuli
gera ef barn sem er yngra en 14
ára reynist „svo vankunnandi að
sterkar líkur sjeu til, að það nái
eigi lögskipaðri kunnáttu, áður
en það er 14 ára fullra, ber skóla-
Farskólinn á Dalvík 1920-1921
Fremsta röð, sitjandi frá vinstri: Anna Jóhannesdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Þórunn Þorsteinsdóttir, Sóley Gunnlaugsdóttir,
Sigríður Líndals, Hólmfríður Magnúsdóttir, Pétur Baldvinsson, Egill Júlíusson.
Önnur röð frá vinstri: Rósa Sigurðardóttir, Mói, Elín Sigurðardóttir, Barði, Fanney Jóhannsdóttir, Baldvin Loftsson, Ingunn Sigurjónsdóttir,
Maríanna Halldórsdóttir, Loftur Jónsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Jóna Kristjánsdóttir, Uppsölum, Rósa Sigurðardóttir, Guðjón Sigurðsson,
Arngrímur Jónsson.
Þriðja röð frá vinstri: Tryggvi Kristinsson, kennari, Unnur Tryggvadóttir, Helga Jóhannsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Hildigunnur Þorsteins-
dóttir, Unnur Sigurðardóttir, Snjólaug Símonardóttir, Agnar Magnússon, Anton Sigurjónsson, Hulda Vigfúsdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigvaldi
Jónsson, sr. Stefán B Kristinsson.
Fjórða röð frá vinstri: Jóhann Þorleifsson, Björgvin Jónsson, Jóna Frans, Kristján Sigurðsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Ingunn Angantýsdóttir, Lov-
ísa Loftsdóttir, Gunnar Hallgrímsson, Gunnar Jónsson, Adolf Ágústsson, Jósep Vigfússon, Finnur Sigurjónsson, Stefán Hallgrímsson.
Haustið 1913 hefst kennsla íþinghúsinu á Grundsem þá er orðið mið-
punktur kennslu I dalnum. Það erfyrsta húsnæði sem hreppurinn á og
notað er til kennslu.
nefnd eða fræðslunefnd að gjöra
ráðstafanir til að lögð sje við það
meiri rækt en áður og má hún ef
nauðsyn ber til kaupa því sjer-
staka kennslu á kostnað þess er
barnið hefur til framfærslu ...“
Móðir barnanna þáði sveitar-
styrk þannig að kostnaður af
hinni sérstöku kennslu féll á
hreppinn. En þessi frásögn sýnir
líka baráttu móður sem sjálf er
ólæs og óskrifandi, fyrir mennt-
un barna sinna og hún sýnir
einnig að fræðslunefndin reynir
að bregðast við en úrræði voru
ekki mörg.
Hinn 28. febrúar 1913 skrifar
Jón Þórarinsson, fræðslumála-
stjóri fræðslunefndinni. Hann
hefur þá móttekið bréf hennar
og sér ekki ástæðu til að taka
kæruna til greina að neinu leyti.
Þannig virðist þessu máli ljúka.
Fleiri mál þarf að leysa
Sú skýrsla sem Stefán Kristinsson
gefur á hverju vori er jafnan um
getu barnanna og framfarir og
um kennsluhúsnæðið og hvað
þar megi betur fara. í árlegum
bréfum til stjórnarráðsins þar
sem farið er fram á styrk vegna
skólahaldsins er þess getið þegar
skólinn flytur af einum bæ á ann-
an. en það gerist reglulega. Ekki
virðist gengið frá leigu á húsnæð-
inu nema til árs í senn. Fylgiskjöl
með slíku bréfi eru líka reikn-
ingar vegna skólahalds og skýrsla
prófdómara um getu barnanna
og sem áður segir er einnig gerð
grein fyrir húsnæði skólans.
Á hverju hausti afgreiðir
fræðslunefnd líka undanþágu-
beiðnir foreldra eða forráða-
manna einhverra barna. Það er
jafnan gert með því skilyrði að
börnin fái minnst 8 vikna heima-
kennslu og komi til prófs að vori.
Það skólahúsnæði sem notað
var í upphafi, heimili í sveitinni
og félagsheimili bindindishreyf-
ingarinnar á Dalvík, var í eigu
annarra en hreppsins sem og þau
húsgögn sem þurfti til kennsl-
unnar. Svarfdælingar byggja nýtt
þinghús sem einnig á að verða
skólahús að Grund árið 1912-
1913. Þar með er Grund orðin
miðpunktur kennslunnar í sveit-
inni, en kennsla hefst þar haustið
1913,
Árið 1916 er ákveðið, að ráði
Stefáns Kristinssonar prófdóm-
ara, að láta smíða skólaborð fyr-
ir Dalvíkurskólann. Rök hans
voru þau að þá eignaðist sveitin
borðin og þau gætu verið færan-
leg milli staða. Jafnframt var
ákveðið að gera salerni á Dalvík
í sambandi við skólahúsið þar.
Haustið 1916 leit út fyrir að
ekki yrðu nema 5 börn í Skíða-
dal og orðið áhorfsmál hvort þar
ætti að halda úti skóla eða reyna
að koma kennslunni fyrir með
ódýrari hætti. Kannað var hvort
hagstæðara væri að koma börn-
unum fyrir í nánd við aðra
kennslustaði, en það reyndist
engu ódýrara en að halda áfrarn
kennslu í dalnum. Niðurstaðan
varð að bjóða uppá undanþágu
frá skólagöngu barnanna og að
þau fengju heimakennslu í stað-
inn. Ef það ekki gengi yrði skóla
áfram haldið úti að Þverá. Á
fundi hálfum mánuði síðar er
komið í ljós að börnin muni ekki
verða nema 3 eða 4 og að undan-
þágu verði óskað fyrir þau.
Þannig leggst skólahald tíma-
bundið niður í Skíðadal og þeim
stöðum sem kennt er á byrjar að
fækka. Þegar svona stóð á finn-
ast dæmi um það að foreldrum
væri greiddur styrkur vegna
heimakennslu barnanna.
1916 eru líka ráðnir húsverðir
bæði við skólann á Dalvík og á
Grund, en auk þrifa og viðhalds
þurfti á þessum tíma að sjá skól-
unum fyrir eldsneyti, aðallega
kolum.
Ekki voru kenndar svokallað-
ar aukanámsgreinar í skólum í
Svarfaðardal nema söngur.
Tryggvi Kristinsson kenndi ekki
bara söng heldur stofnaði hann
barnakór og lét syngja opinber-
lega. Margir unglingar lærðu líka
orgelleik hjá honum en hann
var, auk þess að vera farskóla-
kennari, orgelleikari og kórstjóri
við kirkjurnar í dalnum.
í næsta tölublaði Norðurslóð-
ar verður þriðji og síðasti hluti
þessarar frásagnar af fram-
kvæmd fræðslulaganna frá 1907 í
Svarfdælafræðsluhéraði.
Dalvíkurbyggð
Búfjáreigendur
athugið
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar vill
vekja athygli hlutaðeigenda á því að
samkvæmt „Samþykkt um búfjárhald í
Dalvíkurbyggð" sem staðfest var af
landbúnaðarráðuneytinu í september
2003, þurfa allir þeir sem halda búfé
utan lögbýla að sækja um leyfi til þess.
Umsóknina þarf síðan að senda til
byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar til
afgreiðslu.
Gunnhildur Gylfadóttir
formaður landbúnaðarráðs