Norðurslóð - 17.12.2015, Page 5
Norðurslóð - 5
Jóhann Daníelsson og söngsins unaðsmál
í jólablaði Norðurslóðar 1987
er viðtal við Jóhann Daníelsson,
undir fyrirsögninni „Söngsins
unaðsmál“ af þvi tilefni að hann
hafði í mánuðinum á undan, hinn
18. nóvember, orðið sextugur.
I viðtalinu rekur blaðamaður
Norðurslóðar hluta af lífshlaupi
Jóhanns með því að fara með honum
yfir blaðaúrklippur sem hann hafði
haldið saman þar sem fjallað var
um ýmislegt af því sem hann hafði
tekið þátt í, einkum á söngsviðinu.
Til að minnast Jóhanns, sem lést
hinn 23. nóvember sl. verður hér
tekinn saman útdráttur úr þessu
viðtali.
I upphafi viðtalsins fer Jóhann
yfir það hve gaman honum hafi þótt
að taka þátt í gerð kvikmyndarinnar
Land og synir og hann rifjar upp
með blaðamanni frægan leikdóm
Ingibjargar Haraldsdóttur, þar sem
hún segir m.a.: Eitt atriði í myndinni
mun árœðanlega seint úr minni.
Það er atriðið úr göngunum þar
sem alþýðusöngvari syrígur hárri og
skýrri tenórröddu ,, Við fjallavötnin
fagurblá", Og Ingibjörg reyndist
sannspá. Lagið hefúr fylgt Jóhanni
og var síðast sungið við útför hans
6. desember sl.
Jóhann rifjar líka upp nokkrar
söngferðir erlendis sem hann
fór bæði með karlakómum
Fóstbræðmm og síðar með
karlakómum Geysi á Akureyri.
Það var einmitt í síðari ferðinni
með Fóstbræðmm, árið 1960, í
miðju kalda stríðinu, að farið var til
Moskvu. Þar gerðu þeir félagamir
allt vitlaust þegar þeir sungu í
Tchaikovsky sönghöllinni fyrir
1.500 áheyrendur sem ætluðu aldrei
að sleppa þeim. Þetta var fyrsta ferð
íslensks kórs til Moskvu og sætti
tíðindum hér heima. Og Jóhann sá
ballet í Bolshoi sem Bjöm bróðir
hans kann nokkrar sögur af.
Þá er starfsferill kennarans
rakinn nokkuð í viðtalinu, en
Jóhann var upphaflega menntaður
íþróttakennari sem bætti síðar við
sig söngkennaranámi og fleim.
Hann þjálfaði og kenndi íþróttir
víða. Fyrripart vetrar 1949 var hann
nýútskrifaður að kenna í Grindavík
en fór eftir áramót til Blönduóss þar
sem hann var við kennslu og þjálfún
ungmenna næstu fjóra vetur. Þá
loks lá leiðin norður á heimaslóðir
þó hann ætti erfitt með að slíta sig
alveg frá Húnvetningunum, en hann
var þar við sund- og íþróttakennslu
flest vor allt til 1965, auk þess að
þjálfa íþróttaflokka sem kepptu á
JÓHANN DANIELSSON
eo
EIRÍKUR STEFÁNSSON
Breiðskifa Jóhanns og Eiríks
Stefánssonar kom út 1976
landsmótum ungmennafélaganna.
Eftir að Jóhann hætti fastri
kennslu á Blönduósi var hann eitt
ár í Olafsfirði en síðan lá leiðin til
Dalvíkur þar sem hann tók til starfa
við Dalvíkurskóla haustið 1958.
Hann var síðan á Dalvík allt til
1963 að undanskildum einum vetri
að hann var við söngkennaranám í
Reykjavík. Frá 1963 er Jóhann með
fjölskyldu sína á Akureyri, en 1974
nær hann að sannfæra Sissu um að
Dalvíkin sé draumablá og snýr þá
aftur til kennslu í Dalvíkurskóla,
sem hann var síðan viðloðandi til
aldamóta.
Hvarvetna tók Jóhann mikinn
þátt í félagslífi, ekki síst söng-
og leiklist. A Blönduósi byrjaði
hann að syngja einsöng með kór
og fýrsta lagið var „Vorið kemur“
eða Lóan, sem varð förunautur
Jóhanns æ síðan. Lóan var á
efnisskrá Karlakórs Dalvíkur
flest þau ár sem Jóhann var með
kómum og hún var auðvitað með
á plötunni Svarfaðardalur sem
karlakórinn gerði árið 1975. I
blaðaúrklippum má líka sjá að
hann hefur tekið þátt í uppfærslum
leikrita og kabarettsýninga. Hann
söng til dæmis eitt aðalhlutverkið í
óperettunni Nitouche sem Leikfélag
Akureyrar setti upp við mjög góða
aðsókn.
Jóhann getur ekki stillt sig um
að nefna það að Gíslínu konu hans
hafi ekki þótt listrænn árangur
hans merkilegur á leiksviðinu. Það
telur hann stafa af því það hafi
jafnan komið í hans hlut að leika
og syngja elskhugann og henni
hafi einfaldlega ekki fallið við
hlutverkin.
Já, söngurinn var snar þáttur í lífi
Jóhanns. Hann rifjar í lok viðtalsins
upp að líklega 9 ára gamall hafí
hann ásamt Júlíusi bróður sínum
og Lárusi í Ytra-Garðshomi
troðið upp á barnaskemmtun sem
haldin var á Bakka. Um fermingu
söng hann síðan með kvartett
sem söng á afmælisfagnaði
Ungmennafélagsins Þorsteins
Svörfuðar á Gmndinni. Kvartettinn
var undir stjóm Sigurðar í Syðra-
Holti. Þá þurfti Jóhann að standa
á kassa til að vera jafnstór hinum.
Hann segist hafa verið alinn upp
við söng heima, faðir sinn og móðir
hafi bæði starfað mikið með kómm
og mikið sungið þar heima. Hann
bendir líka á að Þórarinn á Tjöm,
kennarinn hans, hafi látið þau
syngja eitthvað á hverjum degi.
Jóhann riljar loks upp íyrstu kynni
sín af útvarpi og grammófóni.
Tónlistin hreif, og hann segir að enn
þann dag hafi hann gaman af því að
rilja upp og syngja gömlu lögin sem
hann lærði að syngja í bemsku.
Utför Jóhanns var gerð frá
Dalvíkurkirkju þann 6. desember sl.
Síðan var drukkið erfi að Rimum.
Þar stigu ýmsir á stokk og minntust
Jóhanns og riljuðu upp kynni sin
af honum, eða sungu honum til
heiðurs. Jóhann var vinsæll og
vinamargur.. Hann þekkti af eigin
raun hve mikilvægt það er að geta
sungið og tekið þátt í samsöng
og lagði því alla tíð áherslu á að
nemendur hans syngju. Það var gott
veganesti. Þá em ótaldir allir þeir
sem hann kenndi að taka marsinn.
Jóhann setti mikinn svip á samfélag
sitt og með honum vildu flestir vera.
Eftir lifir söngurinn á plötum og
diskum og svo allar sögumar. Þær
verða ekki sagðar hér, en fullyrt að
Jóhanns Daníelssonar verður lengi
minnst.
Jóhann íglöðum hópi gangnamanna. A myndinni má sjáStefán Gunnarsson,
Steingrim Steinarsson, Omar Arnbjörnsson, Steinar Steingrímsson ofl.
Akureyrarkirkju í tilefni 70 ára afmœlis kórsins. Daniel Þorsteinsson var
fenginn til að gera lagið sem hérfylgir á nótum.
Jóhann Daníelsson
18. nóv. 1927 - 23. nóv. 2015
Jóhann Daníelsson er fallinn
frá og eftir standa minningar um
góðar stundir með þeim lífsglaða
snillingi. Hugurinn hvarflar
að draumabláu sumarkvöldi á
Dalvíkinni við söng Jóhanns.
Tíminn stöðvast og ekkert er til
nema augnablikið. Upplifunin
algjör og stundin eilíf, glasið
fúllt. I umgjörðinni er sætur
ilmur af Svarfdælskum gróðri.
Tenór Jóhanns er sterkur,
hljómmikill og karlmannlegur
en um leið kliðmjúkur og tær
eins og ijallavötnin fagurblá.
Lögin sem hljóma í minningunni
koma eitt af öðru, lög eftir Eyþór
Stefánsson, Jón Bjömsson og
fleiri norðlensk tónskáld við ljóð
Davíðs Stefánssonar og annarra
fagurkera. Hann syngur um bjarta
nótt: „Gaman, gaman, gaman er
að vera til, vera til og vaka“; um
grænkandi dal: „Guð minn hve
nú er gaman, glampandi sólin
skín, við skulum syngja saman,
syngdu ntér lögin þín“. 1 laginu
Vorið kemur segir frá lóunni sem
naut þeirra forréttinda að „mega
saklaus alla ævi, una þér við söng
og blóm.“ Hápunktur kvöldsins er
svo um meyna frá Mandalay þar
sem segir frá blökkustúlkunni sem
söngvarinn kyssti „bak við kalda
klausturmúra". Hann gleymir
aldrei stúlkunni en hún reikar
um mannlaus torg og vonar að
hann „muni koma senn“. Heimir
situr við píanóið og gefur sig
augnablikinu á vald. Lokatónar
lagsins virðast lifa að eilífu og
hrifningin altekur hverja taug.
Síðan er fagnað, hlegið og skálað
fyrir dásemdum lífsins. Og sungið
meira.
Þessi tónlist og hin rómantísku
ljóð sem Jóhann hafði yndi af að
syngja eru einkennandi fyrir þann
mann sem hann hafði að geyma.
Jói Dan vakti, eins og tónlistin,
einatt hjá okkur góðar tilfmningar,
ekki aðeins fyrir það hversu léttur
hann var í lund og viðræðugóður,
heldur bjó að baki einlæg
manngæska og fordómaleysi.
Hann hafði þann kost, sem er æ
sjaldgæfari í seinni tíð, að dæma
ekki annað fólk. Og þótt hann
hefði góðan húmor og næmi fyrir
breyskleikum ntannskepnunnar þá
var hrekkleysi og góðvild ávallt
yfirsterkari kaldhæðninni.
Tírni sumarkvöldanna er liðinn
og nú er Jói Dan allur. Þessi mikli
listamaður lífsins hefur sungið sitt
Haustljóð og „sofnað eins og trén
og blómin“. Þótt í ljóðinu segi líka
að það vori og sumri að nýju, þá
er heimurinn fátækari nú en áður.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst manni eins og Jóhanni
Daníelssyni. Nærvera hans og
söngur var náttúruafl.
Ég votta bömum hans og
afkomendum mína dýpstu sarnúð
og þakka fyrir ógleymanlegar
stundir og kveð Jóa Dan með þeim
orðum sem honum voru töm:
Blessaður ævinlega, vinur.
Olafur Sigurðsson, fyrrverandi
kennari við Dalvíkurskóla