Norðurslóð - 17.12.2015, Qupperneq 8
8 - Norðurslóð
r
Utgerð Aðalsteins Loftssonar
4. grein
Mynd tekin á Múlaplaninu.Söltun dagsins á undan hefur verió mikil því margar fullar tunnur bíða þess að vera
slegnar til (það er lokað)
Söltun áhjá Norðurveri. Þarna sét vel hvað athafnasvœðið er þröngt á bryggjunni. Bátarnir lönduðu beint í
síldarkassana. A ntyndinni ináþekkja Signýju Gests, Kidda Þorleifs með tunnutrilluna og Dóra Sikk við síldarkassann.
r
nóvemberblaði Norðurslóðar
var frásögn af aðstæðum til
sjós og lands á vetrarvertíð
í Keflavík á seinnihluta sjötta
áratugarins. Aðalsteinn Loftsson
var einn þeirra útgerðarmanna utan
suðvesturhornsins sem gerði út frá
Suðumesjum og verkaði aflann
sjálfur. Samkvæmt blaðafregnum
frá þessum tíma vom það liðlega
40 bátar sem gerðir vom út frá
Keflavík á vetrarvertíðinni 1958,
sem er sú vertíð sem frásögnin
var miðuð við. Það hefúr því verið
umtalsvert athafnalíf við höfnina í
Keflavík á þessum tíma.
Þegar vetrarvertíðinni lauk fóm
bátamir norður og þar vom þeir
undirbúnir fyrir næstu vertíð sem
vom síldveiðar. Það lifnaði yfír
Dalvíkinni á vorin þegar fólkið
kom heim af vetrarvertíðinni á
þessum árum. Flest allir bátamir
fóru sður í byrjun ársins og með
þeim sjómennimir og síðan fylgdu
fjöldinn allur af landverkafólki
eins og fyrr er sagt frá. Atvinnulífið
á Dalvík yfir vetrartímann,
sérstaklega eftir áramótin, var
ekki burðugt á þessum tíma. Það
lifnaði hins vegar yfir öllu þegar
síldartíminn nálgaðist.
Nótabátar málaðir
Gunnar Kristinsson segir að það
hafi verið aðeins misjafnt frá ári til
árs hvenær skipin létu úr höfn til
síldveiða en verið passað uppá að
hafa bátana tilbúna ef fréttist af síld,
en yfirleitt hafi það verið í byrjun
júlí á ámnum fyrir og um 1960.
Þegar skipin stækkuðu fóm menn
þó sífellt fyrr af stað.
Undirbúningurinn fólst aðallega
í að mála skipin og fóru þau oftast
i slipp til Akureyrar á þessum tíma
árs. Þó kom það fyrir að slipptakan
væri sunnanlands áður en siglt
væri norður. En viðhaldsvinnan
sem unnin var á Dalvík, svo sem
málningarvinnan, var að mestu
unnin af skipverjum. Addi í Miðtúni
segir að Gaui Lofts hafi stjómað
málningarvinnuni hjá útgerð Alla
og farist það vel úr hendi. Auk
skipsins sjálfs þurfti að ditta að
nótabátnum sem staðið höfðu
uppi á kambinum í fjömnni, ýmist
neðan við kaupfélagið eða neðan
við Garða og Ungó. Nótabátamir
voru settir fram á vorin þegar þeir
höfðu verið málaðir og eftir notkun
um sumarið dregnir aftur upp á
kambinn þar sem þeir stóðu síðan
um veturinn.
Kraftblökkin kemur til
sögunnar
Um 1960 var kraftblökkin að
ryðja sér til rúms í íslenska
flotanum, en fram til þess tíma var
síldamótin dregin með handafli
eftir að henni var kastað á
síldina og gegndi þá nótabáturinn
lykilhlutverki. Kraftblökkin var
fyrst reynd hér á landi um borð í
báti H Böðvarssonar hf á Akranesi
1956. Síldamætur útgerðanna, bæði
hér á Dalvík og víðar af landinu,
voru í umsjón Netjamanna sem
Kristinn Jónsson veitti forstöðu.
Þeir tóku við nótunum um á haustin
í lok síldarvertíðar og yfirfóm þær
um veturinn. Eins settu þeir upp
nýjar nætur og seldu útgerðum
þannig að hér á Dalvík var
umsvifamikill rekstur á þessu sviði.
Síldarsöltun hófst svo á
plönunum um leið og síldin
taldist hæf til söltunar. Stundum
mældist síldin ekki nægjanlega
feit í byrjun og fór hún þá í
bræðslu. A ámnum fyrir og um
1960 vom 3 síldarsöltunarstöðvar
á Dalvík; Söltunarfélag Dalvíkur
hf. (SFD) sem stofnað var árið
1944. Norðan við Söltunarfélagið
(á svipuðum stað og Vélvirki
er nú og þar norðanvið) var
Söltunarstöðin Múli hf sem rekin
var af Páli Friðfmnssyni og síðar
syni hans Gunnari Pálssyni. Þriðja
stöðin var síðan úti á hafnargarði,
sem var var mun mjórri garður í
þá daga en hann er nú. Aðstaðan
þar var leigð aðkomumönnum
á fimmta áratugnum, en
hafnarsjóður Dalvíkurhepps rak
þar Söltumarstöðina Höfn á fimmta
áratugnum.
Norðurver stofnað
Alli Lofts landaði síldinni hjá
Páli Friðfinnssyni, móðurbróður
sinum, og var síldin söltuð á
Múlaplaninu. Sumar heimildir,
svo sem bókin Silfur hafsins
(2007) segja að Alli og Páll hafí
rekið stöðina sanran. Þeir frændur
unnu saman að söltun haustsíldar
suður í Vogum á Vatnsleysuströnd
á fyrrihluta stjötta áratugarins.
Sólveig Antons segist hafa farið
á þeirra vegum með föður sínum,
Tona Bald, til að salta haustið sem
hún var 15 ára. Alli virðist ekki hafa
tekið þátt í rekstri Múlaplansins
eftir að Gunnar Pálsson tekur við
eftir dauða foður síns árið 1956.
Jón Brúi (Jón Stefánsson) og Alli
leigðu saman söltunaraðstöðuna á
hafnargarðinum og söltuðu þar, og í
lok síldaráranna höfðu þeir aðstöðu
á Múlaplaninu þegar Gunnar Páls
var hættur rekstri þar. Bræður
Alla, þeir Bongi og Gaui, unnu
flest sumur á Múlaplaninu, en
eftir að Norðurver, en svo nefndist
söltunarfyrirtæki Jóns og Alla, tók
til starfa varð Gaui verkstjóri þar.
Baldi Lofts var hins vegar alla tíð
verkstjóri á Múlaplaninu, bæði
meðan Páll rak það og eins eftir að
Gunnar tók við.
Fiskverkun á Dalvík
Þegar haustaði lauk
síldveiðunum fyrir Norðurlandi,
það er að segja veiði úr norsk-
íslenska síldarstofninum. Gunni
Krist segir að tvö fyrstu haustin sem
Baldvin Þorvaldsson EA var gerður
út, það er árin 1956 og 1957, hafi
þeir verið á reknetum um haustið,
aðallega út af Vestfjörðum, og
þá landað mest í Bolungarvík hjá
Einari Guðfinnssyni og einnig á
Skagaströnd ef þannig stóð á.
Jóhann
Antons-
son
Haustið 1958 var hins vegar
breytt til, meðal annars vegna þess
að fiskhúsið, Allahúsið, var þá
komið í nothæft stand. Þetta haust
var Baldvin Þorvaldsson gerður út
á línu og verkaði Alli aflann sjálfur
í hinu nýja húsi. I húsinu var líka
aðstaða til beitningar svo aðstaða
til útgerðar og verkunar afla var
komin á einn stað og athafnaplássið
var gott og rýmilegt í hinu nýja
húsi. Frá þessum tíma og fram yfir
miðjan sjöunda áratuginn voru
útgerðarhættir og umsvif Alla með
svipuðum hætti og lýst hefúr verið
hér og í síðasta blaði. Vetrarvertíð í
Keflavík eða Hafnarflrði, síldveiði
og söltun að sumri og svo
haustveiðin fyrir Norðurlandi og
fiskverkun á Dalvík.
Stálskip koma til sögunar
A þessum tíma tók
fiskiskipaflotinn hjá Alla
talsverðum breytingum. Arið 1961
bætist fyrsti stálbáturinn í flota hans
þegar Baldur EA 12 kom. Baldur
var smíðaður í Austur-Þýskalandi
eftir svipaðri teikningu og Júlíus
Bjömsson EA sem Egill Júlíusson
hafði látið smíða nokkrum árum
fyrr, nema hvað Baldur var allur
meira umsig aftan við stýrishúsið.
Það telja menn að hafí verið til
þess að skapa meira rými fyrir
síldamótina þar sem kraftblökkin
gerði það að verkum að ekki þurfti
lengur nótabát við veiðamar.
Kristján E. Th. Jónsson, eða
Stjáni í Sólheimum, varð skipstjóri
á Baldri og Gunni Krist stýrimaður.
Gunni segir að þeir hafi ekki verið
nema tvö ár eða svo á Baldri og
gengið alveg þokkalega. Alli hafí
verið stórhuga á þessum ámm,
eins og raunin var oft, því að á
sama tíma og hann var að taka á
móti Baldri EA nýjum var hann
að semja um smíði á stærra skipi
í Noregi sem hlaut nafnið Loftur
Baldvinsson EA 124 og sem kom
tveimur ámm síðar. Þeir Stjáni og
Gunni vom einnig í brúnni þar.
Um sjóhæfni skipa
Aðspurður um sjóhæfni Baldurs
EA sagði Gunni að hún hafi verið
svolítið umdeilanleg. Gunni var
skipstjóri um tíma á Baldri EA
þegar Stjáni veiktist hastarlega á
miðri vetrarvertíð. Þó Gunni hafi
gert góða vertíð sem skipstjóri
sóttist hann ekki eftir að vera
skipstjóri áfram heldur valdi
stýrimannsstöðuna.
Reimar Þorleifsson sem var
vélstjóri um tíma á Baldri segist
aldrei hafa verið alveg rólegur í
Um myndirnar
Hér á síðunni eru birtar myndir af söltunarplönum sem Loflur
Baldvinsson (Dengsi), sonur Balda Lofts tók á síðari hluta sjötta
áratugarins. Einnig voru myndirnar af vertíðinni í Keflavík teknar
af Dengsa. Jón Baldvinsson bróðir Dengsa hefúr haldið utan um
myndasafn bróður síns, sem er auðvitað einstakt fyrir sögu Dalvíkur,
ekki síst sögu útgerðar Aðalsteins Loftssonar. Sjálfur hefur Jón tekið
mikið af myndum sem við höfum oft notið góðs af og eigum ömgglega
eflir að gera síðar.
Leiðrétting
Samkvæmt ábendingu Ólafs Nílssonar slæddist sú villa inn í
frásögn í síðasta blaði að Friggi var talinn Sigurðsson, en hið rétta mun
vera að hann var Guðbrandsson.