Norðurslóð - 17.12.2015, Side 9
Norðurslóð - 9
vondum veðrum og þótti sjóhæfnin
ekki hafa verið nógu góð. Hann
sagðist hafa samanburð við Júlíus
Bjömsson EA, en þar var hann
líka vélstjóri, en skipin vora mjög
sambærileg nema rýmið aftan við
stýrishúsið og hafi hann alltaf litið á
það sem ástæðu munarins á þessum
tveimur bátum.
Með þrjú skip á síldveiðum
Matti Jak (Mattías Jakobsson)
tók við skipstjóm á Baldvini
Þorvaldssyni þegar Stjáni fór yfír
á Baldur EA. Stýrimaður hjá Matta
var Gunnar Arason þá nýútskrifaður
úr Stýrimannaskólanum. Matti
segir að sér hafi líkað sérstaklega
vel að vera hjá Alla og segir að
haustvertíðamar hér fyrir norðan
minnisstæðar. Hann segist hins
vegar hafa valið að fara yfír á
Björgúlf EA 312 þegar honum
bauðst það en hann sagðist alltaf
minnast tímans hjá Alla með
ánægju.
Eins og íyrr segir kom Loftur
Baldvinsson EA 124 nýr til
landsins í júlí 1963 og var þá
Aðalsteinn með þrjá báta í útgerð
á sumarsíldveiðum 1963, það er
Baldvin Þorvaldsson, Baldur og
Loft. Hann ákvað aftur á móti að
leigja nýja Loft Baldvinsson til
Patreksljarðar á vetrarvertíðinni
1964. Patreksfirðingurinn Finnbogi
Magnússon varð skipstjóri við
upphaf vertíðar, en Finnbogi var
að biða etir að nýsmíði hans Helga
Guðmundsdóttir BA, yrði tilbúin í
Noregi.
Gunnar Arason skipstjóri
Gunnar Arason varð skipstjóri
á Baldvin Þorvaldssyni EA á
síldveiðum 1963 en þá var Matti
Jak hættur. Gunni var svo með
bátinn á haustvertíð og byrjaði með
hann á vetrarvertíðinni í Keflavík.
Gunni segir að eitt kvöldið þegar
þeir voru búnir að landa hafi Alli
komið til sín og sagt við hann
að hann þyrfti að senda sig til
Patreksfjarðar daginn efltir. Gunni
segist hafa hváð en Alli sagði bara
„Þú átt að verða skipstjóri á Lofti
Baldvinssyni“. Þá kom það hjá Alla
að Finnbogi væri í raun hættur
og bíði bara eftir honum svo hann
komisttil Noregs. Gunni segist hafa
fengið vilyrði fýrir því að Finnbogi
færi samt einn veiðtúr með honum.
Það var aldeilis að Gunnari
Arasyni var kastað út í djúpu
laugina því ekkert varð úr að
Finnbogi færi með honum einn
túr. Ekkert var flogið vestur fyrr
Hér er Baldvin Þorvaldsson EA 24 að koma úr skemmtisiglingu á sjómannadaginn 1956. Margir hafa haft áhuga á
að sigla meó nýjasta skipi Dalvíkurflotans þá.
en 5 dögum seinna og þá gaf
Finnbogi honum rjómatertu
og kvaddi. Gunni var þama
með í höndunum nýtt og
öflugt skip og átti að sækja
á mið sem hann hafði ekki
stundað áður sem skipstjóri.
En hann var með góða
áhöfn. Allt gekk þetta vel
eins og sjá má í úrdrætti
frétta úr dagblaðinu Vísi í
lok vertíðar sem sjá má hér
annars staðar á síðunni ásamt
frekari umijöllun í sama blaði
tveimur dögum síðar.
Svona hófst tilvist Gunnars
Arasonar sem skipstjóra á
báti sem bar nafnið Loftur
Baldvinsson en nöfn Gunna
og skipsnafnið Loftur
Baldvinsson áttu eftir að vera í frétt í dagblaðinu Vísi 14. maí
nátengd næstu 12 árin. Meira um 1964 sagði:
það í næsta blaði Norðurslóðar.
,,Meiri fiskur barst á land á Patreksfirði á seinustu vertíð en dœmi
ent til áður, og bátur, gerður út þaðan, hrat't aflametinu frá ífyrrafyrir
báta með límt og net, og erþá miðað við landsmet á vertíðinni, en það
átti ífyrra Helgi Helgason, en afhonum var landað á Patrelcsfirði 1454
tonnum, en nýja metið á Loftur Baldvinsson, semftskaði 1460 tonn, á
línu og í net".
..Skipstjóri á Lofti Baldvinssyni var Finnbogi Magntisson fram til
10. apríl og hafði þá ftskað 1200 tonn, en þá tók við Gunnar Arason,
kornungur maður og efnilegur, og líklegur til að verða aflakló, og
gekk honum líka vel þótt hann kœmi ókannugiir til Patreksf jaróar.
Þegar byrjað var með netin höfðu fiskazt 330 tonn á línu, en það var
í janúar".
,,Gunnar Arason sagði við fréttaritara Vísis á Patreksfirði, að
sér hefði líkað þar vel, bœði við skipverja sína og bátinn, og yfirleitt
hafa verið sótt stutt, en þó kitnnað vel við sig. Gœftir hafa verið með
bezta móti, einkum síðari hluta vertíðar. Fréttaritarinn hefttr það eftir
Gunnari, að netatap haft verið með minnsta móti og ekkert net skilið
eftir í sjónttm “.
,,Annar bátur i röðinni á Patreksfirði er vélbáturinn Dofri með
1417 tonn, skipstjóri Héðinn Jónsson, ogþriðji Sœborg með 1111 tonn,
skipstjóri Hörður Jónsson. Eigandi Lofts Baldvinssonar er Aðalsteinn
Loftsson, úttgerðarmaður íDalvtk".
Matthías Jakobsson
31. mars 1936 - 8. desember 2015
Móðurbróðir minn, Matthías
Jakobsson lést þann 8. desember
sl. eftir að hafa notið líknandi
meðferðar á Dalbæ á Dalvík. Matti
var næst yngstur systkinanna frá
Sjálandi í Grímsey sem fluttu til
Dalvíkur vorið 1947. Faðir hans,
Jakob Helgason hafði þá keypt
húsið Garða við Hafnarbraut
fyrir sína fjölskyldu. Þau urðu
sjö systkinin en sá elsti, Willard
f. 1926, dó úr berklum haustið
1945. Jakob var fæddur að
Borgum í Grímsey en móðir Matta,
Svanfríður Bjamadóttir var fædd
að Steindyram á Látraströnd.
Hún flutti ung með móður sinni,
Ingu Jóhannesdóttur, systkinum
og fósturföður til Grímseyjar.
Á legsteini þeirra Jakobs og
Svanfríðar í Dalvíkurkirkjugarði
stendur „Hér hvíla hjónin frá
Grímsey . . og má af því ráða
tryggð þeirra við Grímsey, þó þau
kysu á sínum tíma að flytja í land.
Matti var 11 ára þegar þau komu til
Dalvíkur. Hann átti þá einn yngri
bróður, Þóri Ottó f. 1942 og fjögur
eldri systkini; Helga f. 1928, Bjama
Siguróla f. 1930, Elínu f. 1932 og
Guðrúnu f. 1934. Eftirlifandi era
Ottó og Guðrún og búa bæði á
Dalvík.
Grímseyingar voru aldir upp
við veiðiskap sem varð bæði
atvinna Matta og áhugamál.
Hann fór í sjómannaskólann og
axlaði snemma ábyrgð. Hann
var svo ungur þegar hann tók við
sem skipstjóri á Vilborginni frá
Keflavík að hún var kölluð Baby
doll, enda skipstjóri og sumir úr
áhöfn vart af bamsaldri. Matti var
lengi farsæll skipstjóri, síðast við
útgerð sem þeir bræður, hann og
Otti, áttu með Ægi Þorvaldssyni.
Sú útgerð óx á nokkram áram
frá litlum báti og fiskvinnslu í
togaraútgerð. Þeir ljárfestu síðan
í því ævintýri að kaupa og flytja
fyrirtækið Sæplast til Dalvíkur og
var Matti stjómarformaður þess
í 13 ár. Fyrir þátt sinn í vexti og
viðgangi Promens/Sæplasts var
hann heiðraður af Fiskideginum
mikla árið 2014.
I þessari fjölskyldu er mikill
áhugi á mat og gjaman fyrsta
verk að morgni að spá í hvað
eigi að hafa til kvöldverðar þann
daginn. Matti fór ekki varhluta
af því. Hann var áhugamaður um
öflun hráefnisins, meðhöndlun og
matreiðslu. Hann þróaði til dæmis
uppskrift að rétti úr skreið, enda
var hann skreiðarframleiðandi um
árabil og fannst ekki nema sjálfsagt
að kunna þá líka að matbúa úr
henni. Á seinni áram bakaði hann
eðal flatkökur og leysti gesti og
gangandi gjaman út með nokkram
kökum. Matti var líka einhver mesti
og skemmtilegasti sögumaður sem
ég hef þekkt og gat vitnað til og
sagt sögur við flest tækifæri. Oft
tókst honum að gera hversdagslega
atburði að hátíð með leiftrandi
frásagnarsnilld sinni. Hann var líka
margfróður og minnugur. Þegar
ég átti sæti í sjávarútvegsnefnd
Alþingis og taugaveiklun greip um
sig vegna breyttar fiskgengdar eða
minni veiði hringdi ég stundum
í Matta og það brást ekki, hann
mundi viðlíka aðstæður og þekkti
hvemig mál höfðu síðan þróast. Þar
naut ég ríkrar þekkingar manns sem
kunni það sem kallað er fiskifræði
sjómannsins.
Eg er Matta mjög þakklát
fyrir þátttöku hans í uppeldi sona
minna, einkum Jónasar sem 8 ára
vildi ganga til sumarvinnu rétt
eins og eldri bræður hans. Matti
tók hann í vinnu hjá Blika og þar
mætti drengurinn allt sumarið, sat
milli þeirra Matta og Ægis þar sem
þeir skáru spyrðubönd af skreið
og sögðu sögur. Sjálfur fékk hann
ekki hníf það sumarið, varð að láta
sér nægja að leysa böndin. Hann
var svo við vinnu hjá Blika í mörg
sumur, eins og bræður hans, og
nutu allir góðs uppeldis þar.
Já, það er margs að minnast
og þakka. Eg var elsta stelpan í
bamabamahópi afa og ömmu í
Görðum og fékk að njóta þess
hjá ógiftu frændum mínum sem
reyndust mér oft sem eldri bræður.
Mér skilst að gælunafnið Sansa hafi
Matti gefið mér til heiðurs henni
Svönsu sem hann var þá skotinn
í. Hann kom líka með úr siglingu
dúkku handa mér, þá stærstu sem
ég eignaðist og var hún auðvitað
nefnd Matta. Með Matta Jakobs er
genginn góður maður sem auðgaði
samfélag sitt og skipti viðgang þess
miklu máli.
Matti eignaðist sex böm, Elvu
Heiðrúnu, Ingu Sigrúnu, Svanfríði
Helgu, Gest, Matthildi og Þóri.
Að auki eignaðist hann fósturböm.
Afkomendur Matta eru orðnir
ljölmargir, fallegt fólk og dugandi.
Ég votta þeim og ástvinum hans
öllum mína innilegustu samúð.
Svanfríður Jónasdóttir