Norðurslóð - 17.12.2015, Side 10
10 -Norðurslóð
SIGLUFJARÐARFÖR LEIKFÉLAGS
„Nú er ekki aftur snúið drengir“
sagði Friðsteinn Bergsson,
þegar hann sá tvo vörubíla
með fullfcrmi af leikhúsdóti,
leiktjöldum, búningum og alls
kyns efniviði, sem þarf til í
leiksýningu. Bílarnir komnir
á hafnargarðinn á Dalvík og
Drangur var að leggja að.
Ferðinni var heitiðtil Siglulj arðar
fimmtudaginn 9. Janúar 1958. Það
hafði verið norðanátt og snjóað
undanfama daga. Síðustu nótt hafði
kyngt niður miklum snjó. Færið á
Hafnarbrautinni var í þyngra lagi
þegar bílamir komu til að sækja
dótið í Ungó.
Jólaleikrit Leikfélags Dalvíkur
vom þar mikil snjóþyngsli, en
verið var að moka Hafnargötuna og
leiðina upp að Sjómannaheimilinu,
sem Siglfirðingar notuðu sem
leikhús, þar sem fyrirhugað var að
sýna. Þetta hús er nú horfíð.
Þeir sem höfðu orðið sjóveikinni
að bráð fóm beint inn á Hótel
Höfn, þar sem búið var að panta
gistingu og fæði á meðan á dvöl
stæði. Nokkrir fóm til vina eða
skyldmenna. Sviðsmennimir unnu
við að koma farangri í hús, máta
leiktjöld við leiksviðið og taka upp
búninga. Þegar allir höfðu komið
sér fyrir á hótelinu og skráð sig í
gestabók, mátti sjá nöfn eins og sjá
má hér að neðan:
Vel fór um hópinn á hótelinu,
komið í leikritinu að dómararnir
vom að ákveða fyrir hvaða glæpi
Jeppi yrði dæmdur, og sagði sá sem
kunni: „ Hann verður dœmdurfyrir
hór og morð “ . Hinn dómarinn, sem
ekkert kunni, át strax eftir honum:
„ Já hór og morð, hór og morð„ Var
þetta endurtekið nokkmm sinnum
með miklu írafári. Svo mikið
fát var komið á félagana að
annar greip í örvæntingu sinni til
latínukunnáttu sinnar og sagði hátt
og skýrt: „Dominus Patris “ sem
hinn leikarinn át upp samstundis
ennþá hærra og sagði: „Domini
frater“. Engin hjálp var frá
hvíslaranum í gatinu, því hann
barðist við háturinn af fátinu hjá
leikurunum, og kom ekki upp
Nafn Atvinna Starf í leiksýningunni
Marinó Þorsteinsson Verkstjóri Leikari, förðun
Hjáhnar Júlíusson Vélstjóri Leikari, förðun
Páll Sigurðsson Málari Gjaldkeri, hvíslari og sviðsmaður
Kristín Stefánsdóttir Húsfrú Leikari, búningar
Sigtýr Sigurðsson Utgerðarmaður Leikstjóri
Ingólfur Jónsson Smiður Leikari, sviðsmaður
Jóhann Daníelsson Kennari Leikari, þýðandi og upplesari
Sœvar Sigtýsson Nemi Hvíslari, sviðsmaður
Reynald Jónsson Nemi Leikari
Arnar Sigtýsson Nemi Leikari
Bragi Jónsson Leikari Leikari
Jónatan Kristinsson Netagerðarmaður Sviðsmaður, sendill
Friðjón Kristinsson Verslunarmaður Leikari, förðun
Friðsteinn Bergsson Málari Ljósamaður, sviðsmaður
Sveinborg Gísladóttir Húsfrú Búningaumsjón
Júlíus Eiðsson Smiður Sviðsmaður
Hjálmar Júlíusson (Jeppi á Fjalli) og Kristín Stefánsdóttir (Nilia konan
hans).
leikárið 1957 - 1958 hafði verið
Jeppi á Fjalli eftir danska skáldið
Ludvig Holberg. Verkið var sýnt
margoft á milli jóla og nýjárs og
fram í janúar, og þótti hafa vel til
tekist.
Almannarómur var um ágætan
leik hjá Hjálmari Júlíussyni, sem
lék Jeppa, og einnig höfðu Kristín
Stefáns og Friðjón Kristins skilað
góðum karekterum.
Á fundi stjómar félagsins um
áramótin kom til umræðu að bágt
væri að leggja af svo mikla vinnu
og ekki sist þar sem uppfærslan
hafði líkað vel.
Varð úr að ákveðið var að athuga
með ferð til Sigluijarðar þama um
háveturinn. Var skipt hlutverkum
að athuga með leikhús, ferðamáta,
hótel, áætlaðan kostnað og allt
annað sem þurfti. Að athugun
lokinni var ákveðið að fara, þar
sem allir nema einn af leikendum
sýningarinnar gátu farið. Tekinn
var inn nýr maður og hann skólaður
til og reynt að hugsa fyrir öllu.
Ferðaveðrið var kuldablá
norðanátt með hríðarhraglanda og
nokkmm sjó. Eftir að hafa komið
farangrinum fyrir, eftir bestu getu
í lest, dreifðu þátttakendur sér
um skipið. En ekki var hátt risið á
öllum, þegar stígið var um borð.
Sumir fóm strax í koju aðrir í
matsal og gripu í spil, ákveðnir í
að taka því sem að höndum bæri.
Flestir óttuðust sjóveiki, enda fór
svo að sjóveikin herjaði mjög á
fólkið, þegar Drangur fór að velta
og berja öldumar. Aðeins örfáir
vanir menn á sjó fundu ekki fyrir
neinu, annað markvert mun ekki
hafa gerst á leiðinni vestur.
Þegar komið var til Siglufjarðar
gott að borða og þótt margir væru
saman í herbergjum sváfu flestir
ágætlega.
Bragi Jónsson, sá allra yngsti i
hópnum, var sá eini af leikendunum
sem kallaði sig leikara, þegar hann
skrásetti nafn sitt í gestabókina,
enda með húmorinn í lagi.
Strax á föstudagsmorgni var
unnið við að stilla upp leikmyndum
fyrir fyrstu sýninguna sem var
auglýst um kvöldið. Þurfti að
fella leiktjöldin að “nýju“ húsi
og jafnvel móta ný leiktjöld, þar
voru dverghagamir í hópnum
ómissandi.
Á föstudagsmorguninn á leið í
leikhúsið var komið við í bókabúð
og þar rekist á bókina Den Röde
Rubin eftir norska rithöfúndinn
Agnar Mykle. Bókin var umtöluð
vegna bersögli og var umsvifalaust
keypt og fékk Jóhann Daníelsson
það hlutverk að þýða og lesa upp
úr henni valda kafla, eftir að komið
var inn á Hótelið, eftir leiksýningu.
Gekk á ýmsu við þýðinguna en
var að sama skapi gaman. Þegar
upplesarinn J.D vildi sérstakrar
skýringar við, þá bætti hann við „
a.t.h. þýð“ svo ekki yrði tekið sem
teksti bókarinnar.
Sýningin á föstudagskvöldið
tókst mæta vel. Leikið var fyrir
fullu húsi og voru leihúsgestir
ánægðir miðað við hlátur og
lófatak þeirra. Þó komu fyrir hik
og ruglingur í texta hjá leikara með
lítið hlutverk og lítið æft. Kom það
ekki til að skaða sýninguna mikið.
Enn hér fengu leikúsgestir að heyra
og sjá illa stamandi dómaraklæddan
„lækni“, sem ekki kunni setninguna
sína, en éta sífellt upp það sem
mótleikari hans sagði. Þar var
nokkru hljóði, en að síðustu var
það einn af reyndari leikurunum
á sviðinu sem kom öllu á réttan
kjöl með því að koma með rétta
setningu og leikritið hélt áfram.
Þess ber að geta að þessi uppákoma
var alls ekki úr leikverkinu.
Strax daginn eftir voru tvær
sendisveinninn sem fór. Matur og
kaffi komu frá hótelinu. Áður en
farið var að hvíla sig um kvöldið
var sameiginlegur kvöldverður á
hótelinu og síðan þýðing og
upplestur hjá Jóhanni Daníelssyni.
Sunnudagssýningin var kl 16:00
og enn var fúllt hús og enn
var hlegið og klappað og gestir
ánægðir.
Júlíus Júlísson formaður
Leikfélags Sigluljarðar þakkaði
þeirra þótti orðið nóg um.
Sýningarfólkið var orðið lúið
þegar sýningu lauk. Álagið sem
verið hafði á öllum var farið að
segja til sín. Eftir var að taka
niður leiktjöldin og setja saman
annan búnað. Allir hjálpuðust að,
því strax morguninn eftir þurfti
að koma farangrinum i Drang.
Eftir sameiginlegan kvöldverð var
framhald á þýðingum Jóhanns sem
var síðasti upplesturinn, en ekki sá
sísti. Var góður rómur gerður að
Aftari röó f.v.: Bragi Jónsson (þjónn), Reynald Jónsson (þjónn), Jóhann Daníelsson (lögmaður / leeknir ofl),
Arnar Sigtýsson (lögmaður /lceknir), Ingólfur Jónsson (Eiríkur)
fv,- fremri röð: Marinó Þorsteinsson (barón / dómari), Friðjón Kristinsson (Jakob skómakari), Sigtýr
Sigurðsson (leikstjóri), Kristín Stefánsdóttir (Nilla), Hjálmar Júlíusson (Jeppi á Fjalli).
sýningar, önnur kl 16:00 og hin
kl. 20:30. Báðar fullsetnar gestum.
Viðtökur leikhúsgesta voru eins
og á fyrstu sýningunni, mikið um
hlátur og klapp og auðfundið að
gestir skemmtu sér hið besta.
Þama í leikhúsinu þurftu
leikendur og sviðsmenn að vera
allan daginn. Nokkur meiri agi var
viðhafður en venjulega. Enginn
mátti fara úr húsinu nema með
leyfi. Ef þurfti að skjótast eftir
einhverju úr búð var það aðeins
með mörgum góðum orðum
komuna og ágæta skemmtan,
hrósaði leikurum og leikstjóra.
Sigtýr Sigurðsson, sem ólst upp
á Siglufirði, þakkaði fyrir góð
orð og sagði meðal annars „ ...að
þetta væri allt af vanefhum gert,
en viljan vantaði ekki“ og lagði
áherslu á orð sín. Síðan stóðu allir
leikhúsgestir upp og þökkuðu með
löngu lófataki, var fortjald margoft
dregið fyrir og frá, leikarar hneigðu
sig aftur og aftur svo nokkrum
þessari skemmtan.
Morguninn eftir var öllum
búnaði komið í skip og haldið
heimleiðis. Aftur sagði sjóveikin
til sín, en þó ekki eins og áður
því nú var undanhald og skipið
lét ekki eins illa og hafði verið
þegar siglt var frá Dalvík. Það
voru þreyttir „leikarar, sviðsmenn
og búningafólk“ en ánægður
hópur sem kom til Dalvíkur eftir
ævintýraferð þessa.
Allir í ferðinni höfðu hlutverk