Norðurslóð - 17.12.2015, Blaðsíða 11

Norðurslóð - 17.12.2015, Blaðsíða 11
Norðurslóð -11 DALVÍKUR VETURINN 1958 Arnar Sigtýsson að sjá um og tókst þeim öllum vel upp. Að passa upp á leikmuni og búninga og að sjá um matföng og kaffi var ekki lítið verk og þurfti að skipuleggja hvar og hvenær, í litlu og þröngu húsi, væri hægt að gefa fólki að borða. A leiktjaldamönnunum var mesta álagið í byrjun. Að púsla saman leiktjöldum í „nýtt“ leikhús úr efniviði sem komið var með, var ekki auðvelt. En þama voru galdramenn á ferð svo sem Júlíus Eiðsson, Ingólfúr Jónsson, Páll Sigurðsson, Friðsteinn Bergsson, Jónatan Kristinsson, að ógleymdum Sigtý Sigurðssyni leikstjóra ásamt fleirum. Leikmyndin varð allgóð, að minnsta kosti var ekki kvartað. Marinó Þorsteinsson sá um að mála og setja ný andlit á leikendur af listrænu innsæi eins og hans var von og vísa enda þrautreyndur á þessu sviði, auk þess að fara með stórt hlutverk í leikritinu. Einnig hjálpuðu reyndari leikarar til við förðunina. Sveinborg Gísladóttir var ávallt prímus mótor í því sem við kom búningum. Með allri sinni reynslu og dugnaði sá hún, ásamt fleirum, um búningana og hélt þeim til haga fyrir leikarana, því sumir þurftu oft að skipta í hverri sýnungu. Allir unnu saman eins og einn maður og vom við yngstu meðlimirnir þar á meðal, sérstaklega þegar verið var að flytja búnaðinn í og úr húsi og um borð í Drang. Það má í raun segja að í mikið var ráðist af litlu áhugamannaleikfélagi, um hávetur að fara svona Bjarmalandsferð. Enginn vissi hvemig aðsókn yrði, en hún kom öllum á óvart. Veðrið hafði verið risjótt dagana fyrir ferðina og hélst þannig sýningardagana. Ég held að á engan sé hallað að álíta að stjóm félagsins og leikstjórinn hafí verið burðarstólpamir í þessari annars ágætu, eftinninnilegu og skemmtilegu ferð sem treysti bönd milli félaga og enn er vitnað til, við viss tilefni. Nú eru flest þeirra, sem fóru þessa ferð farin yfir móðuna miklu, blessuð sé minning þeirra. Er þeim þökkuð samfylgdin og góð kynni bæði i leik og starfi. Ekki er vafi á að við yngra fólkið, í þessari ferð, höfðum mikinn þroska af því að umgangast þá fúllorðnu í svo kreljandi aðstæðum sem leikförin var. Skynja þrá þess og dugnað að gera listræna hluti, við erfið skilyrði og af vanefnum, með þrotlausri vinnu sem enginn taldi eftir sér og enginn fékk eyri greitt fyrir. Þeirra er minnst sem forgöngumanna sem klifu hamarinn. UMsögnina hér til hliðar mátti lesa í blaðinu Mjölni á Siglufirði miðvikudaginn 15janúar 1958. ► Hripaðniðureftirminniogáskrafi við: Braga Jónsson, Ingólf Jónsson, Jóhann Daníelsson og Sævar Sigtýsson, sem allir voru þátttakendur í ferðinni. Myndir voru fengnar frá Héraðsskjalasafni Dalvíkur, upplýsingar um leikhús og umsögn kom frá Skjalasafni Fjallabyggðar. Öllum þessum aðilum er þökkuð aðstoðin. AS. Marinó Þorsteinsson (barón og lögmaður), Bragi Jónsson (þjónn), Jóhann Danielsson (kona), Hjáhnur Jiiiíusson (Jeppi á Fjalli), Ingólfur Jónsson (Eiríkur), Reynald Jónsson (þjónn). LEIKFÉLAG DALVIKUR Jeppi á Fjalli Gamanleikur eftir Ludvig Holberg Það mœtti ætla að það væri í mikið ráðist jyrir lítið félag í afskekktu þorpi að ráðast í að sýna Jeppa á Fjalli. Ekki verður þó annað “sagt, en að Leikfélag Dalvíkur hafi leyst það sómasamlega af hendi og sumt hafi tekizt með ágœtum. Eins og allir vita er Jeppi gamanJeikur, meira en tvö hundruð ára gamall. Samt verður ekki annað sagt, en hann sé alltaf tímabœr. Bak við skopið og ærslin er djúp alvara og hvöss ádeila. Það er þetta, sem gerir hann sígildan. Aðalpersónuna, Jeppa, iék Hjálmar Júliusson mjög vel. — Tókst honum mœta vel að draga fram óhamingju drykkjumannsins, sem ekki er lengur sjálfs sín herra. Einnig sýndi hann vel óbilgirni hins kúgaða, þegar hann telur sig hafa náð völdunum. — Mérfannst aðdáunarvert hve mikla hófsemi leikarinn sýndi í öllum leik sinum, þar sem mörgum hefði orðið á að ýkja. Annað aðalhlutverkið, Jakob skómakœri, var einnig piýðilega leikinn. Það hlutverk er tœplega jafn erfitt ogJeppi, enda fullt eins vel afhendi leyst. Nilla og baróninn voru og vel leikin, en svo virtist mér sem sum aukahlutverkin væru i höndum viðvaninga, sem voru litt sviðsvanir. Nokkuð skemmdi það heildarsvip leiksins, en þó ekki svo, að til stórlýta mœtti teljast. Leikhúsgestir skemmtu sér hið bezta, og hafi Dalvíkingar þökk fyrir komuna. H.S. 75 ára fermingarbörn Þann 13. maí 1940 fermdust 20 börn í Vallakirkju. Prestur var sr. Stefán Kristinsson sem var þá að ljúka prestskap. í tilefni 75 ára fermingarafmælis hóaði Valdimar Tryggvason nokkrum fermingarsystkinum sunnan heiða saman til myndatöku. Hann sendi síðan Norðurslóð myndina ásamt minningum sínum tengdum fenningardeginum. Annar fermingarbróðir, Sveinn Olafsson, sendi blaðinu sömuleiðis nokkar línur að þessu tilefni. Hildur Loftsdóttir á Dalvík, ein fermingarsystkinanna, segir að sr. Stefán Kristinsson hafi raunar fermt síðasta hópinn sinn árið eftir þó hann hafi þá verið hættur prestskap og sr. Stefán Snæverr tekinn við . VALDIMAR TRYGGVASON 1940 snemma í maímánuði, kom piltur heim til okkar með skilaboð frá Láru Sigurhjartardóttur frá Skeiði þar sem ég var beðinn um að skreppa til hennar. Lára hafði lært klæðskeraiðn hjá Stefáni frænda sínum klæðskera á Akureyri. Ég hafði dvalið ijögur sumur sem kúasmali hjá þeim systkinum á Skeiði. Erindi Láru við mig var þetta: „Ég hefí tekið þá ákvörðun að sauma á þig fermingarfötin og gefa þér vinnuna í fermingargjöf1 Þvílíka gjöf hafði ég aldrei áður hlotið. Þremur dögum síðar fór móðir mín með mjólkurbílnum til Akureyrar. Við heimkomuna um kvöldið tók hún glöð og ánægð utanaf stranganum sem hún hafði undir handleggnum og sagði með bros á vör að afgreiðslumaðurinn hefði gefíð sér góðan afslátt. Gegnum huga minn þaut hugsun. Nú hefur hún mamma aldeilis látið plata sig. Keypt efni sem enginn hefúr viljað kaupa. Ég þakkaði móður minni fyrir, tók strangann og þaut út. Hugsaði þetta er svo forljótt að best væri að fara fram á Valensíubryggju og henda stranganum í sjóinn,. En sú hugsun hvarf strax, þar sem með því mundi ég hryggja hana móður mína svo mikið að hún færi að gráta og það vildi ég ekki horfa upp á. Séra Stefán Kristinsson sem var orðinn 79 ára tók okkur í viku til hinnar hóflegu Kristnifræðslu samkvæmt lögmálinu. Hann var orðinn gamall og lúinn, tók sér stundum smáhlé og sagði okkur nokkrar gamansögur af vellygna Bjama. Upp er runninn annar í Hvítasunnu árið 1940 með veðurblíðu sem aldrei hafði fyrr komið á öldinni. Ég man ekki hvað við vorum mörg. Gamall siður hjá “maddömmu” Þóm á Upsum var að taka fermingarbömin inn í baðstofu og „pússa“ þau ofurlítið. Við söfnuðumst saman á bæjarhellunni á Upsum og frú Þóra tók allar telpumar fyrst. Greiddi fagurt hár þeirra og gerði þær allar með tölu sætar (nógu sætar vom þær fýrir). Því næst tók Þóra piltana hvem af öðmm. Ég var síðastur samkvæmt stafrófi og sagði við “maddömmuna”: „Þóra ég kem ekkert inn, þú þarft ekki að greiða mér. Mitt hár er Fjögur fermingarbörn frá 1940: Sveinn B. Ólafsson, Syðra-Holti, Jóna Kristjánsdóttir, Jónshúsinu (Nýjabœ) Petra Salome Antonsdóttir, Hrisum og Valdimar Tryggvason. snarhrokkið og er yfirleitt ekki greitt.“ „ Hana láttu ekki svona strákur og komdu strax inn“ En ég stóð sem fastast á bæjarhellunni Nú var öllum raðað í halarófu: Hríseyingurinn hann Valdi Friðbjöms var á undan en síðastur var ég samkvæmt lögmálinu. Þegar ég gekk inn um kirkjudymar heyrði ég sagt. Þeir síðustu verða einhvem tímann fyrstir. Þekkti ég röddina og ræddi þetta við þann er sagt hafði, að vísu löngu seinna, er leiðir okkar lágu saman í Reykjavík. Að athöfn lokinni fómm við fermingarbömin öll til síns heima. Móðir mín bakaði pönnukökur og lagaði kakó. Skoðaði fermingargjafimar með mikilli gleði enda eru þær fram á þennan dag varðveittar. Þær voru tvær: kort frá Sigga bróðir og Unni. Inni í umslaginu var fimmkrónuseðill. Svo var seinni gjöfin: kort frá Stínu á Skeiði og fimmkrónuseðill. Þvílík gleði Tíu krónur, sem enn eru varðveittar. Eftir að hafa hámað í mig nýbakaðar pönnukökur með miklun sykri og kakó dreif ég mig úr fermingarfötunum. Fór í mín venjulegu fötu. Fór niður á sand í kýlboltaleik eins og venjulega. SVEINN B. ÓLAFSSON Frá þessum merka degi, þegar við vorum fermd í Upsakirkju 13. maí 1940 ásamt fleirum, sem nú hafa lokið sínum hlutverkum í þessu jarðlífi, hafa vegir legið út og suður. Öllum var mörkuð slóð í lífinu, sem svo var í okkar valdi að varða sem best. A síðasta áratug höfum við hjónin (á meðan konu minnar naut við) staðið fyrir skógrækt á Dalvík, sem er þakkarvottur fyrir það sem Asgeir og Dalvíkurskóli fræddi mig og þroskaði í 6 vetur. Vegamótaijölskyldan á einnig þakkir skildar fýrir að taka á móti stráknum, stundum blautum, eftir langa göngu að heiman. Alltaf beið mín spenvolg mjólkin í flöskunni á stofuborðinu í hádeginu. Inga vísaði mér alltaf til stofu og sagði svo: “Tylltu þér svo bara á rúmið mitt”. Kær kveðja heim í dalinn.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.