Norðurslóð - 17.12.2015, Blaðsíða 12

Norðurslóð - 17.12.2015, Blaðsíða 12
12 - Norðurslóð Veröld sem var Skíðabrautin að fornu og nýju. Hver er aðalgatan á Dalvík? Þegar ferðast er um borgir og bæi er yfírleitt ein gata sem sker sig úr sem aðalgatan t.d. Laugarvegurinn í Reykjavík, Strikið í Köben, Karl Johan í Oslo, Oxford í London, svo maður nefni sambærilega staði og Dalvík! Því hef ég oft spurt sjálfan mig hver sé aðalgatan á Dalvík? Eftir smá vangaveltur kom Skíðabrautin upp í hug mér og þá einkum eins og hún var á sjötta og sjöunda áratugnum. Ég átti heima rétt við þessa götu og þekki því vel til. Langar mig hér að rifja upp nokkrar minningar frá þessu umhverfí. Eðlileg leið manna úr sveitinni niður á Böggvistaðasand hefúr verið eftir þessum jökulhrygg, sem síðar varð að götunni. Framan af bara nefnd Brautin áður en hún fékk nafn eftir kappanum Skíða. Flestir sem áttu leið til eða frá Dalvík sumar sem vetur fóru um götuna. Við hana var mjög íjölbreytt starfsemi. Það sem einkenndi hana var þessi blanda af íbúðum og ýmiskonar atvinnustarfsemi og verslunum. Margir höfðu verkstæði, vinnustofur og skrifstofur heima. Fjós og fjárhús voru á baklóðum nokkurra húsa jafnvel reykingakofar. Flest húsanna eru byggð á tímabilinu 1920-24 (sjá má nánar um þessi hús í Sögu Dalvíkur). Yfírborð götunnar var lengst af malarborið með tilheyrandi ryki á sumrin og aurbleytu vor og haust. Menn voru lítið að láta þetta pirra sig, þekktu lítið annað. A sumrin voru kýr Dalvíkinga reknar eftir götunni, kvölds og morgna og skyldu eðlilega eftir sig ýmsar minjar. Þrifalegust var gatan þegar snjór lagðist yfir og á þessum árum var snjómokstur ekki daglega. Skíðabrautin var svo sú gatan sem fyrst fékk þann heiður að fá varanlegt slitlag. Gatnamótin við Hafnarbraut, Skíðabraut og Grundargötu voru hálfgert torg. Við Grundargötu bjuggu margir. Tröppumar við Ungó voru ágætur staður til að hittast og þar var skjól fyrir norðannæðingnum. Af tröppunum var góð yfirsýn yfír götuna. Menn á ferð komu ýmist akandi, gangandi eða ríðandi. Attu leið út Hafnarbraut eða niður Grundargötu, oftast á leið á bílaverkstæðið. A vetuma vom bændur oft á ferð með hesta og sleða. Skólakrakkar á leið til eða frá skólanum. Við skulum setjast á tröppumar í Ungó og líta í kringum okkur. Bíó var þrisvar í viku, á fímmtudagskvöldum og tvisvar á sunnudögum. Bíóið var mikið sótt á þessum árum. Utstillingargluggamir á Ungó voru fullir af myndum af nýjustu Hollywoodstjömunum ásamt Roy og Trigger. Húsið var mikið notað fyrir margskonar samkomur, leiksýningar, dansleiki og fundarhöld. Við félagamir í nágrenninu vorum að sjálfsögðu mættir á tröppumar ef eitthvað var um að vera í húsinu. A tjörusoðna ljósastaumum sem var við stéttina voru auglýsingar frá hreppnum og fleirum (næsti ljósastaur var sunnan við Björk). Anddyri Ungós var reisuleg bygging með svölum og alltaf bjóst maður við að einhverjir ráðamenn kæmu fram á svalimar og ávörpuðu lýðinn eins og sagt var að gert væri í útlandinu. En enginn kom fram á svalimar, hvorki sveitarstjóri né hreppstjóri og ekki einu sinn fjallskilastjóri! Við hlið Ungós var Siggabúðin, vinsæl verslun af mörgum og staður þar sem menn komu saman til að ræða heimsmálin. Einstaka maður fékk sér í staupinu. Einn drakk bara þegar hann átti afmæli, en afmælin voru nokkuð oft á ári. Allt fór þetta friðsamlega fram. Siggi hafði oft opið á kvöldin í bíóhléum, þá var verslunin eins og bíósjoppa !. Þegar lítið var að gera í búðinni og Siggi einn, tók hann oft fíðluna fram. A stéttinni fyrir framan búðina geymdi hann öl- og goskassa. Þama sátum við og hlustuðum á fíðlutóna frá Sigga. Það kom stundum fyrir að ein og ein flaska hvarf úr kössunum. Þama var oft gamli maðurinn hann Þórður frá Uppsalakoti - Þórður kallinn með pípuna sína. - Hann ræddi við okkur krakkana, hafði verið smali á Böggvistöðum og orðatiltæki hans var oft: „Nú er sjukk á Böggvistaðadal." íbúðarhúsið Dalbær tilheyrir Gmndargötunni en er næstum áfast við Siggabúðina, aðeins mjótt sund á milli. Á þessum árum var þar einhver fallegasti garður á Dalvíkinni. Fjárhús og lítill reykingarkofí vom bakatil, mikil snyrtimennska á öllu. Við lítum til suðurs. Á hægri hönd er Dröfn tveggja hæða steinhús með tröppum, sem sköguðu fram í götuna, svo þama var næstum blindhom. Dröfn var að vísu skráð við Hafnarbraut en húsið rammaði inn þetta hverfí. I Dröfn var fyrsta ölstofa á Dalvík. Þar hafa búið margai fjölskyldur og var þetta nánast eins og fjölbýlishús. Á efri hæðinni bjó lengst af Sigurður Jóhannesson smiður (Siggi Hær.). Kona hans og tengdamóðir tóku að sér fatasaum. Á sömu hæð bjó Steinunn frá Göngustöðum. Hún átti prjónavél og prjónaði og seldi ýmis-konar prjónles.Bræður hennar Jón og Jóhann höfðu byggt húsið. Um tíma vom handavinnustofur Dalvíkurskóla í kjallaranum. Á baklóðinni var fjárhús og stundum hesthús. Dröfn var rifínn 1986. Til vinstrihandar á sunnan Grundargötu er Ás, tvílyft steinhús sem stendur enn. Þar var áður bamaskóli en á þessum tíma bjó þar þúsundþjalasmiður ásamt stórri fjölskyldu og var með trésmíðaverkstæði á hluta fyrstu hæðar. Á homi Skíðabrautar og Grundargötu var húsið Runnur en þar bjó Sævaldur Sigurðsson með fjölskyldu sína. Runnur var tveggja hæða steinhús, sem minnti á kastala vegna þess hvemig þakkanturinn var formaður. Á bak við Runn var fjós og fjárhús. Aldrei var kvartað yfir ljósalykt, enda vel gengið um. Við hliðina á Dröfn var bókabúð Jóhanns G. Þetta var jámklætt timburhús. Allir Dalvíkingar og S varfdælingar áttu leið í bókabúðina hvar í flokki sem þeir stóðu og hver man ekki eftir þrönginni þar, einkum fyrir jólin. Jóhann bjó sjálfur í herbergi innaf búðinni. Utan á húsinu var skilti: „Umboðsmaður Háskólahappdrættis.“ Okkur fannst þetta stórbæjarbragur að hafa svona skilti í bænum. En það var líka vinsælt að smella skiltinu við jámklætt húsið. Kom þá Jói hlaupandi út og ekki ánægður. Þetta hús átti mjög fjölbreytta sögu. Þar var m.a skósmíðavinnustofa, því Jóhann var skósmiður og gjaman nefndur „Jói skó“, bókabúð, rafmagnsverkstæði, sportvömverslun og trésmíðaverkstæði. Húsið var rifið 2015. Næst sunnan við var sambyggt hús með þremur einingum. Nyrst var olíufélagið BP með afgreiðslu. Afgreiðslutankur fyrir eldsneyti var úti á götunni. I miðjunni var PAT -Pöntunarfélag alþýðu - og í suðurendanum símstöðin og póstafgreiðslan. Tómas afgreiðslumaður BP var einbúi og bjó í húsinu. Tómas hafði orðið fyrir slysi á hendi og var með járnkrók fram úr erminni. Var sérstakt að sjá hann halda á olíuslöngunni með króknum. Tómas var framan af einnig umsjónamiaður bíósins. BP afgreiðslan varð að fýrstu „sjoppunni“ á Dalvík sem fékk nafnið Klemman þar sem það var á milli verslunarrisanna, Bókabúðarinnar og PAT. Miklar breytingar hafa orðið á starfseminni í þessu húsi. Póstur og sími flutti í nýtt hús og hreppsskrifstofan, síðar bæjarskrifstofan kom 1 staðinn. PAT var lagt niður og aðrir reyndu verslun. Lengst af var KEA með kjörbúð þama og síðan kom Lúbarinn ofl. Byggt hefur verið ofan á húsið. Austan götunnar, á móti PAT, var stórhýsi sem Valtýr í Ytra-Holti byggði. Húsið fékk fljótt nafnið Týról, sennilega dregið af Valtýsnafninu. Þetta var þriggja hæða steinhús. Framan af var Valtýr þama með mubluverkstæði. Þar smíðaði hann og seldi sófasett og dívana. Hallgrímur Antonsson keypti húsið gekk frá því og hóf að leigja út rými í því. Fá eða nokkur hús á Dalvík hafa hýst jafn fjölbreytta starfsemi. Þar hafa m.a. verið húsgagnaverkstæði, bókasafn Dalvíkinga, tannlæknir, byggingavömverslun, bakarí, verkfræðistofa, rafmagnsverkstæði, fískbúð, saumastofa, minjagripa_'verslun, fataverslun og blómabúð auk íbúða og um tíma var í húsinu fundarstaður hreppsnefndar Sveinbjörn Steingríms- son (bæjarráðs). En svo var þetta eins og önnur hús með sögu rifíð 2014. Björk eða Skíðabraut 6 er tveggja hæða steinhús. Tvær íbúðir vom í húsinu. Á neðri hæðinni vom Gestur Hjörleifsson, organisti og kona hans, Guðrún Kristinsdóttir, með stóra fjölskyldu, en samt var rými fyrir tónlistarkennslu og söngæfingar. Gestur annaðist einnig innheimtu fyrir Rarik. Þórður frá Upsalakoti, dvaldi þama í umsjón þeirra. Á efri hæðinni bjuggu Friðrikka Ánnannsdóttir og Gunnar Jónsson, hafnarvörður Dalvíkurhafnar. Þetta var eitt af þeim heimilum þar sem maður kom oft . Þama var Gunnar með skrifstofúr fyrir Dalvíkurhöfn, olíufélagið, ESSO, Eimskip og fleiri skipafélög. Það var ekki verið að offjárfesta í skrifstofuhúsnæði á þessum ámm. Á móti Björk, austan götunnar, er Vallholt, timburhús á steyptum kjallara. Húsið byggði Gunnlaugur Sigfússon smiður. Margir hafa búið í þessu húsi, oft tvær fjölskyldur 1 einu. Húsið var orðið illa farið en afkomendur Gunnlaugs hafa nú endurbætt það mjög, svo að í dag er þetta staðarprýði. í Vallholti bjó um tíma Benedikt Jónsson, smiður. í skúr á baklóðinni smíðaði hann báta og endurbætti marga. Má örugglega telja hann einhvem afkastamesta bátasmið sem hér hefúr verið. Um tíma vom margar trillur eftir hann í flota Dalvíkinga. Sunnan Vallholts er Lambhagi sem á sér eins og önnur hús mjög fjölbreytta sögu. Eldri hluti Lambhaga skemmdist mjög í jarðskjálftanum 1934. Er það einnar hæðar húsið sem hefur verið endurbyggt og við það byggður bílskúr. í þessu húsi lá kona á sæng og fæddi meðan jarðskjálftinn reið yfir, en allt fór vel og enginn slasaðist. Þama bjó lengi Jónína Jónsdóttir, lengst kennd við Sunnuhvol, ásamt syni sínum Gunnari Júlíussyni. Slysavamarfélagið eignaðist síðar húsið og var það þá nefnt eftir henni og kallað Jónínubúð. Þegar félagið eignaðist stærra og betra húsnæði fékk Leikfélag Dalvíkur húsið til umráða.Þessum hluta hefur nú verið breytt aftur í íbúð. Jámklædda tveggja hæða húsið var byggt áfast gamla húsinu. Á neðri hæðinni þar

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.