Norðurslóð - 17.12.2015, Side 13
Norðurslóð -13
bjó lengi Ingibjörg Jóhannsdóttir
(Ingibjörg í Lambhaga) ásamt
dætrum. Hún var vinsæl saumakona
og var oft með saumanámskeið. I
þessum húsum hafa verið auk íbúða
hannyrðaverslun, síldarradíóið,
aðsetur Slysavarnafélagsins og
björgunarsveitarinnar.
Sunnan Lambhaga var lengi
eyða í byggðina. Tún voru sitt
hvoru megin við götuna. Næstu
austan götunnar hús voru byggð
miklu síðar. Þetta eru tveggja
hæða steinsteypt hús en samsvara
sér nú vel í götumyndinni. Vestan
götunnar sunnarlega var húsið Oddi
en annars var þar lengi óbyggt áður
en Víkurröst var reist. Oddi er lítið
steinsteypt hús á einni hæð. Pálmi
Jóhannsson, bifvélavirki, sem
þama bjó ásamt ijölskyldu, var
jafnframt afkastamikill „klippari.“
A laugardögum var oft biðröð eftir
að komast í klippingu hjá honum.
Alltaf var sama lága verðið hjá
Pálma 10 kr. per haus. Ekki varð
hann valdur að verðbólgunni!
Dalsmynni var og er enn eitt
af glæsilegri húsum á Dalvík og
stendur á fallegum stað. Þetta er
þriggja hæða steinhús. Kristinn
Jónsson ,venjulega kallaður Kiddi
sund vegna frumkvöðla-starfs við
sundkennslu, byggði húsið og
bjó þar. Margir afkomendur hans
hafa einnig búið í húsinu. Kristinn
rak stórt og mannmargt fyrirtæki
í netagerð en skrifstofa þess var
i Dalsmynni. Kristinn var mikill
félagsmálamaður m.a oddviti um
tíma og fyrsti fréttaritari útvarpsins
hér.
Elsti hluti Dalvíkurskóla var
tekinn í notkun 1934. Tveggja
hæða skólahúsið var tekið í notkun
um 1957. Fyrir utan hefðbundið
skólastarf var skólinn mikið notaður
fyrir ýmiskonar félagsstarfsemi
t.d. kóræfmgar. Öll umferð að
skólanum var um Skíðabrautina
meðan gengið var inn í skólann
að austan. Var oft fjölmennt í
Skíðabautinni vegna skólans.
Sunnan Dalsmynnis og skólans
var áður mikil lægð í landinu -
Klaufín - og á vorin gat verið þama
vatnsmikill lækur, í minningunni
stórfljót, sem rann í ræsi undir
veginum. En nú hefur landið verið
hækkað sitt hvoru megin við veginn.
Þegar vegurinn að heimavistinni
(Fosshótel) var gerður lokaðist
þetta ræsi að mestu og er það ef
til vill ástæðan fyrir bleytunni
sem er oft á vorin á tjaldstæðinu.
Heimavistin var reist í upphafi
áttunda áratugar og var ætluð fyrir
unglinga nærliggjandi byggða en
Dalvíkurskóli átti að vera safnskóli
hoppa suður fyrir lækinn. Sunnan
við Klaufina er húsið Vegamót.
Þar var heimili mitt frá fermingu.
Þorsteinn föðurafi minn byggði
þama hús, blöndu af timbur- og
torfbæ, sem hann nefndi Vegamót, á
mörkum götunnar framan úr sveit og
sjávargötunnar frá Böggvisstöðum.
Afi naut þess fá ár að búa i bænum.
Hann varð snemma ekkjumaður
og flutti annað en húsið var alltaf
í hans eigu. Síðustu íbúar gömlu
Vegamóta voru hjónin Ingibjörg og
Þórarinn P Þorleifsson og Þorbjörg
dóttir þeirra.
Foreldrar mínir, Steinunn og
Steingrímur, byggðu síðar tveggja
hæða steinhús framan við gamla
bæinn. I nýja húsið var flutt haustið
1957. Gamla bænum var þá breytt
nýja húsið vom foreldrar mínir með
fallegan garð og mikla fjölbreytni
plantna. Þar var sennilega fyrsta
gróðurhúsið á Dalvík með m.a
vínberjaræktun. I garðinum er enn
lítill gosbmnnur sem pabbi gerði
og í kjallara húsins var hálfgert
náttúrugripasafn.
Við getum haldið aðeins áfram
fram veginn, Hjarðarholt er austan
vegar, þar var sennilega síðasti
torfbærinn á Dalvík sem búið var
í. Vestan vegar er Asgarður, þar
var áður tveggja hæða hús en það
skemmdist í jarðskjálftanum 1934
og var endurbyggt sem einnar
hæðar hús. Þegar Skíðabrautinni
lýkur taka Börðin við, þar sem
þjóðvegurinn liggur. Austan
Barðanna eru Flæðamar. Þar voru
Fjölskrúðug umferð kúa, manna og bila á Skíðabrautinni
fýrir elstu árganga gmnnskólanna á
svæðinu.
Hér lýkur hinni eiginlegu
Skíðabraut. Aður var litið svo á
að hér væm mörk kauptúnsins og
sveitarinnar. En við skulum aðeins
i ljós, síðar fjárhús og nýtt þannig
í nokkur ár. 1 mörg ár var húsið
notað sem geymsla og vinnustofa
föður míns við uppstoppun. Gamli
bærinn hefur verði endurbættur,
þar er nú rekin gistiaðstaða. Við
kýr Dalvíkinga hafðar á beit á
daginn. Undan Börðunum streymir
vatn sem að mestu er leysingavatn
úr Böggvisstaðafjallinu. Einn pyttur
var þama öðmm meiri og gæti hafa
verið pyttur sá sem sagt er frá í
frásögnum af Þorvaldi galdramanni
á Sauðanesi. Þorvaldur vildi fá
keypt folald af mönnum en fékk
ekki og er sagt að þá hafi hann ort:
Fáðu skák folald ( Fæ þig ekki
folald, - er líka sagt)
þótt fallega sértu litt:
Farðu suður á Flæðar
og fleygðu þér niður í pytt.
Ærðist folaldið þá og hljóp í
ýmsar áttir og gekk á þeim ærslum
þangað til komið var suður á
Böggvisstaðasand. Þar námu
menn staðar, en folaldið hljóp sem
hamstola suður Böggvisstaðaflæðar
og stakk sér þar á hausinn í poll,
sern síðar er nefndur Folaldspyttur.
Ef til vill er þessi pyttur fyrsta
vatnsbólið á Dalvík, áður en
Pálsbmnnur kom í Grundargötunni,
því kringum pyttinn vom
steinahleðslur til að auðvelda
aðgengi. Þetta hvarf allt, m.a. þegar
skurðimir voru grafnir.
Enn aka menn um Skíðabrautina
og umferðin er nú meiri og hraðari
en áður. Fáir stoppa og enn færri eru
þar á gangi og íbúar eru sára fáir við
götuna. 'Aðkoma að skólanum er
einnig orðin önnur. Mörg hús hafa
verið fjarlægð og götumyndin orðin
skörðótt. Ef ekki væri fyrir hinn
ágæta stað „Gísli, Eirikur og Helgi“
væru fáir á gangi þarna.
„Lyckliga gatan den finnst inte
mer“ var vinsælt lag í Svíþjóð
og þetta á ef til vill við um
Skíðabrautina.
Þetta er ekki sagnfræðileg
samantekt, aðeins minningar manns
sem farinn er að eldast og vonandi
hafa einhverjir ánægju af að rifja
upp þennan tíma með mér. Fáir
íbúar em nafngreindir því erfitt er
að hafa yfirsýn á alla sem hafa búið
í götunni. Margt er hér örugglega
ótalið og því em ábendingar vel
þegnar.
Dalvíkurbyggð
sendir starfsfólki sínu bestu jóla- og nýárskveðjur
og þakkar vel unnin störf á árinu.
Jafnframt óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gæfu og
gengis á komandi ári.
Sveitarstjórn og sveitarstjóri