Norðurslóð - 17.12.2015, Qupperneq 15

Norðurslóð - 17.12.2015, Qupperneq 15
Norðurslóð -15 Öskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar SALKA-FISKMIÐLUN HF NORFISH LTD. DALVÍK Guðmundur Pálmason stofnar Landssamtök Wilsonsjúklinga Bjartsýnn baráttujaxl GuðmundurPálmasonDalvíkingurhefur undanfarin tvö ár glímt hatrammlega við afar sjaldgæfan sjúkdóm - Wilson sjúkdóminn - en áætlað er að á Islandi séu aðeins 8 staðfestir Wilson-sjúklingar. Guðmundur vakti iandsathygli á dögunum þegar hann réðst i það stórræði að stofna landssamtök Wilsonsjúklinga þann 27. nóv. sl. Guðmundur var víða í viðtölum hjá ijölmiðlum að þessu tilefni og vakti athygli æðruleysi hans og jákvæðni í þeim ótrúlegu erfiðleikum sem hann hefur mátt glíma við á undanfömum árum. A heimasíðu Guðmundar má m.a. lesa lýsingu hans á þessari óvenjulegu sjúkrasögu: Eg hafði alltaf verið glaður og mjög aktívur. Ég var t.d. i slökkviliði, björgunarsveit, leikfélaginu og spilaði a gitar i hljómsveitum og stimdaði Ijosmyndun svo eitthvað sé nefnt. Ég vann mjög mikið, var þjónustustjóri hjá Gúmmivinnslunni og vann við löndun úr skipum. A þessum tímapunkti hafði ég aldrei heyrt talað um Wilson 's sjúkdóminn. Svo fór allt að breytast. Égfór að taka eftir þvi að gleðin sem alltaf hafði fylgt mér var horfm og ég missti áhuga á öllu, og í staðin fóru að koma sjálfsvígshugsanir og mjög margt slœmt. Fer ég til lœknis og bið hann um þunglyndislyf sem ég fékk. Stuttu seinna byrja fæturnir á mér að klikka. Ég missi mjög auðveldlega jafnvægið og er alltaf dettandi. Ég fer þá aftur til læknis og segi honum að þessi lyf séu ómöguleg, þau virki ekkert og fari svona illa með jafnvœgið i mér. Þá skiptir hann um lyf en það er allt eins. Svona gekk þetta í rúm 2 ár. Eftir þennan tima, sem ég get bara lýst sem helviti á jörðu, var ég sendur inn á geðdeildina á Akureyri. Þar var ég sendur i alls konar rannsóknir, meðal annars heilaskanna. Þar sáust óeðlilegar bólgur, en seinna kom það í Ijós að þetta var uppsafnaður kopar. Þá var ég sendur suður á Landsspítalann þar sem þetta var greint. Þarna fékk ég loksins svar sem ég var búinn að bíða eftir i rúm 2 ár. Um leið og ég fékk greininguna og rétt lyf hurfu þunglyndið og sjálfsvígshugsanirnar eins og dögg fyrir sólu. En þrautagangan var rétt að byrja. Nú tóku við tveir mánuðir á Landsspitalanum og svo sjö mánuðir á Kristnesi, sem sagt eins og full meðganga. A þessum tíma versna ég mjög mikið í löppunum og ér eiginlega bundinn við hjólastól. Auk þess koma frarn, ýmis önnur minni áhrif frá sjúkdómnum, t.d. fer ég að slefa mikið, á erfitt með að borða, allur maturfer að bragðast illa, ég missi getuna til að spila á gítar svo að ég minnist á eitthvað. Staðan á mér í dag er mjög góð, ég er alveg laus við þunglyndið en fœturnir á mér virka ekki. En mér er alveg sama um það á meðan hausinn er i lagi. Ég lít á sjúkdóminn sem lottóvinning þar sem hann hefur gefið mér svo margt. Eins og t.d. nýja sýn á lífið, og ég hef kynnst nýju frábæru fólki. Það er von mín að með þessum skrifium geti ég kannski forðað einhverjum frá þessum tveimur árurn í helviti sem ég gekk i gegnum. - Guðmundur Pálmason Óskum viðskiptavinum okkar og íbúum Dalvíkurbyggðar gleðilegra jóla, árs og friðar samsKi pj/ Hjartans bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári Óskum íbúum Dalvíkurbyggðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs vtr Óskum Svarfdælum heima og að heiman og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Hittumst heil á nýju ári

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.