Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Blaðsíða 23

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Blaðsíða 23
endurmat eigna skuli fært á sérstakan reikning meðal eigin fjár, endurmatsreikning. Ennfremur kemur þar fram að reiknuð gjöld vegna verðbreytinga skuli færa til hækkunar á endurmatsreikningi. Loks er þar að finna upptalningu á liðum sem færa má til lækkunar á endur- matsreikningi. Rétt þykir að ræða sérstaklega um hvern þessara liða. a) í fyrsta lagi segir að færa megi til lækkunar á endur- matsreikningi þá niðurfærslu sem kann að vera nauðsynleg á öðrum fastafjármunum. Með hliðsjón af því að aðalreglan um endurmat eigna er fram- reiknað kostnaðarverð er hér um afar sérkennilegt ákvæði að ræða. Hér er gefið færi á því að verðrýrn- un eigna sé færð framhjá rekstrarreikningi og það verður að telja beinlínis rangt með vísan til góðrar reikningsskilavenju, þegar litið er til þeirrar hugsun- ar sem að baki býr reikningsskilum sem miðast við framreiknað kostnaðarverð. Að auki er ekki gert ráð fyrir því, að slík niðurfærsla sé færð beint á óráðstafað eigið fé, sem mætti þó færa rök fyrir, heldur er niðurfærslan færð til lækkunar á öðru end- urmati eigna á viðkomandi ári og þar með falin. b) í annan stað er gert ráð fyrir því að reiknaðar tekjur vegna verðbreytinga skuli færðar til lækkunar á end- urmatsreikningi. Þessi ráðstöfun varð heimil með lagabreytingunni sem gerð var á árinu 1989. Bók- staflega mátti ekki færa verðbreytingatekjur til lækkunar á endurmatsreikningi fyrir þann tíma, þar sem aðfararorð að upptalningu þeirra liða sem mátti færa til lækkunar á endurmatsreikningi voru „End- urmatsreikningi má aðeins ráðstafa til:“. Hitt er svo annað mál að verðbreytingatekjur hafa verið færðar til lækkunar á reikningnum allar götur frá því að verðleiðrétt reikningsskil voru tekin í notkun hér á landi á árinu 1979. Á vissan hátt má þó segja að rök- styðja hafi mátt þessa færslu, því að verðbreytinga- tekjur eru í raun endurmat á peningalegum stærðum úr efnahagsreikningi á sama hátt og endurmat eigna. Samkvæmt því hafi endurmat peningalegra stærða verið leiðrétting á nettóendurmati fastafjár- muna og því hafi í raun ekki verið um ráðstöfun á endurmatsreikningi að ræða. Þessi skýring er býsna langsótt en hún dugar kannski til að verja færsluna á endurmatsreikninginn. Það skiptir í öllu falli nokkru máli að færslan hafi mátt vera í samræmi við ákvæði laganna, að öðrum kosti væru möguleikar til greiðslu arðs hjá félögum mjög skertir, því færslan hefði þá þurft að bókast til lækkunar á óráðstöfuðu eigin fé. c) í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að útgáfa jöfnunar- hlutabréfa sé færð til lækkunar á endurmatsreikn- ingi. Það er auðvitað rökrétt að gera, þar sem slík útgáfa er í raun verðleiðrétting á innborguðu hluta- fé. Hitt er svo annað mál að sú verðleiðrétting er ekki nógu mikil til þess að sýna hlutafé á ársloka- verðlagi á uppgjörsári, en því efni verða ekki gerð frekari skil í þessari grein. d) Þá er í fjórða lagi gefin heimild til þess að færa verð- bætur á lögbundinn varasjóð á endurmatsreikning- inn. Þessi heimild kom inn í lögin þegar þau voru tekin til endurskoðunar á árinu 1989. Endurmatið takmarkast við þá hlutfallshækkun sem verður við útgáfu jöfnunarhlutabréfa hverju sinni. Með þeim hætti er haldið við þeim hlutföllum sem myndast hafa á milli lögbundins varasjóðs og hlutafjár. Áður en þessi breyting var gerð var ekki ljóst, hvort leggja bæri í lögbundinn varasjóð á ný vegna ákvæða 108. greinar laganna eftir að útgáfa jöfnunarhlutabréfa hafði raskað hlutfallinu á milli lögbundna varasjóðs- ins og hlutfjárins. Ekki verður annað séð en að end- urmat lögbundna varasjóðsins eigi að taka til hans í heild sinni, jafnvel þótt hann kunni að hafa verið myndaður af eðlisólíkum framlögum, þ.e. hagnaði og yfirgengi. Nánar verður um þetta atriði fjallað, þegar umræðan snýst um 108. grein laganna hér á eftir. e) í fimmta tölulið þeirrar upptalningar á ráðstöfun á endurmatsreikningi, sem er að finna í 97. grein lag- anna, segir, að verðbæta megi fjálst eigið fé í sam- ræmi við verðlagsbreytingar. Hér er átt við reikning- inn óráðstafað eigið fé og aðra þá eiginfjárreikninga sem fyrirtæki kann að hafa myndað með frjálsum framlögum. Endurmat þess reiknings, þ.e. óráðstaf- aðs eigin fjár, er eðlilegast að framkvæma árlega á meðan íslensk fyrirtæki styðjast við verðleiðrétt reikningsskil við reikningagerð sína. Og þar sem sú reikningagerð getur miðast við tvenns konar megin- reglur um gerð verðleiðréttra reikningsskila, þá verður endurmatið á óráðstöfuðu eigin fé annað hvort að miðast við aðferð skattalaga eða verð- bólguaðferð þá sem reikningsskilanefnd Félags lög- giltra endurskoðenda hefur mælt með. Hugsunin á bak við þetta endurmat er auðvitað sú, að óráðstaf- að eigið fé samanstandi af samsafnaðri afkomu fyrir- tækis á verðlagi í lok viðkomandi uppgjörsárs að frá- dregnum þeim færslum sem færðar hafa verið til lækkunar á óráðstöfuðu eigin fé, svo sem arði, til- lagi í lögbundinn varasjóð eða skattalegum aðgerð- um. Með þessum hætti fæst rökréttari staða á óráð- stöfuðu eigin fé en ella væri, og sú staða segir meira til um raunverulegt hæfi fyrirtækis til þess að greiða arð en ef slíkt endurmat væri ekki framkvæmt. f) í sjötta tölulið umræddrar upptalningar segir að endurmatsreikningi megi ráðstafa til þess að verð- bæta skattalega sjóði. Hér er átt við fjárfestingarsjóð samkvæmt ákvæðum skattalaga, en þann reikning ber að verðbæta árlega með skattstuðli. í því sam- bandi skiptir að sjálfsögðu engu máli, hvaða aðferð fyrirtæki notar við reikningagerð sína; endurmat skattalegra aðgerða verður að miðast við skattstuð- ulinn. 23

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.