Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Blaðsíða 36

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Blaðsíða 36
vatnsveitukerfa, því þau eru til reiðu fyrir allt byggðarlagið um ótakmarkaðan tíma. Skýringar í ársreikningi 36. Gerð skal grein fyrir eftirtöldum atriðum: a) þeim reikningsskilaaðferðum sem notaðar eru varðandi opinber framlög, þ.m.t. framsetning þeirra í reikningsskilum; b) tegund og eðli þeirra opinberra framlaga sem eru í reikningsskilunum og upplýsingar um aðr- ar tegundir opinberrar aðstoðar sem fyrirtækið hefur haft beinan hag af; og c) óuppfyllt skilyrði og hugsanlega önnur atriði sem varða móttekna opinbera aðstoð. Alþjóðlegur bókhaldsstaðall nr. 20 Reikningshaldsleg meðferð opinberra framlaga og skýringar á öðrum tegundum opinberrar aðstoðar Hinn alþjóðlegi reikningsskilastaðall nr. 20 er birtur í 37. -44. gr. - Staðallinn skal lesinn í samhengi við 1.-36 svo og, Inngangsorð að alþjóðlegum reikningsskila- stöðlum. 37. Opinber framlög, þ.m.t. önnur framlög en fjár- framlög skal ekki tekjufæra fyrr en að ljóst er (i) að fyrirtækið muni uppfylla skilyrðin sem sett hafa verið fyrir þeim og (ii) að framlögin verða þegin. Framlögin skal ekki færa beint á eigið fé. 38. Opinber framlög skal tekjufæra á rekstur á kerfis- bundinn hátt og á þau tímabil þegar kostnaður vegna þeirra fellur til. 39. Eignatengd opinber framlög, þ.m.t. önnur framlög en fjárframlög, skal færa í efnahagsreikning annað- hvort með því að færa framlagið sem fyrirfram inn- heimtar tekjur eða með því að lækka bókfært verð eignarinnar sem nemur framlaginu. 40. Opinbert framlag sem veitt er sem bætur vegna út- gjalda eða taps sem þegar er orðið, og framlag vegna fjárhagslegrar aðstoðar sem ekki leiðir til frekari útgjalda, skal tekjufæra í rekstrarreikning á það tímabil þegar framlagið er móttekið, og þá sem óreglulegur liður ef við á (sbr. Alþjóðlegan reikn- ingsskilasstaðal nr. 8, Oreglulegir liðir, leiðrétting- ar vegna fyrri reikningstímabila og breytingar á reikningsskilavenjum). 41. Opinbert framlag, sem er endurkræft, kallar á matsbreytingu en ekki leiðréttingu á fyrri reikn- ingstímabil (sbr. Alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 8, Óreglulegir liðir, leiðréttingar vegna fyrri reikningstímabila og breytingar á reikningsskila- venjum). Endurgreiðsla opinbers framlags skal fyrst jafnað á móti þeim hluta framlags sem ekki hefur þegar verið tekjufært. Að því marki sem slík endurgreiðsla er hærri eða ef ekki er um að ræða neinn ótekjufærðann hluta framlags er endur- greiðslan strax færð í rekstrarreikning. Endur- greiðsla eignatengds framlags skal færast til hækk- unar á bókfærðu verði eignarinnar eða til lækkunar á fyrirfram innheimtum tekjum. Samansafnaðar viðbótarafskriftir sem búið væri að gjaldfæra ef að framlagið hefði ekki fengist, skal gjaldfæra strax. Skýringar í ársreikningi 42. Gerð skal grein fyrir eftirtöldum atriðum: a) þeim reikningsskilaaðferðum sem notaðar eru varðandi opinber framlög, þ.m.t. framsetning þeirra í reikningsskilum; b) tegund og eðli þeirra opinberra framlaga sem í reikningsskilunum eru og upplýsingar um aðrar tegundir opinberrar aðstoðar sem fyrirtækið hefur haft beinan hag af; og c) óuppfyllt skilyrði og hugsanlega önnur atriði sem varða móttekna opinbera aðstoð. Tímabundin ákvæði 43. Fyrirtæki, sem beitir staðlinum í fyrsta skipti, skal: a) hlíta kröfum um skýringar þar sem það á við; og b) annaðhvort (i) að aðlaga reikningsskilin að breyttum reikningsskilavenjum og þá í samræmi við Alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 8, Óreglulegir liðir, leiðréttingar vegna fyrri reikn- ingstímabila og breytingar á reikningsskilavenj- um; eða (ii) að beita ákvæðum staðalsins aðeins vegna þeirra framlaga eða hluta þeirra framlaga sem fást eða endurgreiðst eftir gildistöku stað- alsins. Gildistaka 44. Þessi Alþjóðlegi reikningsskilastaðall gildir um þau reikningsskil sem eiga sér stað eftir 1. janúar 1984. 36

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.