Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Blaðsíða 46

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Blaðsíða 46
RITNEFND ÍÞRÓTTIR Á nýliðnum vetri gekst FLE fyrir tveimur mótum í innanhússknattspyrnu, fyrir félagsmenn sína og starfs- menn þeirra. Fyrra mótið var haldið þann 8. desember sl. í íþróttahúsi Fellaskóla. Lið frá átta endurskoðunar- skrifstofum tóku þátt í mótinu. Fyrirkomulag var með þeim hætti, að fjórir leikmenn hófu leik í hvoru liði hverju sinni. Leiktími var 2x8 mín. og spiluðu allir við alla. Mótið tókst með miklum ágætum. Sameinaða end- urskoðunarskrifstofan h.f. (SAMEND h.f.) fór með sigur af hólmi og hlaut fullt hús stiga. Hér að neðan er tafla, sem sýnir röð liða í mótinu. Lið: Markatala Stig SAMEND H.F. 39:16 14 Endursk. Björns E. Árnasonar 23:17 9 Löggiltir endurskoðendur h.f. 26:22 8 Endurskoðun h.f. 27:19 7 Hagskil h.f. 15:15 7 Endursk. Sigurðar Stefánssonar h.f. 20:28 6 Endurskoðendaþjónustan h.f. 15:26 4 Endursk.miðstöðin h.f. N. Mancher 16:38 1 Laugardaginn 25. apríl sl. fór síðara mótið fram f íþróttahúsi Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Tíu stofur tilkynntu þátttöku í mótinu. Endurskoðun Akureyri h.f. hugðist senda lið, en vegna ótíðar komust þeir ekki til mótsins. Það voru því eingöngu lið frá suðvestur horninu, sem þátt tóku í mótinu, eins og í fyrra skiptið. Fyrirkomulagi mótsins var breytt, frá fyrra móti, þann- ig, að nú voru fimm menn sem hófu leik í hvoru liði. Leikið var í tveimur 5 liða riðlum og tvö efstu lið í hvorum riðli spiluðu útslitakeppni, þ.a. lið nr. 1 í A- riðli spilaði við lið nr. 2 í B-riðli og lið nr. 1 í B-riðli við lið nr. 2 í A-riðli. Liðin sem töpuðu spiluðu síðan um 3. til 4. sæti, en sigurvegararnir spiluðu um 1. sætið. Lið Endursk.skrifstofu Björns E. Árnasonar og lið Endur- skoðendaþjónustunnar h.f. komust í úrslit úr A-riðli, en lið Hagskila h.f. og SAMEND h.f. úr B-riðli. Leikir í úrslitakeppninni voru æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu mínútum sumra leikjanna. Endur- skoðendaþjónustan h.f. og Hagskil h.f. spiluðu um 3. sætið og fóru leikar þannig að Endurskoðendaþjónust- an h.f. bar sigur úr bítum og hreppti 3. sætið. Til úrslita léku því Endursk. Björns E. Árnasonar og SAMEND h.f. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1. Eftir framlengingu var staðan enn jöfn 1-1. Það þurfti því vítaspyrnukeppni til að fá fram úrslit í mótinu. Leikar fóru að lokum þannig að SAMEND h.f. vann með 13 mörkum gegn 12. Mótið tókst ágætlega, en þó er það álit manna að heppilegra sé að hafa fjóra leikmenn inná í hvoru liði, í stað fimm. Ritnefnd. 46

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.