FLE blaðið - 01.01.2012, Blaðsíða 11

FLE blaðið - 01.01.2012, Blaðsíða 11
Áritun óháðs endurskoðanda Endurskoðandinn skal koma á framfæri niðurstöðum sínum í formi áritunar. Þessi áritun inniheldur ályktun, sem er neikvæð staðfesting, en ekki álit á árshlutareikningnum. Ákveðin atriði geta komið upp við könnunina sem geta kallað á aðra ályktun en fyrirvaralausa og/eða á viðbótarmálsgrein, en þessi atriði gætu verið: • Frávikfrá gildandi reikningsskilareglum; • Takmörkun á umfangi könnunarinnar, hvort sem um er að ræða fyrir tilstuðlan stjórnenda eða af öðrum sökum; • Óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi eða önnur veruleg óvissa; • Önnur atriði. Skráning Endurskoðandinn skal skrá aðgerðir sínar og safna þeim gögn- um sem hann telur nauðsynleg til að komast að ályktun sinni og sannar að könnunin hafi verið framkvæmd að öllu leyti í samræmi við ISRE 2410. Lykilatriðið er að skráning aðgerða og gögnin eiga að vera þess eðlis að annar reyndur endurskoð- andi, sem hefur ekki komið að könnuninni, getur skoðað skrán- inguna og gögnin og skilið eðli, tímasetningu og umfang aðgerða sem framkvæmdar voru ásamt þeirri niðurstöðu sem úr þeim kom. ISRE 2400 Engagements to review financial statements ISRE 2400 fjallar um könnun á reikningsskilum sem fram- kvæmd er að fagaðila, öðrum en endurskoðanda einingarinnar. Tilgangur staðalsins er að setja fram reglur um það hvernig fagaðili, sem ekki er endurskoðandi viðkomandi einingar, getur tekið að sér verkefni um að kanna ársreikninga/reikningsskil og einnig um form og innihald áritunar þessa aðila. Ef hins vegar er um að ræða endurskoðanda einingarinnar á hann að haga vinnu sinni í samræmi við ISRE 2410. Hvergi í staðlinum er fjallað beint um innra eftirlit heldur skal fagaðili, í skipulagningu könnunarinnar, afla eða uppfæra þekk- ingu sína á starfsemi einingarinnar, þar á meðal bókhaldskerf- um, eðli starfseminnar og eignum, skuldum, tekjum og gjöld- um. í ISRE 2410 er gengið út frá því að könnunin sé fram- kvæmd af endurskoðanda einingarinnar og að hann búi yfir þekkingu á einingunni og umhverfi hennar þ.m.t. innra eftirliti í gegnum vinnu sína sem endurskoðandi félagsins. IAASB (International Auditing and Assurance Standards Board) hefur gefið út drög að nýjum ISRE 2400. Þar eru lagðar til tals- verðar breytingar á staðlinum, en þó ekki efnislegar. Drögin að nýjum staðli eru mun ítarlegri og er framsetning hans með svipuðum hætti og endurbættir endurskoðunarstaðlar (e. Clarity Project). í drögunum er jafnframt búið að undirstrika það að þessi staðall eigi ekki við um endurskoðendur einingarinnar og skilgreina betur hverjir geti fallið undir hugtakið fagaðilar. Sigríður Helga Sveinsdóttir, Helga Harðardóttir, Davíð Arnar Einarsson og Jón Rafn Ragnarsson Starfsemi FLE g " ffiral Sigurður B. Arnþórsson framkvæmdastjóri FLE Inngangur Öllum má Ijóst vera að umfang og umsvif FLE hefur vaxið umtalsvert á síðast liðnum árum og ekki síst með tilkomu nýrra laga um endurskoðendur sem tóku gildi í ársbyrjun 2009. Jafnframt hefur verið leitast við að endurspegla óskir félags- manna um aukin umsvif og starfsemi innan félagsins, atriði sem komu fram í stefnumótunarvinnu á sfnum tíma. Ef við horfum til síðasta áratugar þá hefur innleiðing og upp- taka alþjóðlegra staðla gert það að verkum að félagið hefur þurft að efla samskipti sín á erlendum vettvangi, til þess að vera betur undirbúið og meðvitað um hvað væri framundan í þeim efnum. Má segja að ekki veiti af ef litið er til þeirrar umfjöllunar um starfsumhverfi endurskoðenda sem verið hefur í gangi innan EB undanfarið. Þess má svo jafnframt geta að á þessum sama áratug hefur félagsmönnum fjölgað um hvorki meira né minna en 48% eða úr um 250 í 370 og konum þar af úr 40 í um 80 eða 100%. Útgáfa í tilefni af 75 ára afmæli FLE á síðastliðnu ári, voru gefnar út tvær vandaðar bækur. Annars vegar með æviskrám endurskoð- enda og hins vegar bók um sögu félagsins, sem er afar merki- leg söguleg heimild í viðskiptasögu þjóðarinnar. Að auki stóð félagið fyrir veglegri afmælisráðstefnu síðastliðið haust, haldið var upp á sjálfan afmælisdaginn í fyrrasumar og af því tilefni gefið út sérstakt afmælisþlað. Lætur nærri að heildarkostnaður af þessu tilefni hafi verið um 20 milljónir og sýnir hversu stór- huga félagið hefur verið. FLE blaðiðjanúar 2012 • 9

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.