FLE fréttir - 01.01.1978, Blaðsíða 1

FLE fréttir - 01.01.1978, Blaðsíða 1
I 1. Srg. 1. tbl. janðar 1978 FRÉTTABLAÐ FLE A undanförnum árum hafa stjðmir félagsins sent félagsmönnum margvíslegar tilkynningar og upplýsingar sem varða starf hins löggilta endurskoðanda. SS stjðrn, sem nú situr, telur þetta verkefni stjðrnarinnar vera mjög mikilvægt, þ.e. að dreifa til félagsmanna frððleik um fagið og vekja athygli á ýmsu nýju efni, sem það varðar, bæði innlendu og erlendu. Stjðrnin ætlar að freista þess að koma slíkri upplýsingamiðlun í frétta- blað sem gefið verður út einu sinni í mánuði til reynslu fyrst um sinn. Fyrirhugað er að birta í blaðinu nýjar fréttir af félagsstarfinu almennt, starfi nefnda félagsins, samskiptum FLE við erlend sambönd og frumvörpum sem varða starfsemi endurskoðenda. Ennfremur verður reynt að geta um nýjar bækur, tímarit og greinar, sem áhugaverðar þykja og vakin verður athygli á dómum og úrskurðum sem stjórnin fær upplýsingar um. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi um það efni, sem stjðmin hefur rætt um að erindi eigi í blaðið, en það er von stjórnarinnar að félags- menn komi á framfæri ábendingum um efni eða veki athugli á atriðum sem áhugaverð eru fyrir félagsmenn. Það er ekki ætlun stjðrnarinnar að draga á neinn hátt úr mikilvægi tímarits FLE með útgáfu fréttablaðsins en timaritið verður áfram vettvangur fyrir greinar og ýmsan fróðleik sem snertir starfsemi endurskoðenda og það er von stjðrnarinnar að timaritið haldi áfram að eflast að gæðum eins og það hefur gert á undanförnum árum. AÐALFUNDUR 1977 Aðalfundur félagsins var haldinn 26. nóvember 1977. Fundinn sátu 38 félagsmenn og voru aðalfundarstörf með hefðbundnum hætti. Fráfarandi formaður, Geir Geirsson, flutti skýrslu stjómar og gjaldkeri, Valdimar Guðnason, las og skýrði reikninga félagsins. A fundinum var Olafur Nilsson kjörin formaður, en aðrir í stjórn þeir Valdimar Guðnason, Þráinn S. Sigurjónsson, Símon Hallsson og Sveinn Jónsson. A fundinum fluttu fastanefndir skýrslur um starf sitt og lögðu fram gögn. Má nú segja að starf þeirra sé að komast á fastan grundvöll og nokkurra afreka sé að vænta i náinni framtíð. I endurskoðunarnefnd voru kjörnir Gunnar Sigurðsson, Halldór Asgrímsson og Stefán Svavarsson, en x reikningsskilanefnd voru kjörnir Atli Hauksson, Bjarni Lúðvíksson og Olafur G. Sigurðsson. Undirþúningsnefnd NRK skilaði af sér nokkrum fjármunum til félagsins, sem ætlunin er að halda aðgreindum í sérstökum sjóði.

x

FLE fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.