FLE fréttir - 01.01.1978, Blaðsíða 4

FLE fréttir - 01.01.1978, Blaðsíða 4
FRUIWARP TIL GJALDÞRQTALAGA Nýlega var lagt fram frumvarp til gjaldþrotalaga. Hljóti frumvarpið samþykki Alþingis, munu hin nýju lög leysa af hólmi lög um gjaldþrota- skipti nr. 25/1929 með síðari breytingum. Frumvarpið er mikið að vöxtum og í því felast margvíslegar breytingar frá núgildandi löggjöf. Nauðsynlegt er, að löggiltir endurskoðendur kynni sér meginefni frumvarpsins og fylgist með framgangi þess á Alþingi. Ef til vill kann að þykja Sstæða til að FLE láti frá sér heyra um einhver atriði frumvarpsins. A þessum vettvangi eru ekki tök á að fjalla um frumvarpið é breiðum grundvelli, en farið skal nokkrum orðum um þau ákvæði þess, sem beinlínis varða löggilta endurskoðendur. I II. kafla frumvarpsins eru allítarleg ákvæði um greiðslustöðvun og réttarverkanir hennar. Hér er um nýmæli að ræða og segir £ athugasemdum frumvarpsins, að tilgangur greiðslustöðvunar sé að stuðla að þvx, að bú komi fyrr til gjaldþrotaskipta en nú er og lánardrottnar féi þess vegna meira upp £ kröfur s£nar. Upphafsgrein þessa kafla hljóðar svo: "Sá sem á £ verulegum fjárhagsörðugleikum, en vill freista þess að koma nýrri skipan S fjármál sin með aðstoð lögmanns eða löggilts endurskoðanda, sem hann hefur til þess ráðið, getur óskað þess, að skiptaráðandi heimili honum greiðslustöðvun £ allt að 3 mánuði með þeim réttarverkunum, sem £ S. gr. segir". I næstu greinum er siðan m.a. vikið nánar að réttindum og skyldum aðstoðarmanns skuldara, en rétt framkvæmd greiðslustöðvunar er að ýmsu leyti háð þv£, að aðstoðarmaðurinn leysi starf sitt vel af hendi. I III. kafla er fjallað um það, hvenær bú einstaklings, félags eða stofnunar skuli taka til gjaldþrotaskipta. Þar er að finna það nýmæli, að meðal ástæðna, sem nægar teljast til að kröfu lánardrottins um gjaldþrota- skipti beri að taka til greina, skuli vera sú að á slðustu 3 mánuðum liggi fyrir yfirlýsing, sem skiptaráðandi telur rétta, frá löggiltum endurskoðanda, sem kannað hefur hag skuldara, eða frá skattyfirvöldum eða öðrum opinberum stofnunum, þess efnis að skuldari geti ekki staðið að fullu £ skilum við lánardrottna s£na, þegar kröfur þeirra falla £ gjalddaga. I 2. tölulið 102. gr. frumvarpsins segir: "Þegar eignir bús eru verulegar eða málefni þess flókin, getur skiptaráðandi ráðið löggiltan endurskoðanda til að endurskoða reikninga búsins i þeim mæli, sem skipta- ráðandi ákveður fyrirfram. Til þess má og fá aðra, sem haft hafa afskipti af málum þrotamanns fyrir gjaldþrotið. Kostnað við þessa endurskoðun skal greiða úr búinu". Þessu til samanburðar skal nefnt, að i 3. tölulið 8. gr. núgildandi gjaldþrotaskiptalaga er svohljóðandi ákvæði: "Nú telur rannsóknar- deild skiptaréttar þörf á aðstoð þókhaldsfróðs manns, og kveður hún þá sllkan mann til". Athygli skal vakin á XI. kafla frumvarpsins, sem fjallar um "stöðu þrotamanns". Þar segir, að reglur, sem £ kaflanum eru settar um þrotamann sjálfan, gildi einnig um stjórnarmenn, endurskoðendur, framkvæmdastjóra og deildarstjóra félaga og stofnana, svo og um menn sem éður gegndu störfum þeirra". Hér er m.a. um að ræða bann við þv£ að fara úr landi án leyfis skiptaráðanda og hugsanlegar hömlur á þvi að skipta um heimili eða dvalar- stað. I núgildandi lögum gilda þessar hömlur ekki um endurskoðendur. Margvisleg athyglisveró nýmæli eru i frumvarpinu, sem ekki er rúm til að minnast á hér. Með frumvarpinu fylgja fróðlegar niðurstöður könnunar á gjaldþrotaúrskurðum hér á landi á árunum 1960 - 1974. FLE FRÉTTIR PÓSTHÓLF 945 121 REYKJAVÍK

x

FLE fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.